Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 16
16 mmm Fimmtudagur 13. október 1977. lesendur segja Jón Gislason: Opingátt brjóst- vitsins villist í fjallleitum Svar til Gísla bónda Högnasonar á Læk i Flóa i. 1 Timanum 24. september siðastliðinn birtist grein eftir Gisla bónda Högnason á Læk I Flóa, er nefnist: Fræðimenn gerast fjallkóngar. Grein þessi er óvenjuleg og þrungin fáfræöi og rangfærslum. Höfundur hennar virðist litt bera skilning á þau málefni, sem hann vill raeöa, þó aö þau snerti atvinnu hans og ævistarf. Þaö er illa farið, að slikt skuli henda bónda, sem hefur gert sauðfjár- búskap öðrum þræði að lifsat- vinnu sinni, og langtum fremur þar sem þessi bóndi er alinn upp svo að segja undir afrétti Flóa- manna, og hafði i æsku bein við- skipti viðþá haustog vor I fjall- ferðum. Ég held, að Gisla bónda á Læk væri það þörf lexia að lesa meira um sögu afréttanna, fjallferðanna og störf og hlut- verk f jallkóngsins I hinum löngu og heillandi fjallleitum á af- réttum Flóa- og Hreppamanna. Sögum þessa vil ég leiðrétta rökleysur hans og rangfærslur að nokkru, þó að sliku séu sett takmörk i stuttri grein. 1 upphafi greinar sinnar vikur Gisli Högnason að þvi', hve langar f jallleitir séu úr Flóa og Gnúpverjahreppi. Hann miðar lengd þeirra við það, sem er á liöandi stund, og er timasetning hans rétt með það til sjónar. En ég miðaöi timalengd við það sem lengst hefur verið, það er áður en truflanir urðu á smala- mennsku i Arnarfelli og betur verður vikið að. Eins og kunnugt er voru öll ferðalög erfiðari áður fyrr, út- búnaður allur var langtum ó- fullkomnari,en það sem munaði mestu var það að járning hesta var mun ófullkomnari og oft á tiðum litt búin til langferða. Dagleiðir urðu þvi mun skemmri en þær urðu síðar. Bezta viðmiðunin i þessu efni, er hin forna þingmannaleið, sem allir kannast viö úr sögum og raun þess hversdagslega. Þetta hafði sinar afleiðingar I fjallferðum. 2. GIsli á Læk er maöur brjóstvits- ins, svifandi á vængjum Imynd- unaraflsins, án þess aö sjá né heyra, án þess að greina veru- leikann frá þvi óraunhæfa. Hann er alinn upp i nánum tengslum við afréttinn og fjall- ferðir, verandi i nánum hrifum við tilbrigði þeirra, jafnt vor og haust. En hann virðist aldrei hafa hugsað um hina miklu sögu þeirra og afréttamála hrepp- anna milli Hvitár og Þjórsár. Hann er undarlega skáeygður i þessu sambandi. Hann virðist ekki hafa veitt þvi eftirtekt, aö byggöin i æskusveit hans náði fyrr á timum langtum lengra inn i landið, og þar af leiðandi afrétturinn lika. Hann viröist ekki vita, að i Hreppunum báð- um var mikil fjallabyggð, sem nú er fyrir löngu farin I eyöi. Hann virðist ekki heldur vita, að Hreppa- og Flóamenn smöluöu allt til fjórðungsmarka i margar aldir. Hann virðist ekki heldur skilja né skynja, að landið innaf hinni fornu byggð I Hreppunum var frjósamt og grösugt land, gróöurland, þar sem voru betri sauðhagaren viðast hvar i land- inu. Brekkurnar fögru, grösugar og angandi af gróöri á siðsumri undir hliðum Arnarfells hins mikla, er Páll A. Pálsson lýsir svo skáldlega og fagurlega i sönnum og fögrum eftirmælum eftir vin minn, Sigurgeir I Skáldabúðum, eru aðeins sýnis- horn af þeim landgæðum, er I öndverðu voru til staðar á stdr- um svæðum á afrétti Gnúpverja ogFlóamanna fyrir innan Dals- á. Þeir nytjuðu þessi lönd i margar aldir, áður en veður- farsbreytingin mikla, eldgos og sauökindin, eyddu þessum lönd- um að gróðri. Um leið og landiö eyddist, huldist hjarni og snæ, sandi, vikriog ösku, týndust hin fornu örnefni. Og fleira bar til sögu. Upp úr 1760 herjaði illur vá- gestur sveitirnar I Arnessýslu, en það var fjárkláðinn fyrri. Hannolli afarmiklu tjóni.og var nær þvi sauðlaust um nokkur ár. Það leiddi af sjálfu sér, aö fjall- ferðir lögðust niður á þessum árum, og uröu ekki teknar upp aftur á innhluta afréttarins fyrr en löngu seinna, og varð þar fleira til örlaga. A sama tug 18. aldarinnar og fjárkláðinn herjaði, fór annar vágestur sigðum eyðingarinnar um afréttinn. En það var sand- ur, eimyrja, vikur og aska úr Heklugosinu mikla. Það hafði einnig sináhrif til þess, að fjall- ferðir hófust ekki á ný innyfir Dalsá, eftir að fé varö á ný i árneskum sveitum. 1 byrjun 19. aldar hófu fram- sýnir og dugmiklir bændur I Flóa og Hreppum að vekja at- hygli á þvi, að taka ætti upp aftur fjallferöir inn 1 Arnarfell. Þórður Sveinbjörnsson sýslu- maöur Arnesinga var mikill áhugamaöur um framfarir I landbúnaði. Hann reyndi aö koma á betri skipun á fjallferöir og fjallleitir á Flóa og Hreppa- mannaafréttum, en hann átti viö ramman reip að draga.Um í 1845 hófu Gnúpverjar á ný að smala fyrir innan Dalsá, en fremur var það með eftirtölum. Eftir 1856 lögðust þessar fjall- ferðir enn um sinn niöur vegna fjárkláðans siðari, og voru ekki teknar upp aftur fyrr en um 1870. Aáratugnum millil880og 1890 var undirbúin ný fjallskila- reglugerð fyrir allt Amesþing, og sérstök fyrir umrædda af- rétti. Þá var aðalforsvarsmaður Gnúpverja norðlenzkur maður, Asmundur Benediktsson bóndi I Hagá I Þjórsárdál. Ég tel hik- laust, aö sum þau örnefni, er mér og fleirum finnast stinga 1 stúf við það sem áður var, séu komin frá honum, og eru þau norðlenzk, eins og ég vék að I grein minni 1 Heimilistimanum. Þess skal getið, að sama sagan átti sér staö i Kerlingar- fjöllum, sem eru I afrétti Hrunamanna. Helgi bóndi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum hefur mótmælt mörgum nýjum örnefnum á þessum slóðum I góðum og snjöllum blaðagrein- um á undanförnum árum, og sé honum þökk fyrir þaö. 3. Gisla bónda á Læk er mjög villugjarnt i afrétti æskusveitar sinnar. Hann ruglar þar gjarn- an saman örnefnum ferða- manna og fjallmanna. Þar er gleggst dæmið um Norðlinga- öldu. Hann vill bera fyrir speki sinni fræga fjallkónga, ólaf Bergsson bónda á Skriöufelli og Sigurgeir Runólfsson I Skálda- búðum. En ég er viss um, að þeir myndu ekki þakka honum fyrir slikt, væru þeir ofar moldu. Þeir voru báðir miklir ferða- og fjallmenn, og kunnu góð skil á mun fjallferöa og al- mennra ferðalaga. Þeir voru báðir leiðsögumenn ferða- manna um afrétti og öræfi. Sigurgeir Runólfsson i Skálda- búðum annaðist um mörg ár jöklamælirgar.bæöi sem fjall- maður og fjallkóngur. Hann var sá hamingjumaður, að sjá landið koma undan jöklinum, líta það fyrstur byggðamanna, jiað land, sem forfeður hans og okkar smöluðu fyrir öldum. Starfhans á fjöllum hausthvert var visindastarf, unnið af trú- mennsku og sönnum áhuga. Hann féll I faðmi fjallanna i starfi fjallkóngsins og vísinda- mannsins. Hans verður alltaf minnzt sem eins bezta sonar Gnúpver jahrepps. 1 bókinni Göngur og réttir greinir Jóhann fjallkóngur Kol- beinsson á Hamarsheiði svo frá fornum minjum um smala- mennsku undir Arnarfelli hinu mikla: „Ævafornir götutroðn- ingar e.t.v. úr grárri fomeskju (hjá Arnarfellsöldu) sýna, að löngu horfnar kynslóðir hafa lagt þarna leiðir sinar. Þarna hafa forfeður okkar og feður lifað glaða daga i f járleitum i blíðviðri á haustin, og einnig háð harða baráttu við óbliða riátt- úruna, illviöri og vatnavexti, og þarna hefir grasafólkiö og skemmtiferðafólkið notið vor- dýrðarinnar. Jafnvel útilegu- menn hafa átt þarna griöastaö um stundarsakir. Og enn i dag seiða óbyggöirnar til sin aldna og unga, og þeir telja sig lán- sama sem fá að dvelja fáeina daga á haustin i faðmi fjallanna i öræfakyrrðinni fjarri öllum skarkala og flughraða véla- menningarinnar”. Jóhann á Hamarsheiði var mikill og virtur fjallkóngur. Afi hans var einnig fjallkóngur, Eirikur Kolbeinsson bóndi á Hömrum. Hann var fjallkóngur Gnúpverja, þegar þeir hófu á ný að smala afréttinn fyrir innan Dalsá. Hann fór margar ferðir frægarinni Arnarfell og eru um þær sumar öruggar heimildir. flokksstarfið Ráðstefna um málefni sveitarfélaga á vegum Framsóknarflokksins Dagana 11. og 12. nóvember n.k. mun Framsóknarflokkurinn efna til ráðstefnu um sveitarstjórnarmálefni. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Esju i Reykjavik og verður opin öllum sveitar- stjórnarmönnum og öðrum þeim, sem áhuga kunna að hafa á þeim málum, sem um verður fjallað. Tekið verða til meðferðar þrjú tiltekin mál. I. Atvinnumál. Um þau mun hafa framsögu Eggert Jóhannesson, hrepps- nefndarmaður, Selfossi, Magnús Bjarnfreðsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi og Sigurðuróli Brynjólfsson bæjarfulltrúi, Akureyri. II. Aldraðir og öryrkjar. Þar munu flytja framsögu: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði, séra Ingimar Ingimarsson, oddviti, Vik og Gylfi Guðjónsson, arkitekt, Reykjavik. III. íbúðabyggingar og unga fólkið. Framsögu um þau mál munu hafa Jóhann H. Jónsson, bæjar- fulltrúi, Kópavogi og Guðmundur Gunnarsson, verkfr., Reykja- vik. Johann Guðmundur Siðar mun verða birt I Timanum nákvæm dagskrá ráðstefn- unnar. Gert er ráð fyrir að þrir umræðuhópar starfi og fjalli hver um eitt framantaldra dagskrármála. Þátttöku i ráðstefnunni ber að tilkynna til aðalskrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18, Reykjavik. Simi 2 44 80. 4. Gisli bóndi á Læk vill ata vin minn, Sigurgeirf Skáldabúðum, einkennilegum sora. Hann vill afvega færa, hvernig hann lét lifið við skyldustörf undir Amarfelli, störf fjallkóngsings og jöklamælingamannsins. Svona skýrirTiminn frá slysinu 11. september f fyrra: „Rúm- lega sjötugur maður, Sigurgeir Runólfsson i Skáldabúðum I Gnúpverjahreppi drukknaði 1 gær 1 jökullóni sunnan undir Arnarfelli við Hofsjökul. Drukknun Sigurgeirs bar svo að höndum, að hann, ásamt öörum gangnamanni, var á ferð fót- gangandi við rætur Hofsjökuls. Gekk hann þar á þunnum is, en mun hafa talið að sandur væri undir....” Morgunblaðið segir frá sama atburði 11. september: ,,Það sviplega slys varð um hádegis- bilið I gær, að Sigurgeir Runólfsson bóndi f Skáldabúð- um f Gnúpverjahreppi drukkn- aöi í jökullóni við Arnarfell suð- austan i Hofsjökli. Mun Sigur- geir hafa lent á glerhálum Is i jaðri jökulsins, þar sem hann var á eftir kindum, og runnið út I lónið”. Svo má hver trúa frá- sögn minni eða Gisla. En hitt skal ég viðurkenna, að það er missögn, að Sigurgeir heföi drukknað fyrir nokkrum árum, það varifyrra i september, sem slysið varð. En eitt atriði vil ég enn ræða við Gisla á Læk, en það er mis- skilningur hans um Sóleyjar- höfða. Hann notar þar prent- villu til að afbaka mál mitt. En hann virðist ekki vita né kunna talsháttinn aðfara yfirÞjórsá á Sóleyjarhöfða, en það var alltaf notað um leiðina um vaðið við höfðann, og veit ég að eldri menn kannast við það enn f dag, samanber sams konar talshátt, að fara yfir á Haldi, en það er á leiðinni inn á Holtamannaafrétt um ferjustaðinn á Tungná. Að lokum vil ég taka það fram, svo að það valdi ekki neinum misskilningi, að það lætur mjög illa i eyrum minum þegar alþýðumenn tala um at- vinnuveg sinn af jafnmikilli vankunnáttu og Lækjarbóndinn gerði iumræddri grein. Ég held, að sveitungar Gisla á Læk og sýslungar ættu að hanna fyrir hann greinarnar, sem hann er að senda frá sér á stundum i blöð. Að visu vil ég látaáriægju mina i ljós yfir þvi, að þessar greinar hans eiga vel heima I heimilisblaði Ingólfs á Hellu. Þar hitt a þær fyrir frænkur sin- ar og systur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.