Tíminn - 04.11.1977, Síða 24

Tíminn - 04.11.1977, Síða 24
Höfnin á Grundartanga ætti aö veröa fullgerð innan tveggja ára. Timamynd: Gunnar. fiMitm Föstudagur 4. nóvember 197' ’s ■ 18-300 Auglýsingadeild Tímans. Fjögui :a ára áæt um ha: f] narsrerðir Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR Sýrö eik er sígild eign A ” A 1»U&GQGil TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 KEJ-Reykjavik — Út er komin á vegum Hafnamálastofnunar rikisins fjögurra ára áætlun um hafnargeröir, eöa fyrir árin 1977-1980. Samtimis hefur ríkis- stjórnin lagt fyrir Alþingi þings- ályktunartillögu þess efnis, aö Alþingi álykti aö stefnt skuli aö þvi aö verja tii almennra hafnar- framkvæmda á tímabilinu 1977-1980 fjárhæöum sem svara til rikishluta I framkvæmdum þeim sem áætlun Hafnamálastofn- unarinnar gerir ráö fyrir. Igreinargerö með frumvarpinu segir: „Rétteraö vekja athygli á, aö áætlunin nær aðeins til svo- kallaöra almennra hafna, sem yfirleitt njóta 75% rlkisframlags. Hún nær hins vegar ekki til fram- kvæmda við landshafnir og ferju- hafnir, sem greiddar eru aö fullu af rikissjóöi, og heldur ekki til Reykjavikurhafnar, sem greiðir sjálf allar sinar framkvæmdir. Loks nær ályktunin ekki til fram- kvæmda viö höfn á Grundar- tanga, — en þótt sú hafnargerð falli undir hafnarlögin aö öllu leyti, er hún nokkuð sérstaks eölis og veröur um sérstaka fjáröflun til hennar að ræöa”. t inngangi aö áætlunum i hafnargerö segir að þar sé mörkuö stefna framkvæmda i hafnagerö á næstu fjórum árum. „Áætluninni er ætlað aö auö- velda þingmönnum skoðana- myndun, og gefa þeim hugmynd um þarfir hafnanna I heild. Ákveðin áætlun er forsenda þess, að hægt sé aö undirbúa verk þannig aö viö verði unaö. Hönnun , rannsóknir og kaup á efni krefst mikils tima. Akvarö- anir eitt ár fram I timann er skemmsti tlminn sem nauðsyn- legur er. Skyndiákvaröanir um framkvæmdir valda þvi, aö verk eru unnin á slæmum tima, I vetrarveörum, án fullnægjandi rannsókna, hönnunar og skipu- lags. Niöurstaðan getur oröiö gölluö og dýr mannvirki. Hafnamálastofnuninni er nauö- syn aö hafa ákveöna áætlun nokk- Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga: Fagnar f jögurra ára áætluninni um hafnargerðir F.l. Reykjavík. — Eins og skýrt var frá í blaðinu fyrir skömmu var áttundi ársfundur Hafnasambands sveitar- félaga haldinn á Húsavík dagana 31. okt. — 1. nóv. s.l. Auk venjulegra fundarstarfa var lögö fram 4ra ára áætlun um hafnargerðir 1977 til 1980« sem Hafnamála- stofnun ríkisins hef ur gef ið út. I frétt frá f undinum seg- ir, að fundarmenn hafi fagnað áætluninni og látið í Ijós óskir um, að við gerð f járlaga verði miðað við, að fram- kvæmdamagn áætlunarinnar haldist. Er skoraö á Hafnamálastofnun aö gera tillögur um samræmdan raf- búnaö I þvi sambandi. Þá voru geröar tillögur um bætta gjaldtöku- og afgreiöslu- hætti viö strandflutninga og betri innheimtu hafnargjalda. Varnir gegn oliumengun voru einnig á dagskrá. Fundinn sóttu 63 fulltrúar og gestir. Stjórn Hafnasambandsins var endurkjörin, en formaöur hennar er Gunnar H. Guðmunds- son, hafnarstjóri i Reykjavik. Aörir i stjórn eru Bolli Kjartans- son bæjarstjóri tsafiröi, Siguröur Hjaltason, sveitarstjóri Höfn i Hornafirði, Haukur Haröarson, bæjarstjóri Húsavik og Alexand- er Stefánsson, oddviti á Ölafsvik tilnefndur af stjórn Sambands is- lenzkra sveitarfélaga. Nótaskip keypt frá Færeyjum áþ-Rvik. i gærmorgun kom til Grindavfkur 326 tonna skip, sem Festi h/f keypti frá Færeyjum. Skipiö er eingöngu útbúiö fyrir nótaveiöar og er þriggja ára gamalt. Aö sögn Erlings Kristjánssonar skipstjóra og eig- anda skipsins tekur þaö 390 tonn i tank og einnig er hægt aö koma fyrir rúmum eitthundraö tonnum á millidekki. Skipiö kostaöi 312 milljónir króna og er áhöfnin 14 manns. Fundurinn samþykkti tillögur i sjö liöum, þar á meöal um 40% hækkun gjaldskrár til samræm- ingar viö veröhækkanir, sem orö- iö hafa, og tillögu um að komiö veröi upp aöstööu fyrir raforku- sölu til skipa á hafnarsvæöum. ur ár fram I tímann til að geta gegnt hlutverki sinu á viðunandi hátt. Meö áætluninni veröur hafnar- stjórnum ljóst hvaða verk eru framundan, hvenær og hversu mikla fjárfestingu er um aö ræöa. Ef þeim finnst aö sinum málum hafi ekki veriö sinnt, gefst þeim tækifæri til aögeröa. Útgerðar- og fiskvinnslustöövar sjá hvaö framundan er, og auöveldar það þeim ákvaröanir um fjárfestingu og framkvæmdir”. Þá segir um fyrri fjögurra ára áætlanir, að í hinni fyrstu fyrir árin 1969-1972, hafi veriö lögö höfuöáherzla á aö gera grein fyrir hafnarmálum á breiðum grund- velli. „Aætlunin 1969-1972 var frum- áætlun og gafst ekki timi til að ræöa verkin viö hafnastjórnir. Um leiðbeiningar varðandi fjár- útveganir var þar aö ræöa, en ekki þingsályktun. 1. janúar 1974 gengu i gildi ný hafnalög. Helztu nýmæli nýju laganna eru þau, aö svonefnd innri mannvirki, t.d. bryggjur og viðlegukantar, uröu nú styrkhæf með 75% framlagi rikissjóös I stað 40% áöur. Hafnarmannvirki voru nú almennt styrkt meö 75% framlagi, en dráttarbrautir og tæki hafna með 40% framlagi. „Aætlunin er nú lögö fram sem þingsályktunartillaga, en sam- þykkt hennar mun festa mjög áætlunina og gefur minni mögu- leika til breytinga, þar sem Al- þingi hefur þá lýst stefnu sinni i hafnarmálum”. Kostnaðarútreikningar sem áætluninni fylgja eru allir mið- aöir viö verölag áramóta 1976-77 og samkvæmt þeim er heildar- kostnaðurinn viö almennar hafnir nálega fimm og hálfur milljarö- ur. Byggð höfn á Grundartanga KEJ-Reykjavik — A fjögurra ára áætlunartimabili Hafnamála- stofnunarinnar er gert ráö fyrir aö verja mestu fé til hafnar- geröar viö Grundatanga, fyrir utan hafnargerö I Reykjavik, en borgin stendur sjálf undir öllum sinum hafnarframkvæmdum. Ennfremur er áætlað aö verja miklu fé, aö 429 millj. kr„ til hafnargeröar á Akranesi. Höfnin á Grundartanga veröur byggö vegna málmblendiverk- miðjunnar, hún mun heyra til al- mennra hafna, og hefur aö undanförnu veriö unnið aö rann- sóknum hafnarstæðis og er áætlað að höfnin veröi byggö á næstu tveimur árum og kostnað- urinn nemi nær hálfum milljarð viö verölag áramóta 1976-77. UM höfnina mun fara allt hrá- efni til málmblendiverksmiðj- unnar og framleiöslu hennar. Einnig er ætlunin, aö um hana fari aðrir almennir flutningar I framtiöinni. 1 þingsályktunartillögu rikis- stjórnarinnar um hafnargeröir næstu f jögur árin er gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun til byggingar hafnarmannvirkjanna á Grundartanga. 200 hrygnur og milljón afkvæmi áþ-Rvik. Undanfarna daga hafa starfsmenn Laxeldisstöövarinnar i Kollafiröi unniö aö hrognatekju. Þegar hafa fengizt um 100 litrar af hrognum, en þaö samsvarar um 750 þúsund löxum. Verkinu á aö ljúka um helgina og þá ættu aö vera komnir 250 til 300 litrar eöa rúmlega milljón laxar. Sala á seiöum og laxi frá stööinni hefur veriö mikil i sumar og taldi stöövarstjórinn aö heiidarverö- mætiöværu rúmar nitján milijón- ir króna. Þaö nægir fyllilega til aö greiöa starfsliöi stöövarinnar kaup, en viðhald stöövarinnar er mikiö og þvi er þörf á rlkisstyrk. — Viö byrjuöum fyrir viku siðan og höfum fengiö um 100 litra sagöi Sigurður Þórðarson stöövarstjóri. Að undanförnu höf- um viö verið aö taka hrogn sem hafa verið seld en eftir er aö taka það sem viö notum sjálfir. Þvi ætti aö ljúka I vikulokin. Hrogn veröa tekin úr einum 200 hrygn- um, en við höfum þegar tekiö hrogn úr 55 eða 60 þeirra. Sigurður sagöi aö yfirleitt væri 1,5 til 2 litrar af hrognum i hverri hrygnu, þannig að lokum fær stööin ellefu til tólf hundruö þús- und seiöi. Stærsti laxinn er valinn til undaneldis og eru þeir að jafnaöi tiu til átján pund. Stærsti kaupandinn á hrognum er Stangaveiðifélag Rangæinga. Þá kemur Þórir Kjartansson og félagar, en þeir hafa klakhús austur undir Eyjafjöllum. Seiði og lax voru seld i sumar fyrir 19,3 milljónir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.