Tíminn - 22.09.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. september 1977
9
Útgcfandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grímur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð í lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Stærsta vandamál
vestrænna þjóða
Það virðist nú álit flestra hagfróðra manna,
að mesta efnahagslegt vandamál hins vest-
ræna heims sé mikið og vaxandi atvinnuleysi,
þvi að alls kyns böl fylgir i kjölfar þess. í flest-
um vestrænum löndum eru nú á prjónunum
meiri og minni ráðstafanir, sem eiga að draga
úr atvinnuleysiinu eða a.m.k. að koma i veg
fyrir að það aukist. Þannig hafa Danir nýlega
gert allviðtækar ráðstafanir sem eiga að auka
atvinnu, en munu þó vart nægja meira en til að
afstýra þvi að atvinnuleysi aukist. Talið er að
þessar ráðstafanir hafi um 6% kjaraskerðingu
i för með sér. Þá hefur stjórn Vestur-Þýzka-
lands nýlega lagt til að framlög til að auka at-
vinnu, verði verulega aukin i fjárlögum næsta
árs, jafnframt þvi, sem skattar verði lækkaðir
til að örva atvinnulifið.
I Bandarikjunum vinna sérfræðingar rikis-
stjórnarinnar að tillögum um ráðstafanir, sem
dragi úr atvinnuleysinu, en það hefur aukizt að
undanförnu, einkum meðal blökkumanna, og
er Carter forseti sagður hafa miklar áhyggjur
af þvi.
Þannig mætti fara land úr landi i hinum vest-
ræna heimi og benda á ráðstafanir, sem verið
er að gera til viðnáms gegn atvinnuleysinu,
sem viðast er nú talið stærsta efnahagslega
vandamálið.
íslendingar geta fagnað þvi, að hérlendis
hefur ekki verið atvinnuleysi á undanförnum
árum og þvi átt sér stað mikil og ánægjuleg
uppbygging á mörgum sviðum. Gallinn hefur
helzt verið sá, að atvinna hefur stundum verið
of mikil, þvi að unnið hefur verið að of mörgum
stórframkvæmdum samtimis. Það hefur átt
sinn þátt i verðbólgunni. Takmarkið nú hlýtur
að vera það, að halda slikum stórframkvæmd-
um innan þeirra marka að ekki komi til at-
vinnuleysis.
Víðishúsið
Mikill hvalablástur hefur verið i Þjóðviljan-
um og Dagblaðinu vegna ráðagerða þess efnis,
að menntamálaráðuneytið kaupi svonefnt
Viðishús fyrir starfsemi sina. Menntamála-
ráðherra hefur sent fjölmiðlum greinargerð,
þar sem hann sýnir fram á, að húsnæðismál
ráðuneytisins séu i mesta ólestri. Bezta lausnin
væri að reisa nýtt húsnæði fyrir starfsemi þess,
en það megi teljast „sæmilegur kostur að
kaupa gamalt hús og gera það upp, ef kaupverð
telst eðlilegt.” Það er um kaupverðið, sem
deilan stendur. Glöggir fjármálamenn, eins og
forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru
kaupanna fýsandi, en samgöngumálaráðherra
og orkumálaráðherra, sem báðir eru fyrrver-
andi fjármálaráðherrar, eru á öðru málg Eðli-
legt virðist þvi, að þetta atriði verði athugað
betur og málinu frestað þangað til þing kemur
saman og þingmenn geta tekið þátt i endan-
legri afgreiðslu þess.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Barre veitir mun
betur en Mengistu
Rússar veita báðum hernaðarhjálp
Siad Barre
SIÐUSTU tvær vikur hafa
geisaö harðari bardagar i
Ogaden-héraði i Eþiópiu en
gegnt, en þó ekki getaö stöðv-
að sókn Sómala Þannig þukir
flota sinum, sem er banda-
riskur aðuppruna, mun meira
en áður, og orðið nokkuö á-
gengt, en þó ekki getað stööv-
að sókn Sómala.Þannig þykir
það orðið vist, að Sómalir hafi
um seinustu helgi hertekið Jij-
iga, sem er að visu ekki nema
lOþiis.manna bær, en er mjög
mikilvæg samgöngustöö þvi
aö þaðan er greið leið um Oga-
denfjöll til borgarinnar Harar,
sem er fjórða stærsta borg
Eþi'ópíu og Diredawa, sem er
þriðja stærsta borg Eþfópiu.
Sómalir hafa áður reynt eftir
öðrum torfærari leiðum að ná
þessum borgum, en það mis-
heppnaðist. Aðstaða þeirra við
að hertaka þessar borgir er
talin hafa stórbatnað með töku
Jijiga.
Sú von Eþiópiumanna að
geta stöðvað sókn Sómala með
loftárásum, er talin hæpin.
Það veikir flugherinn mikið,
að flugvélar hans eru banda-
riskar, og herinn hefur ekki
fengið varahluti til þeirra sið-
an Eþiópiustjórn rauf sam-
starfið við Bandarikin og leit-
aði ásjár Rússa. Rússar hafa
siðan sent bæði flugvélar og
hergögn til Eþiópiu, en það
tekur sinn tima aö læra að
meðhöndla þessi tæki, sem á
ýmsan hátt eru ólik hinum
bandarisku sem herinn er
vanur frá fyrri tið. Þó beita
Eþiópiumenn oröið meira og
meira rússneskum vopnum i
átökunum i Ogaden, en vopnin
sem Sómalir nota eru nær ein-
göngu rússnesk. Það furöu-
lega gerist i Ogaden, aö báðir
strlösaðilar beita rússneskum
vopnum, þvi Rússar hafa enn
ekki slitiö tengslin við Somal-
Iu, en þau eru þó hvergi nærri
eins náin nu og þau voru áöur
en vináttan hófst milli Rússa
og stjórnenda Eþiópiu. Þá
studdu Rússar Somaliu til að
koma upp einum öflugasta
hernum i Afriku, og sést ár-
angur þess greinilega I átök-
unum I Ogaden.
OPINBERLEGA lætur stjórn
Sómaliu lita þannig út, aö hér
sé ekki um að ræða styrjöld
milli rikja, þ.e. milli Eþiópiu
og Sómaliu, heldur hafi þjóð-
frelsishreyfing Somaliu i Oga-
denhéraði risið upp gegn yfir-
drottnurunum I Addis Ababa
og vilji ekki lengur una undir-
okun þeirra. Aö sjálfsögöu
hafi stjórn Sómaliu mikla
samúð meö þjóðfrelsishreyf-
ingunni I Ogaden og styðji
hana á ýmsan hátt, en hins
vegarséþað ósatt, sem stjóm
Eþfópiu haldi fram, aö her
Sómaliu taki þátt i átökunum.
Yfirleitt er þessi yfirlýsing
Sóm aliustjórnar ekki tekin
trúanlega, en hitt er þó talið
rétt, að her Sómaliu hafi enn
ekki tekið þátt i styrjöldinni I
stórum stil, en hins vegar veitt
þjóðfrelsishreyfingunni ýmsa
mikilvæga hjálp, sem átt hafi
mikinn þáttf sigursæld hennar
hingað til.
Eins og nú horfir þykir
sennilegt að Sómölum takist
að ná öllu Ogadenhéraði á
vald sitt. Þeir ráöa þegar yfir
90% af héraðinu en stór hluti
þess landsvæðis er eyðimörk
sem litlu máli skiptir hvorum
megin liggur. Meira máli
skiptir að þeir hafa með töku
Jijiga og fleiri slikra staða náð
góðri hernaðarlegri stöðu til
að taka stórborgirnar Harar
ogDiredawa, en yfirráðin yfir
þeim skipta mestu máli.
BAK við tjöldin munu Rússar
nú vinna að þvi að koma á
sáttum og oröið litið ágengt til
þessa. Einræðisherra Sómal-
iu, Siad Barre, fór nýlega til
Moskvu, þvi * aö hann telur ó-
klókt að rjúfa tengsl við Sovét-
rikin á þessu stigi. Hins vegar
virðist hann ekki hafa farið
neitt eftir óskum Rússa um að
stööva átökin I Ogaden. RUss-
um er hins vegar umhugað
um, að styrjöldin lei.ði ekki til
þess, að einræöisherra Eþióp-
iuy Mengistu, missi völdin.
Fyrir Rússa er það meira en
torveldur leikur að ætla aö
eiga vingott við þá Mengistu
og Barre báða, enda þótt þeir
rökstyðji aðstoðina við þá með
þvi, að hér sé um sósialiskar
stjórnir að ræða og þvi veiti
þeir báðum stuðning. Fyrr eða
siðar veröa Rússar aö velja á
milli og vel geta þessi mál
þróazt þannig, að þeir missi
fótfestuna, sem þeir hafa nú I
báðum löndunum.
Þótt Barre láti enn eins og
hann vilji varðveita tengslin
við Rússa, sýnir hann þeim i
verki að hann þurfi ekki að
vera upp á þá kominn. Hann
fór nýlega I heimsókn til
Saudi-Arabiu og fékk þar lof-
orð um mikla fjárhagslega aö-
stoð. Þá hefur hann einnig lát-
ið I ljós, að hann vilji bæta
sambúðina viö Bandarikin og
kaupa vopn af þeim. Banda-
rikin hafa tekiö vinmælum
hans vel, en ekki látiö hann
enn hafa nein vopn. Banda-
rikjamenn telja, að slik af-
skipti þeirra af styrjöldinni I
Ogaden myndi ekki mælast
vel fyrir annars staöar i
Afriku. Þeir vilja og ógjarnan
lenda i miklum deilum við
Rússa i þessum heimshluta,
þvi að nógar eru þær á öörum
stöðum. Þá óttast Banda-
rikjamenn minna en áður að
Rússar nái fótfestu i Afriku,
þótt þeir reyni á vissu stigi að
vingast við einstakar þjóöir
þar. Endalokin hafa oftast
orðið þau, að þeir hafa fengið1
litið fyrir snúö sinn og sú virð-
ist ætla að verða raunin nú i
viðskiptum Sovétrikjanna og
Sómaliu. þ.þ.