Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 13. október 1977. Höfum til sölu: Tegund: Scout Traveller diesel Mercury Comet Ford Maverik VW 1303 Hornet 2ja dyra Hanomag Henchel sendif. 3,3t Bronco V -8 sjálfskiptur Opel Manta SR 1900 Chevrolet Nova Concours Opel Rekord Saab 99 Saab99L 4dyra Vauxhall Viva Willys jeppi m/blæju Chevrolet Nova (sjálfsk) Scoutll Rússajeppidisel Vauxhall Chevette Chevrolet Nova Toyota Corona M II Chevrolet Vega station Dodge Dart Swinger Chevrolet Nova Concours Ch. Blazer Cheyenne Scoutll V-8 sjálfsk. Scout800 Mercedes Benz 250 sjálfsk. Mercury Cugar XR7 Arg. Verðlþús. ’76 5.500 ’71 1.100 ’71 1.100 ’73 980 ’73 1.300 ’74 3.500 ’74 2.400 ’77 2.900 ’77 3.350 ’70 725 ’72 1.450 ’73 1.700 ’75 1.050 ’74 1.750 ’74 1.800 ’72 1.800 ’67 980 ’77 1.850 ’71 1.320 ’73 1.450 ’74 1.450 ’75 2.200 ’76 2.800 ’74 2.800 ’74 2.600 69 750 ’71 2.400 ’74 2.700 Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900 Lífeyrissjóður byggingamanna Lánsumsóknir þurfa að hafa borist skrif- stofu sjóðsins fyrir 18. október n.k. Stjórn lifeyrissjóðs byggingamanna. Tökum að okkur múr- og sprunguviðgerð- arþjónustu, einnig málningarvinnu innan húss, glerisetningu o.fl. Upplýsingar i sima 5-17-15 Verzlunin Hof Norskir og danskir kollstólar sexstrendir. Hengi fyrir puntuhandklæði. Ótrúlega fjölbreytt úrval gjafavöru. Verzlunin Hof Ingólfsstræti 1, á móti Gamla biói. Frá byggingahappdrætti Náttúrulækningafélags íslands Dregið var 7. október 1977. Þessi númer hlutu vinning: 1. Bifreið, nr. 35664. 2. Litsjónvarp, nr. 33301 3. Mokkakápa, nr. 28048 4. Dvöl fyrir tvo á heilsuhæli N.L.F.í. nr. 15126. 5. Dvöl fyrir einn á heilsuhæli N.L.F.l. nr. 13519. Beethoven- tónleikar Sinfónluhljónsveit Islands hélt fyrstu reglulegu hljómleika vetrarins í Háskólabiói fimmtu- daginn 6. október, undir stjórn Páls P. Pálssonar, en hann hef- ur nú verið ráðinn aðalhljóm- sveitarstjóri hennar. Efnisskrá- in var helguð Ludwig van Beet- hoven, sem ennþá á dánar- afmæli: hann dó fyrir 150 árum, 26. marz 1827. Þá urðu veður- fræðileg stórmerki eins og stundum endranær þegar höföingjar deyja, eins og tónskáldið Ferdinand Hiller hefur lýst. Hann haföi séö Beet- hoven i siðasta sinn 23. marz, þarsemhann lá deyjandi irúmi sinu. En „26. marz eyddi ég i glöðum félagsskap heima hjá listvininum von Liebenberg. Okkur kom mjög á óvart skyndilegt þrumuveður milli kl. 5 og 6, með mikilli snjó- komu, þrumum og eldingum. Fáeinum stundum slðar fluttu gestir þau tiðindi að Ludwig van Beethoven væri allur — hann hafði dáið stundarfjórðungi fyrir fimm”. Þessi 150. ártið Beethovens hefur verið tekin föstum tökum vlða um lönd. Og hér á landi hafa einnig verið symfón sungin og gigjur knúðar hinum mikla jöfri til heiðurs. 1 fyrra flutti Sinfónluhljómsveitin 2. og 8. sinfóniuna, og 3. planókonsert- inn, Árni Kristjánsson og Pina Carmirelli léku Kreuzersónöt- una hjá Tónlistarfélaginu, og Márkl-kvartettinn flutti strengjakvartett óp. 135 fyrir Kammermúsikklúbbinn hinn 26. marz. Og nú hóf Sinfóniuhljóm- sveitin vetrarstarfið með þess- um Beethoven-tónleikum, sem raunar voru 19. tónleikar henn- ar I haust — hún hélt 13 á hring- ferð sinni um landið, og 6 i Færeyjum. Um verkefnaval Við höfum vonazt til þess og raunar stungið upp á þvi á prenti að Sinfóniuhljómsveitin og söngsveitin Filharmónla klykktu út þessu Beethovenári með þvl að flytja 9. sinfóniuna núíhaust.enaf þvl verðurekki. Enda hefur það aldrei verið vandi skapandi listamanna að taka mark á gagnrýnendum. Hins vegar er þeim jafnan nokkur vandi á höndum, sem semja hljómleikaskrá vetrarins hvaða stefnu skuli taka, og hingað til hefur „potpourri- stefnan” eða „eitthvað fyrir alla” veriö alls ráðandi. Og þaö er vitanlega góðra gjalda vert að hafa eitthvað fyrir alla, þótt hinu sé ekki að neita, að „allir” sækja ekki þessa hljómleika — það eru einmitt þeir, sem kvarta undan „slfelldu sinfónfu- gauli I útvarpinu”, og vilja endurbæta dagskrána með meiri léttri músík og harmoniku. Eina stefnu hefur verkefnavalsnefnd þó, sem sjálfsögð mun þykja, að flytja jafnan slæðing af tónverlöim islenzkra skálda. — I vetur sýnast mér vera 7 slik verk á skránni. En þar fyrir utan vil ég benda á tvennt. Nlundu sinfónfu Beethovens, og fáein önnur stórvirki mannsandans, á að flytja reglulega á fárra ára fresti. Það er haft eftir Churchill, að til þess að hafa vald á ensku þurfi maður aö þekkja Shakespeare og bibll- una. Svipaö mætti segja um islenzkuna, — þeir,sem bezt eru ritfærir hafa bibliuna og tslend- ingasögurnar á valdi slnu. Á sama hátt eru stórvirki I tónlist sameiginlegur menningararfur mannanna, og þau ber að flytja reglulega, til að kynna þau æsk- unni og endurbæta þá sem eldri eru. t öðru lagi ætti aö taka eitt- hvert tónskáld eða stefnu sér- staklega fyrir á hverjum vetri, og gera rækileg skil, og helzt að fá góða menn til að skrifa lærð- ar greinar um efnið í hljóm- leikaskrána. Þvi það er alvöru- mál að sækja tónleika að stað- aldri, og meira en svo, að hægt sé að lita á þaö sem afþreyingu eina. t upphafi minntist fram- kvæmdastjóri hljómsveitar- innar, Sigurður Björnsson söngvari, tveggja hljómsveitar- manna, sem létust á árinu Gunnars Vagnssonar fram- kvæmdastjóra hennar og Vil- hjálms Guðjónssonar klarinettuleikara, sem var til moldar borinn þennan dag. Hljómsveitin lék Rondino eftir Beethoven en áheyrendur risu úr sætum. Á efnisskránni voru þrjú verk eftir Beethoven: Coriolan for- leikurinn, Þrikonsertinn, fyrir fiðlu, knéfiðlu og slaghörpu, og 4. sinfónian. Tónleikaskráin segir að Wagner hafi fyrst- ur manna bent á (andleg) tengsl forleiksins við leik- rit Shakespeares um Cori- olanus (1608), hina fornu róm- versku þjóðsagnahetju, þótt hann hafi verið saminn við sam- nefnt 'eikrit eftir austurriskan embættismann. En hvað með andleg tengsl forleiksins við Cor'i olis-kraftinn, sem öllu snýr i heimi hér? Enda segir skráin, að hvað sem öllum kenningum liði, séu allir sammála um að forleikurinn sé eitt dramatísk- asta verk höfundarins. En það var einmitt það sem mér fannst helzt vanta I flutninginn, bæði á forleiknum og sinfónlunni, hinn furtwángleriska þunga sem ekki má vanta I Beethoven. Trló Guðnýjar Guðmunds- dóttur — hún sjálf, Hafliði Hall- grlmsson og Philip Jenkins- lék einleik I þrikonsertnum. Það er sjaldgæft að heyra Islenzka menn leika svona, enda er það hvort tveggja, að þau eru hinir ágætustu hljómlistarmenn, og hafa auk þess leikið talsvert mikið saman, þóttdreifð séu um yfirborð jarðar að öllum jafn- aði: Guðný I Reykjavik, Hafliði i Edinborg en Jenkins I London. tónlist Mannaskipti 1 vor lét Karsten Andersen af störfum sem aðalhljómsveitar- stjóri, og Páll P. Pálsson hefur nú tekið við þeim starfa. Hann hefur verið „fastur stjórn- andi” hljómsveitarinnar um árabil, og stýrt allmörgum hljómleikum við sivaxandi orðstir. A þessu starfsári mun hann stjórna . þrennum af 16 föstum tónleikum, auk þess sem hann stjórnar vafalaust við ým- is önnur tækifæri. En það er viturlegt að dreifa þeim þunga á fleiri herðar, þvi hljómsveitar- menn vorir hafa löngum reynzt þollitlir við stjórnendur slna eftir að nýjabrumið var af þeim farið. Þá eru aftur komnir til starfa með hlómsveitinni þeir Pétur Þorvaldsson knéfiðlari og Jón H. Sigurbjörnsson flautisti, eftir ársfrl, — það er ævinlega gleði- efni þegar tslendingum f jölgar I Sinfóníuhljómsveitinni. A þessu ári er um fjórðungur félaga hennar útlendingar, 15 af 58. Skarð fyrir skildi Mörgum þótti skarð fyrir skildi I hléinu, þvi nú er Þor- steinn Valdimarsson skáld ekki lengur meðal vor. Hann veiktist Ifyrrahaust og kom ekki á tón- leika fyrr en eftir jól. Þá var hann hættur að taka i nefið, en farinn að tyggja einhverja rót, og við vissum að sjúk- dómurinn væri alvarlegur. Þor- steinn var ljúfur hámenningar- maður og mannbætir hverjum þeim sem honum kynntist. Hann var bæði heimsborgari og sveitamaður I hjarta sinu, eins og Andrew Lang, eins og Kristján Karlsson hefur sagt I ljóði: Allt gengur sinn gang, jafnt um heiðar og sali. Taktu Andrew Lang, hann var skáld en fyrst smali. Tónleikar verða ekki samir um hríð án þessa ágæta öðlings og fagurkera. 9.10.Sigurður Steinþórsson Stofnaö tófuvinafélag Blaðinu hefur borizt fréttatil- kynning frá hinu islenzka tófu- vinafélagi, þar sem tilkynnt er um stofnun þess, markmiði og áætluðu starfi næstu ára. Félag- ið var stofnað 1. október siðast- liðinn og hefur heimili og varn- arþing félagsins aðsetur á Akranesi. Þeir sem áhuga hafa á inngöngu eiga að senda um- sóknir I pósthólf félagsins nr. 81 á Akranesi. Markmið félagsins er um m.a. að vinna markvisst að út- breiðslu tófunnar um land allt, að sporna gegn miskunnarlaus- um ofsóknum á hendur tófu- stofninum Islenzka og að beita sér fyrir, að Alþingi tslendinga setji lög um friðun tófunnar, að húnfái sinn sess I náttúruvernd- arlögum, að innflutningur á er- lendum tófum verði bannaður og að embætti veiðistjóra verði lagt niður. Lögin, sem að tófu- vinafélagið beitir sér fyrir að Alþingi setji, eru fleiri og lýkur upptalningu á þessum kröfum i tilkynningu frá félaginu á þvl, að bannað verði að llfláta tófu með tveimur undantekningum: að tófa sé sannarlega staðin að þvl að hafa drepið meira en nemi vikuforða og að um sann- arlega sjálfsvörn gegn árás tófu sé að ræða. Starf tófuvinafélagsins á næstu árum er mjög víðfeðmti og verður drepið hér á helztu atriði stefnuskrár félagsins næstu ár: Að viðurkenndir verði tófudagar frá 6. júni til 12. júli, eða til hundadaga ár hvert. Að saga tófunnar í landinu verði skráð hið fyrsta, að gerð verði heimildarkvikmynd um ís- lenzka tófustofninn og að stofn- að verði tófuminjasafn. Auk þessa ætlar tófuvinafélagið að beita sér fyrir margvíslegum rannsóknum á Islenzka tófu- stofninum Félagið hyggst gefa út félagsrit, minnispeninga, veggspjöld, hljómplötur og tón- bönd til stuðnings sinum mál- stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.