Tíminn - 28.10.1977, Blaðsíða 12
12
Föstudagur 28. október 1977
Mimvrn
Öldungar á skólabekk
Marius Ólafsson:
Þegar dagsins þagnar kliður.
Þetta er fimmta ljóöakverið
sem Marius ólafsson sendir frá
sér. ÞaO kemur út haustiO sem
hann veröur86ára, en hiö næsta
áundan kom út 1971. VerOur þvi
aö ætla aö þaö sem f þessari btík
er hafi hann aö mestu gert á nl-
ræöisaldrinum. Og ekki mun
hann langt frá þvi aö skipa
aldursforsæti þeirra höfunda
sem senda frá sér nýja bók á
þessu ári.
Maríusi mun vera skipaö i þá
sveit, sem stundum er kölluö al-
þýöuskáld. Hann er litt skóla-
genginn, sonur söölasmiös á
Eyrarbakka og vann viö verzlun
og skrifstofustörf lengstan hlut
ævinnar. Hann byrjar aö yrkja
eins og þorri islenzkra manna
þannig aö rimiö er þeim leikur
og iþrótt. Hann er kominn fast
aö fimmtugu þegar fyrstu ljtíö
hans birtast i bók. Þar ber hæst
minningar frá bernsku og æsku
á Eyrarbakka. En Mariusi fer
sem fleirum, aö tómstunda-
gamaniö og leikurinn nær þeim
tökum á honum aö honum
veröurbrýn þörf aö sinna þeim.
Og enn rætist hið fornkveðna:
Þaö verður hverjum aö list sem
hann leikur.
Marius ólst upp og mótaöist á
þeim tima, sem geröar voru
ákveönar kröfur um rétt rim,
stuöla og hrynjandi. Þá var
sjálfsagt aö fylgja þeim reglum.
Benedikt Sveinsson, forseti
neöri deildar Alþingis, minntist
þess i hátiöarræöu sinni á Þing-
völlum 1930, áö lslendingar
einir germanskra þjóöa heföu
varðveitthina fornu stuölahefö i
ljóðagerð sinni ,,og köllum vér
leirhnoð ef út af er brugöið”. Og
þá þótti leirhnoö ljótt orö og
leirskáld var ekki viröingar-
heiti: En nú er iþrótt rfmsins
löngum litils metin.
Þaö er heldúr ekki rim
Mariusar sem ég ætla aö fjöl-
yröa um hér, heldur sé ég
ástæöu til aö vikja aö þeirri
heimsspeki sem mótar þetta
kver ööru fremur. Mér viröist
aö viöhorf skáldsins speglistvel
I ljtíöinu Svar:
Þaö þarf ekki aö spyrja um
stundeða staö,
ef stefnan er fundin sem,
leitaöeraö.
Og lausnin sú eina sem ávöxt
þér ber
er ástúö til lifsins sem
kemur ogfer.
Til samkenndar finn meö öllu
sem er,
þó enginn i heiminum
samgleöjist þér.
Þetta er trú skáldsins og lif-
speki. Og út frá þessu velur
hann sér yrkisefni. Samkvæmt
þessari lifsskoöun og viöhorfi
velur hann sér ljóð til aö þýða,
en um þaö bil þriðjungur þess-
arar bókar er þýðingar.
Þaö er djúp trúarkennd aö
baki þessum skáldskap.
Þess minnstu á vetrarvökum,
þó veröi ekki forlög skýrö,
aö hátt yfir húsaþökum
er himinsins stjörnudýrö.
Og seinna erindi þessa kvæö-
is, sem heitir kvöld er svona:
Og takmarkiö stærra og
stærra
er stööugt i hjartaö skráð
að sækja alltaf hærra og hærra
uns himinsins dýrö er náð.
öldungurinn gerir ekki kröfu
til þess aö skilja ráögátur tilver-
unnar. Hann gleðst viö fegurð
lifsins, jafnt útiináttúrunni sem
i mannlegum samskiptum.
Ég skil ekki skaparans vegi,
en skilgreini illt og gott
mér finnst aö hiö góöa sem
gleöurminn hug
um guödóminn beri vott.
Og I framhaldi af þessari hug-
leiðingu sprettur hin yfirlætis-
lausa trúarjátning skáidsins:
Hiö góöa sem maöurinn gerir
gleöur hann sjálfan mest.
Og það er sú bending sem
visarmérveg
og varðar mér leiöina best.
Þetta smákvæöi lætur ekki
mikiö yfir sér. 1 þvi liggur þó
niöurstaöa af leit langrar ævi og
mikillar hugsunar. Og ég tel
ástæöu til aö samgleðjast skáld-
inu meö trú sina og lifsskoöun —
og aö þvi entist aldur til aö
koma úrslitum lifsreynslu
sinnar á framfæri á þennan
ljúfa og látlausa hátt.
H.Kr.
bókmenntir
BRÚNNI...
Rudolf Weissauer sýn-
ir nýjar myndir frá
íslandi
Um siðustu helgi opnaði þýzki
grafikerinn og listmálarinn
Rudoif Weissauer myndlistar-
sýningu á vinnustofu Guðmund-
ar Arnasonar að Bergstaða-
stræti 15 i Reykjavik, en þar
hefur Weissauer haldið margar
sýningar á undanförnum árum,
þvi hann er tiður gestur á Is-
landi, sem allir vita, er láta sig
myndlistina einhverju varða.
Horft af brúnni.
Viöhittum Weissauer að máli
fyrirnokkrum dögum og inntum
hann eftir ýmsu er hann sjálfan
og myndiistina varðar, þvi þetta
er sérstæð sýning, eða óvenju-
leg: verkin unnin á stuttum
tima á hringferð um landiö.
— Ég kom að þessu sinni
hingað til lands um mánaða-
mótin september, október, en
fyrirhugað er aö ég haldi nám-
skeið I grafik viö Myndlista- og
handibaskólann eins og í fyrra
en skólinn hefur fariö inn á þá
braut að ráöa til sin listamenn I
ýmsum greinum myndlistar-
innar til þess aö starfa aö
kennslu stuttan tima.
Skólinn hefur á aö skipa
ágætu kennaraliöi, en nýjum
mönnum fylgja nýir hlutir og
þaö eykur þvi fjölbreytnina.
— Sýning min i vinnustofu
Guömundar Árnasonar en ég
hefi oftsýnt myndir þarna áöur,
er aö þessu sinni meö nýstár-
legum hætti. 1 staö þess aö hafa
aðeins grafik af ýmsum
geröum, ásamt vatnslitamynd-
um, þá hefi ég nú gert myndir
með olíukrit og pastel sem ég
sýni ásamt grafikmyndum.
— Þetta er islenzk sýning:
myndefniö er yfirleitt frá ís-
landi.
Ég hef haft það fyrir siö á
undanförnum árum, en ég kem
á hverju ári til Islands og dvelst
hér i nokkrar vikur aö fara
hringferö um landiö meö skipi.
Ég hef fariö meö skipum Eim-
skipafélagsins og hringferöir
meö Esju og Heklu.
Þaö er stórkostlegt.
Ahafnir þessara skipa eru
mjög vingjamlegar, en þaö
munu góöir sjómenn oftast
vera, hefur mér veriö sagt.
Ég hefi fengiö aö standa i
brúnni og virða fyrir mér landiö
kaupstaöina og bátana. Þaö
sem fyriraugun ber, og vildi ég
mjög gjarnan mega koma á
framfæri þakklæti minu viö
áhafnir þessara skipa og þá sér-
staklega til skipstjóranna
Tryggva Blöndal, Boga Einars-
sonar og Magnúsar Einarssonar
fyrir þaö að lofa mér að teikna i
skipinu.
Þaö er sérstök tilfinning sem
gripur mann sem alinn er upp 1
milljónaborg I héraði þar sem
hundruö kilómetra eru til hafs-
ins aö fá aö standa I brúnni á
skipi og fylgjast meö starfi sjó-
manna við öröug skilyröi og lita
þetta ósnortna land.
Með „innbyggða” liti
Ég hefi leyft mér að nefna
þessa sýningu Horft af brúnni,
eftirhinu fræga leikritien brúin
að þessu sinni er stjórnpallur
Esju og Hekiu.
— Ég haföi ekki hugsaö mér
aö nota timann til vinnu, fyrst
þegar ég fór I strandferö, heldur
var ráðgert aö nota timann til
algjörrar hvildar og lesturs.
Samt fór þaö svo — og lái mér
þaö hver sem vill aö ég fann hjá
mér rika þörf til þess að festa á
blað eitt og annaö, sem fyrir
augun bar.
Ég geröi þetta, teiknaöi fjöll
báta, skip og hin ógnandi ský.
Þessar myndir tók ég með
mér til Þýzkalands til frekari
úrvinnslu. Þetta er svipuö aö-
ferö og blaöamenn nota, taka
niöur ákveöin efnisatriöi og
skrifa svo itarlega grein um viö-
burði og lýsa vettvangi.
Ég er meö hluta af þessum
grafikmyndum hér á sýning-
unni, og svo nokkrar alveg nýj-
ar.
— Eftir aö ég kom hingaö til
lands i byrjun október, ftír ég
strax aö svipast um eftir
hentugriferö umhverfis landiö,
þvi ég átti ekki aö byrja strax,
og verkfalliö var aö skella á.
Þaö varö úr aö ég fékk far
með Hekiu, sem var aö fara I
hringferð austur um land.
Aö þessu sinni vann ég meö
olíupastel, sem sumir nefna nú
„barnaliti”, þvi þeir eru oft
gefnir börnum. Þetta geröi ég
einkum vegna þess aö þaö voru
ekki einvöröungu hin marg-
breytilegu form sem freistuðu
min, heldur lika litbrigðin. Is-
lendingar eru glaölyndir I litum
og þaö er landið reyndar lika.
Ég kepptist nú við aö gera
myndir meö þessum litum á
hinum ýmsu stööum og er ég
vægast sagt mjög ánægöur meö
árangurinn.
Ég hafði lítillega unniö I oliu-
pastel áöur. Réttgripiö i þetta:
taldi aöeins aö þessir litir hent-
uöu fremur til þess aö afla efnis
til frekari úrvinnslu siöar.
Það fór samt svo aö ég fór aö
fullgera myndir i þetta efni,
oliukritina og er árangurinn til
sýnis hér og nú.
— Þetta var skemmtileg
reynsla fyrir mig. Ég haföi
haldiö þvi fram m.a. viö nem-
endur mina viöa um heim, aö
allt gæti breytzt hjá listamönn-
um —nema liturinn.hann fylgdi
þeim gegnum lifið eins og
skuggi: hann væri aðeins hluti
af skapgerð þeirra sjálfra.
Nú verð ég fyrir þvi aö litur-
inn breytist hjá mér, og þaö er
skemmtileg reynsla.
Þaö er örðugt aö blanda oliu-
krit. Þú verður þvi aöeins aö
velja þér lit af fyrirfram-
ákveðinni gerö af hálfu verk-
smiðjunnar. Þetta er dálitiö
óþægilegt ifyrstu, en svo veröur
þú brátt djarfari, þrátt fýrir
annars meðfædda tortryggni,
sem byggö er á langri reynslu I
myndlistum, aö nýjungum beri
aö taka meö talsveröri gát.
Ég geröi margar myndir á
skipinu ogundanfarna daga hefi
ég keppst viö aö fullgera þær,
þvi þær eru geröar á ögurstund,
eöa spontant, eins og þaö heitir
á máli myndlistarmanna.
Ef ég ber þessar myndir
saman við hið meöfædda „lita-
kort” mitt, þá er árangurinn
stórkostlegur, þ.e.a.s. fyrir mig
persónulega.
Á íslandi skiptir listin
máli.
— ÞU kemur oft til tslands
hver er ástæðan?
— Ég veit þaö ekki sjálfur og
spyr mig reyndar oft að hinu
sama sjálfur, og svo er ég auð-
vitaö oft spuröur um þetta af
ýmsum sem ég hitti.
Ég kom hingað fyrst fyrir
hálfum öörum áratug, og þá
meö Gullfossi. Þetta var
ógleymanleg ferö og siöan hefi
ég komiö aftur og aftur.
Ég er alinn upp i milljónaborg
viö allt önnur skilyröi en hér
eru, eða nánar til tekið i
Múnchen.
Ég feröast mjög mikiö vegna
atvinnu minnar, dvaldi oft lang-
dvölum i Frakklandi,ltaliu og á
Spáni.
Nú er þetta breytt og ég reyni
aö dvelja sem mest á íslandi.
Ég er ekki trúmaöur á kenn-
ingar en ef endurholdgunar-
kenningin fengi staðizt þá hefi
ég vafalaust veriö Islendingur I
fyrra lifi. Mér finnst ég hugsa
eins og íslendingur, og ég kann
betur viö mig hér á landi en t.d. I
MÚnchen hvaö sem þvi annars
veldur.
Hér á ég fjölda vina sem ég
hitti daglega. 1 stórborgum er
lifið típersónulegt. Einmana-
leikinn er fjölmennisvandi en
þekkist naumast I strjálbýli.
Þar hafa allir smámunir mikla
þýöingu en menn veröa stórir i
sniðum og skemmtilegir.
Myndlistaráhugierlika mikill
á Islandi, eins og i allri noröan-
veröri Evrópu. Suöur-Evrópu-
búarhafa minni áhuga á mynd-
list, almennt.
Ég hafði til dæmis aldrei selt
verkamanni mynd fyrr en ég
kom til íslands. Þaö var stór-
kostleg reynsla, næstum
ómælanleg viöurkenning. Það
var Ketill, verkamaöur hjá
Eimskip en hann er mikill
kunstner I lifinu.
Sama er upp á teningnum 1
Noröur-Þýzkalandi þar er al-
mennur áhugi og svo fer hann
vaxandi eftir þvi sem norðar
dregur. Danir, Sviar og Norö-
menn haf a áhuga á list og sama
er að segja um ísland. Þar
skiptir listin máli og þar vilja
listamenn eiga heima, sagöi
Rudolf Weissauer aö lokum.
Jónas Guðmundsson