Tíminn - 04.11.1977, Síða 15

Tíminn - 04.11.1977, Síða 15
Föstudagur 4. nóvember 1977 15 popp kl. 10.25. Morguntón- leikar kl. 11.00: Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika Sónötu i A—dúr fyrir fiölu og pianó eftir César Frank. /Emil Gilels leikur Planósónötu nr. 2, op. 64 eft- ir Dmitri Sjostakóvitsj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Svona stór” eftir Ednu Ferber. Siguröur Guömundsson þýddi. Þór- hallur Sigurösson les sögu- lok (19). 15.00 Miðdegistónleikar „Hljómsveitarstjórinn á æf- ingu”, gamanþáttur fyrir bassarödd og hljómsveit eftir Domenico Cimarosa: Fernando Corena syngur við undirleik hljómsveitar: stj.: Bruna Amaducci. Andrés Ségovia og hljómsveitin „Symphony of the Air” I New York leika Gitarkonsert i E-dúr eftir Luigi Boccherini: Enrique Jordá stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15) Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 „Húsiö meö andlitið”, smásaga eftir Hugrúnu Höfundur les. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 19.:- Byrgjum brunninn Grétar Marinósson og Guöfinna Eydal sálfræöingar fjalla um velferö skólabarna og tryggingu hennar: - siöari þáttur. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islandsi Háskólablói kvöld- iö áöur: - fyrrihluti. Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikari á pianó: Detlef Kraus frá Þýzkalandi a. Svita nr. 3 I D-dúr eftir Johann Sebastian Bach b. Pianósónata nr. 1 I C-diír eftir Johannes Brahms. - Jón Múli Amason kynnir tónleikana - 20.50 Októberdagar á Akureyri 1931 Stefán Asbjarnarson á G uöm undarstööum I Vopnafiröi flytur þriöja og slöasta hluta frásögu sinn- ar. 21.30 Ctvarpssagan: „Vlkur- samfélagiiö” eftir Guölaug Arason Sverrir Hólmarsson les (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi ólafsson les (26). 22.40 AfangarTónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórn. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 4. nóvember 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 auglýsingar og dagskrá. 20.30 Prúöu leikararnir (L) Aö þessu sinni fá Prúöu leikar- arnir leikbrúöuflokkinn The Mummenschanz I heim- sókn. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 21.55 Llfiö á Aran (Man of Aran) Fræg, bresk kvikmynd frá árinu 1934 um erfiða lifsbaráttu Ibúanna á eynni Aran úti fyrir strönd Irlands. Höfundur Robert Flaherty. Leikendur eru Ibúar eyjarinnar Aran. Þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. 23.10 Dagskrárlok. David Graham Phillips: SUSANNA LENOX JónHélgason vinna, getur þú keypt aðra til þess að inna af hendi og þarft hvergi nærri að koma. En meðan þú ert að koma ár þinni vel fyrir borð, máttu ekki einblína um of á ein- hverjar siðareglur. Þá eru það tennurnar og klærnar, sem verður að beita — naktar klærnar og tennurnar — og ekki neinn í þinn stað, heldur þú sjálf". „En þetta gerir þú ekki", sagði hún. „Þvf meiri asni er ég", svaraði hann. Hún f urðaði sig á því, hve hún skildi mikið af því, sem hann hafði sagt. Það var barnsleg undrun yf ir skilningi, sem hún hafði öðlazt á einni einustu nóttu — á einni brúð- kaupsnótt. Burlingham þagnaði. Hann hló með sjálfum sér að þvi, hve allt hans tal hafði verið ofvaxið skilningi „krakkans". Hún reyndi að glöggva sig á því, hvað hann hafði verið að fara. Henni fannst heimurinn svo hræði- lega stór og viðsjárverður, og himinninn, sem var svo blár og heiður, fannst henni óra-óra-f jarlægur. Hún and- varpaði. „Ég er svo táplitil", sagði hún. „Ég er svo heimsk". Burlingham kinkaði kolli og deplaði augunum. „Já, en þú þroskast áreiðanlega", sagði hann. „Ég er viss um, að þú munt sigra". Hún stokkroðnaði og fór að gráta. Burlingham hélt, að hann skildi hana En í þetta skiptið brást honum bogalist in. Það var afsakanlegt, því að hann gat alls ekki vitað, að hann hafði notað sömu orðin og bréf Spensers endaði á. Seint um kvöldið, þegar hitinn var farinn að réna, lét Burlingham Eshwell taka við stjórnárinni og sendi Pat eftir f iðlunni. Hann ætlaði að prófa Súsönnu. „Aðalatrið- ið og hið eina, sem maður verður að hugsa um", sagði hann, „er að komast strax vel á rekspöl". Hún stóð á miðju leiksviðinu, og hann stóð á bekk rétt hjá „hljóm- sveitinni". „Maður verður að læra vel fyrstu sporin", sagði hann. „Nú skulum viðæfa okkur dálitla stund". Hún fór inn fyrir hliðartjaldið, þar sem hún gat rétt aðeins falið sig með því að þrýsta sér upp að þilinu. Svo gekk hún fram á sviðið, er hann gaf merki. Henni fannst sér takast sæmilega. Hann kinkaði kolli með viðurkenn- ingarsvip. „ En", sagði hann, „það er talsverður munur á því að hreyfa sig eða standa á leiksviði og á stof ugólfi. Á leiksviðinu er ekkert eðlilegt. Eðlilegt á sviði, myndi virðast mjög óeðlilegt, því að sviðið sjálft er líking ein- hvers annars, og allt verður að vera í samræmi við það. Þess vegna verður að gera allt á annan hátt en eðlilegt er, þannig að það líti eðlilega út. Alveg eins og bátur, sem málaður er á flöt, sýnist eðlilegur tilsýndar. Nú ætla ég að sýna þér". Hann rétti henni höndina til þess að hjálpa henni að komast niður af sviðinu og f ór sjálf ur upp. Hann fór bak við hliðartjaldið og kom út aftur. Við hvert spor benti hann henni á, hvernig hann bæri sig til, hvernig hann gekk um sviðið, án þessaðáhorfendur sæju þá Ijótu sjón, sem það er, þegar fæturnir klippa hvor annan, hvernig hann hreyfði hendurnar, handleggina, axlirnar, fæturna og höfuðið. Hann marg-endurtók þetta, og Súsanna horfði og hlustaði á hann með mikilli undrun og aðdáun. Hana hafði aldrei órað fyrir því, að svona einföld athöfn gæti verið jafn margbrotin og vandasöm. En þegar hann lét hana koma upp á sviðið og æfa þessar nýju hreyfing- ar við hliðina á sér, komst hún f urðuf Ijött upp á lagið. Þó var hún búin að æfa sig í heila klukkustund, er hann sagði loks: „Þetta getur nú gengið svona til að byrja með. Nú skulum við syngja". Hún reyndi fyrst „Svanafljót" og tókst allvel. Hann stóð við afturdyrnar. Og hann klappaði henni lof í lófa. — hann þessi þrautreyndi maður, sem alltaf vissi, hvernig var hægt að ná beztum árangri með hvern og einn. „Ágætt, framúrskarandi gott — ha, hvað finnst þér, Pat? Jú, framúrskarandi gott. Þú býrð yfir því, sem er enn dýrmætara en góð rödd, væna mín. Þú ert hrifvald- ur. Ég fann það strax, og þess vegna réð ég þig til mín, og mun hjálpa þér— já, langt, mjög langt á leið. Nú skul- um við prófa „Sumarsins síðasta rós". Hún söng það lag betur en hið fyrra. Og þannig gekk það með næstu f jögur lögin, sem hún söng. Tiltrú hans örvaði hana. Það var auðheyrt, að hann trúði í raun og veru á hæfileika hennar. Pat velti líka vöngum á þann hátt, að henni þótti betra en ekki. Svo kallaði Burlingham á hitt fólkið. En í augsýn þeirra fataðist Súsönnu. Hún kom klaufalega inn á sviðið, og þó mistókst henni söng- urinn enn átakanlegar. Og því verr sem hún söng, þeim mun meira dró úr áræði hennár og næsta tilraun tókst enn verr en sú fyrri. Lokst gaf hún allt frá sér og fór að gráta. Burlingham klöngraðist upp á sviðið og klappaði á herðarnar á henni. „Þetta er öruggasta merkið", sagði hann. „Þú hefur Já — þaðerósvikinn efniviður í þér". Hann sefaði hana og vakti aftur áhuga hennar á tækn- inni í hreyfingum og framgöngu. „Hugsaðu ekki um, hverjir horfa á þig eða hvernig þér kann að hafa tekizt, heldur reyndu aðeins að stíga hvert spor og syng ja hvern tón sem bezt. Ef þú einbeitir huganum að því, þá kemst örvilnunin ekki að". Og nú var hún reiðubúin að reyna á nýjan leik. Þegar hún lauk síðustu tónunum í „Svana- fijóti", kvað við lófatak allra. Og það, sem gladdi hana mest var þó það að Tempest kallaði djúpri hreimmikilli röddu: „Bravó!" Hún hafði viðbjóðá honum sem manni, en hún virti hann mjög sem listamann. Hún var gædd þeim mikilvæga eiginleika að geta gert greinarmun á því. En auðvitað var Tempest ekki neinn listamaður, þótt hún tryði því. Burlingham lét hana ekki hætta, f yrr en hún var alveg komin að niðurlotum af þreytu. Og eftir kvöldmatinn varð hún aðtaka til að nýju. Hún fór snemma að hátta og steinsvaf til morguns, að lyktin af morgunmatnum vakti hana. Hún Ijómaði af ánægju, er hún kom út á þilfarið. Hún brosti, hló, skrafaði og hafði gaman af öllu, sem f yrir augu og eyru bar. Jaf nvel Spenser, sem nú lá í rúmi sínu með brákaðan fót, kom henni sjaldnar í hug en áður. Henni fannst einhvern veginn, að fóturinn hlyti að vera orðinn hér um bil jafn góður. Þau vörpuðu akkerum fyrir utan lítinn bæ, sem stóð á dreif milli hæðanna og fljótsins. Patfór þegar i land með auglýsingaspjöld, og hann lét sér ekki nægja að vekja alla bæjarbúa af svefni, heldur ók hann lika út í sveit í vagni til þess að leiða athygli sveitafólksins að komu leikf lokksins, því að ráðgert var að sýna að minnsta kosti tvö kvöld í Betlehem. „Og hér ættum við að afla vel", sagði Burlingham. „Það er langt komið að þreskja hveitið. Bændaskepnurnar eru ekki lengur dauðþreyttar á kvöldin, því að nú er víða heldur lítið að gera. Fyrir hálfum mánuði hefðum við ekki fengið í hálfan salinn, þóað við hefðum borgaðfólki fyrir að koma". Þegar leið að kvöldi og sólin gekk undir bak við hæð- irnar í vestri, fór kæti Súsönnu að réna. Burlingham og hittfólkið létaf ásettu ráði eins og ekkert væri, og eng- inn stórviðburður í vændum. Rétt eftir kvöldmatinn mælti Burlingham: „Flýttu þér nú, Fjóla, að færa hana i skrúðann. Og láttu nú sjást, hve listfeng þú ert". Ösíngirnin hefur sjaldan unnið frægari sigur en þetta „Til hamingju meft afmælisdag- inn, VVilson. Ég er meö gjöftil þln, sem ekki gerir minnsta hávaöa.” DENNi DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.