Tíminn - 28.10.1977, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 28. október 1977
Neðri deild Alþingis:
Rætt um eflingu og samræm-
ingu útflutningsstarfsemi
Utanríkisráðherra lýsti yfir,
að fjárveiting til markaðs-
öflunar erlendis yrði hækkuð
Einar Ágústsson utanrikisráö-
herra lýsti þvi yfir I gær viö um-
ræður um þingsályktunartillögu
um samræmingu og eflingu út-
flutningsstarfsemi aO ríkisstjórn-
in hefði lagt til, að fjárveiting til
markaðsöflunar eriendis yrði á
n.k. ári hækkuð I 6 milljónir
króna. Kvað hann ekki enn
ákveöiðá hvern hátt þessum fjár-
munum yrði variö I þvi tilliti að
þeir þjónuðu markmiðinu sem
bezt, en til greina kæmi aö
koma upp verzlunarfulltrúa við
eitthvert sendiráðanna I Evrópu.
Viðskiptin við Bandarikin væru I
föstu formi,en slikur fulltrúi gæti
komið að verulegu gagni i
Evrópu, þarsem markaður okkar
er ekki eins tryggur.
Tillögu til þingsályktunar um
samræmingu og eflingu útflutn-
ingsstarfsemi flytja tveir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins þeir
Lárus Jónsson og Sverrir Her-
mannsson. bað var fyrsti fhatn-
ingsmaður, Lárus Jónsson, sem
mælti fyrir þingsályktunartillög-
unni i gær, en efni hennar er á
þessa leið:
„Alþingi ályktar aö fela rlkis-
stjórninni að gera úttekt á skipu-
lagi og aðstöðu útflutningsverzl-
unar landsmanna og leita leiða til
þess aö efla og samræma útflutn-
ingsstarfsemi fyrir islenzkar
framleiðsluvörur og þjónustu.
Um úttekt þessa, samræmingu og
eflingu útflutningsstarfsemi skal
hafa samráð viö þá aðila sem nú
annast útflutning og markaðs-
starfsemi.
1 þessu sambandi skal áherzla
lögö á eftirfarandi:
1. að kanna hvort rétt sé og hag-
kvæmt að koma á fót samstarfi
allra aðila, sem vinna að út-
flutningsstarfsemi, m.a. I þvl
skyni að stuöla að á skipulegan
hátt almennri kynningu á is-
lenzkum vörum og þjónustu er-
lendis og þjálfun starfsfólks,
sem vinna mun að hvers konar
útflutningsstarfsemi,
2. að marka enn frekar þá stefnu
i skatta- og tollamálum, svo og
annarriopinberri fyrirgreiðslu,
Einar Ágústsson.
sem auðveldar islenzkum út-
flytjendum samkeppni á er-
lendum mörkuðum.
3. að kanna hvort rétt sé og hag-
kvæmt að samræma eða sam-
eina starf utanrikis- og við-
skiptaráðuneytis á sviöi út-
fhitningsstarfsemi og efla starf
utanrikisþjónustunnar I mark-
aðsmálum.”
Lárus Jónsson sagði fyrst i ræðu
sinni, að þingsályktunartillaga
þessi væri endurflutt frá siöasta
þingi, en hún hefði þá ekki fengið
afgreiðslu i nefnd þar sem ekki
hefðu borizt allar þær umsagnir
er nauðsynlegar þóttu.
Sagði Lárus, að ekki þyrfti á
það að minna, að hér væri um
mjög mikilvægt mál að ræða,
enda væri 35-40% þjóöartekna ís-
lendinga varið til kaupa á nauð-
synjavörum erlendis frá. Við
þyrftum þvi að sjálfsögðu að selja
út fyrir jafn mikil verömæti til
að jafna reikningana.
Þá benti hann á, að nágranna-
þjóðir okkar verðu miklu fé til út-
flutningshvetjandi aðgerða. en i
greinargerð með tillögunni er
gerðgrein fyrir þeim háttum sem
Norðurlandaþjóðirnar hafa á i
þeim efnum.
Aö lokinni ræðu Lárusar Jóns-
sonar tók utanrikisráðherra, Ein-
ar Agústsson til máls og kvað það
vera alveg rétt, aö ekki væri
Lárus Jónsson
nægilegt samstarf milli þeirra
aöila Islenzkra er fást við útflutn-
ingsstarfsemi. Hann lýsti jafn-
framtyfir áhuga á þvi að standa
að frekara samstarfi i þessum
efnum.
Þábenti utanrikisráöherra á aö
viö ramman reip væri að draga i
tollamálum, þar sem rikisstjórn-
inværi bundin af miilirikjasamn-
ingum iþeim efnum. Hann minnti
á, að nú væri fyrir dyrum aö
lækka enn aöflutningsgjöld i
EFTA-löndunum og þess f stað
fengjum viö aö sjálfsögðu sams
konar niðurfellingu á gjöldum
af okkar vöru fluttri til landa fri-
verzlunarbandalagsins. Þó væru,
sagði Einar, raddir uppi um að
þetta yrði blóðtaka fyrir íslenzk-
an iðnað.
Margt fleira kom fram I ræðu
utanrikisráðherra, hann minnti
meðal annars á þátt utanrikis-
Tómas Arnason
m
ráðuneytisins og sendiráðanna i
þjónustustarfsemi við útflytjend-
ur.
Tómas Árnason (F) tók næstur
til máls og lýsti yfir ánægju með
flutning þessa máls, sem hann
taldi að þyrfti rækilegrar rann-
sóknar við og gera þyrfti úttekt á
stöðu málsins i heild.
Þá minnti hann á, að fyrir
nokkrum árum fluttu hann og nú-
verandi viðskiptaráðherra, ólaf-
ur Jóhannesson, tillögu á þingi
um að ríkisstjórninni yrði falið að
setja á stofn útflutningsráð, sem I
framtiðinni yrði sjálfstæð stofnun
og hefði einmitt með aö gera þau
mál sem þessi þingsályktunartil
laga fjallaöi um.
Sagði Tómas sföan, að hann
væri efni þessarar tiliögu mjög
fylgjandi og sennilega væri hér
réttar farið I málið, þar sem gert
væri ráð fyrir heildarúttekt á að-
stöðu útflutningsverzlunar lands-
Bjórinn enn
kominn á þing
Jón G. Sólnes (S) hefur lagt
fyrir sameinaö Alþingi þings-
ályktunartillögu þess efnis, aö
Alþingi álykti ,,aö fela ríkis-
stjórninni aö láta fara fram f
sambandi viö næstu alþingis-
kosningar þjóöara tkvæöa-
greiöslu um hvort heimila skuli
framleiöslu og sölu áfengs öls I
landinu. Þátttaka I væntanlegri
atkvæöagreiöslu skal heimil öll-
um sem náö hafa 18 ára aldri
þegar atkvæöagreiöslan fer
fram”.
Greinargerð meö tillögunni
hljóðar svo: ,,A undanfömum
árum hefur allmikið verið rætt
um það, hvort heimila skuli
framleiðslu og sölu áfengs öls I
landinu. Mjög skiptar skoðanir
eru manna á meöal um þetta
mál, og sýnist sitt hverjum eins
oggengur.A siöasta Alþingi var
til meöferðar frv. sem gerði ráö
fyrirnokkrum breytingum á nú-
gildandi áfengislöggjöf. Flm.
þessarar þá þingsályktunartil-
lögu flutti þá tillögu i sambandi
við umrætt frv., sem gerði ráð
fyrir þvi að núgildandi áfengis-
lögum skyldi breytt á þann veg,
að framleiðsla og sala áfengs
öls yrði heimiluð. örlög um-
rædds frumvarps uröu hins veg-
ar þau, að þaö komst aldrei úr
nefnd og dagaði uppi f þinginu,
og reyndi þvf aldrei á hvort
þingvilji væri fyrir þvi aö leyfa
framleiðslu og sölu áfengs öls
eða ekki.
Næsta árfara fram almennar
þingkosningar. Flm er þeirrar
skoðunar, aði máli þvi, sem hér
er til meðferðar, sé ekki óeöli-
legt að leitaö sé eftir þvi aö fá
vitneskju um hver sé hinn raun-
verulegi þjóðarvilji i jafnum-
deildu máli og hér er fjallaö um.
Auðveld leið og kannske sú
marktækasta er að mati flm. að
láta fara fram þjóöaratkvæða-
greiðslu um málið. Og þar sem
almennar þingkosningar eru á
næsta leiti telur flm. sjálfsagt
að notaþað tækifæri sem þannig
býðst. Flm. telur sjálfsagt að
miða þátttöku i væntanlegri at-
kvæðagreiðslu við 18 ára aldur
og vill með þvi leggja áherzlu á
þá skoöun sina, að ákvörðun um
framleiðslu og sölu á áfengu öli
er ekki sfður mál ungu kyn-
slóðarinnar en hinnar eldri, og
þvi ekki nema eölilegt að unga
fólkið fái að láta I ljós álit sitt á
málinu”.
alþingi
Jafnaður réttur
óskilgetinna og
skilgetinna
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra
mælti á miö-
vikudag fyrir
frumvarpi til
barnalaga
sem við gild-
istöku mundu
leysa af hólmi
tvenn stofn-
lög, annars
vegar lög um afstöðu foreldra til
skilgetinna barna og hins vegar
afstöðu foreldra til óskilgetinna
barna.
Dómsmálaráöherra gat þess i
ræöu sinni, aö frumvarpiö hafi
veriö lagt fyrir Alþingi vorið 1976
og aftur haustið 1976 en ecki hlot-
iö afgreiðslu. Þá sagði hann, að I
lögum þes- um fælust verulegar
breytingar frá fyrri lögum, sem
að stofni til eru frá 1921. Þá eru og
ýmis nýmæli i lagafrumvarpinu,
enaöalbreytingin,sagöi Ólafur er
sú, að frumvarpiö fjallar samfellt
um skilgetin og óskilgetin börn og
er hlutur þeirra gerður sem jafn-
astur.
Þá óskaðiráöherra eftir þvi, að
þetta Alþingi tæki a.m.k. afstöðu
til frumvarpsins. Sagði hann, aö
það væri nokkuð vafasamt að
leggja fyrir þingið sama frum-
varpið ár eftir ár, án breytinga,
og án þess að fá nokkra afstööu til
þess.
Svava Jakobs-
dóttir (Abl)
sagði það vera
hárrétt hjá
dómsmálaráö-
herra, að það
næði engri áttef
Alþingi reyndi
ekki að afgreiöa
þetta frumvarp
sem fyrst. Sagði hún, að megin-
stefna frumvarpsins væri mjög
svo til bóta og ekki eftir miklu að
biða að taka afstöðu til þess.
Þá kvaðst Svava vilja vekja at-
hygli á ósamræmi I frumvarpinu
á einum stað, þar sem aöeins er
hægt að kveða upp meðlagsúr-
skurð á hendur fööur. Sagði hún
þetta stangast á við önnur ákvæði
frumvarpsins, þar sem hiö sama
ætti að gilda um móður.
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra (F)tók þá aftur til
máls og sagði, aö svo mörg ný-
mæli væru I frumvarpinu að ekki
væri nema eðlilegt og afsakanlegt
að slík mistök ættu sér stað. Ljóst
væri af frumvarpinu að ekki væri
ætlunin að gera nokkurn greinar-
mun á móður og föður i þessum
efnum og vankanta sem þann, er
Svava benti á, væri sjálfsagt að
sniða af frumvarpinu.
Framhald á bls. 23
Greiði
lands-
útsvar
Ragnar Arnalds (Abl) mælti
á miðvikudag fyrir frumvarpi
til laga um breytingu á lögum
um tekjustofna sveitarfélaga,
en flutningsmenn frumvarps-
ins ásamt honum eru Geir
Gunnarsson (Abl), Helgi F.
Seljan (Abl) ogStefán Jónsson
(Abl).
í ræöu sinni iagði Ragnar
Arnalds áherzlu á ákvæði
frumvarpsins þess efnis, aö
þeim fyrirtækjum, er landsút-
svar greiða, yrði fjölgaö.
Þessi fyrirtæki greiða nú að-
stöðugjöld, sagöi Ragnar, en
ekkert tii annarra sveitafé-
laga i landinu, þótt þau hafi
mikil viðskipti við þau og ibúa
þeirra. Sem dæmi um þau
fyrirtæki sem lagt er til að
framvegis greiði landsútsvar
nefndi Ragnar Aralds m.a,:
Vátryggingafélögin 2 stærstu
skipafélögin, fiugfélög og
ferðaskrifstofur.