Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. september 1977 3 ronr nm > wut\KsriÁr ski'Tkubkr i«rr the icelanders cometh the good wool sweaters. ..from the far north. and not a moment too soon. (winter hovers.) Hond-knt cf pure Þand-spuo 'ce'cnd-c woo' Eacnoneu- cue c.-. 'ca •.»su3' ihecreafonof a D’ot'd crsítsman An3 beccjse they're woo'. they'ra na*urc"y wa-m.protect ve.comfortaWe. Wcc' ‘n a ctass by itse'f. In nafura'. chárcoal btown. g'ey 75 00. The lce'anders — just part of a world-wide co>'ection of wonderful wool sweate' new Mcmespun Sncp. Mdn Leve' New Yorl Jenk'ntown cnd c: fastvon br jnches. i % 2 the men s store tírvalsvara — 14.500 1 New York Times birtist á dögunum nær heilsiðuauglýsing um islenzkar ullarpeysur frá fyrirtækinu Bloomingdales i 3. stræti i New York. Lögð var á- herzla á að peysurnar væru handprjónaðar og úr handspun- inni ull án nokkurrar iblöndun- ar, komnar úr fjarlægu norðri.i senn hlýjár og þægilegar úr náttúrulegu efni. Ekki var þess kronur dulizt að peysurnar eru dýrar, 75 Bandarðcjadalir, eða sem næst 14.400 krónur islenzkar. Eins og kunnugt er fá islenzk- ar konur sem prjóna þessar peysur, sem auglýstar eru sem einstök úrvalsvara og seldar dýrum dómum i stórborgum heims, harla litið fyrir sinn snúð. Kínversk vináttu- nefnd til íslands í dag kemur hingað til lands 8 manna sendinefnd frá Vináttu- samtökum kinversku þjóðarinnar við erlend riki i boði klnversk- Islenzka menningarfélagsins. Formaður sendinefndarinnar er Frú Ting Sjö-sung, varafor- maður vináttusamtakanna og . fulltrúi á f jórða þjóðþingi Alþýðu- lýðveldisins Kina. Aðrir i nefnd- inni eru: Li Tsúven, forystumaður i Shanghai-deild Vináttusamtak- anna, Feng Chi, ljóðskáld og prófessor i erlendum bókmennt- um, forstöðumaður rannsóknastofnunar i erlendum bókmenntum við Kínversku félagsvisindaakademiuna, Rebiya Mohammet (kona), frá Sinkiang-Uighur-sjálfstjórnar- svæðinu, sópransöngkona, vara- forstöðumaður menningarmala- íslendingur fórst á Spáni áþ-Reykjavik23ára gamall mað- ur, Hafþór Pálmason, lézt er hann lenti fyrir bil að kvöldi 30. ágúst i Torremolinos á Spáni. Hann dvaldist þar á vegum ferða- skrifstofunnar Útsýnar. Hafþór var ekki með nein skil- riki á sér, þegar slysið varð, og þvi var ekkihægtað berakennsl á manninn, fyrr en myndum af honum haföi verið dreift á lög- reglustöðvar og sjúkrahús. Hafþór andaðist á sjúkrahúsi þann 10. þessa mánaðar, en utan- rikisráöuneytinu barst ekki til- kynning um lát hans frá spönsku lögreglunni fyrr en fyrir tveimur dögum. Hafþór var einnslns liös i ferðinni, og var hans ekki saknað fyrr en nokkru eftir slysið. li'iilii! Virginia Haviland sem veitir forstöðu barnabókadeild Library og Congress I H ashington sem er stærsta bókasafn i heimi. Við hliöhennar er MargaretN. Coughlen, sem einnig starfar við deildina. Þær eru hér að skoða bækur Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna og t afahúsi, sem höfundur var aö enda við að færa barnabókadeild Bandarfkjaþings að gjöf. —Timamynd: Gunnar. ÍSLENZK SKÁLDSAGA á skrá um 20 beztu barnabækurnar i Bandarikjunum — Það krefst ekki siður ná- kvæmni og bókmenntalegra hæfi- leika að skrifa barnabækur en að skrifa fyrir fullorðna. Að mörgu leyti cr erfiðara að semja fyrir börn en aðra lesendur. Tökum t.d. frásagnir i myndabókum. Þar er hvert orð geysimikilvægt vegna þess hve stuttar sögurnar eru. Hér er komin Virginia Haviland frá bókasafni Bandarikjaþings I Washington, en þar veitir hún for- stöðu barnabókadeildinni. I ferð með henni er Margaret N. Coughlen, sem einnig starfar á deildinni en þær eru að koma af tveim þingum bókasafnsfræðinga I Evrópu. t gegnum kynni við is- lenzka bókasafnsfræðinga varð það úr að þær heimsóttu tsland I heimleiðinni. Þórdís Þorvaldsdóttir og Sig- rún Hannesdóttir sátu með þeim þing alþjóðasamtaka bókasafns- fræöinga, IFLA, i Brussel, og sú siöarnefnda fylgdist með hring- borðsumræðum, sem Virginia Haviland stýrði um barnabók- menntir og rannsókna aðstöðu fyrir barnabókahöfunda og aðra áhugamenn. Hringboröshópur- inn, sem þarna kom saman, mun starfa áfram i þvi skyni að verða tengiliður þeirra, sem áhuga hafa á þessum málum. Sigrún Hannesdóttir lét i ijós við Timann að brýn þörf væri á skrifstofu Sinkiang-fylkis og varamaður á fjóröa þjóöþinginu, Li Ming-tsjang pianóleikari, hlaut m.a. fyrstu verðlaun i Enescú alþjóöa pianókeppninni árið 1958. Liu Teh-hai, einleikari á Pipa, en þaö er kínversk lúta, Fan Jú-gang, stjórnarmaður vináttusamtakanna og Vang Tsen-sing, starfsmaöur samtak- anna. Sendinefnd þessi mun dveljast hér á landi til 25. sept. Hún mun ganga á fund forseta tslands, hitt að máli ráðherra og forystumenn verklýðsmála, ferðast til Vest- mannaeyja og austur fyrir Fjall, en I þeim leiðangri mun verða komið viö i Mjólkurbúi Flóa- manna, Búrfellsvirkjun skoðuð og Sögualdarbærinn, Gullfoss og Geysir, og enað á Þingvöllum. Mánudaginn 19. þessa mánað- ar verður haldinn almennur fund- ur að Hótel Sögu, Atthagasal, kl. 20:30. Miövikudaginn 21. sept. munu listamennirnir i hópnum, Li Ming-tsjang pianóleikari, Reibiya Mohammet sópransöng- kona og Liu Teh-hai lútuleikari, halda almenna tónleika I sam- komusal Menntaskólans viö Hamrahlið, þar sem leikin verða verk kinverskra, norskra og islenzkra höfunda. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. þvi að rannsóknaraðstöðu fyrir barnabækur yrði komið upp i Landsbókasafni tslands, en bóka- safnsfræðingar telja að slik að- staða þurfi að vera a.m.k. I hverju landi. — Barnabókadeildin i Library og Congress var stofnuð 1967, sagði Virginia Haviland. Þar er reynt að gefa öllum þeim scm á- huga hafa á barnabókum, tæki- færi til að kynnast þvi fjölbreyti- lega barnaefni, sem til er á ensku og öðrum málum. Safnið fær ein- tök af öllum barnabókum, sem út koma I Bandarikjunum. Við eig- um einnig stórt safn erlendra barnabóka á meira en 60 tungu- málum,þ.á.m. islenzku. 1 safninu eru ennfremur um 16.000 gamlar og sjaldgæfar barnabækur. IJinn- ig eigum við mjög mikið af sagn- fræðibókmenntum fyrir börn. — Segja má að viö þjónum þeim, sem þjóna börnum. A barnabókadeildina koma rithöf- undar, útgefendur, kennarar, þeirsem eru að kynna sér barna- bókmenntir og yfirleitt allir þeir sem áhuga hafa á lesefni barna. Við fáum upphringingar hvaðan- æva að úr Bandarikjunum og til- skrif frá fjarlægum og nálægum löndum. Arlega gefur safnið út lista yfir frábærar barnabækur, sem koma út I Bandarikjunum. A þennan lista komast 200 bækur af um 2000, sem venjulega eru gefnar út árlega. Ellefu manna nefnd velur bækur á listann , og sit ég I henni. Við hittumst mánaöarlega til skrafs og ráðageröa um bækur sem við höfum lesið. Aö þessu sinni veröur islenzk bók á listan- um, Dalurinn eftir Þorstein Stef- ánsson sem raunar er þýdd á ensku úr dönsku. Þessi listi er aðeins ein af mörgum bókaskrám sem við gef- um út. Mikilvægust þeirra kemur út á fimm ára fresti Children Þorsteinn Stefánsson rithöfundur. Literature: A Guíde to Reference Sources, sem er e.k. handbók handbókanna i barnabókmennt- um og notuð um allan heim. Einnig gengst barnabókadeild- in fyrir sýningum, og gefur þá gjarnan út veglegar sýningar- skrár með upplýsingum um bæk- ur og höfunda. Sem dæmi má nefna bókasýningu í tilefni 200 ára afmælis Bandarfkjanna og sýningu helgaða Louisu Alcott, sem efnt var til fyrir fáum árum. 1 barnabókadeildinni i Library og Congress eru þrir fastir starfs- menn en við eigum aö fá einn til viðbótar innan tiðar. Og i þessari upplýsingamiðstöö barnabók- mennta fyrir allan heiminn, rikir sannarlega ekkert karlaveldi, þvi þaö er karlmaöurinn sem varð eftir heima, hann er ritari og flokkunarstjóri meöan forstöðu- konan og aðstoðarkona hennar fóru að þinga i f jarlægum löndum og kaupa sjaldgæfar barnabækur af fornbókasölum i Lundúnum. — SJ Skólas tj óralaus t á Hólmavík GV-Reykjavik.Við höfum auglýst eftir skólastjóra, en ekkert hefur gengið. Skólinn byrjar um næstu mánaðamót, og ef svo fer sem horfir, sem blasir viö hreint vandræöaástand, tjáði okkur Jón Kristinsson, sveitarstjóri á Hólmavfk. Við teljum það óhæfu, að hægt skuli vera að segja upp svona mikilvægu starfi með eins mánaðar fyrirvara. Auk þessa hefur verið mjög erfitt að manna skólann, og okkur vantar einn kennara i viðbót. Við höfum þurft að ráða réttindalausan kennara. Við skólann eru nú ráðnir þrir kennarar með kennararéttindi. Neyðarúrræði verður kannski það, að einn þeirraveröiráðinn til að taka að„sér stjórn skólans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.