Tíminn - 07.09.1977, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. september 1977
9
ÍM
Íinmini
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóriv: Kristinn Finnbogason. Kilstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Kitstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðumúla 15. Sinii 86300. Verð i lausasölu kr.
70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Heimsókn Fálldins
I dag lýkur opinberri heimsókn Thorbjörns
Falldins forsætisráðherra Svia og Solveigar
eiginkonu hans til Islands. Falldin er
forvigismaður nýrra forystuafla i sænskum
stjórnmálum, og hefur heimsókn hans þvi orðið
til þess að treysta samband frændþjóðanna.
Enda þótt þau hjónin hafi staðið hér stutt við má
ekki gera litið úr þvi að forystumenn kynnist
persónulega og fái tækifæri til að litast um i
löndum vinaþjóða, ekki sizt þegar um er að ræða
þjóðir sem eiga svo mikil og náin samskipti sem
þjóðir Norðurlanda.
Um margt hafa Sviar verið forgöngumenn i
norrænu samstarfi enda eru þeir fjölmennastir
Norðurlandaþjóðanna og efnahagur þeirra lengst
af mjög öruggur, lifskjör til fyrirmyndar og
stöðugleiki innan lands. Sögulegar og land-
fræðilegar aðstæður valda þvi, að Norður-
landabúar hafa ekki átt samleið með öllu i
utanrikis-og öryggismálum, enda er óliku saman
að jafna aðstæðum við innanvert Eystrarsalt og
horfum á norðurslóðum Atlantshafsins. Hins
vegar skipta hin stöðugu og nánu norrænu
samráð miklu einnig á þessu sviði, og itrekað
hafa komið fram hugmyndir um sameiginlegan
skerf, sen Norðurlandabúar gætu lagt af mörkum
og ættu að leggja af mörkum fyrir frið og öryggi i
heiminum.
Hin nýja samstjórn, sem nú fer með völd i
Sviþjóð markar að ýmsu leyti þáttaskil i sænskri
stjórnmálasögu. Að likindum munu þau
efnahagsvandamál, sem stjórnin tók að erfðum
frá rikisstjórn jafnaðarmanna, hindra stjórnina i
þvi að hrinda i framkvæmd ýmsum stefnumálum
sinum, en það hefur komið nýr blær á stjórnar-
athafnir og nýtt fjör færzt yfir sænsk stjórnmál
eftir áratugalanga einstefnu jafnaðarmanna.
Flokkur Thorbjörns Fálldins, Miðflokkurinn,
markar einnig að mörgu leyti þáttaskil i lands-
málum Svia. Flokkurinn hefur á siðari árum háð
harða baráttu fyrir byggðastefnu, valddreifingu,
náttúruvernd og þjóðlegum sjónarmiðum. Gegn
þeirri stefnu jafnaðarmanna að leggja allt kapp á
hagvöxt og samþjöppun valds og byggðar, hafa
Miðflokksmenn reist merki mannlegra og
mannúðlegra sjónarmiða.
Hér á landi hefur þess gætt, að menn hafa ekki
skilið hvað i ’miðflokkshugtakinu’ skandinaviska
felst. I þvi felst annars vegar andstaða við
sósialisma jafnaðarmanna, en hins vegar og alls
ekki siður er með miðflokkshugtakinu tekin
aístaða gegn borgaralegum hugmyndum hægri-
sinnaðra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir kenna
sig við ihaldsstefnu i einni eða annari mynd eða
borgaralegt hægrisinnað frjálslyndi.
Á það hefur verið bent og með réttu að maður-
inn Thorbjörn Fálldin beri með sér ýmis beztu
einkenni þeirrar stjórnmálastefnu sem hann
hefur gerzt málsvari fyrir. Fálldin sker sig að
ýmsu leyti úr i hópi forystumanna stjórnmála-
flokkanna i landi sinu vegna þess alþýðlega
yfirbragðs og látleysis i framgöngu. Hann er
traustur og dugmikill alþýðumaður sem forðast
allt yfirstéttarprjál.
Timinn óskar þeim hjónum góðrar heimfarar
og væntir þess að heimsókn þeirra hafi orðið til
þess að auka gagnkvæman skilning vina-
þjóðanna. Enda þótt aðstæður og arfur séu á
ýmsa lund með ólikum hætti geta þær margt hvor
af hinni lært. JS
ERLENT YFIRLIT
Bylting í Biyadh
gæti breytt mikiu
Hún gæti haft mikil áhrif á heimsmálin
HVAÐA atburður gæti vald-
ið mestri breytingu á fram-
vindu alþjóðamála? Slíkri
spurningu væri hægt að svara
á marga vegu en eitt senmleg
asta svarið væri bylting i
Riyadh höfuðborg Saudi-Ara-
biu. Þetta viðlenda, en strjál-
byggöa eyðimerkurriki hefur
um þessar mundir öllu meiri
áhrif á vettvangi alþjóðamála
en nokkurt ríki annað, þegar
risaveldinein eru undanskilin.
Byltingarstjórn i Riyadh, sem
tæki upp þveröfuga utanríkis-
stefnu við þá, sem núverandi
valdhafar fylgja, gæti i einni
svipan alveg breytt taflstöð-
unniá skákborði alþjóðamála.
Bylting i Riyadh er fjarri þvi
að vera útilokuð. Þaö er ekki
langt siðan, að Feisal konung-
ur var myrtur, en það geröi aö
visu geðbilaöur frændi hans,
sem sennilega hefur ekki haft
nein byltingaráform i huga.
Fyrir valdhafana i Riyadh
voru það alvarlegri tföindi,
þegar uppvist varð um bylt-
ingaráform ungra liösforingja
fyrr á þessu ári. Svo langt var
þessum áformum komið, aö
búið var að ákveða byltingar-
daginn, sem átti aö vera fyrsti
júli siöastliöinn. Leynilögregl-
an varð hins vegar fyrri til, og
byltingarmennimir sitja nú
bak við loku og lás, ef þeir eru
þá ekki orðnir höfðinu styttri
Af hálfu stjórnvalda i Saudi-
Arabiu hefur veriö reynt aö
þagga þennan atburðniður og
þvi jafnvel mótmælt, aö hann
hafi átt sér stað. Það mun
jafnvel hafa verið sagt að
hann væri aðeins hugarburöur
Gadafis, einræðisherra i LI-
býu, og hyggist hann með slik-
um flugufréttum veikja tiltrú
til stjórnarinnar I Riyadh.
SAUDI-ARABIA er meö
viðlendustu löndum heims eöa
um 830 þús. fermilur aö flatar-
máli. Mestur hluti landsins er
uppblásin eyðimörk, enda eru
Ibúarnir ekki taldir nema 7.5
millj. Allt fram til 1930 var
Saudi-Arabia eitt afskekkt-
asta land i heimi, og öll menn-
ing og lifnaðarhættir gamal-
dags. Hvergi var kenningum
Múhameðs fylgt eins strang
lega fram i verki. Það var upp
úr 1930 sem oliulindir fóru að
finnast þar og hefur það ger-
breytt allri stöðu rikisins.
Saudi-Arabia er talið oliuauð-
ugasta land heimsins og
byggjast hin miklu áhrif þess
á alþjóðavettvangi eingöngu
á oliunni. Saudi-Arabia hefur
meiri áhrif á oliuverðið en
nokkurt land annað og getur
raunar ráöið þvi. Valdhafar
Khalid konungur.
þess hafa beitt verulega þessu
valdi sum siðustu árin. Þeir
hafa látið alþjóðamál til sin
taka i sivaxandi mæli og má
segja, að utanrikisstefna
þeirra hafi mótazt mest af
tveimur sjónarmiðum: Þeir
eru á móti kommúnisma og
þeireru á móti Zionisma. Það
er vegna áhrifa þeirra, að
Rússum hefur mistekizt að ná
fótfestu I Arabalöndunum,
eins og miklar horfur virtust á
um skeið. Þeir hafa t.d. getað
veitt Egyptum meiri efna-
hagslega hjálp en Rússar og
þannig gert þeim kleift aö
verða óháðari Rússum en þeir
voru um skeið. Það er einnig
vegna áhrifa þeirra, aö
Bandarikin hafa tekið upp vin-
samlegri afstöðu til Araba-
rikjanna en áður og reynt aö
hamla gegn landvinninga-
stefnu Israelsmanna. Þar
hafa Bandarikjamenn m.a.
beygt sig fyrir þeirri staö-
reynd, aö Saudi-Arabia getur
með þvi að hækka oliuveröiö
eða með þvi aö draga úr oh’u-
útflutningi, valdið Bandarikj-
unum stórfelldu tjóni. Þá hafa
stjórnendur Saudi-Arabiu
unnið meira að því en nokkrir
aðrir að fylkja Arabarikj-
unum I sem samstæðasta heild
og orðið verulega ágengt 1
þeim efnum. Yfirleitt hafa
Fadh krónprins.
þeir fylgt stefnu sinni fram i
kyrrþey og látiö sem minnst
bera opinberlega á aðgerðum
sinum. Þeir hafa jafnframt
reynt að hafa áhrif á, að Ara-
bar ynnu að framgangi mála
sinna markvist, en sem há-
vaðaminnst. Þaö veröur þvi
ekki annaö sagt en að stjórn-
endur Saudi-Arabiu hafi fram
að þessu beitt valdi sinu af
hófsemi og lagt meiri áherzlu
á diplómatiska lausn mála en
hernaðarlega.
STJÓRNARHÆTTIR Saudi-
Arabiu eru meira i gömlum
stil en annars staðar i heim-
inum. Þaðer sama ættin, sem
hefur farið með völd i landinu
siðan um aldamót, þegar Ibn
Saud sameinaöi mörg riki á
Arabiuskaganum og Saudi-
Arabia tók á sig þá mynd, sem
haldizt hefur siöan. Saud átti
marga afkomendur. Þegar
Ibn Saud féll frá 1952, tók elzti
sonur hans, Saud, viö konung-
dómiog gegndi honum til 1964
þegar Feisal bróðir hans vék
honum til hliöar og gerðist
sjálfur konungur, en raun-
verulega haföi hann þá fariö
me6 völd undanfarinár.þvi að
Saud dvaldist mikið erlendis.
Feisal reyndist traustur
stjómandi. Hann hófst handa
um margvislegar framfarir,
og má nokkuö ráða umfang
þeirra af þvi, að ein og hálf
milljón erlendra starfsmanna
dveljast nú i Saudi-Arabiu við
ýmiss konar framkvæmdir og
eru flestir þeirra eitthvað sér-
lærðir. Feisal konungur var
myrtur af frændasinum i marz
1975og varKhaled bróöir hans
þá konungur og jafnframt for-
sætisráðherra, en valdamesti
maður landsins er yfirleitt tal-
inn bróöir hans, Fadh krón-
prins, sem er varaforsætis-
ráöherra. Þeim bræðrum
virðist koma vel saman og
hafa mjög unniö i sama anda
og Feisal konungur. 1 nær öll-
um valdamestu embættum
landsins sitja nú afkomendur
Ibn Saud, flestir menntaðir i
Ameriku. Ættin virðist þvi
tryggja völd sin vel, en samt
er ekki hægt að útiloka að
bylting verði gerð þar, t.d. af
hálfu ungra herforingja eins
og i Egyptálandi og Líbýu.
Ef til sliks kæmi, gæti það
orðiö ein afdrifarikasta bylt-
ing aldarinnar. Þ.Þ.