Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 27. maí 2006 5 Þegar ítalski verkfræðingurinn Corredino D‘Ascanio sýndi frum- gerð vespunnar í Piaggo-verk- smiðjunni á Ítalíu 1946 grunaði áreiðanlega engan að vespan myndi enn lifa góðu lífi, lítið breytt, sextíu árum síðar. „Þetta er eins og vespa,“ var það fyrsta sem Enrico Piaggio, eig- andi Piaggio-verksmiðjunnar, sagði þegar hann barði gripinn augum. Ávöl form, breiður aftur- hluti, þar sem vélin er staðsett, og viðamikil vindhlífin að framan gerðu að verkum að Vespan líktist engu öðru tveggja hjóla farar- tæki. Ítalskur efnahagur var í rúst eftir stríðið og ástand vega afleitt. Piaggio-menn töldu að í uppbygg- ingunni reyndist einmitt þörf á litlu handhægu ökutæki en líklega var vespan í upphafi heldur of dýr til að slá strax í gegn. Raunar gekk salan svo treglega að á tímabili lá við að framleiðslu yrði hætt. Skyndilega tók þó salan við sér. Það var árið 1948 og gerðist ekki í kjölfar markaðsátaks af nokkru tagi heldur fremur vegna þess að Ítalir tóku ástfóstri við gripinn og hann varð smám saman hluti af þjóðarsál þeirra og ímynd. Norski vísindamaðurinn Thom- as Brandt ver í næsta mánuði doktorsritgerð um vespuna við Tækniháskólann í Þrándheimi. Hann telur meðal annars að það að Ítalir áttu þess kost að eignast ves- puna með afborgunarkjörum hafi gert að verkum að hún varð sú almannaeign sem raun bar vitni. Ekki spillti heldur fyrir vinsæld- unum að Audrey Hepburn og Gregory Peck þeystu um á vespu í myndinni Roman Holiday frá 1953. Kannski hafði það þau óbeinu áhrif að einnig konur féllu fyrir vespunni þó að þær væru alls ekki í upphaflega markhópnum. Vespan hefur fyrst og fremst náð vinsældum í Evrópu og Asíu þar sem þröngar götur eru algeng- ar og fjarlægðir yfirleitt ekki miklar. Hins vegar hafa Banda- ríkjamenn aldrei fallið sérstak- lega fyrir farartækinu. Þeir eru meira fyrir stærri tæki enda fjar- lægðir þar iðulega meiri. Enn í dag er vespan vinsæl þó að útlit hennar hafi lítið breyst þessi sextíu ár sem hún hefur verið til. Hún þykir nú vera tákn borgarmenningar samtímans. Spurning er svo hvort vespan muni lifa af önnur sextíu ár. - stst Vespan - sextug og alltaf fersk Vespa í reykvísku borgarlandslagi sextíu árum síðar. Nú er hægt að fá Ford Escape- sýningarbíla á hagstæðu verði hjá Brimborg til loka maí. Brimborg býður sértilboð á nokkrum Ford Escape-sýningar- bílum en tilboðin gilda meðan birgðir endast og ekki lengur en til 31. maí. Á tilboði eru Ford Escape XLT sportjeppi á 3.240.000 krónur en hefðbundið verð er 3.390.000 krón- ur. Einnig er Ford Escape Limited á sérlega hagstæðu verði á 3.490.000 krónur en sá bíll kostar að annars 3.670.000 krónur. Báðir þessir jeppar hafa notið mikilla vinsælda enda eru þeir í hávegum hafðir meðal eigenda þeirra. Á tilboðinu eru aðeins nokkrir bílar og því er magnið tak- markað. Gildir því lögmálið um að sá fær sem fyrstur nær og því er betra að bruna strax af stað sé áhugi fyrir hendi. Sýningarbílar til sölu Ford Escape-sýningarbílar eru til sölu hjá Brimborg. Í Noregi hefur verið rannsakað hvaða bílar endast lengst og er niðurstaðan sú að Mercedes- Benz verði allra bíla elstir. Rúmlega 100 þúsund bílar enduðu á norskum ruslahaugum í fyrra. Við nánari skoðun kom í ljós að elstu bílar á þeim haug voru af gerðinni Mercedes-Benz, meðal- aldur þeirra á brotajárnshaugum er tæp 22 ár. Fast á hæla þeirra fylgja Volvo og Saab sem einnig endast lengur en tuttugu ár. Bílarnir sem endast styst eru Seat og Skoda sem endast að með- altali í rúmlega ellefu og tæplega þrettán ár. Að því er fram kemur í frétt norska blaðsins Aftenpost- en endast bílar betur í dag en fyrir tuttugu árum þegar fyrst var farið að rannsaka málið. Flest- ir bílarnar sem enduðu á haugun- um í Noregi í fyrra voru af teg- undinni Ford. Benz verða elstir bíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.