Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 71
Á Suðurlandi eru bæir eins og Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborgarsvæðið innan áhrifa- svæðisins. Auk þess má fullyrða að uppsveitir Árnessýslu njóti áhrifanna að meira eða minna leyti, og jafnvel má teygja svæðið langleiðina austur á Hvolsvöll sem raunar tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Annars staðar utan áhrifasvæð- is höfuðborgarinnar er aldurs- þróun íbúa neikvæð og er eigin- lega sama hvar borið er niður. Áhrif höfuðborgarsvæðisins dvína eftir því sem lengra dregur og aldursþróunin verður neikvæð. Eyjafjarðarsveit virðist þó standa heldur skár og má vera að það sé vegna nálægðar við Akureyri, en Ólafsfjörður er fjær og virðist njóta lítils af þessum sterkasta bæ landsbyggðarinnar. Önnur undantekningin er Austurbyggð, sem er nýtt sveitar- félag sjávarbyggða á Austurlandi og Fljótsdalshérað sem áður hefur verið nefnt. Þar hefur íbúum fjölg- að og vinnumarkaðurinn styrkst líklega vegna álvers og virkjunar- framkvæmda. En eins og er bent á í rammanum um Egilsstaði hér til hliðar er fjölgunin fyrst og fremst vegna erlendra farandstarfs- manna en vonir standa þó til að þegar framkvæmdum lýkur fjölgi þar fólki með íslenskt ríkisfang. Ljósu punktarnir Af þessari samantekt má vissu- lega ráða að miklir erfiðleikar steðji að sveitarfélögum á lands- byggðinni og það er í stórum drátt- um rétt. Hins vegar eiga mörg sveitarfélög borð fyrir báru, sem þýðir að innviðir þeirra eru enn svo sterkir að áföll undanfarins áratugar hafa enn ekki náð að draga aldursþróunina að öllu leyti niður fyrir landshlutfall. Á með- fylgjandi töflu eru talin upp þau sveitarfélög sem standa vel að vígi miðað við landshlutfall. Blátt letur og jákvæðar tölur þýðir að þau eru yfir landshlutfalli með þeirri und- antekningu að neikvæðar tölur í þriðja dálki eldri borgara, eru í eðli sínu jákvæðar, sem merkir að sé hlutfall þeirra undir landshlut- falli eru yngri aldursflokkar fjöl- mennari og það er af hinu góða. Nágrannasveitarfélögin Grund- arfjarðarbær og Snæfellsbær standa mjög vel að vígi með fólk sem er yngra en 45 ára, aldurshóp- urinn er hátt í tíu prósent yfir landshlutfalli. Þar á eftir koma sunnlensku sveitarfélögin í Ölfusi og Hrunamannahreppur. Í fimmta sæti er Höfðahreppur sem betur er þekktur sem Skagaströnd og ætti það að vekja mikla athygli. Staðreyndin er hins vegar sú að þar hefur verið rekin öflug atvinnustefna með aðaláherslu á útgerð. Sveitarfélagið hefur verið leiðandi í mótun hennar auk þess sem öflugir einstaklingar hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Þetta hefur skilað sér í unglegu sam- félagi. Hins vegar er fólk á vinnu- markaðsaldri um 1,7 prósent undir landshlutfalli. Séu sveitarfélögin á Austur- landi undanskilin vegna álsins og virkjunarframkvæmda, þá stend- ur Sveitarfélagið Ölfus vel að vígi með fólk á vinnumarkaðsaldri með tæplega eitt prósent umfram landshlutfall. Þar á eftir koma Bol- ungarvík og Seyðisfjörður, sem vekur nokkra undrun. Að vísu er Bolungarvík aðeins undir land- hlutfalli með fólk undir 45 ára, en fólk á vinnumarkaðsaldri er aðeins yfir landshlutfalli. Á Seyðisfirði er greinilega sterkur markaður fólks á vinnumarkaðsaldri sem er að sjálfsögðu jákvætt. Sigurður Sigurðurðarson er rekstrarráðgjafi og hefur meðal annars unnið að rannsóknum á byggðaþróun fyrir Byggðastofnun. ÍSAFJÖRÐUR: Bærinn sterkur á mjög veiku svæði Aldursþróunin á Vestfjörðum hefur verið mjög neikvæð á undanförnum tíu árum. Ungu fólki hefur fækkað um fjórðung og sömuleiðis hefur fólki á aldrin- um 20 til 64 ára fækkað mikið á vinnumarkaðnum. Það merkilega er hins vegar sú staðreynd að samanburðurinn við landshlutfall er ekki svo ýkja óhagstæður fyrir og munar yfirleitt aðeins tæpum tveimur prósentum. Ísafjörður hefur mikla sérstöðu og hefur þar náðst að draga meira úr fólks- fækkun en annars staðar í landshlutanum. Þótt fólki yngra en 45 ára hafi fækk- að þar um rúm 16 prósent á síðustu tíu árum er hlutfall aldurshópsins enn hærra en landshlutfallið. Við nánari athugun sést að fólki á vinnumarkaðsaldri hefur fækkað um 6 prósent. Samt hefur þeim sem eru í eldri hlutanum á vinnumarkaðsaldri, 45 til 64 ára, fjölgað um tæp 3 prósent, en það er þó engin nýlunda á landsbyggðinni. Hins vegar er hlutfall fólks á vinnumarkaðsaldri aðeins 1,9 prósent lægra en landshlutfallið. Merkilegri er þó sú staðreynd að þó að eldri borgurum hafi fjölgað um tæp 17 prósent á tíu árum er hlutfall þeirra svo til hið sama og landshlutfallið og það er hins vegar mjög sjaldgæft. Hugsanlega eru þetta merki um að neikvæð aldursþróun á Ísafirði eigi skammt í það að stöðvast, jafnvel að þar fari að fjölga. Ýmislegt á Ísafirði bendir til að svo sé, t.d. uppgangur í byggingariðnaði, vöxtur í ferðaþjónustu og fleira. FYRSTA PLATA JET BLACK JOE SÍÐAN 1994 WWW.COD.IS „ÞVÍLÍK ENDURKOM A!“ „PÁLL HEFUR ALDRE I SUNGIÐ BETUR“ „LÍKLEGA BESTA PLA TA ÁRSINS HINGAÐ TIL“  ÍVAR PÁLL JÓNSSON , VIÐSKIPTABLAÐIÐ „MELÓDÍSK LÖG, ÞR UNGIN KUNNUGLE GUM STÍL  ORGELIÐ ALDREI L ANGT UNDAN“ „GUNNAR BJARNI E R STÓRKOSTLEGUR HLJÓÐFÆRALEIKAR I OG LAGASMIÐUR“  HELGA ÞÓREY JÓNS DÓTTIR, MORGUNBL AÐIÐ „NOKKUR LÖG Á PL ÖTUNNI GÆTU KOM IST Í HÓP MEÐ ÞEIM BESTU Í SÖGU SVEITARINNAR“  FREYR BJARNASON, FRÉTTABLAÐIÐ „FULL CIRCLE STEN DUR VEL UNDIR ÞEI M VÆNTINGUM SEM GERÐAR ERU T IL SVO FORNFRÆGR AR HLJÓMSVEITAR“  ANDREA JÓNSDÓTT IR, RÁS 2 „FULL CIRCLE HEFU R AÐ GEYMA NOKK UR FRÁBÆR LÖG; 7, FAR AWAY, FULL C IRCLE...“  TRAUSTI JÚLÍUSSON , DV „...A PARTICULARLY SATISFYING RETUR N TO FORM FOR JET BLACK JOE, AS S URE TO GLADDEN O LD FANS AS IT IS TO SURPRISE SKEPTICS .“  THE REYKJAVÍK GRA PEVINE 27. maí 2006 LAUGARDAGUR 51 FRÁ ÍSAFIRÐI Bærinn hefur mikla sérstöðu og hefur þar náðst að draga meira úr fólksfækkun en annars staðar á Vestfjörðum. Þó hefur fólki yngra en 45 ára fækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.