Tíminn - 22.09.1977, Side 13
Fimmtudagur 22. september 1977
13
Friöriksson iönrekenda um
auölindaskatt o. fl. Tónleik-
ar kl. 10.40 Morguntónleikar
kl. 11.00: NathanMilstein og
Leon Pommers leika Fiölu-
sónötu nr. 12 „La Follia” op.
5 eftir Corelli/Auréle Nicol-
et og Hátiöarhljómsveitin i
Lucerne leika Flautukon-
sert i G-dilr eftir Tartini,
Rudolf Baumgartner
stj./Maurice André og
Marie-Claire Alain leika
Konsert i d-moll fyrir
trompetog orgeleftir Albin-
oni/Anton Heiller og kamm-
ersveitleika Sambalkonsert
nr. 1 i d-moll eftir Bach,
Militiades Caridis stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Margrét Guömundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miödegissagan: „(Jlt-
hildur” eftir Hugrúnu. Höf-
undur les (17)
15.00 Miödegistónleikar. Sin-
fóniuhljómsveitin i Vinar-
borg leikur Svitu i sex þátt-
um fyrir strengjasveit eftir
Loes Janácek: Henry
Swoboda stjórnar. Regine
Crespin syngur meöfrönsku
útvarpshljómsveitinni
„Wesendonksöngva”, laga-
flokk eftir Richard Wagner:
Georges Prétre stjórnar.
Filharmoniusveit Lundilna
leikur „Mazeppa”, sinfón-
iskt ljóö nr. 6 eftir Franz
Liszt, Bernard Haitink
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir). s
16.20 Tónleikar.
17.30 Lagiö mitt Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.Gisli Jóns-
son flytur þáttinn.
19.40 Fjöllin okkar Siguröur
Kristinsson kennari talar
um Snæfell.
20.05 Samleikur I útvarpssal:
Valva Gisladóttir og Agnes
Löve leika á flautu og pianó
tónverk eftir Poulenc og
Debussy.
20.20 Leikrit: „Of seint aö iör-
ast” eftir Walter K. Daly.
Þýöandi Eiöur Guönason.
Leikstjóri: Helgi Skúlason.
Persónur og leikendur:
Normann.....Randver Þor-
láksson, Kevin.....Hákon
Waage, Mamma.........Guö-
björg Þorbjarnardóttir,
Billy..Jón Sigurbjömsson,
Kata.....Margrét Guö-
mundsdóttir, Hjúkrunar-
kona...Jóhanna Noröfjörö,
Læknir....Ævar R. Kvaran,
Dyravöröur....Flosi Ólafs-
son, Jói frændi......Arni
Tryggvason, Aörir leikend-
ur: Kristin Jónsdóttir, Skúli
Helgason, Kjartan Bjarg-
mundsson, Erla Skúladóttir
og Guörún Jónsdóttir.
21.25 Tónverk eftir Jón Þórar-
inssona. Prelúdia, kóral og
fúga. Ragnar Björnsson
leikurá orgel. b. Sónata fyr-
ir klarinéttu og planó. Egill
Jónsson og Guömundur
Jónsson leika. c. „Of Love
and Death”. Kristinn Halls-
son og Sinfóniuhljómsveit
Islands flytja, Páll P. Páls-
son stjórnar. d. Sex gamlir
húsgangar meb nýjum lög-
um. Gubrún Tómasdóttir
syngur. ólafur Vignir Al-
bertsson leikur á planó. —
Atli Heimir Sveinsson flytur
formálsorö.
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir KviSdsag-
an: „Dægradvöl” eftir
Benedikt Gröndal. Flosi
Ólafsson leikari les (10)
22.40 Kvöldtónleikar a. „Þjóf-
ótti skjórinn”, forleikur eft-
ir Rossini. Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna leikur: Pi-
erino Gamba stjórnar. b.
Sinfónia nr. 6 i F-dúr „
Sveitalifshljómkviban” eft-
ir Beethoven. Cleveland
hljómsveitin leikur: George
Szell
23.30 Fréttir. Dagskrarlok.
SÚSANNA LENOX
börðu skeiðunum í tóma diskana. Brátt komu svartir
þjónar í hvítum, óhreinum jökkum með gríða
stóra bakka, sem á voru kúf uð föt og skálar og rjúkandi
könnur.
Blökkumenn eru f Ijótir að gera sér grein fyrir stétt og
stöðu fólks. Einn þjónanna veitti Súsönnu strax athygli,
brosti alúðlega og hneigði sig af þeirri falslausu kurteisi,
sem er einkenni hins svarta kynstofns í Vesturheimi.
Hann ýtti til hennar stól og sagði: „Góðan dag, ungfrú.
Þetta verður f agur dagur." Og hún var ekki f yrr setzt en
hann fór að raða góðgætinu kringum hana: steiktum
fiski, steiktu kjöti, steiktum eggjum, brúnuðum kartöfl-
um, pönnukökum, niðursoðnum ferskjum og kaffi. Svo
sótti hann sírópskrukku, rjómaköku og sykurskál handa
henni.
„ Væri það f leiri?" spurði hann brosandi, svo að skein í
hvítar, hraustlegar tennurnar.
„Nei, ekki neitt. Ég þakka innilega fyrir".
Stimamýkt hans jókst um allan helming við bros henn-
ar. „Sumir vilja ekki eggin mikið steikt. Ætti ég ef til vil
að skipta?"
„Nei, þessi eru hæfilega steikt."
Kannski — betra kjöt?"
„ Nei — þetta er ágætt." Hrif ning hennar var ekki nein
uppgerð.
„Ég hef steingleymt að koma með volga hnúða handa
yður." Og svo brunaði hann af stað að sækja þá.
Þegar hann kom aftur með fullan disk af glóðvolgu
maísbrauði og hnúðum, var hún byrjuð að matast af
engu síðri lyst en fólkið, er sat við borðið hjá þenni.
Henni fannst, að hún hefði aldrei bragðað eins góðan
mat og þann, sem borinn var fram í þessum hvíta og
gullna sal. Allt var svo framandlegt og heillandi, og hún
fann eitthvað laða sig að þessu ókunnuga fólki — þessu
brúna, heillandi fólki. Karlmennirnir hámuðu í sig
með hnífum sínum, og allir lágu þeir fram á borðin og
breiddu úr sér sem mest þeir gátu. Konurnar voru hátt-
prúðari, eins og vera bar á almannafæri. Börnin hvom-
uðu í sig eins og bezt gekk og ötuðu allt úr: sig sjálf, disk-
ana og dúkinn. Súsanna var jafn hrifin af þessu öllu.
Augu hennar Ijómuðu.
Að lokinni máltíð stóð hún upp og skauzt f ram í gang-
inn, sem næstu var. Þar laumaðist hún til að taka tíu sent
upp úr buddu sinni og kallaði síðan á þjóninn, er stjanað
haf ði við hana, og rétti honum. Hún stokkroðnaði, því að
þetta var í fyrsta skipti, sem hún gaf þjórfé, og henni
datt í hug, að Svertinginn kynni að misskilja sig og af-
þakka gjöfina. „Ég þakka yður innilega fyrir," sagði
hún. „Þér voruð svo ástúðlegur."
Þjónninn hneigði sig eins og konungssonur og brosti
innilega. Peningurinn hvarf undir svuntu hans. „Það var
ekki hægt annað en vera ástúðlegur, þegar þér áttuð hlut
að máli," sagði hann blátt áfram.
Hún þakkaði honum aftur og gekk síðan út á þilfarið.
Henni sýndist báturinn þegar kominn á ákvörðunarstað.
Á f Ijótsbakkanum voru óslitnar húsaraðir — allt snotur
hús og garðar í kringum þau. Og þarna sá hún vagna,
sem gengu fyrir raf magni. Niðri við f Ijótið brunaði hver
lestin af annarri. Sumar stuttar og vatnarnir smáir, aðr-
ar langar og sumir vagnanna stærri og fallegri og renni-
legri heldur en hún hafði áður séð. Hún vissi, að þetta
mundu vera þessir stóru járnbrautarvagnar, sem hún
hafði lesið um, — í þeim var bæði matazt og sof ið. Og nú
var allt íeinuorðiðfulltaf bátum og prömmum kringum
skipið, og langt framundan blasti við ein af hengibrún-
um, sem hún haf ði svo oft séð myndir af.
Súsanna skimaði í allar áttir og reyndi að sjá sem
mest, en samt sem áður f annst henni, að það myndi vera
miklu færra, er henni vannst timi til að horfa á, en hitt,
sem fór alveg framhjá henni.
„Hvað? Súsanna Lenox?" var skyndilega sagt rétt hjá
henni.
Hún kæfði ópið á vörum sér. Undralandið hvarf henni
sýnum á svipstundu. Hún sneri ser við. Andspænis henni
stóð smávaxin kona, frú Waterbury , og maður hennar
með hrokkið, gljáandi hár og langt og snúið yfirskegg.
„Komið þið sæl", stamaði hún.
„Við höfðum ekki hugmynd um, að þú værir á bátn-
um", sagði frú Waterbury,heimsk og kiðfætt og ank-
annaleg í perluskreyttum silkikjól.
„Jú— jú, ég — ér er hér", stamaði Súsanna.
,í kynnisferð til borgarinnar?"
„Já", svaraði Súsanna. Hún hikaði við, en endurtók
svo svarið: „já".
„Það er dálaglegur morgunverður, sem maður fær á
þessum bátum. Það kemur auðvitað fólk að sækja þig?
Við Mort skulum haf a auga með þér þangað til það kem-
ur".
„ó-ó, það er óþarf i", sagði Súsanna. Báturinn var að
fara undir brúna. Það voru miklar byggingar á báðum
bökkum, blökk múrsteinshús og breiðar götur. Nýtt og
nýtt bar fyrir sjónir. „Nú erum við víst bráðum komin",
sagði hún.
„Bryggjanerviðnæstu brú — Covington-brúna", sagði
Waterbury með svip þaulkunnugs ferðalangs. „Sú þriðja
er dálítið ofar, en hún sést ekki f yrir reyknum". Hann lét
dæluna ganga og hampaði því óspart, hve kunnugur hann
væri í þessum stóra bæ, þótt raunar kæmi hann ekki
þangað nema einu sinni á ári i verzlunarerindum og væri
þar þá að jafnaði aðeins tvo eða þrjá daga. Hann lauk
máli sínu með því að segja: „Guð minn góður! Þvílík
sóðahola!"
Ef til vill var Cincinnati sóðahola, en Súsanna hefði
ekki kosið sér bæinn öðru visi en hann var. Reykjurinn
var óaðskiljanlegur hluti af bænum og eitt af því, sem
setti á hann töf randi blæ og gerði hann ólíkan sveitahér-
uðum og smábæjum — ólíkan þeim og æðri Hún læddist
burt frá hjónunum og faldi sig í klefa sínum og hélt
áfram að stara á umhverf ið út um gluggann. Hún var
dáhrifin af nýstárleik þess, sem fyri augun bar. Borgin!
Þetta var þá borgin! Nú voru draumar hennar um ferða-
lög, fjarlæga staði og kunnugt fólk að rætast. Hún
gleymdi sjálfri sér, gleymdi því, sem hún átti sér að
baki, gleymdi því, sem framundan kunni að biða. öll at-
hygli hennar beindist að þeirri furðusjón, er við henni
blasti, og allar hugsanir hennar snerust um þær. Og þeg-
ar júnísólin tók allt í einu að skína gegnum þokuna og
reykjarhuluna, baðaði hún út höndunum og hvíslaði:
„Dásamlegt ! ó, hve þetta er dásamlega fagurt!"
Og nú var báturinn kominn kominn að f lotbryggjunni,
sem var að mörgu leyti svipuð og f lotbryggjan í Suther-
land, en þó eins og örk Nóa við hliðina á barnaleikfangi í
samanburði við hana. Og frá þessum yfirbragðsmikla
bæ barst óskapa-hávaði, fimbulrödd borgarinnar.
Mörgum lét þessi rödd illa í eyrum. En í eyr-
um Súsönnu hljómaði hún sem fegursta tónlist þenn-
an morgun. „Vaknaðu, vaknaðu," hrópaði hún. „Vakn-
aðu og njóttu lífsins!" Hún opnaði dyrnar til þess að
heyra betur hávaðann — skröltið, öskrin, gaulin og
bjöllukliðinn. Og fólkið! Það streymdi þúsundum saman
eftir götunum „Vaknaðu — og njóttu lífsins!"
Ysinn inni í setusalnum minnti hana á það, að hún var
komin á leiðarenda og varð að fara á
Læknirinn segir hann þurfa aö
vera einn dag I rúminu og svo
veröur hann góöur. Það verour þá
I dag Marta!
DENNI i;
'DÆMALAUSI