Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 13. október 1977. c «18-300 Auglýsingadeild Tímans. f t&MMi s Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR Gæzlan í hliðum Keflavíkurflugvallar: Sýrö eik er sígild eign HU TRÉSMIÐJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Menn komast inn án vallarvegabréfa — ef þeir geta lagt fram fullgild persónuskilríki Lögreglumenn á Keflavlkurflug- velli breyttu starfsaðferöum sin- um viö öryggisgæzlu i hliöum Keflavikurflugvallar um hádegi i gær á þann hátt, aö þeir starfs- menn á Keflavikurflugvelli, sem lagt geta fram fullgild persónu- skilriki og ennfremur staöfest viö lögregluna, aö þeir starfi hjá viö- urkenndum aðiium á flugvellin- um, fá nú aðgang aö vallarsvæö- inu enda þótt þeir hafi ekki i höndum gild vallarvegabréf. Ennfremur þykir ekki ástæöa til þess lengur aö hindra för þeirra farartækja, er flytja nauösynleg- ar birgöirtilvallarins, enda vitaö aö slikir flutningar eru forsenda þess aö ýmiss konar starfsemi á vellinum haldi áfram. Eru hér eldsneytis- og matvælaflutningar haföir i huga. í fréttatilkynningu frá lög- reglumönnum segir: „Lögreglumennirnir vilja leggja rlka áherzlu á, að þeim er fyrirskipað af kjaradeilunefnd aö halda uppi öryggisgæzlu á vellin- um, og þvi hlutverki geta þeir þvi aðeins sinnt að nokkru gagni, að mun nákvæmar sé fylgzt með ferðum manna inn á völlinn en tiðkast, þegar fuilri gæzlu er hald- ið uppi á sjálfu vallarsvæðinu. Þá erlögreglumönnunum ennfremur vel ljóst, að sú takmörkun, sem á þriðjudaginn var sett á ferðir þeirra starfsmanna á flugvellin- um, sem ekkihöfðu gild vegabréf I höndum, bitnaði fyrst og fremst á viðkomandi launþegum, sem þannig urðu af kaupi sinu fyrir vikið. Með þvi að breyta þannig um starfsaðferðir vilja lögreglu- mennirnir leggja sitt af mörkum til þess samstarfs, sem félagar i BSRB vænta af félögum sinum i Verkalýðs- og Sjómannafélagi Suðurnesja— og raunarafverka- lýöshreyfingunni allri. Þá vilja lögreglumennirnir lýsa furðu sinni á þeim vinnubrögðum kjaradeilunefndar að gleyma — 12,300 stöðu- gildi hjá ríkinu JH-Reykjavík — Komin er út skrá/ þar sem titgreindir eru allir opinberir starfs- menn i ársbyrjun 1977, starfsheiti þeirra, launa- kjör og annað, sem máli skiptir. Alls voru svonefnd stöðugildi, sem heyra undir ráðuneytin, hag- stofuna, rikisendurskoðun og fjárlaga- og hagsýslustófnun, 12.298 i ársbyrjun, og hafði þeim fjölgað um 460 frá ársbyrjun 1976. Þar voru stöður án heimildar 312, og hafði þeim fækkað um 264, en ónotaðar heimildir rúmlega 370. Langflestar stöður án heimildar heyrðu undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 160 aö tölu, og hafði fjölgað um 134 frá árinu 1976. Flest eru stöðugildin á vegum menntamálaráðuneytisins, enda .kemur þar til allt kennaraliðið. Þau eru samtals 3569. Næst kem- ur samgöngumálaráðuneytið með 2810 stööugildi þar með póst- ur og simi, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið með 2021 stöðugildi og dómsmálaráðuneyt- ið með 1243 stöðugildi. Um langt árabil hefur venjan veriö sú, aö lögreglumenn ihliöum Keflavikurflugvallar hafa meö handabendingu einni gefiö mönn- um heimild til þess aö fara inn á hersvæðiö. í fyrradag þurftu menn aö sýna vegabréf til þe ss aðkomast inn á hersvæðið og í gær fullgild persónuskilriki. eins og reyndin varö — tilvist annars fjölmennasta lögregluliðs á landinu — en við borð lá að engri löggæzlu yrði haldið uppi á vallarsvæðinu, þar sem engin fyrirmæli um störf liðsins höfðu borizt, þegar verkfall BSRB hófst aðfaranótt þriðjudags”. Litlar biðraðir við Kefla- víkurvöll Listar komnir yfir starfsmenn áþ-Reykjavik — Þaö er enn sama eftirlitið við Keflavikurflugvöll en nú eru komnir listar yfir starfs- menn vallarins svo iitlar sen eng- ar tafir eru i hliöinu, sagöi Hauk- ur Helgason á skrifstofu BSRB í samtali við Timann. — En ef menn geta ekki gert nægjanlega grein fyrir sfnum feröum, eru þeir stöövaöir. 1 fyrradag mynduðust langar biðraðir við hlið Keflavikurflug- vallar, þar sem lögreglumenn framkvæmdu mjög nákvæma skoðun á hverjum og einum sem taldi sig eiga erindi á völlinn. Það furðulega gerðist, að Kjaradeilu- nefnd skipaði svo fyrir að lög- reglumennirnir skyldu hætta að skoða skilriki manna svo ná- kvæmlega. BSRB vildi ekki una þessum úrskurði og nú eru sem sagt komnir listar með nöfnum allra sem starfa á vellinum. Margar fyrirspurnir hafa verið gerðar til skrifstofu BSRB um hvort þetta eða hitt væri leyfilegt. Þannig fóru verkfallsverðir á skrifstofu sveitarstjórans i Mos- fellssveit en skiptar skoðanir voru um hve margir mættu vinna á skrifstofunni. Þar, eins og við- ast hvar annars staðar, varð strax samkomulag um starfs- mannafjöldann. 432 stjórnir, nefndir og ráð JH-Reykjavík— Á vegum rikisins voru 432 stjórnir, nefndir og ráð árið 1976 og áttu alls sæti i þeim 2.232 menn. Þóknun sú, sem þessir nefndarmenn fengu, nam 134,5 milljón- um króna, en annar kostnaður var 26,6 milljón- ir. Hæst var menntamálaráðu- neytiö með 124 nefndir, og hafði þeim fækkað um 26 frá fyrra ári, og I árslok voru þær komnar nið- ur i 113. Undir önnur ráöuneyti heyrðu nefndir, sem hér segir: Forsætisráðuneytið 18, utanrikis- ráðuneytið 7, landbúnaðarráðu- neytiö 25, sjávarútvegsráðuneyt- ið 17, heilbrigöis- og trygginga- málaráðuneytið 45, fjármála- ráðuneytið 29, samgöngumála- ráðuneytið 25, iðnaðarráðuneytið 56, viðskiptaráðuneytið 12. Loks var ein nefnd tilheyrandi hagstof- unni og 7 tilheyrandi fjármála- ráðuneyti og fjárlaga- og hag- sýslustofnuninni. 65 nýjar nefndir höfðu verið stofnaðar á árinu, en 98 fallið úr sögunni. Senn má búast við tíðindum af Kröflusvæðinu áþ-Reykjavik — Landiö er að risa á Kröflusvæöinu með svip- uöum hraöa og þaö hefur gert undanfariö, sagöi Axel Björns- son jaröeölisfræöingur hjá Orkustofnun I samtali við Tim- ann. — Landiö er komið núna f þá hæð sem það var i fyrir sið- asta gos, þannig að þaö mætti fara að búast viö einhverjum tiðindum. Hallabreyting landsins við stöðvarhúsið hefur ekki náð sama gildi og fyrir gos og skjálftum fækkar smámsaman. Bjarnarflagið hefur verið að hitna að undanförnu, og sagöi Axel það liklegast að hér væri um beina afleiðingu af umbrot- unum i september að ræða,og þvi er aukið gufumagn afleiöing sprungumyndunar og skemmda á borholum. — Það er ekki lik- legt að það verði frekar gos i Bjarnarflagi en annars staðar á svæðinu, sagði Axel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.