Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. september 1977 13 ■ les sögu sina „Ævintýri i borginni” (10). Til- kynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. óskalög sjúk- lingakl. 9.15: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir Barna- timi kl. 11.10: Hvað lesa foreldrar fyrir börn sin og hvað börnin sjálf? — Gunn- ar Valdimarsson stjórnar timanum og ræðir við lesar- ana: Þóru Elfu Björnsson, Valgeir Sigurðsson og Stein- ar ólafsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku Svavar Gests sér um þátt- inn. (Fréttir kl. 16.00, veðurfregnir kl. 16.15). 17.00 Létt tónlist 17.30 Með jódyn i eyrum Björn Axfjörð segir frá Erlingur Daviðsson skráði minningarnar og les (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fjaðrafok Þáttur i um- sjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Tónlist fyrir pianó og fiðlua. Adrian Ruiz leikur á pianó tónverk eftir Christi- an Sinding. b. Davið Oistrakh leikur á fiðlu og Vladimir Jampolskij á pi- anó Sorgarljóð op. 12 eftir Eugene Ysaye. 20.30 Mannlif á Hornströnd- um Guðjón Friðriksson ræðir við Hallvarð Guð- laugsson húsasmiðameist- ara. 20.55 Svört tónlist: — áttundi þáttur Umsjónarmaður: Gérard Chinotti. Kynnir: Asmundur Jónsson. 21.40 „Afmælisgjöfin”, smá- saga eftir Thorne Smith Asmundur Jónsson þýddi. Jón JUliusson leikari les fyrri hluta sögunnar. (Sið- ari hluti á dagskrá kvöldið eftir). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 17. september 17.00 tþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Dave Allen lætur móðan mása (L) Breskur gaman- þáttur með irska háðfuglin- um Dave Allen. 21.15 Byr undir vængi Bresk fræðslumynd um upphaf flugsins. Þótt Wright-bræð- ur yrðu fyrstir til að smiöa nothæfa flugvél, voru þeir engan veginn hinir fyrstu sem reyndu að fljúga i upp- hafi þessarar aldar. Þýð- andi og þulur Helgi E. Helgason. 21.35 Leikhúsbraskararnir (The Producers) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1968. Leikstjóri Mel Brooks. Aðalhlutverk Zero Mostel, Gene Wilder og Dick Shawn. Max Bialystock fæst við að setja á svið leikrit. Fyrrum var hann kallaður konungur Broadway, en nú er tekiö að halla undan fæti fyrir hon- um. Endurskoðandi hans finnur leið til að græöa á mjög lélegum leikritum. 1 sameiningu hafa þeir upp á lélegasta leikriti, sem skrif- að hefur verið, og ráöa aumasta leikstjóra og verstu leikara, sem sögur fara af. Þýðandi Veturliði Guðnason. 23.30 Dagskrárlok. SÚSANNA LENOX ,,Geturðu komizt yfir brjóstriðið'? " spurði hún í hálfum hljóðum. „Viðskulum heldur laumast inn í laufskálann," svarði hann. „Nei. Komdu hingað upp," sagði hún. „Farðu gæti- lega. Gluggarnir eru opnir." Hann klifraði hljóðlega yf ir brjóstriðið og ætlaði strax að seilast eftir hendi hennar. Hún hörfaði undan. „Nei, Sam, ástin mín," sagði hún. „ Ég veit að það er barnalegt af mér, en ég vil það ekki — og við megum það ekki held- ur." Hún var svo blíð að hann hélt að hann gæti fengið vilja sínum f ramgengt með fortölum og bænum. Það var ekki fyrr en eftir dálitla stund, að honum varð Ijóst, hvílík festa bjó á bak við blíðu hennar. Hún var að vísu smeyk um, að hann mundi þykkjast við, en samt sá hann f ram á, að því yrði ekki umþokað sem hún vildi vera láta. Hann settist því við hlið hennar á tágabekkinn og þrýsti sér fast upp að henni, svo að þau gætu hvíslazt á. Vangi hans nam hér um bil við kinn hennar. Eftir eina af þess- um þögnum, sem erdýpsti munaður elskendann dró hún andann þungt og mælti: „Ég verð að fara héðan burt, Sam. Við sjáumst ekki aftur í langan tima." „Fréttu þau um þetta í morgun? Ætla þau að senda þig burtu?" „Nei, ég verð að fara. Þau segja, að ég hafi bakað þeim skömm og sé þeim til þyngsla. Ég get ekki verið hér lengur." „ En — þú verður að vera kyrr," sagði Sam. Hann var farinn að óttast það, að hún ætlaði sér að hlaupást á brott með hann —og hann vissi ekki, út í hvaða ófæru hrif ning hans kynni að geta dregið hann. „Þú átt ekki í neitt hús að venda." „Ég finn mér einhvern dvalarstað," sagði hún. „Þú mátt þetta ekki, þú mátt það ekki, Sanna. Athug- aðu, að þú ert ekki nema seytján ára — og algerlega reynslulaus." „Ég mun öðlast reynslu," sagði hún. „Ekkert getur verið eins kveljandi og hírast hér. Það hlýturðu að sjá sjálf ur. Hann sá það ekki. Hann var, líkt og flest börn efna- fólks, gersneyddur allri sjálfsvirðingu — hafði alla tíð fleytt sér á lygi og smjaðri við föður sinn, er beitti því valdi, sem auðurinn veitti honum, eigi síður heima fyrir en úti í frá. En hann hafði óljósan grun um þá við- kvæmni, er fólst bak við ákvörðun hennar, og þorði því ekki að færa f ram hina raunverulegu skoðun sína. Hann vék því talinu að henni sjálfri. „Þér finnst það bara þessa stundina, Sanna," sagði hann. „En auðvitað hætt- irðu við þessa vitleysu, þegar þú hugsar málið betur." „Nei. Ég verð að fara." „Þú sérð samt, að ég hef á réttu að standa, þegar þú ihugar þetta betur, hjartað mitt." „Ég fer í nótt." „I nótt?" kallaði hann upp yfir sig. „Uss-uss." Sam skimaði varfærnislega í kringum sig. Bæði héldu niðri í sér andanum og hlustuðu. Hann hafði haft mjög hátt, en þögnin var djúp. „Ég vona, að enginn hafi vakn- að," hvíslaði hann loks. „Þú mátt ekki fara, Sanna." Hann tók utan um hönd hennar og hélt henni fastri. „Ég elska þig, og ég banna þér það." „Ég verð að fara, vinur minn," svaraði hún. „Ég hef staðráðið að f ara til Cincinnati með bátnum í nótt." Hann starði agndofa á hana í myrkrinu, þessa seytján ára gömlu stúlku, sem gat bollalagt með svona f ullkom- inni ró jafn áhættusamt og tvísýnt ævintýri og þetta. Hann, sem var borinn og barnfæddur í vesturríkjunum, þar sem börnin hljóta á unga aldri miklu meira frjáls- ræði heldur en tíðkast i austurríkjunum, þar sem líf fólks er fallið i fástari skorður, hefði þó ekki átt að láta sér allt fyrir brjósti brenna. En faðir hans hafði dregið úr hon- um kjark og þor. í austurríkjunum hafði honum líka lærzt að sjá kvenfólkið í nýju Ijósi. Fyrirætlun Súsönnu var óframkvæmanleg. Hann var að sækja í sig veðrið, áður en hún kæmi með ný andmæli, er nýrri hugmynd laust allt í einu niður. Því ekki það? Hún ætlaði að f ara til Cinciatti. Hann gat farið þangað líka — eftir nokkra daga, viku eða svo, og þá... Þar væru þau að minnsta kosti ’frjáls og gætu skemmt sér að vild. „En hvernig kemstu til Cincinnati?" spurði hann. „Áttu nokkra peninga?" „Ég á minjapening, sem fóstri gaf mér, gullpening — tuttugu dala virði. Og svo á ég seytján dali í öðru og nokkra dali í smámynt," svaraði hún. „Og ég á tvö hundruð og þrjá dali í bankanum, en þá peninga get ég ekki náð í— ekki núna. Þau senda mér jáá, þegar ég er búin að útvega mér dvalarstað og láta þau vita hvar ég er niðurkominn." „Þetta er ekki hægt, Sanna. Þú getur það ekki, og þú mátt ekki gera það." „Þú veizt ekki, hvað þau sögðu við mig. Ó, ég get ekki verið hér stundinni lengur, Sam. Ég er búin að tína sam- an dálítið af fötunum mínum — böggullinn er hérna við dyrnar. Ég læt þig vita, undir eins og ég er búin að f inna mér samastað." Þögn — og svo hikandi spurning: „Viltu ekki — viltu ekki — ætti ég ekki að f ara með þér?" Hún varð gagntekin af eðallyndi hans, þessari nýju staðfestingu á ást hans. En hún svaraði: „Nei. Það vil ég ekki, að þú gerir. Þau mundu kasta sökinni á þig. Ég vil, að þau viti, að það er ég sjálf, sem geri þetta." „Það er rétt", sagði ungi maðurinn sannfærandi og varp öndinni léttara. „Það myndi stofna okkur báðum í aukinn vanda, ef ég færi með þér." Aftur varð þögn, og Sam horfði með talsverðri lotningu á vanga þessarar djörfu, dularfullu stúlku, er sat hjá honum. Loks mælti hann: „Og þegar þú ert komin þangað, Sanna — hvað ætlarðu þá að gera?" „Komast í eitthvert mötuneyti og leita mér svo at- vinnu." Hvers konar atvinnu?" „í búð eða saumastofu eða einhvers konar fatagerð. Ég gæti líka gegnt heimilisstörfum." Kynhvötin er uppspretta margra göfugra kennda. Hann varð gagntekin af aðdáun á þessari fallegu stúlku, sem var að leggja af stað að heiman, einmana og f jár- vana, aðeins barn að aldri, fædd og uppalin við allsnægt- ir, og hugðist nú að vinna fyrir brauði sínu í sveita síns andlits. Það var úrræði, sem fáir unglingar úr yfirstétt hefðu haft dug til að reyna. Jafnvel hann gat ekki annað en hrif izt af þeim kjarki, er hin yf irlætislausu orð henn- ar lýstu. Brjóst hans þandist ósjálf rátt út, og það var að honum komið að bjóðast til þess að kvænast henni. En hinn innri maður hans —og hinn innri maður er harla ólíkur augna- blikshugkvæmdum manna — kom i veg fyrir það. Jafn- vel ásthrif ningunni var um megn að yf irstiga þann óvin. Hann var ungur, og þótt hann þegði skammaðist hann sín fyrir þögnina. Hann fann, að hún hlaut að ætlast til þess, að hann segði eitthvað, og hann fann líka að það var ekki nema réttmæt krafa. Hann færði sig dálítið frá henni og þagði enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.