Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 6
6 27. maí 2006 LAUGARDAGUR KJARAMÁL Bæjarstjórar í 500 til 999 íbúa sveitarfélögum eru með á bilinu þrjú hundruð til átta hundruð þúsund krónur í laun á mánuði. Hlunnindagreiðslur til þeirra nema auk þess allt að tvö hundruð þúsund krónum. Algeng- ast er að þeir fái á milli 500 til 600 þúsund krónur í laun. Bæjar- og sveitarstjórar í sveitarfélögum með íbúafjölda frá þúsund og upp í 1.999 hafa á bilinu sex hundruð þúsund til níu hundruð þúsund krónur í laun á mánuði. Þetta kemur fram í könnun hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á launakjörum stjórnenda sveitar- félaganna. Hlunnindagreiðslur nema allt að 200 þúsund krónum á mánuði, en eru í einhverjum til- fellum undir fimmtíu þúsund krónum. Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs, segir þetta í þriðja sinn sem launakjör bæjarstjóra séu könn- uð. „Í minnstu sveitarfélögunum tíðkaðist hér áður að ekkert væri greitt fyrir nefndarstörf. Það er eiginlega horfið. Síðan hafa launin farið hækkandi eftir því sem sveitarfélögin stækka.“ Sjö af níu sveitarfélögum með yfir fimm þúsund íbúa skiluðu inn tölum. Í einu þeirra fær bæjar- stjórinn greiddar 700 til 800 þús- und krónur í mánaðarlaun. Í hinum sex nema launin 800 til 900 þúsund. Hlunnindagreiðslur bæjarstjóranna ná sumar allt að 150 þúsund krónum. - gag Mánaðarlaun bæjarstjóra allt frá 300 þúsund upp í 900 þúsund krónur: Laun bæjarstjóra afar misjöfn LAUN BÆJARSTJÓRA Í 500 TIL 999 ÍBÚA SVEITARFÉLÖGUM <399 þúsund einn 400-499 þúsund þrír 500-599 þúsund sjö 600-699 þúsund þrír 700-799 þúsund einn Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga KJÖRKASSINN Ertu spennt(ur) fyrir sveitar- stjórnarkosningunum? Já 67% Nei 33% SPURNING DAGSINS Í DAG Heldurðu að FH-ingar verði Íslandsmeistarar í fótbolta karla? Segðu skoðun þína á visi.is KOSNINGAR Sigfús Vilhjálmsson, hreppstjóri í Mjóafirði til ára- tuga, hefur engum opin- berum skyld- um að gegna í kosningunum í dag. Teljast það tíðindi því ekki hafa farið fram kosning- ar í Mjóafirði í háa herrans tíð án hans aðkomu. „Jú, þetta er nokkuð sérstakt, ég neita því ekki,“ sagði Sigfús en Mjóifjörður sameinast Fjarða- byggð við kosningarnar. Um leið hættir hann alfarið afskiptum af sveitarstjórnarmálum. Atkvæðin verða talin á Reyðar- firði. Þæfingur var á veginum yfir Mjóafjarðarheiði í gær og þurfti að skafa af veginum. Vonir standa til að hægt verði að flytja þau á bifreið en í þingkosningum hefur komið fyrir að Sigfús hafi farið yfir Mjóafjarðarheiðina á vélsleða eða sent atkvæðin sjóleiðina vegna ófærðar. - bþs Sigfús Vilhjálmsson í Mjóafirði: Eins og hver annar kjósandi SIGFÚS VILHJÁLMSSON WASHINGTON, AP Lögreglan í Wash- ingtonborg brást skjótt við í gær þegar tilkynning barst um að heyrst hefði skothvellur í einni af byggingum Bandaríkjaþings á Capitol Hill. Enginn fannst þó byssumaðurinn og enginn hafði orðið fyrir skoti. Byggingunni var lokað meðan rannsókn stóð yfir. Lögreglan hefur aðstöðu til skotæfinga í kjallara byggingarinnar, en ekki var talið að hljóðið kæmi þaðan. „Mín ágiskun er að aukaspreng- ing hafi orðið í útblæstri bifreiðar, eða blaðra hafi sprungið,“ sagði einn starfsmanna í byggingunni. - gb Uppnám í Washington: Skothvellur í þinghúsinu VIÐBÚNAÐUR Lögreglan í Washington brást skjótt við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hamas-liðar farnir Hamas-stjórn- in kallaði vopnaðar sveitir sínar burt af götum Gaza-borgar í gær. Spenna hafði magnast milli Hamas-liðanna og palestínsku lögreglunnar, sem er hliðholl Abbas forseta, eftir að Hamas-samtökin sendu eigin hersveitir út á götur Gaza. PALESTÍNA WASHINGTON, AP Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, vill að gerðar verði víðtækar breytingar á Sam- einuðu þjóðunum. Í ræðu sem hann flutti í Washington í gær lagði hann meðal annars til að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fengi meiri völd til þess að bregðast hratt við þegar neyðar- ástand kæmi upp í heiminum. Einnig fór Blair fram á víðtæk- an alþjóðlegan stuðning við upp- byggingu lýðræðis í Írak og sagði að nú væri kominn tími til að leita sátta á alþjóðavettvangi. Blair sagðist hafa sannfærst um það í heimsókn sinni til Íraks nú í vikunni að leiðtogarnir þar í landi vildu raunverulega lýðræði. „Þeir vilja réttarríki, ekki ofbeldi,“ sagði hann í ræðu sinni. „Ef Írakar geta sýnt trú sína á lýðræðið með því að greiða því atkvæði, ættum við þá ekki að sýna trú okkar með því að veita þeim stuðning?“ Á sameiginlegum blaðamanna- fundi þeirra Blairs og George W. Bush Bandaríkjaforseta á fimmtu- dag viðurkenndu þeir báðir að þeim hefðu orðið á margvísleg mistök varðandi Írak. Báðir fóru þeir í vörn þegar talið barst að Írak, þótt þeir hefðu kosið að fagna því að loks hefði tekist að mynda starfhæfa stjórn í Írak. Bush viðurkenndi meðal ann- ars að blóðbaðið í Írak hefði verið svo mikið að umheimurinn ætti skiljanlega erfitt með að sýna því skilning. Blair sagði ofbeldið hafa verið „skelfilegt“. Meðal mistakanna sem þeir nefndu var sú illa meðferð sem fangarnir í Abu Ghraib-fangelsinu sættu af hálfu bandarískra her- manna. Bush sagðist einnig hafa áttað sig á því að hann ætti ekki vera jafn óvarkár í orðavali. „Ég lærði ýmsilegt um að tjá mig kannski með svolítið fágaðra orðfæri, skilurðu,“ sagði Bush lágri röddu. Blair sagði einnig að bæði hann og Bush hefðu vanmetið styrk uppreisnarmanna. Hvorki Bush né Blair vildu segja neitt um það á blaðamanna- fundi sínum hvenær breskir og bandarískir hermenn gætu farið frá Írak. Blair hélt í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á fimmtudag. Þeir Bush og Blair hittust þann dag og síðan áttu þeir annan fund í gær, eftir að Blair hafði flutt ræðu sína í Washington. gudsteinn@frettabladid.is TONY BLAIR OG GEORGE W. BUSH Forsætisráðherra Breta heimsótti Bandaríkjaforseta á fimmtudag. Þeim varð tíðrætt um ýmis mistök sem þeir hefðu gert í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Viðurkenna að hafa gert mistök í Írak Bush og Blair viðurkenndu að hafa gert ýmis mistök í Íraks-málinu. Blair hvetur til sátta og vill gera víðtækar breytingar á Sameinuðu þjóðunum. ÞÝSKALAND, AP Þýska leyniþjónust- an stundaði það árum saman að njósna um þýska blaðamenn án þess að hafa til þess lagalegar heimildir af nokkru tagi. Leitað var í rusli blaðamannanna og vand- lega farið í gegnum allar rann- sóknir sem blaðamennirnir stund- uðu í þeirri von að geta komist að því hverjir hefðu lekið í þá upplýs- ingum. Þýska þingið birti í gær skýrslu, þar sem greint er frá þessu. Í skýrslunni gerir rannsóknarnefnd þingsins, sem farið hefur ofan í saumana á þessu máli, ítarlega grein fyrir niðurstöðum sínum. Í síðustu viku lagði þýska stjórnin bann við því að leyni- þjónustan, sem á þýsku nefnist Bundesnachrichtendienst, eða BND, njósnaði um blaðamenn, en þá höfðu kaflar úr skýrslunni lekið til fjölmiðla. Ernst Uhlau, yfirmaður leyni- þjónustunnar, baðst í gær afsökunar á þessum njósnum og sagði að gripið yrði til ráðstafana til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. „Sem forstjóri BND biðst ég afsökunar á þeim brotum á rétt- indum sem leiddu af athöfnum BND,“ sagði Uhlau. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að ríkisstjórnin hefði ekki vitað af því að BND hefði njósnað um blaðamenn fyrr en rannsókn á því hófst í janúar síðastliðnum. - gb AÐALSTÖÐVAR ÞÝSKU LEYNIÞJÓNUSTUNNAR Inngangurinn að aðalstöðvum þýsku leyni- þjónustunnar í Pullach lætur lítið yfir sér, eins og vænta má af slíkri starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þingnefnd í Þýskalandi birtir skýrslu um ólöglegar njósnir leyniþjónustunnar: Njósnað var um blaðamenn Laun hækkuðu Laun hækkuðu að meðaltali um 0,4 prósent í apríl samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Launavísitalan mældist 286,4 stig. Undanfarið ár hafa laun því hækk- að um 8,4 prósent á sama tíma og verðlag hefur hækkað um 5,5 prósent. Kaupmáttur hefur vaxið um 2,7 prósent síðustu tólf mánuði. KJARAMÁL DANMÖRK Margrét Þórhildur Dana- drottning mun gangast undir aðgerð á vinstra hné í næstu viku. Hnéð er illa farið vegna slitgigtar og því hefur drottningin þurft að draga töluvert úr vinnu undanfar- in misseri. Aðgerðin verður fram- kvæmd á sjúkrahúsinu í Árósum. Margrét drottning er nú í opin- berri heimsókn í Grikklandi. Það er í fyrsta skipti sem meðlimur dönsku konungsfjölskyldunnar fer þangað í opinbera heimsókn síðan konungdæmi var aflagt í landinu árið 1974, en Anna María, systir Margrétar, er eiginkona Konstantíns, síðasta konungs Grikkja. - ks Margrét Þórhildur með gigt: Drottningin í aðgerð á hné DANMÖRK Töluvert hefur dregið úr áfengisdrykkju og reykingum meðal danskra barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára samkvæmt nýrri könnun. Fram kom að reykingar meðal ellefu til þrettán ára barna heyra næstum sögunni til. Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður halda Danir efsta sætinu yfir þau Evrópu- lönd þar sem reykingar og áfengis- drykkja meðal barna og unglinga er algengust. - ks Ný könnun í Danmörku: Dönsk börn drekka minna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.