Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 1
MORGUNVERÐUR 226. tölublað — Fimmtudagur 13. október 1977 — 61. árgangur Fyrir vörubilav^ Sturtu- ~ grindur Sturtu dælur Sturtu- — drifsköft Vængja- deilan leyst! áþ—Reykjavik. 1 lok ágúst- mánaðar kom upp deila milli flugmanna flugfélagsins Vængja h/f og stjórnar félags- ins. Siðan hefur félagið haldið uppi áætlunarflugi meö leigu- flugvélum, en nú hefur sam- komulag tekizt milli fyrr- greindra aðila og er rekstrar- stöðvun þar með aflett. Það var um hádegisbilið i gæn að samkomulag náðist milli stjórnarinnar og Félags islenzkra atvinnuflugmanna. Að sögn Jóns E. Ragnars- sonar, lögmanns félagsins, hafa ákveðin deilumál verið leyst, en önnur munu fara i gerðardóm. Félagið hefði þvf getað hafið áætlunarflug i gær, en vegna verkfalls aðstoðarflugumferð- arstjóra, má ekki fljúga annað flug en sjónflug. En véðurskil- yrði voru ekki hagstæö i gær. Dómsmálaráöherra æskir svara allra dómara i landinu: Hvað veldur tregri af- greiðslu ýmissa dómsmála? Akureyri: Lítil hreyfing i samninga málum áþ—Rvík. — Það getur orðið biö á þvi að verkfalliö leysist, nema að komi fram einhver breyting á launastiganum, þe. milli rfkisins og BSRB eða á milli Reykja- vikurborgar og starfsmannafé- lagsins sagði Agnar Arnason foi> maður starfsmannafélags bæjar- starfsmanna á Akureyri. — Sá launastigi er svo stór, að hann er hægt að nota hér og þar með kem- ur hreyfingu á málin. 1 félaginu á Akureyri eru 336 meðlimir og tæplega tvöhundruð eru í vinnu. Allar framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar hafa verði stöðvaðar þar sem allir flokkstjórar og verkstjórar eru i verkfalli. Litið hefur verið um verkfallsbrot. Agnar sagði, aö i upphafi hefðu um verið um smá- vægileg deilumál að ræða, en þau hefðu verið jöfnuð án þess aö til neinna stórátaka kæmi. 1 gær- kveldi þingaði stjórn félagsins, auk trúnaðarmanna og samn- ingarmanna. Agnar sagði þetta vera vinnufund og að engar af- gerandi ákvarðanir hefðu verið teknar. F.I. Reykjavik — Hugmyndin er að leggja yfirlit yfir þessi mál fyrir Alþingi fljótlega og er miðað við, að okkur berist upplýsing- arnar fyrir 20. október. Slikt get- ur að visu dregizt vegna verk- falls. En fljótlega upp úr því fá þingmenn og aðrir tölur um það, hversu mörg mál eru hér á ferð og hvers vegna þau hafa dregizt á langinn. Ráðuneytið mun einnig notfæra sér þessar upplýsingar og eru þær reyndar einn liður af mörgum i þeirri viðleitni dóms- málaráðherra að hraða af- greiðslu dómsmála. A þessa leið fórust Eiriki Tómassyni, aðstoðarmanni Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráð- herra, orð i samtali við Tímann i gær, þegar hann var inntur eftir bréfi, sem dómsmálaráðherra ritaði og sendi öllum dómstólum landsins skömmu fyrir siðustu mánaðamót. Kvað Eirikur bréf þetta óbeina aðferð dómsmála- ráðherra til þess að hraða með- ferð dómsmála, en dómstólarnir i landinu væru sjálfstæðir aðilar og bæru einir ábyrgð gerða sinna. Dómsmálaráðherra gæti ekki sagt dómurum fyrir verkum. — SÓtzt er eftir upplýsingum, sagði Eirikur, um svokölluð einkamál, en þaö eru dómsmál, sem einstaklingar og/eða félög eiga I sin á milli. Einnig er leitað upplýsinga um svokölluð opinber mál eða sakamál, sem saksókn- ari eða aðrir handhafar rikis- valds höföa á einstaka menn til refsingar lögum samkvæmt. — t bréfi slnu óskaði dóms- málaráðherra eftir upplýsingum um öll einkamál, sem dómtekin voru fyrir 1. júni s.l. og enn eru ódæmd. Einnig var spurt um einkamál,sem þingfest voru fyrir 1. október 1975 og enn er ólókið. Geta má i þessu sambandi, sagði Eirikur að einkamál geta dregizt ýmissa hluta vegna og er sökin ekki alltaf dómaranna. Fyrir kemur að lögmenn fresti vitnaleiðslum æ ofan i æ og sömu- leiðis getur oft verið mjög erfitt að hafa upp á vitnum. Hvað sakamálin áhrærir.er ósk-, að eftir upplýsingum um saka- mál, sem enn eru ódæmd, hafi á- kæra verið gefin út fyrir 1. janúar s.l. Einnig er óskað upplýsinga um sakamál, sem kærð voru 1. april 1976 og enn er ólokið. 1 seinna tilvikinu er aðeins átt viö þau mál, þar sem brot getur hugsanlega varðað fangelsi, en ekki mál, þar sem brot getur að- eins varðað sekt eða varðhaldi, svo sem ýmis áfengis- og umferð- arlagabrot. — Eins og ég gat um áöur, sagði Eirikur, er bréf þetta einn liður i þeirri viðleitni dómsmálaráð- 1 gær sendu borgaryfirvöldin á vettvang vélar til þess aö brjóta niö- ur gripahús slðasta bóndans í Laugardalnum. Staðinn erfði hann frá fyrri kynslóð, og I fjöida ára hefur hann barizt harðri baráttu við kerfið, sem stöðugt hefur veriö að sneiöa af lendum hans. Og nú hef- ur endahnúturinn verið rekinn á ójafrian leik. — Timamynd: Gunn- Engir samninga- fundir boðaðir áþ-Reykjavik — Við viljum sjá hreyfingu á hlutunum og teijum að það hafi ekki orðið nein hreyfing frá sáttatilboðinu og til þess tilboðs, sem við fengum endanlega, sagði Haraldur Steinþórsson framkvæmda- stjóri BSRB. — Það er ekki hreyfing á launastiga, þegar til- boðin hjá mörgum launaflokk- um eru frá 0.25% til 0.50% og hæst fari þau uppl 2%. Þá miða ég við tveggja ára timabilið og tek ekki tillit til krónutöluhækk- unar fyrsta júlí, sem sett er fram til þess að villa sýn og gefa i skyn einhverja hreyfingu sem ekki kemur fólki til góða sem kaup. Haraldur sagði, að BSRB teldi samninganefnd rikisins ekki hafa gefið nein svör, heldur sett úrslitakosti og enn sem komið er hefðu nýir fundir ekki verið boðaðir. 1 gær voru langir og strangir fundir hjá verkfalls- nefnd BSRB, en um niðurstöður þess fundar var ekki vitaö i gærkvöldi. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra. herra að hraða afgreiðslu dóms- mála. Fleiri ráðstafanir hafa ver- ið gerðar. Fljótlega eftir að Ólaf- ur Jóhannesson tók við embætti, setti hann á laggirnar réttarfars- nefnd, sem endurskoða skyldi starfsemi dómstóla, fyrst og fremst i þeim tilgangi að hraða meðferð dómsmála. Þessi nefnd hefur, svo sem kunnugt er, skilað nokkrum frumvörpum til laga um breytingar á réttarfarslöggjöf- inni. Nokkur frumvarpanna hafa veriö lögtekin. Má þar nefna frumvarp til laga um Rannsókn- arlögreglu rikisins. önnur frumvörp blöa af- greiðslu þingsins. Þar á meðal er j frumvarp til lögréttulaga áamt frumvarpi til laga um breytingar | á lögum um meðferð einkamála i héraði. Þessi frumvörp fela i sér miklar breytingar á meðferð einkamála, sem flestar stefna að þvi að hraða afgreiðslu mála. Ekki má gleyma að geta þess, að starfslið dómstóla hefur og veriö aukið að mun. Eirikur sagði, að i bréfi dóms-í málaráðherra væri aðeins verið t að leita upplýsinga um eiginleg dómsmál. — En þess má þó geta, sagði hann að sérstök gangskör hefur verið gerð að þvi að hraða j meðferð gjaldþrotamála, sem dregizt hafa á langinn. 1 kjölfar þess, verður lagt fram nýtt frum- varp til laga um gjaldþrotaskipti. 1 frumvarpi þessu er aö finna mörg nýmæli, sem flest stefna að j þvi að hraða meðferð gjaldþrota- mála frá þvi, sem nú er. Svör frá Borgardómi, Saka- dómi, bæjarfógetum og sýslu- mönnum við bréfi dómsmálaráð- herra verða væntanlega gerð j kunn i byrjun næsta mánaðar. Tiltölulega hag- stæðir samningar gerðir á Akranesi — uppsagnarákvæðinu fylgir verkfallsréttur áþ-Reykjavik Svo sem kunnugt er, þá samþykktu bæjarstarfs- menn á Akranesi, I Garðabæ og I Vestmannaeyjum, samningana, en Akureyringar felldu þá. Þegar blaöið hafði samband við skrif- stofu verkfallsnefndarinnar á Ak- ureyri hafði ekki verið boðað til nýs fundar, en stjórn félagsins og samninganefnd sat á fundi og ræddi áframhaldið. Að sögn starfsmanns BSRB þá voru a.m.k. samningarnir á Akranesi nokkuð hagstæðir, þó svo að bæj- arstarfsmennirnir hefðu orðið að slá verulega af kröfum slnum. — Þriðja þrepi i launastiganum náum viö eftir fjögur ár, en i til- boði rikisins eru það sex ár, sagði Helgi Andrésson formaöur bæjar- starfsmannafélagsins á Akra- nesi. — Þá fengum við 2000 króna hækkun fyrsta nóvember á alla flokkana. 1 sambandi við röðun i launaflokka, sem er ákaflega veigamikið atriði, þá er notaö orðalag beint úr Suðurnesja- samningnum. Þar segir að laun skuli ekki vera lægri en opinberir aðilar greiða fyrir sambærileg skyld störf samkvæmt öðrum samningum. Þar er átt við rikis- verksmiöjurnar og skylda aðila. Vaktaálag samkvæmt þessum samningi er 38% af dagvinnu- kaupi, en almennt er það 33.3%. Þá er ákveðnari mörk um viöur- kenndan starfstima. Þannig er starfstimi viðurkenndur að fullu þó svo hann sé unnin hjá öörumi aðila. 1 sambandi við orlofsmáll þá má geta þess að enginnF laugardagur er talinn i sambandi| viðfridaga.En hjá öðrum aöilum| er þessu öfngt farið. Orlofstiminn| lengist um 1/3 sé fri tekið fyrir ut-| an hefðbundinn fritima, en áðuri lengdust fri um 1/4. Þá er 0.4% af| öllu kaupi greitt I orlofsheimila-i sjóö. Tryggingar eru meira en| helmingi hærri en hjá riki og| Reykjavikurborg, t.d. eru bæturi vegna 100% örorku 7.425.000.00Í þúsund en i tilboði rikisins er| samsvarandi bætur 3.300.000.00| — Við höfum uppsagnarrétt á| þessum samningi, ef það verðuri veruleg rýrnun á kaupmætti, eða| röskun á umsaminni visitölu- tryggingu, sagði Helgi. — Þessu| uppsagnarákvæði fylgir verk- fallsréttur. Það hefur engu félagil tekizt að fá þetta ákvæöi fram. Þái erum viö með ákvæði sem enginnj annar, mér vitanlega hefur veriðj með. Það er þannig, að t.d.j starfsmaður sem hefur unniö i 25Í ár hjá Akranesbæ og lætur afj störfum vegna aldurs, er á fullumí launum árið eftir að hann lætur af 1 störfum. Þetta gerist þó svo hannj hafi ekki nema 50% til 60% rétt-f indi úr lifeyrissjóði. Helgi tók sem dæmi starfsmanni i efsta þrepi B9, sem er einn hæsti| taxti sem bæjarstarfsmenn eru IJ Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.