Tíminn - 28.10.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.10.1977, Blaðsíða 1
f 1 , GISTING MORGUNVERÐUR SÍMI 2 88 66 r Fyrir vörubila Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- drif GlaOningurinn, sem þessi goði maður er að stinga f „skottið” er ekkert ann- að en 15 kíld af sandi frá gatnamálastjdranum f Reykjavik. öllu gamni fylgir nokkur alvara og gjöf skal gjaida! Reyk- vfkingar eru vinsamieg- ast beðnir að nota ekki negida hjdlbarða i vetur og hiifa þannig götum borgarinnar. Sjá nánar á baksiðu. Timamynd Ró- bert Fjall- vegir teppast — en ástandið þolanlegt enn F.l. Reykjavík. — Þaö má segja aö ástandið sé vægt eins og stendur, en fólk má eiga von á Vetri konungi hvenær sem er, sagði Sigurður Hauksson hjá Vegaeftirliti ríkisins í samtali við blaðið í gær. Byrjað er að snjóa i fjallvegi á Austurlandi og á Vestfjörðum hefur Þorskafjarðarheiði lokast. Aðrir fjallvegir á Vestfjörðum eru almennt ekki lokaðir en veður válynd. Á Norðurlandi eru vegir vel færir, en hálka á fjallvegum. Ekkert hefur frétzt af vegum á Norðausturlandi, en á Austurlandi eru Möðrudalsöræfin tekin að þyngjast, og eins á Breiðdalsheiði og Vatnsskarði til Borgarfjarðar eystri. Þar er aðeins fært stórum bilum og jeppum. sam- vinna verka- nauðsynleg áþ-Rvik. Þegar siöustu almennir kjarasamningar voru geröir viö ASt í vor, þá sömdu Vestfiröir nokkru fyrr en ASÍ og fengu m.a. skýlausan endurskoöunarrétt I sina samninga. Og eins og kom fram i blaöinu i gær, þá hafa Vestfiröingar fullan hug á aö neyta þessa réttar sins og taka upp viöræöur viö atvinnurekend- ur. Samningar BSRB viö rikis- valdiö eru í nokkrum atriöum hagstæöari en samningar Alþýöusambands Vestfjaröa og sama máli gegnir um ASt samn- ingana. Timinn innti nokkra for- ystumenn launþegasa mtaka, hvort þaö gæti ekki talizt skaölegt fyrir verkalýöshreyfinguna, aö einstök félög geröu samninga þeg- ar samningstfmabiliö væri rétt hafiö. — Þaö var eitt af atriðunum i samningi Alþýðusambands Vest- fjarða, að hægt væri að endur- skoða hann. Vestfirðingar tóku einmitt upp þetta atriði, en ASl Fer Albert ekki í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn? sleppti þvf, því þaö stefndi e.t.v. ofbeintá BSRB, sagöi Guömund- ur J. Guðmundsson hjá Dags- bnín, — 1 einstaka atriðum er ASV meö lægri samninga en ASI en sum eru hagstæðari. Ég tel það mikla ógæfu ef verkalýösfélög færu að leggja áherzlu á botn- lausan samanburð og öfunda hvort annaö. Nokkur þúsund skipta ekki öllu máli og verka- lýðsfélög hafa ýmislegt gagn- legra aö gera en að rffa hvort annaö á hol. Auk þess stuölar það að óróa og erfiöleikum við samn- ingsgerð. Það er þvi brýnt fyrir launafólk, að samvinna og sam- staða milli verkalýðsfélaga sé nánari og betri. — Vestfirðingar hafa þetta ákvæði i' sinum samningi og þaö hlýtur aö vera þeirra mat hvað rétt sé að gera, sagöi Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar, — En mitt álit er annars þaö, aö félögin eigi ekki stöðugt að vera að vitna I hvort annað. Það er of langt gengið i þessum við- miðunum. Með þvi fyrirkomu- lagi, að þau séu i baráttu á mis- munandi timum, þá skapast viss spenna á milli þeirra, sem getur ekki talizt heppileg. Kristján Thorlacius formaður BSRB, sagðist ekki vilja tjá sig um stöðuna á Vestfjörðum, en þess i stað lagði hann áherzlu á, að heildarsamtökin þyrftu aö hafa með sér náið samband. — Það hefurborið mjögá þviaöþað sé ekki samræmi i kjarasamning- um almennt, sagði Kristján, Og það er löngu orðin ljós þörfin á samstarfi launþegasamtaka i landinu. — Gaf yfirlýsingu án þess að láta flokksforystuna vita Mikil SKJ-Reykjavik — ,,Ég vil ekki láta hafa neitt eftir mér um þetta mál i blöðum.þviég er ekki búinn að ræða við mina flokksbræður”, sagði Albert Guðmundsson þegar Timinn innti hann eftir yfirlýs- ingu, er hann gaf á fundi mat- vörukaupmanna i Reykjavik á Hótel Sögu i fyrradag. Á þeim fundi sagði Albert að hann hygð- ist hvorki veröa I framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn i borgar- stjórnarkosningum né alþingis- kosningum. Á fundinum á Sögu sagði Albert, að hann hefði orðiö fyrir vonbrigðum með Sjálfstæðis- flokkinn — og það væri ástæðan fyrir ákvörðun sinni. Fundur kaupmannanna snerist siðan að mestu um yfirlýsingu Alberts, og var skoraö á hann að bjóða sig fram. Þegar Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra var spurður um á- hrif yfirlýsingar Alberts sagði hann, að hann hefði engar upplýs- ingar fengiö frá Albert og vissi þvi ekkert hvort þessi frétt væri á rökum.reist. Björgólfur Guðmundsson, fwmaður kjörnefndar Sjálfstæð- isflokksins, sagði I samtali viö Timann, að tvennt væri vist i framboðsmálum, þau tólf fram- boö, sem fram komu i fyrradag og það, að Jóhann Hafstein hygð- ist e kki gef a kost á sér. N ú er ver- iðað ræöa við þá, sem voru á lista 1 slöustu kosningum, en allt slikt sagöi Björgólfur að væri trúnaðarmál kjörnefndar. Nú er að þvi er viröist allt óákveðið I sambandi viö framboð Alberts, en fundarmenn á Sögu munu hafa skorað á Albert aö bjdða sig fram utan flokka, ef hann gerir alvöru úr þvi að bjóða sig ekki fram fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Viðræðum kjörnefndar við Alberter ekki lokið og þvi ekki útilokað að hann sættist við flokk- inn. Hins vegar er ekki siður lik- legt að Albert treysti á persónu- legt fylgi og geri tilraun til að kljúfa Sjálfstæöisflokkinn. Albert Guömundsson atvinna á Egils- stöðum SSt-JK Egilsst. Aö sögn Jóns K'istjánssonar á Egilsstöðum hef- ur mikil atvinna verið á Egils- stöðum núihaust, og sérstaklega I húsbyggingum. Þannig hefur það veriö undanfarin ár og hefur oft verið erfittaö fá fólk til starfa, þegar skólafólk hefur horfið til náms á haustin. Það var þvf lán I óláni I verkfallinu, að skólafólk gat unniö I verkfallinu og drýgt þannig sumartekjurnar. Egilsstaðabúar binda miklar vonir viö að hægt veröi að virkja heita vatnið, sem fannst viö Urriðavatn fyrir skömmu, en hús á Egilsstöðum og i grennd eru eingöngu hituð með oliu og raf- magni. Tið hefur verið eindæma góð i haust eins og undanfarin ár. Þá hafa heimtur af fjalli veriö all- góðar, en útlit er fyrir rýrari dUka I haust en i fyrra. Níunda bana- slysið í Árnessýslu áþ-Rvik. Laust eftir hádegi I gær, varö banaslys á Selfossi. Sex ára drengur varð undir veg- hefli, og beið hann samstundis bana. Þetta er niunda banaslys- ið I umdæmi lögreglunnar á Sel- fossi, en það tekur yfir alla Arnessýslu. Þesserskemmst að minnast, að framkvæmdastjóri Slysavarnafélags islands, sagði fyrir skömmu að 1977 yrði minnst sem mikils slysaárs, og greinilega ætlar ekkert lát að verða á banaslysunum I um- ferðinni. Tildrög slyssins voru þau, að verið var að hefla götur á Sel- fossi, og ætlaði hefilstjórinn, að snúa við á Hjarðarholti, viö Birkivelli. Drengurinn var á reiðhjóli rétt fyrir aftan hefil- inn, og sá stjórnandi hans ekki drenginn. Ekki er hægt að birta nafn drengsins að svo stöddu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.