Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. október 1977. 13 Afsalsbréf innfærö 19/9 - 23/9 - 1977: Gunnar Jónsson selur Olgeiri Sigurvinss. hl. i Gautlandi 15\ Þórey Brynjólfsd. selur Margréti Gisladóttur hl. i Hátúni 4. Margrét Guömundsd. selur Þórólfi Árnasyni hl. i Eskihliö 18. Hrafnhildur Haraldsd. Briem selur Helga Skúlasyni hl. i Ægis- siöu 60. Jóhann Fr. Hannesson selur Daniel Halldórss. hl. i Sólheimum 24. Jóhannes Guðmundss. selur Svövu Halldórsd. hl. i Háaleitis- braut 46. Haukur S. Jósefsson selur Rún- ari Jónssyni hl. i Barmahliö 34. Haraldur Sigurðsson selur Rafni Sverrissyni hl. i Vestur- bergi 95. Jón Atli Játvarösson selur Kristbirni Jónssyni hl. í Aöalbóli v/Þormóðsstaðaveg. Siguröur Haröarson selur Þór- unni öddu Eggertsd. hl. i Blöndu- bakka 3. Bjarni Karlsson selur Siguröi Harðarsyni fasteignina Vikur- bakka 16. Breiöholt h.f. selur Auöunni Eirikssyni hl. i Krummahólum 8. Auöunn Kjartansson selur Jens Jónssyni hl. i Dvergabakka 34. Mjólkursamsalan i Rvik selur Einari Gunnari Asgeirss. hl. i Grensásvegi 22. Pétur Ágústsson selur Marin Pétursd. fasteignina Kapla- skjólsveg 50 (Litla land). Guörún Þórhallsd. selur Knatt- spyrnudeild Vals. hl. i Háaleitis- braut 30. Kristin Valdimarsd. selur Kaup- félagi Hafnfirðinga hl. I Ljós- heimum 8A. Ólafur Haukur Simonarson selur Jóni Katarinuss. og Karólinu Sigurbergsd. hl. i Urðarst. Walter Hjartarson selur Jóni Finnbogasyni hl. i Hraunbæ 20. Sigurður Guömundsson selur Kristni Guöjónss. hl. i Flúðaseli 65. Sveinn Þorsteinss. selur Grimi h.f. steinhús að Ránargötu 12. Kristján Svansson selur Hilmari Þór Björnssyni hl. i Silfurteig 4. Breiðholt h.f. selur Þorvaldi R. Valss. hl. i Kriuhólum 2. Al/ar konur ^ fylgjast með\ SÚSANNA LENOX að því, að slóðinn var algróinn grasi. Eftir því sem hún gat komizt næst, var klukkan um fimm. Það var þá liklega verið að elda morgunmatinn. Hún horfði gráðugum augum á mjóan, bláan reykjarlop- ann, sem liðaðist upp í lognværan geiminn. Allt í einu mundi hún, að það var öruggt merki þess, að veður yrði gott næstu daga, þegar reykurinn liðaðist svona upp í loftið. Og þá datt henni annað í hug: Ef nú hefði verið rigning! Þá hefði henni ekki orðið undankomu auðið. Meðan hún lá þarna og virti bæinn og umhverfi hans fyrir sér, beindist athygli hennar að lítilli, einbeittlegri hænu, sem smaug gegnum hávaxið grasið og stefndi upp að brekkunni. Súsanna brosti með sjálfri sér, því að þessi hæna átti auðsjáanlega brýnt erindi, sem henni var launung á. En rétt í þessu varð einnig annað til þess að vekja athygli hennar: Innan við glugga, sem var beint niður undan strompinum, sá hún óglöggt mannveru hreyfa sig. Hún komst brátt að raun um, að þetta var kona að taka til í eldhúsinu eftir morgunverðinn — árbít sveitafólksins. Hvaðskyldi fólkið hafa fengið að borða? Hún hnusaði út í loftið.,, Ég held, að ég f inni lykt af bjúgum og maís- brauði", sagði hún upphátt og hló, bæði að þessari ímyndun sinni og þó enn fremur við tilhugsunina um góðan mat. Hún æsti upp sultinn með því að hugsa um slíkt lostæti. Létt skrjáf beindi athygli hennar að brekk- unni, þar sem hænan hafði horf ið. Hún var aftur komin á kreik og hraðaði sér nú niður eftir, smaug lipurlega gegnum grasið og laumaðist inn í hænsnahópinn, sem var í hlaðvarpanum, og spígsporaði þar um með merkis- svip, eins og hún vildi segja: „Ég? Ég hef verið hérna á hlaðinu allan tímann". „Hvað skyldi hún hafa verið að erinda?" hugsaði Su- sanna, og hún hitti á rétta svarið. Egg! Hreiður hérna niðri í brekkunni! Skyldi hún geta f undið það, án þess að hennar yrði vart heima á bænum? Hún þokaði sér frá brúninni og skreið gegnum grasið þangað sem geirinn virtist ná alveg upp á gnipuna. Hún varð meira en lítið glöð, er hún sá, hvar i klettinn var breiður skorningur, sem vissi að nokkru út að dalnum og hægt var að komast niður, án þess að það sæist frá bænum. Hún lagði strax af stað og fór mjög gætilega. Þegar hún var komin neðst í skorninginn, svipaðist hún um. Það var engin hætta á, að hún sæist neðan úr dalverpinu, þvi að þarna uxu tré og runnar, sem veittu henni gott skjól, og hún var einnig í hvarfi frá bænum. Hún leitaði þarna f ram og aftur langa hríð, áður en athygli hennar, sem hungrið hafði skerpt til muna, beindist að einhverju hvítu, er skein í milli burknanna, sem uxu i stórum skúf um á hinum röku, mosavöxnu tóm, er huldu hverja snös og sillu. Hún greiddi sundur burkna- stóðið. Þarna var hreiðrið inni í svörtum skúta. Hún seildist inn í hann og fann fyrir sér volgt egg. Hún hló lágt um leið og hún tók það og mælti hálf hátt: „Morgun- maturinn er tilbúinn." Nei, ekki alveg tilbúinn. Hún vafði öðrum handleggn- um utan um grein trés, sem óx niðri i brekkunni og teygði lim sitt upp að klettinum, og spyrnti öðrum fætinum í rót gamallareitraðrarbergf léttu. Þannig gat hún haft báðar hendur lausar. Hún plokkaði síðan skurninn utan af egg- inu. Hún átti bágst með að halda sér í skef jum, unz því verki var lokið. Loks stakk hún egginu upp í sig i heilu lagi. Og aldrei á ævi sinni hafði hún bragðað neitt, sem var eins Ijúffengt. Hún gekk, hún hljóp, hún hvíldi sig. Hún gekk, hún hljóp, hún hvíldi sig aftur. Tunglið komst upp á háhimin, þokaðist yfir efsta hvelið og seig til vesturs. Lágur skýjabakkinn úti við sjónarhringinn í norðaustri var eins og langur, dökkgrár veggur. Hún var að því komin að gefast upp. Hún varð að ganga fót f yrir fót, ef hún vildi ekki fá slíkan hjartslátt, að engu var líkara en hjartað væri að springa. Hún fann til hræðilegs verkjar undir siðubarðinu — hann kom og rénaði, kom aftur og hélzt við. Hún hafði farið framhjá hverjum vegamótunum af öðrum — vegum, sem lágu bæði til hægri og vinstri og i allar áttir. Hún hafði samt haldið áfram aðalveginn til þess að forðast að villast í myrkrinu og lenda kannski aftur á sama veginum. Hún fór nú að svipast um. Hér voru hæðadrög, svipað og kringum bæ Zekes Warhams — hæðirnar í suðausturhluta Indíanaríkis. En þessar hæðir urðu æ brattari og hærri, því að hún stefndi í áttina að fljótinu. Það var lítið um berangra, en þeim mun víð- áttumeiri og þéttari kjörr og skógar. Henni fannst hún vera komin í óbyggðir, vera óhult. Enn var of dimmt til þess, að hún gæti séð annað en fyrirmörk landslagsins. Hún settist við gamla og hrörnandi stauragirðingu, sem lá í krákustígum, og hugðist bíða þar dagsbirtunnar. Hún hlustaði. Dauðakyrrð rikti. Hún var ein, alein. Hve langt var hún komin? Hún gat ekki gert sér grein fyrir því, en hún vissi samt, að hún hafði farið langa leið. En hún hefði orðið undrandi, ef hana hefði rennt grun í, hve hún var í rauninni búin að fara óralangt. Fram á þennan dag hafði hún verið að auka og efla þann lífsþrótt, sem hún hafði þegið í arf, og það var ekki sízt að þakka glöggum skilningi Fanneyjar Warhams á gildi heilbrigði og lík- amshreysti. Það hafði komið henni að góðu haldi í þetta skipti. Hún studdi olnbogunum á hné sér og lét höfuðið hvíla í höndunum. Augun lokuðust, höfuðið seig niður. Hún reyndi að halda þvi uppi, en sof naði samt. Það var orðið albjart, er hún hrökk upp. Fuglarnir hlutu að vera búnir að syngja morgunóð sinn, því að úr skógarliminu uppi yfir henni heyrðist aðeins hóglátt, þægilegt kvak. Hún staulaðist á fætur. Hana verkjaði í fótleggina og allan kroppinn. Á fótum hennar voru f leið- ur og hrumlur. En samt gekk hún hratt, er hún lagði af stað. Leiðin lá niður bratta brekku, og þegar hún var komin miðja vega, tók hún eftir því, að hún hafði gleymt dóti sínu. Hún varð að snúa aftur. Það var þreytandi að baksa upp brekkuna, og hún titraði af kvíða. En hún varð ekki vör neinna mannaferða, og loks var hún komin alla leið að girðingarrústunum. Þar lá sjóliðahúfan hennar, vasaklútarnir, vafnir utan um tannburstann, flibbinn — og tveir sokkar, annar svartur, en hinn brúnn. En hvar var buddan hennar? Að minnsta kosti ekki þarna. Hún leit i kringum sig. Hún var ekki sjáanleg. Samt þóttist hún muna það greinilega, að hún hefði tekið budduna af borðinu í stofunni, því að þar hafði hún fálmað í hana. En þegar allt kom til alls, hafði hún gleymt henni. Hún hafði ekki einn eyri á sér. En hún mátti ekki eyða tímanum i víl og vol. Hún hrað- aði sér niður brekkuna. Niðri í lægðinni var djúpur lækur — óbrúaður. Vegurinn var ekki orðinn annað en nauta- gata, sem hefði verið ófær, nema ríðandi eða þá á mjög traustum vagni. Til vinstri handar lá annar enn ógreiðfærari slóði niður með læknum. Hún afréð að halda þá leiðina. Innan skamms bar hana að stað, þar sem margir stórir steinar höfðu hlaðizt þvert i lækinn og myndað stiklur. Þar fór hún yfir lækinn og rölti síðan niður með honum hinum megin. Hún sá ekki nein merki mannaferða. Til beggja hliða voru brattar brekkur með stórgrýtisurðum. Sum björgin voru á stærð við hús. Sólargeislarnir sytruðu gegnum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.