Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 30
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR30 ■ FÖSTUDAGUR, 19. MAÍ Tvær flugur í einu höggi Í dag keypti ég handsláttusláttu- vél. Í næsta húsi, Vinaminni, er til sláttuvél með bensínmótor. Því miður hefur mér aldrei tekist að ná góðu sambandi við þá háværu og daunillu maskínu. Um hand- sláttuvélina gegnir öðru máli. Hún lék í höndunum á mér meðan hún brenndi á hljóðlátan hátt þeim hitaeiningum sem héldu að þær væru komnar í örugga framtíðar- vist hangandi framan á maganum á mér. Trúlega er þetta kallað að slá tvær flugur í einu höggi. ■ LAUGARDAGUR, 20. MAÍ Rétt hleðsla Þetta hefur verið stífur dagur. Sennilega verð ég að slá garðinn daglega til að verjast þeim hitaein- ingum sem sitja um mig við hvert fót- mál. Í morgun fórum við í ferming- arathöfn í Fáskrúðarbakkakirkju á Snæfellsnesi. Það var falleg athöfn hjá séra Guðjóni Skarphéð- inssyni og engin hætta á að Ingi- björg Sædís vinkona okkar gleymi fermingarsystkinum sínum því að hún var eina fermingar- barnið. Svo tók við glæsileg ferming- arveisla. Kúnstin í veislum er að setja saman rétta hleðslu og byrja á hinum ósykruðu kræsingum sem mynda nauðsyn- leg forhlað. Sé forhlaðið rétt saman sett hefur maður betra rými fyrir sjálft sprengiefnið, hnallþórur og hvers konar sæta- brauð. Þetta er kennt í guðfræðideild- um við alla betri háskóla sem og tertuskurður. Ég ók rólega í bæinn til að gefa meltingarfærunum ráðrúm til að undirbúa næstu lotu. Það var stúd- entsveisla, Jón Þór, frændi okkar var að setja upp hvíta kollinn. Þar leið tíminn í dýrlegum fögnuði þar til tími var kominn til að fara heim og horfa á Evróvisjón, en sú hátíð hefur verið mér hugleikin allt frá því ég var í Dyflini árið 1970 þegar írska mærin Dana vann frægan sigur með laginu „All Kinds of Everything“ sem allir kunna. ■ SUNNUDAGUR, 21. MAÍ Gjaldþrot og þung- lyndislyf Mætti kl. tólf í Silf- ur Egils að spjalla við skemmtilega menn um fjármál og kosningar. Ég er að koksa á að kjósa Villa Þ. Kann ekki við hann í bleiku. Annaðhvort nær Sjálf- stæðisflokkur- inn 8 mönnum í borgarstjórn og hreinum meiri- hluta, ellegar B-listanum (sem hét áður Framsóknarflokkur) tekst að fella 8. mann íhaldsins og Björn Ingi kemst í borgarstjórn sem ég held að væri til góðs. X-B. Ekki tókst mér að segja margt gáfulegt í þættinum. Gallinn við fjármálaumræðu í ljósvakamiðlum er að hún fer alltaf að snúast um fjárhag ríkis- ins eða stórfyrir- tækja. Ég hef meiri innsýn í fjármál einstaklinga. Til dæmis langar mig að hjálpa vinkonu minni sem á í basli. Hún er einstæð móðir með tvö börn og vinnur við umönnum sjúk- linga. Hún fær um 120.000 kr. útborg- aðar og greiðir 90.000 kr. í leigu. Auðvitað fær hún barnabætur (30.000) og húsaleigubætur (50.000) svo að þegar hún er búin að borga leiguna á hún um 100.000 kr. En þá er margt eftir: Leikskólagjald 15.000, gsm- og heimasími 8000, afborgun af tölvukaupaláni 9500 kr., bíltrygging 4200 kr., heimilistryggingar 1600 kr., mánað- argjald til RÚV 2700 kr. Þetta gera 41.000 kr. Þá eru eftir 59.000 til að kaupa mat og fatnað, jafnvel leikföng, og sjá til þess að börnin fái að sækja námskeið og fái það sem talið er sjálfsagt að öll börn fái − auk þess að kaupa bensín á bílinn (sumardekk vantar og viðgerð fyrir skoðun). Kannski væri þetta hægt fyrir 59.000 kr. En því miður hefur vinkona mín ekki getað látið enda ná saman og nú er hart sótt að henni. Í fyrsta lagi er gjaldfallin skuld við Lánasjóð íslenskra náms- manna. Upphæðin er 47.500 kr. Sem ég vil gjarna hjálpa henni að greiða. Gallinn er sá að þessi skuld er komin í innheimtu til fyrirtækis sem heitir Legalis og er orðin 80.897 kr. með innheimtukostnaði og dráttarvöxtum. Ég hringdi í Lánasjóð og sagði að ég vildi borga skuldina svo að Lánasjóður biði ekki tjón af við- skiptunum; hins vegar hefði ég ekki efni á því að borga lögfræðingum hærra kaup fyrir að senda út stöðl- uð innheimtubréf en skáld fá fyrir að semja bókmenntir. Svarið sem ég fékk var að hægt væri að semja um 70.000 kr. staðgreiðslu til að ljúka þessari 47.500 kr. skuld. Hin skuldin sem heldur vöku fyrir vinkonu minni er við KB-banka út af námsláni. Ég hafði samband og vildi semja um að stað- greiða einhverja upphæð til að ljúka skuldinni í eitt skipti fyrir öll. Svarið sem ég fékk í netpósti var svona: „Hennar útibú er tilbúið að fella niður þá vexti sem koma um næstu mánaðamót. Ef lagt er inn fyrir 29. maí þá er skuldin á náms- láninu kr. 359.149.“ Þetta eru afarkost- ir. Ég er reiðubúinn til að hjálpa vinkonu minni að greiða þær skuldir sem hún stofn- aði til svo að lánar- drottnar beri ekki skaða. En það dugir ekki til, taumlaus græðgin heimtar blóð, okurvexti og innheimtukostnað. Í kvöld fór Sólveig með mig á Mozart- tónleika í Langholts- kirkju til að skola Evr- óvisjón-skólpinu úr hlustunum á mér. Í meira en 30 ár hefur Rut Ing- ólfsdóttir verið leiðari og listrænn stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur og lyft Grettistaki í íslensku tónlistarlífi. Á tónleikun- um í kvöld heyrðum við í tveimur ungum snillingum, Unu Svein- bjarnardóttur, sem var einleikari í fiðlu- kons- ertinum og Víkingi Heiðari Ólafssyni sem var einleikari í píanókonsertinum og stjórnaði hljómsveitinni af glæsileik, og svo lék hinn síungi Einar Jóhannesson klarin- ettukonsert sem ég elska − og hef aldrei heyrt betur leikinn. ■ MÁNUDAGUR, 22. MAÍ Til að engan gruni neitt! Borðaði hádegismat á „Vín og skel“ með Lísu. Ekki hef ég brjóst í mér til að skrifa umsögn um þann veitingastað. Við ræddum stjórnmál af mikilli alvöru, enda er Lísa diplómat að atvinnu. Eðlileg brottför herliðsins eftir hálfrar aldar viðskipti við Íslend- inga, sem hafa gert marga ríka, virðist stefna í að verða að vandamáli. Versta mögulega lausn á viðskilnaði okkar við banda- ríska setuliðið er að íslensk yfirvöld grenji út einhverja málamynda-nærveru til að reyna að bjarga andlitinu, í von um að þjóðin haldi að „okkar menn“ hafi rúllað Kananum upp í samninga- viðræðum. Sýndarvarnir eru verri en engar varnir. Falskt öryggi er verra en ekkert öryggi. Við eigum að þakka Bandaríkjamönnum fyrir og kveðja þá með kurt og pí. Tími til kominn. Núna eru sagnfræðingar búnir að staðfesta að ofsóknarbrjálaðir ráðherrar hafi fyrirskipað fárán- legar símahleranir. Um slíka and- lýðræðislega tilburði skrifaði ég heila bók, Valkyrjur, því að enn í dag er verið að pukrast með drauma um að stofna innlenda njósnaþjónustu og kalla hana „greiningardeild“ eða „öryggis- deild“, til að engan gruni neitt. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 23. MAÍ Sólskinsblettur í tilverunni Í dag fór ég í heimsókn austur í Grímsnes að Sólheimum. Ólýs- an- legur dagur. Mér fannst ég vera staddur á sólskinsbletti í tilverunni – á stað þar sem áratugum saman hefur verið starfað af óþrjótandi kær- leika við að hjálpa okkar smæstu bræðrum og systrum til að lifa innihaldsríku lífi með reisn og virðingu. ■ MIÐVIKUDAGUR, 24. MAÍ 111. meðferð - á skepnum Gunnar Helgi Kristinsson próf- essor skoðaði 111 stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins á síðustu árum og segir að 44% stöðuveitinga í æðstu embætti ríkisins séu af pól- itískum toga. Þetta er greinilega nútímaút- gáfan af svokallaðri 111. meðferð á skepnum. Soldið vantar enn upp á að samfélag okkar verði eins og hjá siðmenntuðu fólki. Reyndar er mikið til hér af sið- menntuðu fólki. Það sá ég á útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands. Það er glæsilegur skóli þótt hann sé í húsnæðishraki. Þar er Sólveig mín búin að starfa frá því að skólinn var stofnaður. Lukum góðum degi með frábærri máltíð í Grillinu. Ég sá ekki betur en garðsláttuvélin sendi mér íbyggið augnaráð þegar við komum heim. allt í matinn á einum stað www.netto.is • Verð birt með fyrirvara um prentvillur Akranes • Akureyri • Grindavík • Mjódd Reykjavík • Salahverfi Kópavogi bylting í þrifum heimilisins sjálfvirka moppan komin í nettó Robomop er tæki sem hreinsar gólf, parket, marmara, fl ísar, granít, línoliumdúk og eiginlega alla slétta fl eti. Tækið samanstendur af lítilli rafhlöðu drifi nni kúlu sem dregur hringlaga plast- hlemm með sér en undir honum er sérstakt fi lt sem tekur ryk, ló, dýrahár ofl . Hægt er að tímastilla tækið á einn og hálfan tíma, heilan tíma eða hálftíma. Þegar tækið verður rafmagnslaust þá er það endurhlaðið, hleðslutæki fylgir. Þegar fi ltið er fullt er nýtt sett í staðinn, eitt handtak, 25 stk. í pakka, 500 kr. pakkinn. Þegar tækið rekst í eitthvað breytir það um stefnu. Tækið þrífur 60m2 á 1 klst. 98%. Tækið fer undir rúm, sófa ofl . sem er yfi r 8,5 cm. Þeir sem hafa eignast Robomop eru sérlega ánægðir með það. Það vinnur á meðan þú ert í vinnu eða úti í garði! „Taumlaus græðgi heimtar blóð“ Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað sláttuvél og hitaeiningar, fátækt og græðgi og fjallað um utanríkismál, Kammersveit, Listaháskóla, sólskinsblett í tilverunni og 111. meðferð á skepnum. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.