Tíminn - 27.09.1977, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. september 1977
11
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
1 ERLENT YFIRLIT
Callaghan nýtur meira
trausts en Thatcher
En launamálin geta enn orðið honum erfið
Augljós
hættumerki
Iðnkynningin i Reykjavik sem er haldin þessa
dagana, er góður vitnisburður um framfarir hjá
islenzkum iðnaði, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Hún er ótviræður vitnisburður um, að islenzkur
iðnaður er vel samkeppnishæfur á mörgum svið-
um, ef honum er búin sambærileg aðstaða við
erlenda keppinauta, t.d. i sambandi við lánamál.
Á þetta skortir hins vegar verulega. Sýningin
sem haldin var i Laugardalshöllinni næst á undan.
Heimilið 1977, sýndi augljós hættumerki. Þar var
sýndur við hliðina á islenzkum iðnaðarvörum
ýmis konar erlendur iðnvarningur og almenning-
ur ekki siður hvattur til að kaupa hann en is-
lenzku framleiðsluna. Bersýnilegt er þvi að inn-
flutningur erlendra iðnaðarvara er að aukast og
að vaxandi áherzla er lögð á það að auglýsa hann.
Þetta ætti vissulega að vera hvatning til að
styrkja stöðu islenzka iðnaðarins og búa hann
sem bezt undir vaxandi og harðnandi samkeppni.
Formaður Félags islenzkra iðnrekenda, Davið
Scheving Thorsteinsson, vék lika sérstaklega að
þessu, þegar hann opnaði iðnkynninguna i
Reykjavik. Hann hélt þvi fram að aðlögunartimi
iðnaðarins að friverzlunarsamtökum hefði ekki
verið notaður nægilega til að styrkja sam-
keppnisstöðu iðnaðarins, eins og lofað hafði verið
og þvi væri nauðsynlegt að aðlögunartiminn yrði
eitthvað lengdur meðan verið væri að styrkja
stöðu erlendis betur.
Það hefur fullkomlega sannazt sem Fram-
sóknarmenn héldu fram, þegar rætt var um
aðildina að Friverzlunarbandalagi Evrópu
(EFTA) á þingi 1968 og 1969, að áður en ís-
lendingar gerðust aðilar að slikum samtökum
þyrfti að marka sérstaka iðnþróunarstefnu og
iðnaður efldur og styrktur á þeim grundvelli. Á
árunum 1960-1968 flutti Framsóknarflokkurinn
margar tillögur um þetta á þingi, en viðreisnar-
stjórnin stakk þeim öllum undir stól, enda varð
áratugurinn 1960-1970 kyrrstöðutími i sögu
iðnaðarins. Það var af þessum ástæðum, sem
Framsóknarmenn lögðu til á þingi i desember
1969, þegar aðildin að Friverzlunarbandalaginu
var endanlega ákveðin, að þvi máli yrði frestað
unz fyrir lægi itarleg iðnþróunaráætlun, sem fæli
i sér aðlögun að friverzlun við önnur lönd. Illu
heilli var ekki farið að þessum ráðum og slik
áætlun aldrei gerð. Loforðin, sem iðnaðurinn fékk
voru loðin og óákveðin og hafa verið framkvæmd
með dræmingi að svo miklu leyti sem það hefur
þá verið gert. Enn hjálpar það iðnaðinum að toll-
verndin er ekki með öllu úr sögunni, en skammt
er nú þess að biða að svo verði . Það mátti sjá á
sýningunni Heimilið 1977, að innflytjendur er-
lendra iðnaðarvara búa sig kappsamlega undir
þann tima, þegar tollverndin er úr sögunni. ís-
lenzkur iðnaður er enn meira og minna óviðbúinn
að mæta fullri samkeppni.
Þess vegna má ekki taka orðum þeim, sem for-
maður Félags islenzkra iðnrekenda lét falla við
opnun iðnkynningarinnar með kæruleysi. Hættan
er augljós, ef hið opinbera sýnir ekki meira
framtak i þvi að styrkja stöðu iðnaðarins.
Tengdafaðir minn gegnir
sama hlutverki og Moses, er
haft eftir hinum nýja sendi-
herra Breta i Washington,
Peter Jay, en hann er tengda-
sonur James Callaghan for-
sætisráðherra. Hann leiðir
þjóðina eftir erfiðum leiðum
inn i fyrirheitna landið. Ef til
vill hefur Callaghan haft þessi
orð i huga, þegar hann hélt ný-
lega ræðu á oliupalli úti i
Norðursjó, 110 milur frá
strönd Bretlands. Hið mikil-
væga verkefni sem biður okk-
ar, sagði Callaghan er að
koma iðnaði okkar i fullkomið
nýtizkuhorf. Nú höfum við
fengið tækifærið. Annað eins
tækifæri hafa Bretar ekki
fengið siðustu 100 árin.
Það, sem Callaghan átti við
að sjálfsögðu var olian sem nú
er hafið að' vinna úr botni
Norðursjávar og færa mun
Bretum nýjan og vaxandi auð
næstu áratugina. Vitneskjan
um þennan mikla auð hefur
gert Breta bjartsýnni og
trúaðri á framtiðina. Rikis-
stjórn Verkamannaflokksins
telur það skapa henni auknar
sigurlikur við næstu kosning-
ar, að hagnýting þessa auðs
verði orðin sem augljósust
áður en gengið er til kosning-
anna en vinnslan er þegar
orðin talsvert meiri en áætlað
var.
Annað hefur vafalitið gert
Callaghan glatt i geði, þegar
hann hélt ræðu sina á oliu-
pallinum. Siðustu skoðana-
kannanir benda til að hlutur
Verkamannaflokksins fari si-
batnandi. Skoðanakönnun
Gallups, sem var birt um
miðjan september gaf til
kynna að ekki væri meira en
4,5% munur á fylgi Verka-
mannaflokksins og Ihalds-
fiokksins. Ef kosið hefði verið
þá hefði fhaldsflokkurinn
fengið 45,5% atkvæðanna, en
Verkamannaflokkurinn 41%. I
ágústmánuði var þessi munur
hins vegar 11% og i júli 14,5%.
Ef kosið hefði verið í júli hefði
Verkamannaflokkurinn ekki
fengið nema 34,5% at-
kvæðanna en Ihaldsflokkurinn
49%. Fyrir Callaghan per-
sónulega var það þó enn meiri
ávinningur, að i júli sögðu 32%
þeirra sem spurðir voru að
þeir treystu honum betur sem
forsætisráðherra en Margaret
Callaghan á oliupallinum
Þá hefur stjórninni enn ekki
tekizt að ráða við atvinnu-
leysið. bað heldur áfram að
vaxa og reyna stjórnarand-
stæðingar að nota sér það eftir
megni. Verkamannaflokkur-
inn hefur nú á prjónunutn
ráðagerð um verulega skatta-
lækkun i þeim tilgangi að örva
atvinnulifið. Ekki er ósenni-
legtað það eigi eftir að styrkja
aðstöðu hans i kosningunum,
sem yfirleitt nú er spáð að
verði haustið 1978, en þær
þurfa ekki að verða fyrr en
haustið 1979.
Þ.Þ.
Thatcher, en 31% treystu
henni betur. Nú voru það 41%
sem treystu Callaghan betur,
en 32% treystu Thatcher bet-
ur. Callaghan hafði þvi orðið
stórum betur i þessari sam-
keppni.
ÞESS verður að geta að um-
rædd skoðanakönnun fór fram
rétt áður en Margaret Thatch-
er fór i Bandarikjareisu sina,
þar sem hún ræddi við Carter
forseta og fleiri bandariska
ráðamenn, mætti i spurninga-
tima i sjónvarpinu og kom
viða fram opinberlega og þótti
yfirleitt standa sig nokkuð vel.
Jafnframt tókst henni um likt
leyti að leysa deilu, sem hafði
risið milli tveggja ráðherra i
skuggaráðuneyti h ennar. eða
þeirra Keith Joseph, sem fer
með iðnaðar- og efnahagsmál
og James Prior, sem fer með
verkalýðsmál. Agreiningur
þeirra stafaði af nokkuð mis-
munandi viðhorfi til verka-
lýðssamtakanna. Eftir heim-
komuna mætti Thatcher svo i
spurningatima i brezka sjón-
varpinu, þar sem spyrjandinn
var fyrrverandi þingmaður úr
Verkamannaflokknum og
hlifði hann henni hvergi, en
hún lét sér hvergi bregða og
þótti leysa þessa þraut ágæt-
lega. Þá hefur Thatcher gert
talsvert að þvi að undanförnu
að reyna að verða alþýðlegri
og leika hlutverk húsmóður
ekki siður en flokksforingja.
ÞeUa virðist hafa tekizt nokk-
uð vel, eins og t.d. sú yfirlýs-
ing hennar, að hún kaupi ekki
aðeins i matinn, heldur mikið
af fatnaði sinum hjá Marksog
Spencer.
ÞAÐ hefur vafalaust stuðlað
mest að vaxandi gengi Verka-
mannaflokksins siðustu
mánuði að verulega hefur
dregið úr verðbólgunni og
jafnframt hefur viðskiptahall-
inn minnkað. Þetta er árangur
þess, að tvö undanfarin ár
hefur verkalýðshreyfingin
sætt sig við vissa launabind-
ingu sem hefur haft i för með
sér veruiega kjaraskerðingu.
Þessi launabinding byggðist á
vissu samkomulagi milli
hennar og rikisstjórnarinnar.
Verkalýðshreyfingin hefur
ekki viljað endurnýja þetta
samkomulag nú, en hins vegar
lýsti þing hennar stuðningi
sinum við þá stefnu rfkis-
stjórnarinnar, að laun hækki
ekki meira en 10% næstu 12
mánuðina. Eftir er að sjá
hvort rikisstjórninni tekst að
framfylgja þessari stefnu, þar
sem beint samkomulag milli
hennar og verkalýðshreyfing-
arinnar er ekki lengur fyrir
hendi. Að undanförnu hafa
ýmsir smáhópar reynt að
komast yfir 10% markið og
sumir með nokkrum árangri.
Takist þannig að brjóta meiri
og meiri skörð i varnarhring
stjórnarinnar getur verðbólg-
an farið að aukast að nýju.
Cartcr og Margaret
Þ.Þ