Tíminn - 04.11.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.11.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. nóvember 1977 n Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprenth.f. Um það verður spurt í lýðræðisriki með frjálsu athafnalifi og samn- ingsrétti launþegasamtaka er það ljóst að allar róttækar stjórnunaraðgerðir i efnahagsmálum verða að njóta mjög almenns skilnings og atfylgis ef þær eiga að ná fullum árangri. Þetta kom ljós- lega fram á árinu 1974 þegar Framsóknarmenn lögðu fram ýtarlegar tillögur um viðnám gegn verðbólgunni. Þáverandi stjórnarandstaða hljópst þá undan merkjum, og ekki náðist sam- staða um stjórnarstefnu fyrr en að loknu þingrofi og kosningum. Þvi miður hefur reyndin orðið sú, að allmargir hafa leikið þann leik að ýta undir verðbólguna i von um stundargróða. Á það verður ekki of oft bent að allt heiðarlegt ráðdeildarfólk tapar beinlinis á verðbólgu. Skuldarar og sukkarar geta grætt um hrið, en þegar dæmið verður gert upp mun einnig spilaborg þeirra falla. Nú er mikið um það rætt að verðbólgan muni aftur taka kipp upp á við á næstu mánuðum i kjöl- far þeirra kjaraákvarðana sem teknar hafa verið á þessu ári. Það er ekki að efa að rikisstjórnin mun leita eftir viðtæku samkomulagi um það að hjá slikri öfugþróun verði komizt. Stjórnarstefnan hafði náð þeim árangri á fyrra hluta þessa árs að verðbólgan hafði gengið niður i sem næst 27% á ári og án þess að atvinnuöryggi raskaðist. Þetta er meiri árangur en rikisstjórnir nágrannalandanna geta státað af flestar hverjar, og einkum ef litið er til verðbólgunnar hérlendis næstu árin á undan. Á næstu mánuðum verður spurningin með öðr- um orðum sú, hvort allur almenningur hefur gert sér grein fyrir þvi sem I húfi er og er reiðubúinn til þess að bera þær byrðar sem óhjákvæmilegar verða. Þær byrðar eiga að geta verið léttbærar vegna þess að með þeim er verið að leggja grunn batnandi kjara og betri þjóðarhags, sé við það miðað að þeim verði réttlátlega skipt. Og það skil- yrði verður vitanlega að uppfylla. í þessu efni verður ekki sizt tekið eftir viðbrögð- um þeirra sem forystu hafa fyrir launþegasam- tökum og samtökum atvinnuveganna. í hópi þeirra verður m.a. fylgzt með viðbrögðum for- ystumanna þeirra launþegafélaga sem á siðast- liðnu vori notuðu sérkröfur sinar til þess að riðla þeirri launajöfnunarstefnu sem samið hafði verið um i almennum heildarsamningum. Það kemur fyrir litið að krefjast þess að rikis- stjórnin taki fast I taumana ef fjármagnseigendur og launþegasamtökin leggjast á eitt um að toga hver i sina áttina. Af sliku geta aðeins hlotizt átök um það hver það er sem forystu á að hafa fyrir þjóðfélaginu og stefnu þess, en þannig yrði nauð- synlegum viðbrögðum við vanda efnahags- málanna slegið á frest. Og sá frestur getur orðið dýrkeyptur. Þeir sem hafa gert sér fulla grein fyrir skaðan- um sem hlýzt af óðaverðbólgunni vita að hún vinn- ur gegn ráðdeildarfólkinu, gegn viðskiptalegum heiðarleika, dugnaði, sparsemi og nýtni. Á þessum eiginleikum byggist hvert það þjóðfélag sem hvilir á traustum grunni. Þjóðfélag skuldarans, sukkar- ans, braskarans og letingjans er reist á sandi. Fyrstu veður munú brjóta það niður. Á næstu mánuðum verður spurt hversu margir og áhrifarikir þeir eru sem raunverulega vilja takast á við verðbólguna. Rikisstjórnin mun leita atfylgis þeirra við aðgerðir sinar. JS ÍÍUiM'Íi ERLENT YFIRLIT Klofnar Júgóslavía við fráfall Titós? Pjóðernisvandamál valda ágreiningi hans og konu hans HUNG RUMANIA Total popúlation: 21,560,000, SLOVENIA .1,792,000 N\ BOSNIA & “7 1HERZEGOVINA. \ 4,029,000 \ SERBIA 8,860,000 4,530.000 MACEDONI 1,784,000. 565,000 Uppdráttur, sem sýnir fylkin sex i Júgöslavfu og Ibúatölur FJÖLMIÐLAR ræöa fátt meira um þessar mundir en ágreining þann, sem bersýni- lega hefur risið milli Titós og konu hans og leitt hefur til þess, að hún hefur veriö höfð I eins konar stofufangelsi und- anfarna mánuði og hvergi fengið að koma fram opinber- lega. Helzt virðist það orðin niðurstaðan, að þjóð- ernismál hafi valdið ágreiningi þeirra. Kona Titos, Jovanka Broz Titó, er Serbi að ætt, alin upp i fjallahéraði I Króatiu, þar sem Serbar eru allstór minni- hluti. Jovanka, sem er 32 ár- um yngri en hinn 85 ára gamli eiginmaður hennar, er hjúkr- unarkona að menntun. Hún gerðist skæruliði siðustu ár heimsstyrjaldarinnar og bar þá saman fundum hennar og Titós og giftust þau skömmu siðar. Jovanka var þá og hefur verið siðan eldheitur serb- neskur þjóðernissinni og hefur viljaö tryggja yfirráö Serba í Júgóslavíu, en þeir eru fjölmennasta þjóðin þar, en alls eru þær sex talsins. Tltó er hins vegar Króati aö uppruna og markmið hans hefur verið aö halda þessum þjóðum sam- an á jafnréttisgrundvelli. Þannig hafa allar stöðuveit- ingar innan flokksins og rlkis- kerfisins miðazt viö þaö. Jovanka er talin hafa farið dult með skoðanir sinar eftir að hún giftist Titó, en hins vegar hafi boriö á þvi siðustu misserin, að hún hafi reynt að hafa áhrif á mikilvægar stöðu- veitíngar á þann hátt, að hlut- ur Serba yrði meiri en áöur. Þetta á hún að hafa gert á bak við Titó og hann brugðizt illa við, þegar honum bárust fregnir af því. Viðbrögö hans hafi orðið aö einangra konu sina og hætta öllum skiptum við hana. HVAÐ, sem hæft kann að vera i þessu, spá flestir þvi, að miklar þjóðernisdeilur muni blossa upp við fráfall Titós. Það er þvi engan veginn ólik- legt, að Jovanka hafi viljað treysta hlut Serba áður en til þess kæmi. Júgóslavia skipt- ist nú i sex fylki, sem hafa talsverða heimastjórn. Fylkjaskipunin fer í stórum Titó fær sér sneið af afmæliskökunni, sem Jovanka gaf honum, þegar hann varð 84 ára. dráttum eftir búsetu hinna sex þjóða, sem eru I landinu (sjá meðfylgjandiuppdrátt). Ibtíar Júgóslaviu eru alls tæpar 22 milljónir og eru Serbar lang- fjölmennastir eða tæpar 9 milljónir. Næst koma Króatar, sem eru 4,5 milljónir. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina nutu aðeins Serbla og Montenegro fulls sjálfstæðis, en hin fylkin voru hluti austurriska keis- aradæmisins. Þau voru þá sameinuð Serbiu gegn vilja ibúanna, enda uröu Serbar brátt mestu ráðandi I hinu nýja ríki, sem hlaut nafnið Júgóslavla. Sterk þjóðernis- hreyfing myndaöist þvl hjá öllum þessum þjóöum. Serbar kepptu að þvl að halda yfir- ráðum slnum, en hinar þjóð- irnar kröfðust meira sjálf- þeirra. stæöis, einkum þó Króatar. Titó hefur reynt aö koma á meira jafnræði milli þjóö- anna, eins og áöur segir, og hefur honum tekizt það furðu vel til þessa. Hvað eftir annaö hefur hann þó á sfðari árum gripið til hreinsana I kommún- istaflokkum hinna einstöku fylkja sökum þess, aö þjóö- ernissinnar hafa verið búnir að koma sér I valdastöður þar. EINS og áður segir, er Titó orðinn 85 ára gamall og á því vart langt eftir. Sá ótti virðist nokkuð almennur, að þjóð- emishreyfing muni magnast I öllum fylkjum Júgóslavíu við fráfall hans og ekki er óllklegt að Jovanka hafi haft það I huga, ef það er rétt, að hún hafi verð að reyna að styrkja stöðu Serba. Sumar ágizkanir eru á þá leiö, að Rússar kunni að róa undir, þvl að þeir vilja gjarnan innlima Júgóslavlu I áhrifasvæði sitt. Samkvæmt þessum ágizkunum leita Rússar helzt eftir samstarfi við Serba, og láta llklega um stuöning við þá. Bandarlkja- menn og Vestur-Evrópumenn myndu illa una þvl, ef RUssum tækist aö ná undirtökunum I Júgóslavíu. Það vakti þvl verulega athygli á dögunum þegar Harold Brown, varnar- málaráðherra Bandarlkjanna kom I heimsókn tíl Belgrad og ræddi við varnarmálaráð- herra JUgóslaviu og fleiri yfir- menn hersins. Varnarmála- ráðherra frá Natdrlki hefur ekki áður heimsótt Júgósla- vlu. Talið er, aö Titó hafi meö þessu viljað láta RUssa fá vissa viðvörun um aö fara sér hægt. Titó þykir hins vegar óllklegur til að semja við Bandarlkin um varnarmál. Stjómlist hans hefur veriö fólgin I þvi að ánetjast hvorki I austrieða vestri, en hafa vin- samleg sambönd ibáðar áttir. Þetta hefur honum tekizt furöu vel. Spurningin er, hvort eftirmenn hans geta leikið þetta eftir honum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.