Tíminn - 27.09.1977, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 27. september 1977
Osta- og smjörsalan við Snorrabraut
Osta- og smjörsalan:
„Engin
máltíð
án osts”
Kás-Reykjavik — „Trúlega er
engin fæðutegund til i eins
mörgum tegundum og afbrigð-
um og osturinn. Ostur er i raun-
inni safnheiti fjölda fæðuteg-
unda sem eiga það sameiginlegt
aö mikilvægasta næringarefni
þeirra er prótein mjólkurinnar,
kaseinið.
En osturinn er meira en fæðu-
tegund. Hann er hluti af menn-
ingarsögunni. Ostur hefur verið
framleiddur frá ómunatiö og er
slöur en svo uppgötvun tækni-
aldar. t fornum griskum heim-
ildum er osturinn talinn upp-
finning guðanna. 1 verkum sin-
um lýsir Hómer þvi, hvernig
ostur er gerður og notaður i
matseldinni, og Hippokrates
lýsir lækningamætti ostsins i
verkum sinum. I rlki Rómverja
var húsdýrahald á háu stigi og
ostagerð látin sitja I fyrir rúmi
og ostur i hávegum hafður., eins
og hið forna ró'mverska m'áltæki
„Enginn máltið án osts”, ber
með sér.
Fyrrnefndar upþlýsingar er a"ð
finna I bæklingnum „tslenzkur
ostur”, sem Osta- og smjörsal-
an hefur gefið út og afhentur er
öllum gestum sem heimsækja
sýningardeild fyrirtækisins á
Iðnkynningunni I Laugardals-
höll. Þar má finna sitt hvað um
sögu ostsins, framleiðslu og
jafnframt er hverri osttegund
lýst fyrir sig.
Osta- og smjörsalan rekur
umfangsmikla kynningarstarf-
semi á Iðnkynningunni I
Laugardalshöll, þvi auk þessa
bæklings sem þegar hefur verið
minnzt á, er gestum boðið að
smakka á ýmsum tegundum
osta, og ostaréttum. Einnig eru
til sölu osta-pakkar, sem inni-
halda ýmsar tegundir hinna
mismunandi osta, á sérstöku
kynningarverði.
„Mataræði og neyzluvenjur
tslendinga hafa tekið talsverð-
um breytingum siðustu áratugi.
Þvl valda m.a. alþjóðleg áhrif,
bættur efnahagur og e.t.v. ekki
sizt nýjar uppgötvanir og aukin
þekking almennings á sviði
næringarfræðinnar.
t samræmi við það hefur osta-
neyzla Islendinga vaxið ár frá
ári. Jafnframt hafa framfarir I
ostagerð stuölað að mjög auknu
ostaúrvali, sem mætt hefur vel-
vilja neytenda.”
Vert er að geta þess, að Osta-
og smjörsalan hefur gengið á
undan með góðu fordæmi
og verið til fyrirmyndar fyrir
aðra framleiðendur I mat-
vælaiðnaðinum, hvað varðar
umbúðir og frágang vörunnar.
t sýningardeild Osta- og smjörsölunnar gefst gestum kostur á að smakka á ljúffengum ostarétt
um.
I flestum tilvikum er ost-
inum pakkað inn i loftþéttar
umbúðir, sem tryggja fyllsta
hreinlætiog geymsluþol ostsins.
Þá eruá umbúðunum áletranir,
sem gefa til kynna heiti ostsins,
bragðstyrk og næringargildi,
enn fremur pökkunardag, verö
á kg, þyngd og smásöluvérð.
Skemmst er að minnast þess.
að Osta- og smjörsalan fékk við-
urkenningu i umbúðasam-
keppninni við opnun Iðnkynn-
ingarinnar i Laugardalshöll á
föstudag fyrir sérstaklega
vandaðar og fallegar umbúðir.
Smurostur hefur notið mikilla
vinsælda slðan hann kom fyrst á
markaðinn,-
|r^:>xr^ipr í IésS
Papnkuosiur jm Kúmonóstur
V Atuaostur' ' y Svopp^q.stui ^
L j mZ*!
Þór Ingólfsson viðsvningareldhús Vikur eldhusa á iðnkynningunni I Laugardalshöll
Víkur Eldhús:
Veljið og raðið
saman að
eigin vild
Kás-Reykjavik. Enn erum við
staddir á iðnkynningunni i
Laugardalshöll, og að þessu
sinni I sýningardeild VlkurEld-
húsa. Þar hittum við fyrir Þór
Ingólfsson, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins.
Hann sagði, að Víkur Eldhús
framleiddu vandaða islenzka
vöru með svokölluðu eininga-
fyrirkomulagi, og væri hægt að
velja hinar ýmsu stærðir, þ.e. af
einingum. Vegna þessa ein-
ingarfyrirkomulags gætu til-
vonandi kaupendur valið úr og
hafnað að vild, raöað síðan
saman þvi sem þeir hefðu áhuga
á, og þ.a.l. fengið sitt drauma-
eldhús, með persónulegum stil.
Margs konar gerðir af skáp-
um væri um að ræða, einnig
væri hægt að velja um mismun-
andi áferð á þeim, aö ógievmdu
miklu úrvali plasts á borb.
Starfsemi Vfkur Eldhúsa fer
fram i Súðavogi 44. Nýlega voru
teknar Inotkun nýjarvélar, sem
gera kleift að auka og bæta
iramleiösluna.