Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.09.1977, Blaðsíða 20
1& <$> Laugardagur 17. september 1977 18-300 Auglýsingadeild Tímans. Harks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI UNDIRFATNAÐUR Nútíma búskapur þarfnast BKVEl haugsugu Guðbjbrn Guöjónsson Heildverzlun Síöumúla 22 u J V J V ^ Fornleifarannsóknir á Skardi á Skarðsströnd: Múrhúsið á Skarði fundið? um fyrir aftan bæjarhúsin mikiö af hleöslugrjóti og leifar tveggja stærri mannvirkja úr grjóti, vatnsleiðslu og þróar, aö því er fyrst var talið. Að sögn Mjallar Snæsdóttur fornleifafræöings, sem send var af Þjóöminjasafn- inu á staöinn, er hóllinn dæmi- gerður fyrir gamalt bæjarstæði, þar sem bæjarhúsin hafa staöiö öld eftir öld á sama stað. Slikir bæjarhólar eru til viöa um land, en margir hverjir hafa oröið eyði- leggingu að bráð. — Ég var þarna i eina tiu daga, sagði Mjöll I samtali við Timann i gær, — tók myndir af hlutunum og teiknaði þá upp, en það var orðið of áliðið hausts til mikilla rannsókna og ég var ekkert að hætta mér of langt, ef t.d. færi að snjóa. Mjöll sagði, að innan um hleðslugrjótið hefðu fundizt ýms- ir smámunir, sem fólkið á Skarði hefur strax hirt upp, svo sem steinn með greinilega tilbúnu gati, sem gat verið úr skellihurð eða vefstól, doppa af belti, sem sjálfsagt væri úr látúni, naglar og brýni. Einnig voru þarna hlutir úr tré. Allir þessir hlutir höfðu varð- veizt vel, sem þýðir að hóllinn hefur verið einstaklega loftþétt- ur. Við báðum Mjöll að iýsa mann- virkjunum nokkru nánar og helzt að timasetja _þau — É,g treysti mér nu varla út i miklar tima- setningar, en vatnsleiðsluna tel ég varla eldri en frá öldinni sem leið, hugsanlega frá öldinni þar á undan, en ekki eldri en frá 1700 ef dæma má eftir smáhlutunum, sem ég fann i kring. Grjóthleðsluna, sem fannst og kölluð var I upphafi þró, tel ég miklu frekar vera undirstöðu undir byggingu. Hér gæti hugsan- lega verið á ferðinni undirstaða að „múrhúsi” þvi, sem sagt er að staðið hafi á Skarði um 1500, en þá niðst niður með öðrum bygg- ingum á staðnum. Mjöll kvað heimildir um múr- húsið vera að finna i „Tiðfordrif” Jóns Guðmundssonar lærða, sem uppi var á 17. öld. Og lesendum til fróðleiks má benda á grein Einars G. Péturssonar um múr- húsið, sem birtist i stúdentablað- inu Mimi i okt. 1969. Við spurðum Mjöll að lokum, hvað hún hygðist gera næst i þessu máli og kvaðst hiín brátt myndu fá jarðfræðing til þess að ákvarða, hvers konar steintegund væri notuð i hleðsluna og hvaðan hún væri fengin. Hún sagði, að stærð „múrhússins” væri sér ráð- gáta, en undirstðan mælist aðeins 2 sinnum 2 1/2 metri. — Verð ég nú að finna dæmi þess, að til hafi verið upphlaðin hús, svo litil. Sjómenn um tillögur Fiskifélags íslands: Lokun hrygning- arstöðvunum F.I. Reykjavik.— Þaðermargt, sem finnst i bæjarhólnum á Skarði á Skarðsströnd eins og fréttir undanfarið hafa borið með sér. Þannig fannst fyrir nokkru, þegar verið var að slétta úr hóln- einnig úþ-Reykjavik.— Þetta mál hefur ekki verið rætt innan sjómanna- sambandsins, og Fiskifélagið hef- ur ekki séð neina ástæðu til að senda okkur upplýsingar, sagði Óskar Vigfússon, formaður sjó- mannasambands Islands, um frétt er birtist I Timanum i gær. Vilhjálm- ur Þ. áttræður Vilhjálmur Þ. Glslason, fyrrver- andi útvarpsstjóri, átti áttræðis- afmæli I gær. Hann hefur frá upp- hafi vega verið nákominn rikisút- varpinu, og munu nú aðeins örfáir menn ofar moldu af þeim, sem hófu störf I þágu þess, er það var stofnað. Skarð á Skarðsströnd — I forgrunni hellur þær, sem taldar eru leifar — Ljósmyndir: Mjöll Snæsdóttir. vatnsleiðslu. Þar var sagt að stjórn Fiskifélags Islands myndi leggja til við stjórnvöld að flotinn yrði stöðvað- ur frá 15. desember til 7. janúar. Einn stjórnarmanna, Marlas Þ. Guðmundsson, samþykkti þetta með þvi skilyrði að á gotsvæöi þorsksins á Selvogsgrunni og I Breiðafirði yrðu einnig gerðar viðhlítandi ráðstafanir. — En ég geri ráð fyrir að þessar tillögur verði ræddar I framkvæmda- stjórninni. Hins vegar verður ekkert gert fyrr en allir hags- munaaðilar hafa fengið ráörúm til að gefa sinar umsagnir. — Einhverja leið verður að fara til að vernda fiskstofnana, en hins vegar hlýt ég að gæta hags- muna minna umbjóðenda, sagöi Óskar. — Aðgerðir sem þessar munu minnka þeirra tekjur, en á þessu stigi get ég ekki tjáð mig nánar um málið, þar eð eftir er að fjalla um það í framkvæmda- stjórninni. — Timinn hafði samband við Aka Stefánsson, skipstjóra á Sléttbak EA, og spurði hann álits á hugmynd Fiskifélagsins. Aki sagði, að stöðvun sem þessi gæti haft alvarlegar afleiðingar bæði til sjós og lands. Hins vegar hefðu margir sjómenn viljað að veiðar yrðu stöðvaðar i desember. — Ef þetta verður gert, verða menn að sætta sig við það, sagði Aki. — Og mitt álit er það, að eitthvað I þessa áttverði að gera. Hugmynd Mariasar er lika góð, það verður að takmarka veiðar á hrygning- arfiskinum. Hins vegar hefur sá fiskur, sem við höfum verið að veiða að undanförnu, verið stór, og það botnar enginn i þvi hvaðan hann kemur. Þvi má lika bæta við, að ekki er nógu mikið eftirlit með netaveiði, það er mitt álit að of mikið sé skilið eftir af netum I sjónum. — Ef þetta er rétta leiðin, þá verður lika að loka hrygningar- Framhald á bls. 19. Undirstaöa miðaidamúrhúss, sem Mjöll kannaði. Þúsundir pílagríma, með vélum Flugleiða Flugleiðir h.f. hafa nú tekið að sér flutiiing á 12.800 pila- grfmum tilog frá Jeddah i Saudi Arabiu. Um 5 þúsund pilagrima koma frá Kanó INIgeriu en 7.800 frá Alsir. I sumar undirrituðu Flugleið- ir fyrir hönd Loftleiða samning um flutning á 5 þús. pllagrímum milli Kanó I Nigeríu og Jedda i Saudi-Arabiu. Þar sem þessi samningur var um færri far- þega en sá er gerður var fyrir ári siðan var leitað eftir frekari flutningum og nú hafa samningar náðst við Air Alsir um að Loftleiöir taki að sér flutning á 7.800 pilagrímum. Tvær DC-8-63 þotur munu verða notaóar til flutninganna sem hefjast 25. október n.k. Flutn- ingarnir fara fram I tveim önn- um, sú fyrri stendur frá 24. okó- ber til 15. nóvember, en sú siðar- önn frá 25. nóvember til 15. desember. Alls munu um 100 starfsmenn Flugleiða og Loft- leiða taka þátt I flutningunum. ' Sem fyrr segir munu tvær DC- 8-63 þotur verða notaðar til flutninganna. Meðan á þeim stendur eöaum tveggja mánaöa timabil er i ráði að Flugleiðir taki á leigu Dc-8-33 þotu sem að mestu mun verða notuð til f lugs milli Chicago, Reykjavikur og Luxemborgar. Dauðaslys á Raufar höfn F.I. Reykjavik. —Um hádegisbil- ið í gær varð það slys á Raufar- höfn, að maður um fertugt drukknaði við bryggju. Engir sjónarvottar voru að slysinu komu menn ekki að fyrr en of seint. Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.