Tíminn - 28.10.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. október 1977
11
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (óbm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö I lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á
mánuði. Blaðaprent h.f.
Gegn þenslunni
Núverandi rikisstjórn hefur náð talsverðum
árangri i þeirri viðleitni sinni að rétta efnahags-
lifið á íslandi við. Batinn var stöðugur og jafn
fram á þetta ár, en nú virðist sem umskipti séu i
vændum til hins verra.
Það er alveg ljóst, að þungi einkaneyzlunnar
mun mjög vaxa i kjölfar þeirra kjarasamninga
sem gerðir hafa verið. Eins og mál standa verður
þessi þungi til þess, ásamt öðrum ástæðum, að
kynda undir verðbólgunni.
Á hitt ber enn að leggja áherzlu að sjálfir kaup-
taxtar láglaunafólks eru ekki verðbólguvaldur á
Islandi.
óðaverðbólgan leggst með fullum þunga á at-
vinnustarfsemina i landinu, og er greinilegt að á
næstunni reynir á þol fyrirtækjanna. Langvar-
andi óðaverðbólga veldur þvi m.a. að öll ráð
verða mjög dýr, bókstaflega talað, og þvi leitar
það á menn, hvort tiltækt muni vera að brjótast
af alefli gegn sjálfum grundvallarvandanum,
höggva á hnútinn i stað lagfæringaraðgerða.
Sú þróun, sem verið hefur nú á siðustu mán-
uðum, krefst þess að ýmsar erfiðar ákvarðanir
verði teknar. Og fyrirboðar þessa eru þegar
farnir að koma fram. Þannig er t.d. lióst. að
áreynslan vex i Sjálfstæðisflokknum um þessar
mundir, eins og glögglega hefur komið fram i
blaðaskrifum og athöfnum hörðustu ihaldsafl-
anna i flokknum.
Þáttur i upphlaupum hægrimanna er aðför
þeirra að islenzkum bændum. Að undan-
förnu hafa þessi öfl fleygt fram hverri tillögunni
af annarri um landbúnaðarmál, og hafa þær
verið hver annarri hvatvislegari og ábyrgðar-
lausari.
Hitt vita bændur bezt, hvern vanda þeir eiga
við að striða við núverandi efnahagsástand,
sem valdið hefur m.a. aukinni birgðasöfnun bús-
afurða og mjög óhagstæðu verðhlutfalli á er-
lendum markaði. Og bændur standa, eins og aðrir
framleiðendur, frammi fyrir vaxandi fjármagns-
og vaxtakostnaði vegna verðbólgunnar. Þessa
erfiðleika hafa skillitlir menn reynt að nota til
árása á landbúnaðarstefnuna.
Á næstunni verður að beita hömlum i verðlags-
málum yfirleitt til þess að slá á þensluna. útlán
bankakerfisins geta ekki aukizt, en áherzlu
verður að leggja á þarfir atvinnuveganna fyrir
rekstrarlán. í f járlagafrumvarpinu er og gert ráð
fyrir samdrætti almennra framkvæmda og
ströngu aðhaldi i fjármálum.
Enn sem fyrr verður það meginverkefni að
standa vörð um atvinnuöryggið um allt landið.
Hins vegar verður óhjákvæmilegt að draga úr
þeirri þenslu sem verið hefur á vinnumarkaðin-
um. Augljóslega leiðir það t.d. af kjarasamning-
um BSRB, að rikið verður að taka upp strangara
aðhald i sinum eigin vinnumálum.
Þess gætir enn að þvi miður tókst ekki sam-
staða 1974 um þær tillögur, sem Framsóknar-
menn lögðu fram um aðgerðir gegn óðaverðbólg-
unni. Núverandi rikisstjórn er mynduð af and-
stæðum stjórnmálafylkingum, og samstarfið hef-
ur enzt vegna þess, að samkomulag hefur þrátt
fyrir allt náðst um viðbrögð við þeim vanda sem
við hefur verið að kljást. Þetta samstarf and-
stæðra fylkinga byggist á sliku timabundnu sam-
komulagi, stendur og fellur með þvi.
Aðalatriðið nú á næstunni eru samræmdar
aðgerðir til hömlunar með áherzlu á að atvinnu-
lifið standist og atvinnuöryggi verði ekki raskað.
JS
ERLENT YFIRLIT
Kynþáttakúgnn eykst
enn í Suður-Afríku
Vestræn ríki ósammála í Öryggisráðinu
markiö hafi veriö aö veita
blökkumönnum vissa sér-
stjórn á tilteknum landsvæö-
um. Aö visu hefur veriö litiö á
þessar fyrirætlanir, sem
óraunsæjar og ranglátar, en
stjórnin hefur eigi aö siöur
bundiö nokkrar vonir viö þær,
og þvi veitt blökkumönnum
réttindi tilaöstofna samtökog
gefa út blöö innan vissra
marka. Þaö hafi óneitanlega
veriö spor i rétta átt. Meö
framangreindum aögeröum
stjórnarvaldanna hafi þessi
réttur blökkumanna raun-
verulega veriö felldur niöur.
Hér eftir sé blökkumönnum
raunverulega meinaö aö bind-
ast samtökum, sem vinni aö
réttindamálum þeirra á friö-
samlegan hátt. Afleiöingin
hljóti aö veröa sú, aö hafinn
veröi skæruhernaöur gegn
stjórnarvöldunum, þar sem
blökkumenn eigi ekki annars
úrkosta. Þetta geti á nokkrum
tima gert S-Afrlku aö eins
konar vigvelli. Jafnframt
þessu muni Afrikurikin heröa
baráttuna gegn Suöur-Afrlku
bæöi d alþjóölegum vettvangi
og meö aöstoö viö skæruliöa-
samtökin, sem nú hljóta aö
koma til sögu I Suöur-Afriku.
1 ORYGGISRAÐI Samein-
uöu þjóöanna er risin upp
deila milli Bandarikjanna
annars vegar og Bretlands og
Frakklands hins vegar um af-
stööuna til Suöur-Afriku.
Afrikurlkin i Oryggisráöinu
beita sér fyrir því, aö ráöiö
leggi algert bann á vopnasölu
til Suöur-Afrlku. Bandarikin
hallast aö tillögunni, en Bret-
land og Frakkland eru andvig
henni. Þvi er veitt mikil
athygli hvernig þessari inn-
byröisdeilu hjá vestrænu rikj-
unum lyktar, en úrslit hennar
geta haft mikil áhrif á viöhorf
Afrlkuþjóöanna til Vestur-
Evrópu og Noröur-Amerfku i
framtiöinni.
Tilefni þessarar tillögu
Afrlkuþjóöanna f öryggisráö-
inu er þaö, aö 19. október
siöastliöinn greip stjórn
Suöur-Afrlku til öllu róttækari
aögeröa gegn samtakarétti og
málfrelsi blökkumanna I land-
inu en áöur eru dæmi um.
Stjómin bannaöi þá 19 félags-
samtök blökkumanna, sem
hafa haft þaö markmiö aö
vinna gegn kynþáttastefnunni
meö friösamlegum hætti.
Meöal þeirra voru þau sam-
tök, sem hinn ungi blökku-
mannaleiötogi Steve Biko
haföi stofnaö og hlotiö höföu
mikiö fylgi meöal blökku-
man na, en B iko lézt I fangelsi I
septembermánuöi siöastl. og
þykir fullvist, aö þaö hafi
veriö af völdum líkamsmeiö-
inga. Þá bannaöi stjórnin
helzta blaö blökkumanna, The
World, sem var annaö út-
breiddasta blaö Suöur-Afriku,
og hneppti aöalritstjóra þess I
fangelsi. Asamt honum voru
sjö þekktir leiötogar blökku-
manna hnepptir I fangelsi, en
alls er taliö aö um 200 manns
hafi veriö fangelsaö um þetta
leyti. Stjórnin heldur þvi
fram, aö hún hafi gripiö til
þessara aögeröa af öryggis-
ástæöum en moröiö á Biko
hefur valdiö mikilli ólgu I
landinu.
ÞAÐ ER nokkurn veginn
sameiginlegt álit blaöa I
Bandarlkjunum og Vestur-
Evrópu, sem hafa fjallaö um
þessa atburöi, aö meö þeim
hafi veriö brotiö blaö I sögu
kynþáttamálanna I Suöur-
Afriku. Hingaö til hafi rfkis-
stjórnin þar stefnt aö þvi aö
leysa þessi mál meö friösam-
legum hætti, en á þeim grund-
velli þó, aö yfirráö hvltra
manna væru tryggö. Tak-
Obasanjo forsætisráöherra Nigeriu og Andrew Young, en Obasanjo
var nýlega i Bandarikjunum.
Kruger dómsmálaráðherra Suöur-Afriku.
Þessir slöustu atburöir I
Suöur-Afrlku þykja hiklaust
benda tilþess.aöþau öflinnan
stjórnarflokksins, sem hafa
viljaö gripa til róttækra aö-
geröa gegn blökkumönnum,
hafi boriö sigur úr býtum, en
taliö er aö talsverö átök hafi
veriö um þaö innan flokksins,
hvort gripa ætti til meiri vald-
beitingaren áöur eöa aö reyna
aö fara eins konar sáttaleiö.
Krúger dómsmálaráöherra er
talinn hafa veriö talsmaöur
þess fyrrnefnda og þykir ljóst
að hann hafi boriö sigur úr
býtum í þessum átökum I
flokknum.
FRAM til þessa hefur veriö
nokkurn veginn samstaöa um
þaö milli vestrænu rlkjanna I
öryggisráöinu, þ.e. Banda-
rikjanna, Bretlands og Frakk-
lands, aö grlpa ekki til mjög
róttækra aögeröa gegn stjóm
Suöur-Afrlku, heldur treysta I
lengstu lög á friösamlega
lausn. Afstaöa stjórnar
Carters viröist hins vegar
vera nokkuö önnur I þessum
efnum en fyrri stjórna Banda-
rlkjanna, og þykir vlst, aö
hinn nyi sendiherra Banda-
rikjanna hjá Sameinuöu þjóö-
unum, Andrew Young, eigi
sinn þátt i því, en hann er
blökkumaður. Bandarikja-
stjóm brást allhart viö slöustu
atburöum I Suöur-Afriku. M.a.
kallaöi hún sendiherra sinn
heim til aö gefa skýrslu um
framvindu mála I Suöur-
Afríku, en sllkt þykir fela i sér
ákveöin mótmæli. Bretar og
Frakkar láta hér meira
stjórnast af viöskiptasjónar-
miöum en hugsjónaástæöum,
og fylgi þeir slikri stefnu
áfram, getur þaö oröiö til aö
heröa og lengja kynþáttastriö-
iö I Suöur-Afrlku. Rétta svariö
viö vaxandi kynþáttakúgun I
Suöur-Afrlku er aö einangra
sem mest ofbeldisstjórnina,
sem nú fer þar meö völd. Meö
þvi er veriö aö styrkja þau öfl
hvltra manna þar, bæöi innan
ogutan stjórnarflokksins, sem
gera sér ljóst, aö 4.3 milljónir
hvltra manna geta ekki enda-
laust svipt 22 milljónir
blakkra manna og litaðra rétti
slnum til sama frelsis og lifs-
kjara og hinir hvltu þegnar
rikisins njóta.
Þ.Þ.