Tíminn - 04.11.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 04.11.1977, Qupperneq 8
8 Föstudagur 4. nóvember 1977 Magnús Ólaf sson form. SUF; FORUSTA FRAMSÓKNAR í LANDHELGISMÁLINU — dæmi um góð áhrif flokksins í þjóðlífinu i samsteypustjórnum verða flest mál að byggjast á málamiðlun milli stjórnarflokk- anna. Núverandi stjórnarsamstarf er engin undantekning frá þeirri reglu. Þar verða flest mál að byggjast á málamiðlun milli höfuðandstæðinganna i íslenzkum stjórn- málum. Þar hriktir oft í stoðum og verða hörð átök þótt sjaldan séu þau borin á torg. Telja menn slikt skynsamlegra meðan stjórnarsamstarfið varir, að hafa þann háttinn á, þótt oft verði menn að una ýmsu, sem þeir vildu heldur að á annan veg væri varið. Þannig eru f jölmörg mál, sem framsókn- armenn eru ósáttir við hjá núverandi ríkis- stjórn og hefðu leyst á annan veg ef þeir hefðu einir ráðið. En f jölmörg eru líka þau mál, sem framsóknarmenn hafa komið til leiðar í þessu stjórnarsamstarfi og haft farsæla forustu um að leysa. Hól Alberts um framsóknarmenn Hitt er líka jafn Ijóst að fjölmörg mál hefðu sjálfstæðismenn viljað.leysa á annan veg ef þeir hefðu einir ráðið. Strax í upp- hafi þótti mörgum sjálfstæðismanninum það haft að framsóknarmenn yrðu jafn margir í ríkisstjórn og sjálfstæðismenn. Þá hef ur þeim ekki síður staðið ógn af því hve sterkur formaður f ramsóknarf lokksins, Ólafur Jóhannesson, hefur reynzt í þessari rikisstjórn. Eru þeir því ófáir sjálfstæðis- mennirnir, sem telja áhrif framsóknar allt of mikil. Nýjasta dæmið um það er sú yfirlýsing, sem einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Albert Guðmundsson, á að hafa gefið á f undi um að hann færi ekki oftar í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda kæmu þeir engu af sínum stefnumálum fram. Hörð yfirlýsing það, en óneitanlega felst í henni mikið hól um framsóknarmenn og viður- kenning á að þeir séu mun sterkari í núver- andi ríkisstjórn en sjálfstæðismenn. Forusta framsóknar AAörg dæmi mætti nefna um forustu framsóknar í ýmsum málum. Að sinni verður þó aðeins á eitt drepið. Þegar fundur Natólandanna var haldinn í Osló20. og 21. maí 1976, gerði Einar Ágústs- son utanríkisráðherra harða hríð að öðrum Natóríkjum vegna landhelgisdeilunnar við Breta og skýrði afdráttarlaust frá þeim vaxandi örðugleikum, sem á því væru fyrir Islendinga að halda áfram aðild sinni að bandalaginu, ef svo héldi f ram sem horfði í f iskveiðideilunni. Á þeim fundi óskaði Crosland utanríkis- ráðherra Breta eftir viðræðum við Einar Ágústsson um hugsanlegar leiðir til lausnar á fiskveiðideilunni. Þar sem í Ijós kom að breyting hafði orðið á afstöðu Breta til deil- unnar féllst Einar Ágústsson á að ræða málið óformlega og hlusta á tillögur Cros- lands. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra var um þetta leyti staddur í Finnlandi og kom þaðan fyrirvaralaust og gagngert til þess að taka þátt í þessum umræðum. Þarna setti Crosland fram drög að sam- komulagi, sem kynnt voru í utanríkis- og landhelgisnefnd Alþingis og síðan rædd í þingf lokkunum. Sögulegur fundur Þingflokkur og f ramkvæmdastjórn framsóknarflokksins hélt fund um málið 26. mai. Sá fundur stóð í fullar 5 klst. Þar voru hugmyndir Croslands krufnar til mergjar og ræddar lið fyrir lið. Sammála voru menn um að því aðeins bæri að gera samninga við Breta að tryggt væri að þorskastríð hæfist ekki að nýju og full viðurkenning fengist á yfirráðum fslend- inga yfir landhelginni. Á þessum grundvelli fengu ráðherrar Framsóknarflokksins um- boð til þess að vinna að málinu, en um fyrr- nefnd atriði var ekki neitt að finna i hug- myndum Croslands. Eftir að I jóst var að Bretar féllust á þessa úrslitakosti framsóknarmanna hófust samningaviðræður og lauk þeim með samn- ingi, sem gerður var í Osló. AAeginatriði hans var að þegar samningurinn félli úr gildi yrði það algerlega á valdi Islendinga sjálfra hvort þeir leyfðu veiðar innan 200 milna markanna eða ekki. Stjórnarandstaðan hafnaði strax öllum viðræðum við Breta á grundvelli tillagna Croslands og er alveg óvíst hvenær hefði fengizt viðurkenning á 200 mílunum ef þeirra ráðum hefði verið fylgt. En þing- flokkur sjálfstæðismanna samþykkti fyrir sitt leyti á einum stytzta fundi í sögu sinni, að viðræður skyldu hafnar á grundvelli hugmynda Croslands. Það er því Ijóst að einörð afstaða Fram- sóknarflokksins í landhelgismálinu leiddi til þeirrar niðurstöðu, sem fékkst. Nú heyr- istengin rödd um að sú niðurstaða hafi ver- ið okkur íslendingum óhagstæð. AAÓ Umsjónarmenn: Magnús Ólafsson Ómar Kristjánsson Mistök foreldranna oftast orsök afbrota unglinganna rætt við Arnþrúði Karlsdóttur, yngsta rannsóknarlögreglumann ríkisins Yngsti rannsóknarlögreglu- muöur rfkisins er Arnþrtíður Karlsdóttir. Hún er jafnframt önnur af tveim konum, sem eru starfandi rannsóknarlögreglu- menn, en alls eru rannsóknar- lögreglumennirnir tæplega 30. Auk þessara tveggja kvenna er Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. Arnþrúður Karlsdóttir er fædd i Flatey i Skjálfanda, en fluttist átta ára til Hifsavikur og' dvaldist þar til sextán ára ald- urs. Siðan hefur hún búið i Reykjavik. Hún stundaði nám við Kvennaskólann I Reykjavik og tók þaðán gagnfræðapróf, en settist að þvi búnu i Lögreglu- skólann. Siðan hefur hiin starfað Ilögreglunni I Reykjavfk, þar til hiin hóf störf hjá Rannsóknar- lögreglu rikisins fyrsta júli sl. Arnþrúöur hefur lagt mikla stund á íþróttir og m.a. var hún um skeiö i kvennalandsliði ts- lands i handknattleik. Nýlega tókum við Arnþrúði tali og spuröum fyrst hvort það væri mikiil munur að starfa hjá Rannsóknarlögreglu rikisins eða hinni aimennu lögregiu. — Vissulega er þar mikill munur, enda starfssviöið mjög ólikt. Viö fáum miklu umfangs- meiri mál til meöferöar en tiök- ast i hinni almennu lögreglu og starfiö er meira krefjandi en al- mennt gerist. Likar mér þvi mjög vel aö sinna þvi og mun betur en aö sinna hinum al- mennu lögreglustörfum. Þá er ekki siöur mikilvægt at- riöi aö vinnutiminn er reglulegri en i hinni almennu lögreglu, og loks vil ég geta þess aö þaö er sérstaklega góö stjórnun á Rannsóknarlögreglu rikisins og gott aö vinna undir stjórn þeirra manna, sem þar hafa valizt til forustu. Þaö er mikiö og gott samband milli rannsóknarlög- reglustjóra rikisins og hans undirmanna, og þetta góða samband og samstarf er undir- staöa þess aö unnt sé aö ná verulegum árangri I störfum. Er mikil verkaskipting milli manna innan rannsóknarlög- reglunnar? — Rannsdknarlögreglu ikisins er skipt I þrjár deildir, og sinnir hver deild ákveönum mála- flokkum. Ég starfa t.d. i deild þrjú. SU deild fjallar m.a. um bruna, smygl, barna- og ungl- ingamál, nauöganir, skirlifs- brot, sifskaparbrot og önnur mál, sem upp kunna aö koma og eru ekki ákveöin I verksviö hinna deildanna. Yfirmaöur hverrar deildar er lögfræðingur, og gefur hann sín- um undirmönnum fyrirskipanir um að hvaöa málum þeir skuli vinna. Jafnframt benda þeir okkur á lagalegu hliöar málsins. En slöan hefur hver rannsókn- arlögreglumaöur nokkuö frjáls- ar hendur um rannsókn málsins innan þeirra laga, sem viö vinn- um eftir. Hver eru fyrirferöarmestu málin I þinni deild? — Mál barna og unglinga eru alltaf á dagskrá, og liöur ekki svo dagur aö ekki sé veriö aö fjalla um eitthvert slíkt mál. önnur mál, eins og t.d. rann- sókn á bruna, eru sjaldgæfari, þótt eigi aö siöur geti þau oft oröiö mjög umfangsmikil. Arnþrúöur Karlsdóttir. Hver eru alvarlegustu afbrot barna og unglinga? — Þaö er erfitt aö segja hver eru alvarlegustu brotin. Ég lit svo á aö öll afbrot séu alvárleg. Þaö er alvarlegt ef barn fær sig t.d. til aö taka einhvern hlut ó- frjálsri hendi, enda leiðir slikt hnupl oft og iöulega til stærri af- brota. Þvi er mjög mikilvægt aö reyna strax aö komast aö þvi hvers vegna börnin leiðast út i sllkt og beita fyrirbyggjandi aögerðum sé þess nokkur kost- ur. Oftast er ástæöunnar fyrir afbrotum barna og unglinga aö leita á heimilum þeirra. Oft vegna þess aö foreldrarnir gera sér ekki grein fyrir þvi aö meö sinum afskiptum, eða afskipta- leysieruþau aöalaupp afbrota- mann. Hver eru algengustu svörin hjá börnum og unglingum, þeg- ar þau eru krafin sagna um ástæðurnar fyrir afbrotunum? — Þar eru margar ástæöur nefndar og vega þær misþungt I hverju tilfelli. Sem dæmi má nefna: Pabbi og mamma skilja mig ekki, drykkjuskapur for- eldranna, algert afskiptaleysi foreldranna um uppeldi barns- ins og hag, mistök foreldranna, sem þau reyna aö kenna börn- unum um, að foreldrarnir eru skilin, en slikt kemur oft miklu róti á tilfinningar barnsins, til- finningar, sem ekki er nægjan- lega mikiö tillit tekið til, og loks má nefna aö stundum má finna þá ástæöu aö barniö hefur feng- iö of mikla peninga hjá foreldr- um sinum og i raun getaö fengið allt, sem þaö langaöi I. Þetta verður til þess aö þaö hefur ekk- ert til að vinna, finnur engan til- gang i lifinu og hefur ekkert til að berjast fyrir. Þvi leiðast þessi börn stundum út i afbrot eingöngu vegna spennunnar og tilbreytingarinnar, sem slikt gefur. Vandamálin geta þvi alls staðarskotiöuppkollinum, bæöi á þeim heimilum, sem hafa allt til alls og eins þeim heimilum, þar sem ýmiss konar vandamál steöja aö i heimilislifinu. Eru þetta ekkinokkuð þungar ásakanir á hendur foreldrum, að ýmis unglingavandamál séu nær eingöngu þeirra sök? — Rétt er það, aö mörgum foreldrum mun þykja þessar ásakanir þungar og segja sem svo, aö ég ætti aö vita, aö þau ráöa ekkert við sin börn, hvaða ráöum, sem þau reyna aö beita. En er ekki ástæöa þess, hve iQa mörgum foreldrum gengur aö ráöa viö kannski einhver þeirra, sem ég hef þegar nefnt? Hvernig eruð þiö rannsóknar- lögreglumenn búnir undir það starf, sem þið þurfiö að inna af hendi? — Rannsdknarlögregla rikis- ins er mjög ung stofnun og þvi hafa sumir þeirra, sem þar starfa.ekki mikla starfsreynslu á sviöi rannsókna. Nýlega hófst námskeiö, sem standa mun nokkuö fram eftir vetri. Þetta námskeiö sækja allir rannsókn- arlögreglumennirnir og er ég þess fullviss, aö þar munum viö læra fjölmargt sem á eftir aö auövelda okkur starfiö veru- lega. Ég vona aö slik námskeiö veröi oftar haldin og veröi til þess aö efla og bæta rannsókn- arlögreglu rikisins. En stofnun hennar er aö minum dómi merkur áfangi I sögu dómsmála á Islandi og til verulegra bóta I allri réttargæzlu I landinu. Mó

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.