Tíminn - 04.11.1977, Page 2

Tíminn - 04.11.1977, Page 2
2 Föstudagur 4. nóvember 1977 erlendar fréttir John Vorster á óvæntu undanhaldi Pretoría — Reuter, 3. nóv. — Þau tióindihafa gerzt, að forsætisráð- herra aðskilnaðarstjórnarinnar suður-afrfsku, John Vorster, fellst á að afnema vegabréf þau, sem blökkumenn í Suður-Afríku hafa verið neyddir til að bera. Kemur þetta óvænt I kjölfar mik- illa ofsókna á hendur andstæðing- um Suður-Afrikjustjórnar, svört- um og hvitum. Vegabréf þessi hafa verið eitt af kúgunartækjum stjórnarvald- anna i Suöur-Afriku og meðal þess, sem mesta reiði hefur vak- ið. Vorster hefur einnig fallizt á, aö svartir verkamenn, sem settir hafa verið til starfa i byggöum hvitra manna, megi framvegis hafa konu sina og börn meö sér, enda séu þeir færir um aö sjá sér og þeim fyrir húsnæöi. Aöskilnað- ur fjölskyldna vegna vinnu heimilisfööurins fjarri heima- slóðum hefur lengi veriö eitt hinna óhugnanlegu fyrirbæra i skiptum þeirra hvitra manna, er meö völdin fara, viö svarta meiri- hlutann. Hingaö til hafa svartir menn, sem lögreglan, sem alls staðar er á hnotskóg, hefur klófest án vega- bréfa, sætt þungum sektum, ef ekki haröari viöurlögum. t þau hefur allt veriö skráö, er lögregl- an vill vita um hvern einstakling, svo sem hvort handhafi þess hef- ur goldiö skatt, oröiö sér úti um atvinnuleyfi á fyrirskipaðan hátt og ótal margt annað. I staö þessára vegabréfa eiga nú aö kopria persónuskirteini, sem gefin eru út i heimahéraði eöa heimalandi blökkumann- anna, en ekki af lögreglu Suð- ur-Afrikustjórnar. Oljóst er enn, hvort lögreglan getur eftir sem áöur heimtað skilriki af svörtu fólki aö geöþótta sinum, hvenær sem er og hvar sem er. Cedric Phatudi, forsætisráðherra á Lebowa-svæöinu sagöi um þessa nýjung, aö ekki myndidraga úr á- rekstrum nema þvi aðeins, aö jafnframt yrðu skorður reistar við ihlutun lögreglunnar. Vorster héltfund um máliö meö forystumönnum allra blökku- mannahéraöanna átta — þar I var Transkei bó ekki, þvi aö þaö eraömafninu til sjálfstætt land - nema eins þeirra. Höföingi Zúlu- manna, Gatshe Buthelezi, lét ekki sjá sig, þar sem hann taldi þaö timasóun eina að eyöa oröum viö John Vorster. Hann er mjög and- vigur sundurhlutun Suöur-Afriku- stjórnar á landinu I blökku- mannahéruö. Segir hann þaö hornstein aöskilnaðarstefnunnar, og blökkumenn geti ekki sætt sig viö, aö hvit stjórnarvöld dragi þannig strik á pappir og láti þaö heita landamæri. Schleyermálið og flugránið féþúfa Bonn-Reuter, 3. nóv. — Vest- ur-þýzka stjórnin hefur brugöizt hin reiðasta við þeim tiðindum, að útgáfufyrirtæki í Miinchen hyggst gefa út opinber gögn, varðandi ránið á Hans-Martin Schleyer og endaiok hans. 1 tilkynningu, sem rikisstjórnin sendi frá sér, er einnig vikiö aö flugvélarráðninu, sem tengdist Schleyermálinu, og Klaus Bölling hefur lýst yfir þvi, aö stjórnar- völdin hljóti að snúast öndverö Callaghan þakkar Brésnjev London-Reuter, 3. nóv. — James Callaghan sagöi í dag, að hann fagnaði stór- lega því boði Leonids Brés- njevs að stöðva allar til- raunir með kjarnorku- sprengjur og kvað það hina mikilvægustu ákvörðun. Callaghan lét þessi orð falla i ræöu I neöri deild brezka þings- ins. Hann bætti þvi viö aö þetta væri mönnum tákn þess aö sovét- stjórnin vildi i raun og veru mikiö til vinna aö lægja öldur I veröld- inni og draga úr viösjám. „Þetta er nokkuö, sem mér þykir hjartanlega vænt um”, sagöi hann. „Hið nýja tillag sovétstjórn- arinnar er til þess falliö aö þoka áleiöis algeru banni við kjarn- orkusprengingum og leiða til lykta þetta mál. Bandarikja- menn, Sovétmenn og Bretar hafa veriö aö þreifa fyrir sér um slikt bann siöan sllkar sprengingar bannaðar aö hluta með samningnum 1963”, sagöi hann. voru gegnslfkriútgáfu, þar sem það sé ekki heiðarlegur gróöavegur aö ætla að hafa slíka atburði aö fé- þúfu. Goldmann-útgáfan i Munchen er þegar I þann veginn aö senda ritið á markað, og segir Bölling, aö það sé gert I trú á fávizku fólks, þvi að allt hið sama og er I ritinu, sé unnt aö fá ókeypis frá stjórnarvöldunum. Munurinn sé sá einn, að sextán myndir eru i riti Goldmanns. En þaö eru fleiri en Goldmann, sem hyggjast sækja peninga á þessi sömu miö. Fyrir þremur dögum var skýrt frá þvi, aö kvik- myndafyrirtæki i Berlin hyggöist láta gera kvikmynd af ráninu og töku flugvélarinnar á flugvellin- um i Mogadishu. Landbúnaðarstefna Kínverja vanþróuðum þjóðum hollt fordæmi Róm 3. nóvember. — Þær þjóöir, sem dregizt hafa aftur úr, veröa sjálfar aö taka miklu meiri þátt i baráttunni gegn örbirgöinni og allsleysinu, ef árangurs á aö vera að vænta, sagöi framkvæmda- stjóri Matvæla- og landbúnaöar- stofnunar Sameinuöu þjóöanna, Edouard Saouma, er hann ræddi um aöalfund stofnunarinnar, sem haidinn er í þessum mánuöi til þess aö ræöa um fæöuskortinn i heiminum. Uppi eru miklar og réttmætar kröfurum mannréttindi, sem eru fyrir borð borin viöa i veröldinni, en þá eru að jafnaði höfö i huga mannréttindi af pólitisku tagi. Það eru þó fleiri grundvallarrétt- indi, sem fólk veröur aö njóta, ef þvi á aö vera lift meö þolanleg- um hætti. Meðal þeirra mannrétt- inda eru skilyrði og geta til aö uppfylla frumþarfir sérhvers manns til fæðis og klæðis. Brott- nám hungurvofunnar og þau mannréttindi að metta sig eru sennilega undirstaða allra ann- arra mannréttinda. En þvi fer fjarri, að sú undirstaöa sé til I fjölmörgum þjóðfélögum. A óra- viöum svæðum á hnetti okkar eru tugmilljónir manna, sem ýmist svelta heilu hungri eða eru átakanlega vannæröar — karlar, konur og börn. Þaö eru hundruö milljóna, sem eru órafjarri þvi að njóta þeirra Framhald á bls. 19. jTm‘" il1., 1 ——-- B r —^ nS 'sl HKEINN J I APPELSIXI m 1 i*ILS\EK 1 ■ XY3IJÓLK m CöLA | 1 VKXJULEGIB | IúOsíJRYKKIKJ SAFI IL. -J Prótín-innihald: 7,4 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 500, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Hreinn appelsínusaíi er auðugur af C-vítamínum. Verð á lítra kr. 282.- (öll ven> niióud vió 12.okt.1977) Prótín-innihald: 5 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 235» þær fást úr kolvetn- um og alkóhóli. Annað næringargildi: Viss B-vítamín fást úr pilsner. Verð á lítra kr. 237> Prótín-innihald: 34 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 630, þær fást úr prótíni, fitu og kolvetnum. Annað næringargildi: Mjólk er alhliða fæða. Hún er auðug af kalki, fosfór, A-vítamíni, Bi- og B2-vítamínum, einnig er í henni nokkuð af D-víta- míni. Verð á lítra kr. 92.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 420, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Getur innihaldið koffin. Verð á lítra kr. 170.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 430, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Breytilegt sykurinnihald. Verð á lítra kr. 192.- I'ra Mjólkuidagsnefnd.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.