Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. september 1977 9 Útgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grfmur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Sfðumúla 15. Sfmi 86300. Verö f iausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprent h.f. ERLENT YFIRLIT Hoxha fangelsar aðdáendur Hua Neikvæðir og úr- ræðalausir nöldrarar Þeir, sem lesa ekki annað en Alþýðublaðið og Þjóðviljann og taka mark á þvi, sem þar segir, hafa meira en óglæsilega mynd af ástandinu á ís- landi. Þeir geta ekki fundið neitt, sem núverandi rikisstjórn hefur vel gert. Þeir sjá ekki sigurinn, sem hefur unnizt i landhelgismálinu með viður- kenningunni á tvö hundruð milna fiskveiðilögsög- unni. Þeir sjá ekki, að Islendingar hafa búið við næga atvinnu á undanförnum árum meðan flestar vestrænar þjóðir hafa glimt við stórfellt atvinnu- leysi. Þeir sjá ekki að lifskjörin eru betri á íslandi en viðast annars staðar og t.d. stórum betri en i sósialisku löndunum, þar sem það skipulag er rikj- andi, sem Þjóðviljamenn dreymir um. Þeir sjá ekki árangur hinnar þróttmiklu byggðastefnu, sem hefur stuðlað að blómlegu atvinnulifi og fólks- fjölgun, þar sem áður var kyrrstaða og fólksflótti. Allt þetta dylst þeim. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn eru samhljóða i þeim söng, að allt hafi núv. rikis- stjórn mistekizt. í störfum hennar haf i ekki neitt farið á betri veg. Að sjálfsögðu verður þessum blöðum tiðrætt um, að ekki hefur tekizt að hemja verðbólguna nægi- lega og að skuldasöfnun hafi aukizt erlendis, m.a. vegna mikilla orkuframkvæmda og skipakaupa, sem eiga eftir að skila góðum arði. Hitt eru Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn fáorð um, hvort verð- bólgan eða skuldasöfnunin hefði orðið minni, ef farið hefði verið að ráðum Alþýðuflokksins eða Al- þýðubandalagsins. Það mætti halda af skrifum þeirra, að ekki hafi staðið á góðum ráðleggingum frá forustumönnum þessara flokka um að draga úr verðbólgunni og skuldasöfnuninni. Frá þessum ráðleggingum er þó ekki sagt i Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum. Ástæðan er ákaflega einföld. For- vigismenn Alþýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins hafa ekki bent á nein slik ráð. Þvert á móti hafa öll þeirra ráð verið á þá leið, að verðbólgan hefði stóraukizt og skuldasöfnunin sömuleiðis, ef farið hefði verið eftir þeim. Þeir hafa stutt allar launa- kröfur og ekki sizt þær, sem bornar hafa verið fram af þeim, sem betur hafa mátt sin. Þeir hafa borið fram stórfelldar kröfur um aukin framlög og lántökur til margvislegra framkvæmda. Þannig skiptu slikar tillögur Alþýðubandalagsmanna mörgum milljörðum króna i sambandi við af- greiðslu fjárlaganna fyrir yfirstandandi ár. Al- þýðuflokkurinn hefur ekki látið standa á sér i þess- ari samkeppni. Þannig hefði verðbólgan og skuldasöfnunin orðið miklu meiri, ef þessir flokkar hefðu fengið að ráða. Tillöguflutningur þeirra er óvéfengjanlegur vitnisburður um það. Þjóðin hefur þannig ótviræðar sannanir fyrir þvi, að ekki heföi ástandið i efnahagsmálunum verið betra, ef þessir flokkar hefðu átt aðild að stjórn. Ef til vill hefðu þeir þá orðið eitthvað ábyrgari, en tillöguflutningur þeirra bendir siður en svo til þess, að þeir búi yfir einhverjum undra- ráðum eða séu reiðubúnir til að veita verðbólgunni meira viðnám en gert hefur verið. Af þvi verða þeir lika dæmdir. Stjórnarandstaða þeirra hefur einkennzt af nöldri, yfirboðum og úrræðaleysi. Hún mun ekki auka tiltrú til þeirra hjá þjóðinni. Það eiga þeir eftir að reyna. ROMANIA YUGOSLAVIA ALBANIA JTALY Adriatic Sea ÞÓTT Tftó væri tekiö meö kostum og kynjum, þegar hann kom i heimsókn til Moskvu í siöastl. mánuöi, voru móttökurnar, sem hann fékk i Peking nokkru siöar, enn mik- ilfenglegri. Oörum þjóöhöfö- ingja mun ekki hafa veriö tek- ið betur i Kina siöan kommún- istar komust þar til valda, enda þótt sú væri tföin, aö Titóisminn ætti ekki upp á pallboröiö hjá þeim. Um það leyti, sem Titó var hylltur þannig i Peking, gerö- ust þeir atburðir I Albaniu, aö helztu aðdáendur kinverska kommúnismans voru hand- teknir hundruðum saman. Þessar fangelsanir komu ekki aö öllu leyti á óvart, því aö ljóst hefur verið, aö sambúö stjórnanna i Tirana og Peking hefur fariö síversnandi sfðan Maó lézt fyrir rúmu ári. Enver Hoxha, einræöisherra Al- baniu, hefur bersýnilega taliö, að hinir nýju valdhafar Kina væru að fjarlægjast hinn sanna Maóisma, sem ekkja Maós og félagar hennar beittu sér fyrir. Hinir nýju valdhafar Kina virðast lfka hafa lagt minna upp úr samvinnunni viö Albaniu en þeir Mao og Chou En-lai geröu á sfnum tfma. Fregnir hafa borizt af þvf sfö- ustu mánuðina, aö þeir væru að draga úr fjárhagslegri aö- stoö viö Albaniu, sem var all- mikil um skeið. Eins væru þeir að kveöja heim sérfræöinga, sem hefðu dvalizt um lengra eöa skemmra skeiö f Albaníu. Sumar fregnir herma reynd- ar, að þetta hafi verið gert aö kröfu Hoxha, sem sýnt hefur bæöi i oröi og verki, aö hann væri andsnúinn Hua og lfti á hann sem svikara viö komm- únismann. Hoxha hafi svo tal- iö mælinn fullan, þegar Hua féll i faöm Titós, sem Hoxha litur á sem erkióvin sinn. Þess vegna tengja ýmsir frétta- skýrendur áðurnefndar fang- elsanir i Albaniu viö heimsókn Titós til Peking. ÞEIR Hoxha og Titó eiga álfka langan valdaferil aö baki. Hoxha tók viö for- mennsku I kommúnistaflokki Albaniu 1941 og stjórnaöi sföan skæruhernaði gegn Itölum, sem höföu hernumiö Albaniu tveimur árum áöur. Skæruliö- um Hoxha varö mikiö ágengt, og tóku þeir viö stjórn i land- inu, þegar ítalir hröktust þaö- Þetta er 10 ára gömul mynd af Hoxha og Chou En-lai, en þá var Hoxha mikill vinur Kfnverja. an nokkru fyrir lok heims- styrjaldarinnar. Hoxha er bú- inn aö vera einræöisherra Al- baniu i 33 ár eöa jafnlengi og Titó i Júgóslaviu. Hoxha er mun yngri en Titó eöa 69 ára gamall, en er ekki sagöur heilsuhraustur, svo að enginn veit i þessu tilfelli hver annan grefur. I fyrstu var þokkaleg sambúö milli þeirra Hoxha og Titós, enda þótt nokkur hluti hinnar upprunalegu Albanfu sé innan landamæra Júgóslaviu og um ein millj. Albana séu búsettir þar. Þeg- ar samvinnuslit urðu milli Titós og Stalins, fylgdi Hoxha Stalin að málum og hélzt góö sambúö milli Sovétrikjanna og Albaniu til 1961, en þá tók Krústjoff að vinmælast viö Titó, og þaö þoldi Hoxha ekki. Upp úr þvi sleit hann öll skipti við Sovétrikin, en leitaði sam- starfs viö Kinverja. Þeir Maó og Chou En-lai t'óku Hoxha sem glötuöum syni, m.a. til að striöa Rússum. Um meira en Albanfa og umhverfi hennar 15 ára skeiö hefur Albania fylgt Kina fast aö málum á öll- um alþjóöaþingum og skammaö risaveldin enn hraustlegar en Kinverjar sjálfir, en þó einkum Sovétrik- in. Ýmsir fréttaskýrendur bíöa þess nú meö forvitni, hvernig fulltrúar Albaniu muni haga málum sinum á allsherjarþingi S.Þ, sem hefst i næstu viku. ALBANIA hefur undir for- ustu Hoxha verið eitt lokaö- asta land i heimi. Samgöngur viö umheiminn hafa verið ótrúlega litlar. Þvi er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir þjóöfélagsháttum þar. Þó virðist ljóst, að kenningum kommúnismans hefur veriö fylgt þar fram af meiri ná- kvæmni en annars staðar. Þannig hefur hvergi verið gengiö lengra i þvi aö útrýma öllum trúarbrögöum og eru hvers konar guösþjónustur al- gerlega bannaðar. Verklegar framfarir hafa orðið allmikl- ar, en þó sennilega hlutfalls- lega minni en víðast annars staöar, sem m.a. stafar af þvi aö Hoxha hefur ekki viljað þiggja mikla efnahagslega aö- stoö. Rússar veittu hana þó nokkra i fyrstu og siöar Kin- verjar. 1 ræöu sem Hoxha hélt siðastliðiö haust, sagöi hann að Albanir yröu aö búa sig undir það að standa algerlega á eigin fótum, en hann mun þá hafa verið farinn aö reikna meö vinslitum viö Kfnverja. Siðustu misserin hafa sam- skipti Albaniu við viss vestræn lönd heldur aukizt. Þannig hefur griska flugfélagið Olympic Airways nýlega fengið leyfi til vikulegrar viö- komu i Tirana. Þá hafa Alban- ir fengiö leyfi til meiri afnota af höfninni i Saloniki. Sam- skiptin viö Italiu hafa einnig farið vaxandi. Siöast en ekki sizt er ástæða til aö geta þess, aö Albanir viröast sækjast eft- ir nokkuö auknum samskipt- um viö Noröurlönd. Þ.Þ. Pekingför Titos fyllti mælinn Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.