Tíminn - 04.11.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.11.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. nóvember 1977 3 Kirkjukór Akraness syngur í Betlehem starf I þvi skyni. En auðvitaö verður það fé sem safnazt hefur aðeins dropi i hafið fyrir þennan 60 manna og kvenna kór. En þessi starfsemi hefur sýnt okkur, aö það verður samstilltur hópur, sem fer þessa för, staöráöinn i að gera hana sem bezta á allan hátt. Okkur er það ljóst, að er til Israel kemur erum viö ekki að- eins Akurnesingar heldur íslend- ingar fyrst og fremst. Fjáröflunin hefur aö mestu ver- iö með sama hætti og hjá öðrum félagasamtökum. Basarar, flóa- markaðir, skemmtun með blönd- uðu efni. Gefið var út auglýsinga- blað og ennfremur stóðu kór- félagar vaktir fjórar helgar við mannvirki á Grundartanga. Munu flestir meðlimir kórsins hafa komið þar við sögu. í sambandi við þetta má sér- staklega geta höfðinglegrar gjaf- ar, sem barst á liönu sumri frá Félagi borgfirzkra kvenna i Reykjavik, en þær sendu 100 þús- und krónur aö gjöf til fararinnar. Sýnir þetta frábæra ræktarsemi og áhuga á menningarmálum heimahéraösins. Það þarf mikiö átak til að hrinda i framkvæmd svona ferö og margt sem athuga þarf. Meöal annars hafa kórfélagar komið sér upp sérstökum klæðnaði til að koma fram i við söng. T.d. munu konur veröa klæddar batikkjól- um, sem hannaðir voru sérstak- lega fyrir þetta tækifæri af frú Katrinu Agústsdóttur, en konur i kórnum önnuðust saumaskapinn. Framundan er svo jólabasar með handunnum munum eftir kórfélaga. Siðast en ekki sizt verða svo að sjálfsögöu tónleikar á vegum kórsins áður en haldiö verðurutan. Söngstjóri kórsins er Haukur Guðlaugsson. AS-Mælifelli, 3/11. Undir náttmái sl. þriðjudag urðu hjónin á Vala- gerði f Seyluhreppi i Skagafirði elds vör í fjárhúshlöðu, sem er skammt frá bænum. Höfðu þau þegar samband við slökkviliðið i Spari- sjóðurinn í Kefla- vík 70 ára Mánudaginn, 7. nóv. voru liðin 70 ár frá stofnum Sparisjóðsins i Kefiavik. Aðaihvatamenn að stofnun sjóðsins voru: Þorgrimur Þórðarson, læknir í Kefiavik og Kristinn Danielsson, prestur að Útskálum. Sparisjóðurinn i Keflavik er einn af öflugustu sparisjóöum landsins. Innistæður viðskipta- manna eru yfir 1600 millj. króna. Stjórnarformaöur er Þorgrim- ur St. Eyjólfsson, en sparisjóðs- stjórar eru: Páll Jónsson og Tómas Tómasson. Gatnagerðarframkvæmdir fyrir útsvarstekjurnar áþ-Rvik. Miklar gatnagerðar- framkvæmdir hafa verið á Sauö- árkróki I sumar. Þekja var steypt og malbikuð að hluta á hafnar- garðinum, þannig að nú er komið varanlegt slitlag frá höfninni og að frystihúsum bæjarmanna. Unnið er samkvæmt tiu ára áætlun sem hófst i fyrra og eru framkvæmdir aðeins á eftir áætlun. Þess ber þó að geta að þær götur sem voru teknar fyrir i sumar, reyndust erfiðar viður- eignar, þar sem skipta þurfti bæði um jarðveg og allar lagnir i þeim. Jarðvegsskiptingin og endur- nýjun á lögnum nemur um það bil 60 til 70% af heildarkostnaði. Þekjan er 200 metra löng og 15 metra breið, hún var siðan tengd með varanlegu slitlagi við Heiðarveg, en hann var mal- bikaður I sumar. — Hafnarsvæðið hefur alveg gjörbreytt um svip, sagöi Þórir Hilmarsson bæjarstjóri á Sauðár- króki. — Við erum núna búnir aö malbika að frystihúsunum og sláturhúsinu, og það á eftir aö lita betur út kringum húsin næsta haust, þegar búið verður aö snyrta til i kringum þau. Gatnagerðin I ár, ásamt fram- Framhald á bls. 23 Varmahliö og kom það að vörmu spori, en skammt að fara. Eldur- inn var orðinn það magnaður, er hans varð vart, að hlaðan gjör- eyðilagðist, — sjö ára hús, sem tók á áttunda hundrað hesta og var troöfullt upp i mæni I hey- skaparlok i haust. 1 gær kom i ljós, hjónum i Vala- gerði, Hauki Ingvarssyni og Val- disi Gizurardóttur, til mikillar undrunar, að heyið var vátryggt en hlaðan ekki. Eru orsakir þær, að fyrir nokkrum sumrum vá- tryggðu þau hey og hafa siðan endurnýjaö þá tryggingu með af- gjaldi árlega, en þau álitu aö þau væru að greiða iðgjöld af útihús- um. A nágrannajörðinni, Valadai, sem hefur verið nytjuð án fastrar búsetu sl. fimm ár, eru ágæt fjár- hús og hlaða. I ráði er að Vala- gerðisféð veröi haft þar að mest- um hluta i vetur, og heyinu, sem til verður keypt, komið þar fyrir. A það má minna, sem frá var sagt I blaðinu þann 20. september sl., að hlöðubruni varð á Bjarma- landi I Lýtingsstaðahreppi, en þar býr Jóhanna Björnsdóttir móðir Hauks I Valagerði. Fé hennar haföihann tekið vegna heybrunans hjá henni. Kirkjukór Akraness undirbýr nú ferð sina til Landsins helga. En sem mörgum mun kunnugt var honum boðið um siðustu jói, aö syngja við jólahátiðina i Betle- hem. Ekki varð þó af þvi að kór- inn gæti þegið boðið i það sinn, en nú er unnið af fullu kappi við æf- ingar og annan undirbúning. Kórinn hefur meðal annars staðiö fyrir fjáröflun á liðnu ári og hafa félagar lagt fram mikiö Viktor Pikaizen fiðluleikari, Alexei Krassilnikof fyrsti sendifuiitrúi Sovétmanna hér á landi, tvar Jóns- son formaöur MtR, Evgenia Seidel pianóleikari og Veronika Kazbanova söngkona. Mynd: Haukur Már — Sovézkt listafólk og fyrsti sendifulltrúinn hér komin í heimsókn af því tilefni SJ-Reykjavik. 60 ára afmæiis Októberbyitingarinnar i Rúss- landi veröur minnzt á hátiðar- fundi og tónleikum i Austur- bæjarbiói laugardaginn 5. nóvember kl. 14. I upphafi samkomunnar flytja stutt ávörp þeir Einar Agústsson utanrikisráðherra, Antoni Szymanowski sendifulltrúi Pól- verja, Bjarni Þórðarson fyrrum bæjarstjóri i Neskaupstað og prófessor Alexei Krassilnikof fyrsti sendifuiltrúi Sovétrikjanna á Islandi, en hann starfaði hér á árunum 1943-46, hann er einn af varaformönnum félagsins Sovét- rikin-Island. Sérstakir gestir eru komnir hingað frá Sovétrikjunum I tilefni byltingarafmælisins og koma þau fram á hátiðarfundinum. Þau eru Viktor Piakaizen, einn fremsti fiðluleikari Sovétmanna og margverðlaunaður sem sllkur, Veronika Kazbanova einsöngvari hjá Moskonsert og Evgenia Seidel pianóleikari, kunn listakona og undirleikari. Þau héldu einnig tónleika i Fjölbrautaskólanum á Akranesi I gærkvöldi. A hátiðarfundinum koma einnig fram islenzkir og tékk- neskir listamenn. Pavel Smid leikur á rafmagnsorgel, tékk- neskt-islenzkt trió flytur verk eft- ir Bach, en trióið skipa þau Anna Rögnvaldsdóttir, Stefan Sojka og Violeta Smidova.Fjögur félög gangast fyrir hátiðarfundinum og tónleikunum i Austurbæjarblói: Tékknesk-íslenzka félagið. Félagið Island—DDR, Pólsk-is- lenzka félagiö og MIR, ásamt sendiráðum viðkomandi rikja. Aögangur að samkomunni og tónleikunum er öllum heimiil og ókeypis. Prófessor Alexei Krassilnikof starfar nú viö háskóla I stjórn- málafræðum og alþjóðaviðskipt- um iMoskvu. A blaðamannafundi vegna byltingarafmælisins minntist hann erfiðrar sóknar Sovétrikjanna til að skipuleggja stórveldi sitt, styrjaldir heföu verið þar þrándur i götu, en nú ættu Sovétmenn 20% aðild að iðn- framleiðslu heimsins i staö 4% 1913. Hann gat þess einnig að 25% af öilum læknum i heiminum væru sovézkir. Framhald á bls. 23 Konur úr kórnum við vinnu á batikkjólunum. Verzlunarráð þingar um ný- sköpun íslenzkra f jármála GV-Reykjavik. 1 gær var sett viðskiptaþing Verzlunarráös íslands I Kristalsal Hótel Loftleiöa og stendur ráðstefnan I tvo daga. Ráð- stefnustjóri er Albert Guðmundsson alþingismaður og varafor- maður V í. GIsli V, Einarsson formaður VI. setti ráöstefnuna og næstur flutti Geir Hallgrimsson ávarp. Gisli V. Einarsson flutti þá stefnuræðu og f jallaöi i henni um nýsköpun Islenzkra f ján^ála. 1 ræðu sinni setti Gisli fram drög að tillögu um nýskipan fjármagnsmarkaðar á íslandi, sem skiptast i sjö aðalatriði: Tillögu um bretingar á starfs- semi Seðlabankans, að laga- ákvæðum um vexti i viöskiptum þurfi að breyta I lögum um lausafjárkaup og I lögum um bann við okri.dráttarvexti, o.fl. Að lögum um verðtryggingu fjárskuldbindinga verði breytt, að i lögum um erlendar fjártök- ur eru settar hömlur sem þarf að afnema. Að rýmka skuli ákvæöi i ýmsum sérlögum um atvinnugreinar, um erlendan eignarhluta i félögum, að al- menn þátttaka I atvinnustarfs- semi verði aukin og tillögur um hvernig það geti oröiö. Að lok- um talaði GIsli um i þessu sam- bandi útlánakjör fjárfestinga- cíóða oe brevtingar á þeim, ef gerðar yrðu þær breytingar á fjármagnsmarkaði sem áöur voru raktar. A ráðstefnunni var siðan fariö nánar út i þau atriði, sem Gisli rakti i ræðu sinni. Ólafur B. Ólafsson flutti erindi um þjón- ustu innlendra lánastofnana við atvinnulifið. Þá flutti næstur er- indi Viglundur Þorsteinsson og fjallaði hann um spurninguna: Hverjir hafa aðgang að erlendu fjármagni. Erindi Ottós Schopka var um grundvallar- skilyröi eðlilegs fjármagns- markaðar á Islandi. Fyrri ráð- stefnudeginum lyktaði með hóp- umræöum i sjö hópum: 1. Þjónusta viöskiptabank- anna við atvinnulifið 2. Lánasjóöir og opinber fjár- skömmtun 3. Erlent fjármagn, eðlileg fjármögnun 4. Seölabankinn og stjórn peningamála. 5. Fjárfesting, arðsemi og hagvöxtur 6. Skilyrði og þörf veröbréfa- markaðar 7. Vextir, visitölubinding og verðbólga. Siöari ráöstefnudaginn flytur Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri ræöu. Þvi næst munu um- ræðuhópar skila niðurstöðum. Siðan verða pallborösumræöur um: Er þörf á nýsköpun is- lenzkra fjármála? Þátttakend- ur eru: Benedikt Gröndal, Jón Skaftason, Lúövik Jósepsson, Magnús Torfi ólafsson og Ólaf- ur G.Einarsson. Spyrjendur eru Höskuldur Ólafsson og önundur Asgeirsson. Ráðstefnunni lýkur með almennum umræöum og verða þá ályktanir afgreiddar. 60 ára afmælis Október- byltingarinnar minnzt Hlöðubruni í Seyluhreppi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.