Tíminn - 28.10.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.10.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. október 1977 13 A si&ustu dögum hafa hinir ábyrgari aöilar innan BSRB oröiö fyrir höröum ádeilum af hálfu æsingakenndra afla innan samtakanna. Auövitaö er eöli- legast aö ræöa mál sem þessi i samtökunum sjálfum, en þar sem formaöur og framkvæmda- stjóri BSRB hafa valiö sér fjöl- miöla landsins sem vettvang, þá veröur ekki hjá þvi komizt aö svara á sama vettvangi. Verkfallsvopniö A árunum 1915 til 1976 voru I gildi hér á landi lög, sem bönnuöu opinberum starfs- mönnum aö beita verkfalls- vopninu I kjarabaráttu sinni. Talsmenn opinberra starfs- manna hafa þvi oröiö aö berjast vopnlausir fyrir kjörum sinum, meðan aörir hafa oft beitt verk- föllum af fullri hörku, enda hafa kjör þeirra, a.m.k. hina si&ustu áratugi, veriö mun lakari en gerzt hefur á hinum frjálsa vinnumarkaöi. En hvernig fengu opinberir starfsmenn þennan aukna samningsrétt á siöasta ári? Aö minu mati ná&ist þessi árangur meö þvi, aö sannfæra nauman meirihluta alþingismanna um aö opinberir starfsmenn væru færir um að fara meö verkfalls- réttinn án þess aö misnota hann. Þaö voru forystumenn BSRB og þá ekki siöur forystumenn ein- stakra hinna stærri bæjar- starfsmannafélaga, sem unnu aö þvi aö fá lögin frá 1915 afnumin. Jafnframt var þvi margoft lýst yfir innan samtak- anna, aö ekki ætti aö beita þessu vopni nema I ýtrustu neyð, þ.e. sýna vopniö en beita þvi af fyllstu gát. Hverjir hafa staðið viö þessi orö sln nú? Um þaö veröur hver og einn aö dæma að fenginni reynslu. Aö mlnu mati er þaö ekki til farsældar fyrir okkur opinbera starfsmenn, ef forystumenn okkar meta meira að vinna sér lýöhylli innan sam- takanna heldur en aö vera sjálf- um sér samkvæmir og taka ábyrga afstöðu. Viö erum aö visu óvanir vopnaburöi sem þessum og klaufaleg mistök þvi eölileg. Stærstu mistökin Aö minu mati veröa stærstu mistökin þó tæplega afsökuö meö viövaningshætti. Þessi mistök voru þau, a& halda áfram aö sarga verkfallsvopn- inu 1 bein rikisvaldsins dag eftir dag og nótt eftir nótt, eftir að fyrirsjáanlegt var aö árangur yröi enginn fram yfir þaö, sem fórnaö var. Næstum allir þóttust þessa daga sjá, aö mismunurinn á fórnum félagsmanna og ávinningi þeirra yröi neikvæöur i krónutölu, þó ekki sé talað um ska&a þjó&arinnar i heild og þá jafnframt okkar sjálfra sem einstaklinga. Augu forystu- manna BSRB virtust ekki lengur opin fyrir þessum staö- reyndum. Svo var aö sjá, aö sama heföi hent þá og það, sem stundum kemur fyrir börn aö leik i sandkassa, einkum þegar þau hafa eignazt góðar skóflur, þeir virtust hafa mokaö sandi i augun hver á öðrum, þannig aö þeim förlaðist sýn. Fyrir opinbera starfsmenn er ekki einungis um verulegan skaða aö ræöa, heldur er augljóst, að verkfallsvopniö hefur aldrei sömu egg aftur, eftir aö þaö hefur veriö mis- notaö eins og nú. Samningar bæ jarstarf smanna- félaganna Sjá má, aö formanni BSRB hefur nú tekizt aö gráta sandinn úr augunum og hefur séð sln eigin mistök. Þaö er ekki nema mannlegt a& reyna aö bjarga sjálfum sér frá skipbroti, en óneitanlega er hart að þurfa aö gera þaö á kostnaö einstakra félaga i þeim samtökum, sem hann er sjálfur forsvarsmaður fyrir. Reynslan sýnir aö þaö er einmitt meö hinum sjálfstæöa samningsrétti einstakra bæjar- starfsmannafélaga, sem flestar kjarabætur opinberra starfs- manna hafa upphaflega fengizt. Má fyllilega ætla, að svo veröi ekki siöur nú eftir aö samnings- rétturinn hefur veriö aukinn. Sem dæmi um þær kjarabætur, sem bæjarstarfsmannafélögin hafa haft forystu um, má nefna eftirfarandi: Vinnuskylda féll niður á laugardögum fyrir skrif- stofufólk og ýmsa aöra starfshópa. Aukin réttindi fyrir lausráöiö fólk I veikindum. Hækkaö vaxtaálag. Færsla á milli launaflokka eftir 15 ára starf, og siöast en ekki sizt, persónuuppbótin I desember eftir vissan starfsaldur, sem StRv samdi um fyrst allra bæjarstarfsmannafélaga áriö 1974. Allar þessar kjarabætur og margar fleiri hafa rikisstarfs- menn fengiö á eftir bæjarstarfs- mönnum. Hafa ber i huga, að bæjar- starfsmannafélögin gerðu öll mun betri samninga nú eftir nokkurra daga verkfall, heldur en félögum ríkisstarfsmanna stóð þá til boöa. Aö minu áliti og flestra annarra, sem aö þessum samningum stóöu, þá vorum viö aö vinna heildarsamtökunum gagn meö þessum samningum. Þeim var auðveldara aö fara I kjölfariö og binda þannig endi á verkfalliö án verulegra fórna. Rikisstarfsmenn hafa ekki hingaö til hikaö við aö taka upp i kröfur sinar þau atriöi, sem bæjarstarfsmenn höföu áöur fengiö. Höföu pólitísk sjónarmið áhrif á gerð samninga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar? 1 þau 12 ár, sem ég hefi átt sæti I stjórn St. Rv. hefur ávallt tekizt aö halda félaginu utan viö pólitisk átök. Engum hefur heldur tekizt aö notfæra sér félagiö sjálfum sér til fram- dráttar vegna metnaöar til pólitisks frama. Sjálfsagt er auövelt aö klína pólitisku óaröí á stjórn og fulltrúaráð St.Rv viö þá, sem þar þekkja ekki til verka. Menn þurfa þó ekki ann- a& en kynna sér máliö til aö komast aö hinu sanna þar um. Ennfremur ættu menn aö geta dregiö ályktun af þvi, aö samn- ingarnir voru samþykktir á sameiginlegum fundi stjórnar og fulltrúaráös meö 67 atkvæö- um gegn tveimur. Til gamans má benda á, aö forsvarsmenn BSRB, sem nú vilja flokka samninga St.Rv. undir pólitiskt afkvæmi, létu dagblööin hafa eftir sér þau um- Ingimar Karlsson. mæli, aö samningar bæjar- starfsmannafélaganna gætu oröiö lyftistöng fyrir bandalag- iö. úrskurðir kjaradeilunefndar Ein af forsendum fyrir þvi, aö ný lög voru sett um verkfallsrétt opinberra starfsmanna, var sú, aö sett yrði á stofn svonefnd Kjaradeilunefnd. Störf þessarar nefndar hafa veriö gagnrýnd meö háværum hætti af nokkrum talsmönnum BSRB. Þar sem ég hefi setið flesta af þeim u.þ.b. 50 fundum, sem nefndin hefur haldiö, sem varafulltrúi, til- nefndur af BSRB, þá hefi ég kynnzt störfum nefndarinnar nokkuö náið. Mér finnst þvi rétt aö lýsa undrun minni á sumu af þvi, sem fram hefur komiö i hennar garö. Aö minu áliti hefur nefndin leitazt við aö finna sem réttasta lausn á hverju máli, þótt meö engum hætti veröi komizt hjá misjöfnu mati á ein- stökum úrskuröum, bæöi i nefndinni sjálfri og utan hennar, þar sem viða eru menn tilbúnir aö gagnrýna án þess aö þekkja nægjanlega til málanna. Eitt dæmi um þaö eru ummæli vara- formanns verkfallsnefndar BSRB i fréttaauka útvarpsins i gær. Þar lýsti hann undrun sinni á þeim úrskuröi nefndarinnar aö veita undanþágu til tollaaf- greiöslu á græölingum fyrir nokkur hundruö þúsund krónur, sem lágu undir skemmdum, og bar þaö saman viö synjun nefndarinnará afgreiöslu flutn- ingaskips meö hráefni fyrir 2 milljaröa kr. til álversins. Trú min er sú, aö eitthvaö heföi ver- iö „sungiö og kveöiö I Saur- bæjareldhúsi”, ef báöir þessir úrskuröir heföu veriö felldir gagnstæöir. Niðurlag Þaö hafa oröiö mér nokkur vonbrigöi aö fylgjast meö vinnubrögöum forystumanna okkar opinberra starfsmanna i nýafstöönu verkfalli og eftir aö þvi lauk. Sérstakur samnings- réttur starfsmannafélaga sveitarfélaga er staöreynd. Meö þvi er alls ekki gert ráö fyrir aö samningar þeirra skuli fara i kjölfar samninga BSRB við rikisvaldið. Þaö er þvi alvarlegt Ihugunarefni, þegar formaöur BSRB og framkvæmdastjóri fordæma lausn á kjaradeilu félagsmanna sinna viö Reykja- vikurborg, sem gerð var eins fljótt og vel og oröiö gat. Aö lokum vil ég vona, aö for- ystumönnum BSRB takizt meö sinni reynslu og dugnaöi aö vinna bandalaginu aftur það álit, sem þaö áður haföi. At- buröir slðustu vikna sýna, aö þótt viö starfsmenn bæjarfélag- anna eigum félagslega sam- stööu með BSRB, þá er okkur og rikisstarfsmönnum nau&synlegt aö viö höfum kjaralega sér- stöðu. Reykjavik, 27. október 1977 Ingimar Karlsson: Verkfallsvopninu sargað í bein Blæðingarsjúkdómafélag íslands hefur starfsemi sína Miövikudaginn 27. október næstkomandi veröur haldinn fyrsti fræöslufundur nýstofnaðs Blæöingarsjúkdómafélags Is- lands.Fundurinn veröur haldinn i Domus Medica og hefst klukkan 20.30. Guömundur 1. Eyjólfsson læknir sérfræðingur I blóðsjúk- dómum, flytur þar erindi um ' blóöið og storkukerfi þess. Er þetta fyrsti fyrirlestur I væntan- legri röö fyrirlestra til aukins skilnings blæ&ingarsjúkra skyld- menna þeirra og annarra áhuga- manna á eöli blæöingarsjúkdóma og er þá átt viö sjúkdóma i storkukerfi blóösins sem geta valdiö blæöingum af litlu sem engu tilefni. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum og einkum þeim, sem hafa hug á a& styrkja félagiö meö þvi aö gerast félagar. Þeir sem skrá sig i félagið á fundinum munu auk þeirra, sem þegar eru fyrir teljast stof nendur. llögum félagsins sem samþykkt' voru á stofnfundi þess 16. júni si&astliöinn, kemur fram aö hlut- verk þess sé aö vinna aö þvi aö meöferö blæöingarsjúkra veröi ávallt i samræmi við beztu þekk ingu með aukinni menntun heil- brigðisstétta um vandamál blæöingarsjúkra meö almennri fræðslu um blæöingarsjúkdóma og með samstarfi við innlend og/eöa erlend samtök sem vinna aö sama markmi&i. A stofnfundinum var líka sam- þykkt aö sækja um aðild aö Al- hei mssamtökunum um blæöingarsjúkdóma (World Federation of Hemophilia WFH) og á árlegu þingi samtakanna, sem haldiö var I New York i lok júni'var Blæöingarsjúkdómafélag lslands formlega tekiö inn I þau viö viröulega athöfn ásamt félög- um frá Indónesiu, Jamaica, Keniu, Kuwait, Malasfu og Nicaragua. Eru þar meö komnir meðlimir f WHF frá 53 löndum, þar á meöal frá nær öllum Evrópulöndum. A þessu þingi samtakanna sem sótt var af Sigmundi Magnússyni lækni, voru fluttir margir visindafyrirlestrar um fræöilegar nýjungar auk yfirlitsfyrirlestra um ýmsa þætti meöferöar eins og hún er bezt þekkt i dag. Má þar t.d. nefna svokallaöa heimameö- ferö sjúklinga sem byggirá þviaö þeir eöa aöstandendur beirra hafa i frysti sinum efniö sem þarf til aö stööva blæöingar og sprauta þvi sjálfir i æö, þegar þeir telja ástæðu til. Venjan hefur veriö aö blæöingarsjúklingar koma til meðferðar á spitala þegar þeir verða fyrir innri blæöingum en sú töf sem af þvi verður hefur oft leitt til meiri blæöinga og I framhaldi af þvi til langrar spitaladvalar og vinnu- taps auk varanlegra skemmda á liöum, sem ella heföi aö mestu mátt koma I veg fyrir. Auk árlegs þings vinna al- heimssamtökin WFH aö þvi aö bæta a&stöðuna til lækninga meö ýmsum öörum hætti. Má þar nefna aö þau hafa valiö viöur- kenndar alþjóölegar þjálfunar- miöstöövar I tengslum viö sjúkra- hús og háskóla og veita þau siöan læknum og öðru starfsfólki i tengslum viö blæöingarsjúkdóma styrki til nám viö þær. Þá gefa þau út rit um meðferö sjúkdóm- anna og skrá um lækningarmiö- stöövar í meölimalöndunum sem sjúklingar á ferðalögum geta leitaö til. Eitt stærsta vandamáliö sem samtökin hafa látiö til sin taka er þó aö tryggja aö alltaf séu tilnægarbirgöiraf blóöieöa blóö- hlutum til lækninga og aö enginn fariá mis viömeöferö vegna fjár- skorts.Vandinnersáaö bæöi þarf mikiö af blóöi til aö fullnægja þörfinni og dýrt er aö vinna úr þvi blóðhlutana til lækninga. Hér á landi hefur meöferö blæöingarsjúkra veriö á höndum ýmissa lækna, en sérstök mi&stöö meö sérþjálfuöu starfsliöi hefur ekki veriö til staöar. Meö stofnun Blæöingarsjúkdómafélag Islands og aöild þess að WFH hefur skapazt aöstaöa til aö vinna skipulega aö bættri meöferð blæöingarsjúkra jafnframt þvi sem aögangur aö kenndum þjálfunarstöövum hefur opnazt. Skráöir félagar eru nú 78. Stjórnfélagsinsskipa: Sigmundur Magnússon formaöur, Guö- mundur 1. Eyjólfsson varafor- maöur, Asta Eyjólfsdóttir, gjald- keri, Sven Þ. Sigurösson ritari, Herbert Jónssœi, Sverrir Hall- grimsson og Olfar Þorsteinsson meöstjórnendur. I HiIÁ T.OUMST AD, fuiigera HALLGRÍMSKIRKJU GÍRÓ 151009

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.