Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 17. september 1977 TVÆR BÆKUR, EÐA ÞRJÁR UM SPÁN • • > Ornólfur Amason lýsir Spáni CBSTA BRAVA XALLOBCA COSTA BLANCA IBIZA Spánarf erðir eru nýjasta uppákoma islenzku þjóðarinnar, sömu ættar og innskots- borðin og teppi út í horn. Þær hafa hagnýtt gildi, eru partur af metnaði einstaklinga, og eru allt að því almenningseign. Á haustin byrja menn að spara fyrir næstu sólarlandaferðinni, og f erðaskrif stof umenn gera stóra samninga við flugfélög og eigendur gististaða. Þeir selja rjómaís á vetrum. Að selja sólina Þrátt fyrir talsverða útgáfu á upplýsingaritum um Spán, hafa þó tiltölulega fáar bækur verið gefnai um ferðalög til Spánar oí, um þetta stóra sólsviöna land, sem hefur á siðari ára- tugum oröið að einskonar orku- stöð fyrir millistétt Vestur- Evrópurikja. Þangað fara menn til þess að gleyma hinum gráu dögum hversdagsleikans, gleyma kerfinu og sér sjálfum undir sól- hvitum himni. Þótt tslendingar leiti skiljan lega fyrst og fremst sólarinnar, og ferðaiðnaðurinn hér selji fyrst og fremst sólskin, þá er bað á svolitlum misskilningi byggt Frakkar fara til Spánar Italir fara til Spánar, Austur- rikismenn, Svisslendingar og Þjóöverjar. Samt búa þeir við stööugt sólskin, þegar sæmilega árar i þá veru eins og t.d. i fyrra, þegar úrkoma var litil sem engin og sólsviönar varir jarðarinnar skrælnuðu. Nei, þetta fólk leitar ekki fyrst og fremst aö sól. Þaö leitar aö nýju umhverfi, nýjum takti og lifs- stil, sem er frábrugðinn túninu heima. Kynni Islendinga af Spáni eru ömul. A öldinni sem leið yrjuðu kaupmenn að selja Spánverjum fisk. Danskir kaupmenn fylltu skútur af hvítum fiski, sem hafði veriö saltaður og sól- þurrkaður um voriö. Spánverjar greiddu i gulli. Kaupmenn keyptu þá oft appel- sinur i skip sin og létu þau sigla til Kaupmannahafnar, þar sem farmurinn var seldur, og vörur landsins og nauðsynjar voru siðan lestaðar til Islands i Kaupmannahöfn. Oft fóru kaupmenn landveginn til Hafnar, með gull sitt i beltum. Þeir notuðu léttivagna og eim- lestir eftir að þær komu til sögunnar. Þetta voru Spánarferðir. En þrátt fyrir margar slikar ferðir um aldalanga fisksölu, hélt Spánn áfram að vera óþekkt land meö fáar linur i landa fræðinni. Bætt úr brýnni þörf Nú hefur dálitið verið bætt úr þessu. Bókaútgáfan Búkolla hefur sent frá sér tvær bækur eftir örnólf Arnason. Þær heita COSTA DEL SOL, ANDALUSIA (1976) og COSTA BRAVA, MALLORCA, IBISA, COSTA BLANCA (1977) Ennfremur bók um Kanarieyjar, en hana hef ég ekki séð. Bækur Ornólfs Arnasonar eru uppsláttarbækur til þess að styðjast viö á ferðalögum. Stutt ágrip er af sögu landsins og landafræði þess. Siöan er greint frá sögu þeirra héraöa, sem fjallaö er um i bókinni, og svo loks sagt frá einstökum bæjum, gullfossum og geysum. Þá er stór kafli um ferða- fræöi, þar sem fjallaö er um munað ferðamannsins og nauðsynjar: um tryggingar, sóttvarnir, klæðnað, gististaði, peninga, og svo framvegis. Þá er I bókinni dálitið oröa- safn, sem hægt er að gripa til, ef allt annað þrýtur. Þaö er mikill fengur i svona bókum fyrir þá sem vilja feröast með opin augun. Lands- lag væri litils virði, ef það héti ekki neitt. Ofurlitil saga af manni og viöburðum glæðir land, muni og minjar nýjum lit i islenzkum augum. Um bækur örnólfs Arnasonar gildir svipað lögmál og um aðrar ferðahandbækur. Uppröðun og efnisval skiptir öllu máli. Svona bækur eru yfir- leitt ekki skrifaðar aöeins einu sinni,einsog aörar bækur, heldur veröa þær að þróast gegnum margar útgáfur, þar sem þær aðlagast viðfangs- efninu. Sumir þættir slikra verka veröa úreltir á fáum árum, en aörir kaflar halda sinu fulla gildi, öldum saman. rrj ............. Kirkjan I San Jose er meðal mynda i bókunum, en þær eru prýddar hóflegum fjölda vel valdra mynda. Ég minni á þetta, vegna þess aö hér á landi hika bóksalar ekki við að seija fólki gamlar ferðabækur og svo gömul vega- kort, að maður þyrfti hestvagna til þess að komast þar um. T.d. varö undirrituðum það á um daginn aö kaupa bók- ina DANMARK RUNDT Útgáf an reyndist svo ekki nothæf þvi hún var frá 1971. Kristjánsborg- arhöll var að visu á sinum stað, og Himmelbjerget lika, en hætt er við að þeir á Mols-Linen A/S hefðu rekið upp stór augu, ef reynt heföi verið að borga þeim eftir prislistum þessarar guln- uðu ferðabókar. 1 sömu bókabúö keypti ég fyrir fáum dögum vegakort af Frakklandi, og þaö reyndist vera frá árinu 1962, eða fyrir þann tima er vegagerð hófst fyrir alvöru I Frakklandi. Hraðbrautanet Frakklands er alls ekki á þessu korti. Þar eru sveitavegir, en nóg um það. örnólfur Arnason skipuleggur bók sina þannig að hún á að geta haldiö sinu gildi nokkur ár a.m.k. Ferðatimi lesta er ekki þarna, og lítið er um prisa. Það er sagt að læknishjálp og sjúkrahús- kostnaður sé hár á Spáni og þjórfé sé partur af launum starfsmanna. Staðarlýsingar eru áhuga- verðar, en stundum er höndun- um kastað til textans og mikið fullyrt: Staðarlýsingar gætu oft verið betri. „Svipast um i borginni. Hjarta borgarinnar er torgið Plaza de Cataluna. Uppfrá þvi gengur glæsilegasta breiögata Barcelona, Paseo de Gracia. Þar er útvarpsstöðin, bankar, skrifstofur flugfélaga og flestar finustu búðir bæjarins. Skammt ofan við torgið sker gatan Gran Via (sem á opinberu máli nefn- ist „Avenida de José Antoniu Primo de Rivera” eftir stofn- anda Falangistaflokksins) Paseo de Gravia i 90 gráðu horni. Við hvorn enda Gran Via er nautahringur, en i miðju, skammt frá Plaza de Cataluna, er elzta bygging háskólans. Paseo de Gravia endar við Diagonal (sem á opinberu máli nefnist „Avenida del Generalisimo Franco”) Þau gatnamót heita Sigurtorg, enda er þar minnismerki um sigur Francos i borgarastyrjöldinni yfir sterkustu andstæðingum sinum, Barcelonabúum, i janú- ar 1939. Diagonal er lengsta gata borgarinnar, 15 kilometra löng breiðgata sem sker borgina frá suðri til norðurs. Frá Plaza de Cataluna niður að höfninni liggur eitthvert skemmtilegasta aðalstræti sem nokkur borg heims getur státaö af, „Ramblas”. 1 miðjunni eru breiðar „eyjar” milli akbraut- anna tveggja. Eftir þeim spáss- éra borgarbúar og gestir allan liðlangan daginn, eða setjast viö borð i skugga risastórra trjáa og panta sér kaffi eða svala drykk. Hver „Rambla” hefur sitt sérstaka nafn, og þar er ák,veðin tegund af varningi á boðstólum á „eynni”. Þarna er t.d. á einni smáfuglar, kaninur og mýs i búrum, á annarri blómamarkaðir og á þeirri þriðju bækur, timarit og hljóm- plötur. Meðfram götunni standa svo vöruhús, gistihús, veitinga- og kaffihús, leikhús, óperan o.s.frv.” Þarna mætti rita miklu betri texta. Og annað sýni er svona: „Næturlífiö" Ef gengið er miður Ramblas framhjá óperunni Liceo, er i götunum á hægri hönd Barrio Chino, „kinahverfið”. Þetta er gleðihverfi borgarinnar, eitt makalausasta sinnar tegundar i Evrópu, einkum vegna þess aö þarna koma saman bókstaflega allir, sem eru að skemmta sér það kvöldiö I borginni, bæði háir og lágir. A börum, dansstööum og næturklúbbum reka saman axlir sinar venjulegir borgarbú- ar, stúdentar, drykkjuræflar, hertogar, hórur, ameriskir sjó- liðar, sigaunskir vasaþjófar, Is- lenzkir ferðamenn og arabiskir oliufurstar. Þótt þessi margliti söfnuður hafi etið máltiö sina á mismunandi stöðum og hún hafi verið allt frá sniktri samloku uppi froskafætur með kampa- vini, þá hænist allt þetta liö að sömu næturstofnunum. Hið eiginlega „kinahverfi” er þrihyrningur milli gatnanna Calle del Hospital, Calie de San Pabloog Calle la Cadena. Þar bjóða gleðikonur af öllum stærðum og gerðum og ýmsum litarjáttum blfðu sina á börum og götuhornum. Þær eiga inn- hlaup meö viðskiptavini sina i svokallaöar „mublur” i nær- liggjandi húsum. „Mublurnar” . eru gistihús, sem ekki sinna fyrirskipunum yfirvalda að skoða vegabréf gistivinanna og ganga úr skugga um að pör hafi verið löglega gefin saman i hjónaband. Vændi er að visu bannað með lögum, en sagt er að ýmsir áhrifamiklir borgarar eigi of mikilla hagsmuna að gæta i rekstri „mublanna” og baranna i „kinahverfinu” til þess að llklegt sé að hverfið verði „hreinsað á næstunni”. • Skipulag þessara bóka er hinsvegar með ágætum og þær eiga að koma að haldi þeim sem vilja ferðast um Spán með opin augun. Jónas Guðmundsson. Þangöflun Þörungavinnslunnar í sumar á ríflega þriðjungi verðsins frá í fyrra þrátt fyrir það höfðu duglegir og lagnir þangskurðarmenn góðar tekjur við þangskurðinn Athugasemdir frá umsjónarmönnum rikisins með rekstri Þörungavinnslunnar á Reykhólum I Timanum 15. september er aðalfrétt á forsiöu um Þörunga- vinnsluna á Reykhólum undir fyrirsögninni: „Hallalaus rekstur undir stjórn heimamanna”. Þar sem við undirritaðir höfum verið tilnefndir sem sér- stakir fulltrúar hlutaöeigandi ráðherra til að hafa umsjón með þeim rekstri, sem fréttin fjallar um, viljum viö koma á framfæri athugasemdum til aö koma i veg fyrir misskilning, sem hún gæti valdið. Það er rétt, sem i fréttinni greinir, aö tekjur af rekstri verksmiðjunnar fyrir júli og ágústmunu, þegar framleiðslan hefur verið seld, verða talsvert hærri en bein rekstrargjöld þennan sama tiam. Þessi af- koma er riflega eins og til var ætlazt, þegar i þennan rekstur var ráðizt. Hins vegar er villandi að bera þessa afkomu saman við tap verksmiðjunnar á árinu 1976, sc-m var hátt á annað hundrað milljónir króna. I rekstrargjöld sumarsins vantar undirbúning að rekstri, frágang að vertiö lokinni, laun fastra manna á dauöa timanum, alla vexti og afskriftir, til að þessi afkoma geti oröið sambærileg. Slikur saman burður hefur hins vegar litinn tilgang. Meginatriði málsins er, að þangöflun I sumar hefur tekizt á riflega þriðjungi þess verðs, sem var reynsla siðustu ver- tiöar. Þrátt fyrir það hafa dug- legir og lagnir þangskurðar- menn haft góöar tekjur við þangskuröinn. Markmið rekstrar verk- smiðju Þörungavinnslunnar h.f. i sumar var fyrst og fremst að sannreyna, að þessi aðferð við þangöflun I ákvæðisvinnu fengi staðizt. Þetta skyldi gert með þeim hætti, að ekki bætti á skuldir verksmiðjunnar meira en áfallandi vöxtum. Sýnt er, að þessu markmiði verður náð, og þennig fást verð- mætar upplýsingar, sem legiö geta til grundvallar ákvörö- unum um framtið verksmiðj- unnar. Hins vegar er ennþá I venjulegum rekstrarlegum skilningi stórtap á þessum rekstri, sem ekki verður eytt nema til komi frekari endur- skipulagning á rekstrinum, lenging starfstima verksmiöj- unnar og hófsemi i kröfum á hendur henni. Reykjavik, 15. september 1977 Páll Flygenring, ráðuneytis- stjóri i iönaðarráðuneyti Jón Sigurðsson, ráöu- neytisstjóri i fjármálaráöu- neyti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.