Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 27. maí 2006 3 Ég var að skoða bíl vinnufé- laga míns fyrir nokkrum dögum. Gamlan jálk sem hann hafði keypt tjónaðan fyrir lítið fé. Hreint ekki slæm kaup ef maður sættir sig við að vera á svolítið krambúleruðum bíl. Eftir að hann hafði talið upp hvað var að bílnum varð ég þess óendanlega feginn að það væri hann, en ekki ég, sem kæmi til með að keyra, eiga og gera við þennan annars ágæta bíl. Sem ég lét hugann reika um þessa nýfundnu hamingju- eyju mína varð mér litið á hjólbarða bifreiðarinnar. Þeir voru að minnsta kosti af tveimur gerðum (sit á mér að segja fimm) og mjög misslitn- ir. Eigandinn bar fyrir sig að vera nýbúinn að kaupa bílinn og að þetta stæði allt til bóta. Það er nefnilega þannig að maður þarf ekki bara góð dekk að vetri til. Veggrip er alltaf grundvallaratriði í því hvern- ig bíll lætur að stjórn – og hvort hann lætur eitthvað stjórnast yfir höfuð. Fyrir utan að hemlunarvegalengd eykst eftir því sem mynstrið verður minna missa slitin dekk líka hæfileika sinn til að ræsa vatni í gegnum sig og fljóta því ofan á veginum um leið og byrjar að rigna. Og það gerist víst einstaka sinnum á Íslandi. Líka á sumrin. Við þetta bætist að með minnkuðu veggripi, sem fylg- ir því að mynstrið minnkar, verður stýrisviðbragð bílsins minna og honum getur hætt til að skrika til þegar reynt er að sveigja framhjá óvæntum hindrunum – svo eitthvað sé nefnt. Loks skal svo hugað að því að þegar dekkin eru af misjafnri tegund, misslitin, misstór eða jafnvel bara með mismikið loft í sér, er búið að rugla því jafnvægi sem þarf að ríkja á milli veggrips- punkta bílsins. Ímyndaðu þér hest. Hann er með eina venjulega hests- löpp. Önnur er af sauðkind, og töluvert styttri. Sú þriðja er gamalt kústskaft og það fjórða er önnur hestslöpp, en ójárn- uð og snýr öfugt. Myndi þig langa á bak? Ekki blekkja þig með því að halda að mikið slitin dekk séu sumardekk. Slík dekk eru hættuleg, koma niður á akst- urseiginleikum bílsins og geta svikið þig þegar verst stendur á. Mikið slitin dekk eru ónýt dekk. Sumardekkin í lagi líka Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar General Motors lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mikið mótlæti. Stærsta fyrirtæki heims, General Motors, hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika undanfarin misseri. Sölutölur hafa lækkað mikið og hefur fyrirtækið neyðst til þess að segja upp fjölmörgu starfsfólki, aðallega í Bandaríkjunum. Nú mun Evrópa einnig fá að finna fyrir slæmu gengi GM því forstjóri fyrirtækisins, Bob Lutz, hefur tilkynnt að fjöl- mörgum starfsmönnum verði sagt upp, verksmiðjum lokað og þær sameinaðar öðrum. Meðal annars verður dregið úr umsvif- um í Svíþjóð. Í Svíþjóð hafa 130 manns starfað við að framleiða um 60 þúsund Saab-bílvélar á ári. 40 af þeim hefur verið sagt upp störfum. Vélaframleiðslan fyrir Saab flyst nú til vélaverk- smiðju Opel í Kaiserslautern í Þýskalandi. GM er hins vegar langt frá því að leggja árar í bát. Fyrir- tækið stefnir nú að umfangs- mikilli gagnsókn og hyggst meðal annars hefja framleiðslu á þremur til fjórum nýjum gerð- um af bílum á allra næstu árum. Fyrstur á markað af þeim verð- ur Opel Antara jepplingurinn. - sha GM endurskipuleggur General Motors hefur verið í mikilli niður- sveiflu að undanförnu. Alþjóðlegt þolakstursmót á torfæruvélhjólum fer fram á Kirkjubæjarklaustri í dag. Keppnin er orðin að árlegum við- burði en þetta er í fimmta skipti sem hún er haldin og er hún orðin að einum stærsta íþróttaviðburði landsins með hátt í 600 keppend- um. Keppnin reynir svo sannar- lega á þolið því hún fer þannig fram að öllum keppendum er startað á sama tíma. Þeir aka síðan brautina í sex tíma sam- fleytt en ökumenn í tvímennings- keppni geta skipt akstrinum á milli sín milli hringja. Sá sigrar sem flesta hringi ekur á þessum tíma. Keppendur í kvenna og unglingaflokki aka þó einungis í 45 mínútur. Brautin er heldur ekki auðfar- in. Hún er í afar erfiðu landi og er hún alls um sautján kílómetr- ar. Þeir fljótustu eru um tuttugu mínútur að keyra einn hring. Þeir sem fara flesta hringina hafa því lagt að baki um 300 kíló- metra vegalengd. Áhorfendur á síðasta ári voru yfir tvö þúsund og allt gistirými á Kirkjubæjarklaustri og í næsta nágrenni er fullbókað. Það er því óhætt að segja að keppnin er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjón- ustuna á svæðinu. - sha Vélhjólin þanin Vinsældir torfæruvélhjólaaksturs virðast alltaf vera að aukast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.