Tíminn - 09.12.1977, Síða 11
Föstudagur 9. desember 1977
iii I'I 'l 'I HII
11
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöidsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjalö kr. 1.500 á
mánuði- • - Blaðaprenth.f. '
Nýjar reglur
um erlendan
gjaldeyri
Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að
uppvist hefur orðið um mikla gjaldeyriseign ís-
lendinga i einum dönskum banka. Um 80 ís-
lendingar áttu þar samanlagt upphæð, sem nam 4
milljónum danskra króna. Af þeirri tölu virðist
mega álykta, að Islendingar eigi miklar gjald-
eyriseignir erlendis. Vafalaust eiga þeir gjald-
eyri i fleiri dönskum börikum en þessum eina, og
sennilega geyma margir gjaldeyri sinn frekar i
öðrum löndum en Danmörku.
Þó að framangreind frétt hafi vakið mikla at-
hygli, kemur hún engan veginn á óvart. Það hefur
lengi verið opinbert leyndarmál, að ýmsir
geymdu gjaldeyri erlendis, en aðrir geymdu er-
lendan gjaldeyri heima hjá sér, en þó i minna
mæli. Það vakti t.d. athygli á sinum tima, þegar
innbrotafaraldur var iiér mestur, að oft var er-
lendur gjaldeyrir talsverður hluti af þýfinu.
Fyrrverandi viðskiptamálaráðherrar, þeir Gylfi
Þ. Gislason og Lúðvik Jósefsson, veltu mjög
vöngum yfir þvi, hvaða ráðstafanir mætti gera til
að hamla gegn þessu, en fundu engar. Þetta hefur
ekki siður verið viðfangsefni Ólafs Jóhannesson-
ar siðan hann varð viðskiptamálaráðherra. Hann
hefur nú ákveðið að beita sér fyrir tilraun til að
stuðla að þvi, að umrætt fé verði frekar varðveitt
i islenzkum bönkum en i heimahúsum eða erlend-
um bönkum.
Tilraun sú, sem ólafur Jóhannesson hefur beitt
sér fyrir, er fólgin i þvi, að eftir áramótin verður
heimilt að leggja inn á almenna sparisjóðsreikn-
inga i gjaldeyrisbönkum erlendan gjaldeyri, sem
ekki er skilaskyldur til bankanna. Sá gjaldeyrir,
sem hér um ræðir, er fyrst og fremst erlend
vinnulaun, afgangur af áhafnafé og ferðagjald-
eyri, fé, sem menn taka með sér við flutning til
landsins, svo og umboðslaun, sem innflytjendum
er heimilt að ráðstafa til vöruinnflutnings. Tekið
verður á móti slikum innstæðum i fjórum gjald-
miðlum, þ.e. Bandarikjadollurum, dönskum
krónum, sterlingspundum og þýzkum mörkum.
Vaxtakjör munu fara eftir þeim kjörum, sem
bankarnir geta ávaxtað innlánsfé á, en væntan-
lega yrðu þeir aldrei lægri en þeir eru á hverjum
tima á almennu sparifé i viðkomandi löndum. Nú
eru almennir sparifjárvextir 5% i Danmörku,
Bandarikjunum og Bretlandi en 3% i Vest-
ur-Þýzkalandi. Hugsanlegt er, að hægt yrði að
leggja þetta fé inn á sparisjóðsbók, sem gæfi
hærri vexti. Sömu reglur munu gilda um sparifé i
erlendum gjaldeyri og annað sparifé, svo sem
reglur um framtal og skattskyldu.
Höfuðreglan verður enn sem fyrr skilaskyldan
með þeim undanþágum, sem nú gilda. Hér er
fyrst og fremst stigið spor i þá átt að gera ólög-
legt pukur útlægt og hvetja menn heldur til að
geyma erlendan gjaldeyri i islenzkum bönkum en
heima hjá sér eða erlendis. Vissulega er hér á
ferð tilraun, sem væntanlega mun geta bætt að
einhverju leyti úr þvi ófremdarástandi, sem nú
rikir i þessum efnum.
ERLENT YFIRLIT
Nýtt heimaland
blökkumanna í
Suður-Afríku
Vorster fylgir kosningasigrinum eftir
í ÞINGKOSNINGUNUM,
sem fóru fram i Suöur-Afriku
um siðustu mánaðamót vann
Þjóðarflokkurinn sem hefur
verið aðalflokkur Búa, mikinn
kosningasigur. Alls fékk hann
135 þingsæti af 165 alls eða 18
fleiri en i kosningunum 1974.
Sambandsflokkurinn sem var
upphaflega aðalflokkur Breta
beið mikinn ósigur ,og er nú
ekki lengur annar aðalflokkur
landsins. Kjósendur af brezk-
um ættum, sem áður fylgdu
flokknum, virðast hafa skipzt i
vaxandi mæli milli Þjóðar-
flokksins og nýs flokks, Fram-
sóknarflokksins, sem lengi vel
hafði ekki nema einn mann á
þingi,Helen Suzman. Flokkur-
inn gerði þó ekki betur nú en
að fá svipaða þingmannatölu
og áður eða 17 þingmenn.
Hann er mun meiri and-
stæðingur kynþáttastefnu
rikisstjórnar Vorsters en
Sambandsflokkurinn. Aðal-
fylgi flokksins er meðal brezk-
ættaðs fólks i þremur borgum,
Jóhannesarborg, Höfðaborg
og Durban.
Sá skuggi hvilir hins vegar
yfir Þjöðarflokknum að ein-
göngu hvitir menn tóku þátt i
kosningunum, en þeir eru
ekki nema 18% af ibúum
landsinsMeira en fjórir fimmtu
hlutar ibúanna eru blökku-
menn, kynblendingar og Asiu-
menn sem ekki njóta
kosningaréttar. Blökkumenn
eru langflestir eða um 70%
ibúanna. Kynblendingar eru
taldir tæp 10% og Asiumenn
tæp 3%.
ÞAÐ verður ekki annað sagt
en að Vorster fylgi sigri sinum
fast eftir. Tæpri viku eftir
kosningarnar eða 6. þ.m. var
lýst yfir með hátiðlegri athöfn
að nýtt heimaland blökku-
manna i Suður-Afriku,
Boputhatswana, væri komiö
til sögunnar. Það er markmið
rikisstjórnarinnar að mynda
tiu slik heimariki blökku-
manna I Suður-Afriku og kom
hið fyrsta þeirra, Transkei til
sögunnar á siðasta ári. Þesgi
heimalönd blökkumanna eiga
að fá sjálfstjórn eða heima-
stjórn á ýmsum sviðum og lit-
ur sú hugmynd ekki illa út á
pappirnum. Sá böggull fylgir
hins vegar skammrifi að jafn-
skjótt og heimaland er stofnað
missa ibúar á þvi svæði suður-
afrikönsk borgararéttindi, en
Lucas Mangope
öðlast i staðinn borgararétt-
indi i heimariki sinu. Þetta
gildir ekki aðeins um ibúana á
umræddu landsvæði heldur
einnig þá sem eru ættaðir
þaðan og eru búsettir annars
staðar i Suður-Afriku. Ibúar
Boputhatswana eru taldir um
1.1 milljón og þar af tilheyra
um 800 þús. stærsta þjóð-
flokknum þar, Tswana-þjóð-
flokknum. Utan Boputhats-
wana búa um ein milljón
manna sem eru taldir
Tswanareða tala a.m.k. sama
tungumál og þeir. Þetta fólk
allt missir nú suður-afrikönsk
borgararéttindi og fær i
staðinn borgararéttindi i hinu
nýja heimalandi, þótt meiri-
hluti þess hafi aldrei dvalizt
þar. Hinn nýi forseti
Boputha tswana , Lucas
Mangope ættarhöfðingi,
reyndi að fá þessu breytt á
þann hátt að umrætt fólk gæti
valið á milli þess, hvort það
hefði heldur borgararéttindi i
Suður-Afriku eða heimaland-
inu. Þessu var hafnað en hins
vegar var honum lofað þvi að
það skyldi i reynd njóta áfram
sömu réttinda og áöur, þótt
það missti hin formlegu rétt-
indi. Þá mætti það einnig
sækja um borgararéttindi i
Suður-Afriku, og yröi sú beiðni
tekin til athugunar af sérstök-
um stjórnvöldum. Astæðan til
þess að umrætt fólk er svipt
a.m.k. formlega borgara-
réttindum i Suður-Afriku er sú
að með þvi missir það rétt til
þátttöku i kosningum þar, en
hefur hins vegar kosningarétt
i heimalandi sinu, sem er ein-
göngu bundinn við heima-
stjórnina þar. Þannig hyggj-
ast stjórnarvöld Suður-Afriku
réttlæta það i framtiðinni að
blökkumenn hafa ekki
kosningarétt til þingsins i Suð-
ur-Afriku.
MJOG eru skiptar skoðanir
um framtið þessara heima-
landa i Suður-Afriku. And-
stæðingar kynþáttastefnunnar
telja að þau séu aðeins tilraun
til að dylja hana. Tilgangurinn
sé raunverulega að fullkomna
hana og festa hana i sessi. Til
eru einnig þeir sem telja að
þetta fyrirkomulag geti reynzt
hvitum mönnum tvieggjað.
Takist blökkumönnum sæmi-
lega heimastjórnin geti það
styrkt sjálfstæðishreyfingu
þeirra. Þessari kenningu er
m.a. mótmælt með þéim rök-
um að heimalöndin séu á flest-
an hátt svo háð stjórnarvöld-
um Suður-Afriku aö þau geti
aldrei orðið meira en áhrifa-
litil leppriki. Stjórnendurnir
þar verði leppar stjórnar
Suður-Afriku.
Lucas Mangope ættar-
höfðingi sem verður fyrsti for-
seti Boputhatswana er talinn
hæfur maður á margan hátt.
Flokkur hans hlaut i þing-
kosningum sem fóru fram i
sumar, 43 þingsæti af 48 alls.
Kosningaþátttaka var mjög
litil. Á margan hátt er
Boputhatswana talið hafa
betri skilyrði til fjárhagslegs
sjálfstæðis en önnur heima-
lönd. Þar eru veruieg námu-
auðæfi og góð landbúnaðar-
skilyrði. Það mun hins vegar
valda erfiðleikum að
Boputhatswana nær yfir 6
dreifð landsvæði sem mun
gera stjórninni erfitt fyrir á
margan hátt. Svipað gildir um
flest heimalöndin nema
Transkei. Þar er heimastjórn-
in orðin árs gömul eins og áður
segir og hefur gengiö tiðinda-
litið til þessa.
Þ.Þ.
Dökku blettirnir á landabréfinu sýna þau 10 heimalönd,
sem blökkumönnum eru ætluö.
Þ.Þ.