Tíminn - 13.10.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. október 1977.
9
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulitrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasöiu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Hækkun framlagsins
til vegamála
í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1978, sem var
lagt fram á Alþingi i fyrradag, er gert ráð fyrir að
hækka svokölluð framkvæmdaframlög til jafnaðar
um34.5%, eða sem svarar rúmlega meðaltalshækk-
un byggingarkostnaðar frá siðustu fjárlagagerð,
sem telst um 33%. Framlög til verklegra fram-
kvæmda i vegamálum hækka hins vegar um 56.7 %
önnur framkvæmdaframlög hækka ekki nema um
27.4%. Þannig er greinilega mörkuð sú stefna, að
framlög til vegamála skuli hafa forgangsrétt á
komandi ári. Vegagerðin verður með hæsta fjár-
veitingu allra framkvæmdaflokka og fer upp fyrir
raforkuframkvæmdir, sem hafa haft hæstu fjár-
veitingu á undanförnum árum. Til þess að tryggja
þannig stóraukið framlag til vegaframkvæmda er
lagt til að bensinlitrinn hækki um 15 krónur og
þungaskatturinn tilsvarandi.
Siðustu ár hefur nokkuð dregið úr vegafram-
kvæmdum, en þá er miðað við framkvæmdir i tið
vinstri stjórnarinnar, en þær voru miklu meiri en i
tið viðreisnarstjórnarinnar. Ástæðan til sam-
dráttarins siðustu árin var fyrst og fremst sú, að
megináherzla var lögð á framkvæmdir i raforku-
málum eftir að oliuverðhækkunin kom til sögunnar.
Nú hefur vissu marki verið náð i þeim efnum og þvi
eðlilegt, að vegagerðin fái það bætt, að heldur hefur
dregið úr framkvæmdum hennar undanfarin ár.
Hér er þvi ekki um það að ræða, að hækkun fram-
laga til vegaframkvæmda stafi af þvi, að kosningar
fari i hönd, heldur er verið að bæta samdrátt, sem
stafaði af sérstökum ástæðum. Jafnframt er verið
að árétta þá stefnu, að vegamálin eru svo mikilvæg,
að þeim ber að skipa i fremstu röð meðal fram-
kvæmda rikisins undir venjulegum kringumstæð-
um. Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráðherra
hefur beitt sér fyrir þvi, að vegamálin skipuðu
þannig forgangssess við fjárlagagerðina og hefur
fjármálaráðherra fallizt á sjónarmið hans.
Ýmsum kann aö vaxa i augum sú hækkun bensin-
skattsins, sem er ráðgerð i þessu sambandi. Vissu-
lega er hún allmikil. 1 staðinn kemur hins vegar
bætt þjónusta við vegfarendur. Þannig fá menn
þetta fé aftur. Menn geta ekki krafizt bættrar þjón-
ustu, nema að greiða eitthvað fyrir hana.
Á undanförnum þingum hafa komið fram nokkuð
mismunandi tillögur um forgangsframkvæmdir i
vegamálum. 1 sumum hefur verið lögð áherzla á að
koma vegum upp úr snjónum, eins og það er kallað,
og treysta þannig samgöngur að vetrarlagi. í öðr-
um hefur verið lögð áherzla á að leggja vegi með
góðu slitlagi. Hvort tveggja hefur mikið til sins
máls. Við gerð vegaáætlunarinnar þarf að taka tillit
til beggja þessara sjónarmiða.
Sérkröfurnar
Þegar slitnaði upp úr samningaviðræðunum milli
fulltrúa rikisvaldsins og rikisstarfsmanna siðastl.
mánudag, virðist ekki hafa borið mikið á milli varð-
andi þær þrjár aðalkröfur BSRB, að lægstu launin
væru hækkuð, miðju launin væru lagfærð og endur-
skoðunarréttur tryggður. Hins vegar virðist hafa
verið að mestu eða öllu órætt um svonefndar sér-
kröfur einstakra félaga,sem ekki hefur verið upplýst
um hverjar eru eða hversu umfangsmiklar. Góðar
horfur ættu þvi að geta verið á samkomulagi, án
langs verkfalls, ef sérkröfurnar þvælast ekki fyrir.
Eðlilegt virðist,- að þeim verði sem mest vikið til
hliðar, en aðaláherzla lögð á aðalkröfurnar þrjár.
ERLENT YFIRLIT
Reynt að komast hjá
deilum í Belgrad
Hvarfið á konu Títós vekur athygli
Goldberg og Vorontsov
ÞAÐ verður ekki sagt um
öryggismálaráðstefnuna I
Belgrad, sem hófst 3. þ.m., að
hún hafi verið tiðindamikil til
þessa. Hinar hörðu deilur,
sem ýmsir áttu von á, hafa
enn ekki komið til sögu. Tónn-
inn í ræðum flestra fulltrú-
anna hefur bent til þess, að
þeir vilji komast hjá miklum
deilum. Af þvi má ráða, að sá
skilningur sé rikjandi, að
slökunarstefnan og mann-
réttindastefnan eigi að þvi
leyti samleið, að þeim verði
bezt komið fram með hægfara
þróun, en ekki hávaða og deil-
um. Vafalaust er sá skilningur
réttur.
Ráðstefna þessi er skipuð
fulltrúum þrjátiu og þriggja
Evrópurikja, Bandarikjanna
og Kanada. Verkefni hennar
er að ræða um framkvæmd
Helsinkisáttmálans, sem var
undirritaður af þessum rikj-
um sumarið 1975, og ætlað var
að tryggja frið og öryggi I
Evrópu. Það tók allíangan
tima, að ná samkomulagi um
sáttmálann, enda er hann
mjög efnismikillog fjallar um
sambúð umræddra þjdða á
nær öllum sviðum mannlegra
samskipta. Mest var þófið um
mannréttindaákvæði hans.
Vestrænu rikin lögðu áherzlu
á, að þau væru sem nákvæm-
ust, en kom múnistarikin
mættu þessu með sem
skýrustum ákvæðum um, að
ekki yrði hlutazt til um innan-
rikismál einstakra rikja. Hér
var að lokum mætzt á miöri
leið og fengu báðir sitt fram,
en þó með þeim takmörkum,
að oft getur verið erfitt að
samrýma framangreind
sjónarmið.
Fundurinn i Belgrad hófst
mánudaginn 3. þ.m. og fóru
umræður fram fyrir opnum
tjöldum fyrstu vikuna. Full-
trúar einstakra rikja fluttu þá
eins konar yfirlitsræður.
Flestum kom saman um, að
heldur hefði þokað í rétta átt á
undanförnum tveimur árum,
en margir töldu árangurinn þó
vera of lltinn. Fulltrúar vest-
rænu landanna, m.a. Sviþjóð-
ar, létu i ljós, að sérstaklega
hefði árangurinn orðið lítill á
sviði mannréttindamála, þótt
benda mætti á einstök dæmi
um framför á þvi sviði. Aug-
ljóstvar,að þessari gagnrýni
var einkum beint að kommún-
istarikjunum, þótt þau væru
ekki nefnd. Þannig kom það
ótvirætt fram i ræðu fulltrúa
Bandarikjanna, Arthurs Gold-
berg, fyrrv. hæstaréttardóm-
ara og sendiherra hjá S.Þ., að
hann sveigði óbeint að
. kommúnistarikjunum, þegar
hann geröist allharðorður um
'vissan seinagang á ýmsum
sviðum mannréttinda, sér-
staklega i skiptum milli þjóða.
Fulltrúar kommúnistarikj-
anna vöruðust hins vegar að
taka þessa gagnrýni sem
ádeilu á þau, þar sem þau
voru ekki sérstaklega nefnd.
Þeir lögðu áherzlu á þann þátt
Helsinkisáttmálans, að forð-
ast bæri ihlutun i innri málefni
annarra rikja, enda væri það
nauðsynlegt til aö styrkja
framgang slökunarstefnunn-
ar. Athygli vakti, að aðalfull-
trúi Rússa, Yuri Vorontsov,
svaraði hinni óbeinu gagnrýni
Goldbergs ekki neinu, enda
þótt hann væri búinn aö sjá
handrit af ræöu Goldbergs áð-
ur en hann talaði.
ÞEGAR þessari inngangs-
umræöu lauk i lok siðustu
viku, hófust lokaðir fundir á
ráðstefnunni og er búizt við,
að menn verði bersöglari á
þeim. Sumt af þvi, er látið
hlerast út. Þannig lét einn af
fulltrúum Bandarikjanna það
berast út, að hann hefði gagn-
rýnt Sovétrikin og Tékkó-
slóvakiu fyrir að leyfa ekki
óhindruð bréfaskipti. Yfirleitt
er þó búizt við, að litið fréttist
af þvi, sem gerist á þessum
lokuðu fundum. Tilgangur
þeirra er að gera eins konar
heildarúttekt á framkvæmd
Helsinkisáttmálans fyrstu tvö
árin og draga ályktanir af þvi
varðandi framtiðina. Búizt er
við, að mikið málþóf geti orðið
um ýmis atriði og fundurinn
muni þvi standa fram undir
jól. Hafi þá ekki náðst árang-
ur, er heimilt að fresta fundin-
um fram yfir áramót, en sam-
komulag er um, að hann
standi þá ekki lengur en i einn
mánuð.
Eins og málin horfa nú,
virðist sá andi rikja á fundin-
um, að reynt sé að forðast
harðar deilur, en innan þeirra
marka haldi fulltrúar vest-
rænu rikjanna uppi áróðri fyr-
ir mannréttindastefnunni, en
fulltrúar kommúnistarikjanna
haldi fram nauðsyn þess, að
ekki sé hlutazt til um innri
málefnieinstakra rikja, þvi að
það getiskaðað slökunarstefn-
una. Sennilega á þaö svo sinn
þátt i þvi að draga úr deilum,
að menn eru nú vonbetri en
áður um að viðræður Banda-
rikjanna og Sovétrikjanna um
takmörkun kjarnorkuvopna
beri einhvern árangur.
Sérstaka athygli vakti það,
að stjórnarvöld Júgóslaviu
gerðu upptækt blaö af Herald
Tribune, þar sem sagt var frá
alls konar sögum til skýringar
á þvi, að Jovanka Broz, eigin-
kona Titós, hefði ekki komið
fram opinberlega siðan 14.
júni. Upptakan á blaðinu þótti
benda til þess,að talsvert væri
bogið við ritfrelsið i Júgó-
slaviu.
Þ.Þ.
Jovanka Broz