Tíminn - 31.12.1977, Qupperneq 2

Tíminn - 31.12.1977, Qupperneq 2
2 Laugardagur 31. desember 1977 erlendar fréttir Tandberg rekið Norska rikið hefur nú yfirtekið rekstur Tandberg verksmiðjanna með öilu, og stofnandinn Vebjörn Tandberg, sem byggt hefur upp þetta eitthvert kunnasta norskra iðnaðarfyrirtækja, kemur þar nú hvergi nálægt. Tandberg hefur átt i rekstrar- örðugleikum um skeið og er nú svo komið að fyrirtækið hefur verið gert upp og allar eignir i þvi hafa veriö afskrifaðar, þ.á.m. 55 milljónir norskar krónur frá rik- inu i formi eignaraðildar og lána og eins hefur verið afskrifað hlutafé einstaklinga sem nemur 18,6 milljónum norskra króna. Rikið leggur i fyrirtækið sam- tals 185 milljónir norskar nú þegar það tekur við rekstri þess og verður þó ekki komizt hjá þvi að draga saman seglin að ein- hverju leyti hvað varöar starfslið a.m.k. Hins vegar verður varið einum 15 milljónum norskra króna til rannsókna og tækni- ^nýjunga. Vebjörn Tandberg. Friðun og landi MÚnich/DaD — Alparnir hafa löngum verið rómaðir fyrir fegurð og náttúruauðgi. V- Þýzkaland hefur nú ákveðiö að varðveita i óbreyttri mynd nokkuð stórt svæði i ölpunum I nánd Berchtesgaden i Bæheimi. Svæði þetta sem fyrirhugað er að gera að þjóðgarði þykir ein- staklega fagurt og vel henta til þess hlutverks að verða friðaður almenningsgarður auk þess aö verða vettvangur visindarann- sókna. Góðu áformin verða þó sjald- an framkvæmd án mótspyrnu einhvers staðar frá og i þessu tilviki eru það ibúarnir sem krefjast þess að þrátt fyrir friðun fái þeir að grafa upp rætur sérstaks aipablóms en þær hafa i rúm 350 ár verið notuð til bruggunar þarlends landa. Alþýðulýðveldið Kina: t>j óðarf ramleiðsla jókst um 12% KEJ — A fyrstu 8 mánuðum árs- ins 1977 hefur framleiðsla á hrá- oliu og jarðgasi I Kina aukizt um 10 og 24% — I sömu röð — borið saman við samsvarandi tima á fyrra ári. Segir i fréttatilkynn- ingu frá Menningardeild Sendi- ráðs alþýðuveldisins Kina á ls- landi. Þá segir að uppörvandi sé sú staðreynd að olia og gas og auðugar steinoliulindir hafi fundizt á siðustu mánuðum i norður-, norðvestur- og suðvestur Kina svo og á sléttum megin- iandsins. Muni þetta flýta fyrir uppbyggingu nútimalegs land- búnaðar, iðnaðar, iandvarna og visinda og tækni i Kina. Þó hefur Kina verið sjáifbjarga um oliu og hefur haft umframframleiðslu siöan snemma á sjöunda ára- tugnum. Hin sósialiska verkkeppni sem svo hefur verið kölluð i Kina hefur breiðzt óðfluga út meðal iðnstofn- ana og annarra fyrirtækja og hefur gefið góða raun að sögn kin- verskra ráðamanna. Verg fram- leiðsluverðmæti i Kina i iðnaði fyrstu niu mánuði ársins 1977 hafa hækkað um 12 prósent borið saman við samsvarandi tima á fyrra ári. Þá hefur framleiðsla á járni, stáli, kolum og orku aukizt mikið. Með vaxandi framleiðslu i iðnaði og landbúnaði hafa tekjur kinverska rikisins vaxið á fyrstu niu mánuðum þessa árs um 7,8 prósent borið saman við sama tima siðastliðið ár. Þar sem efna- hagur landsins og fjárhagsstaða hefur batnað, hefur rikið ákveðið að hækka laun nokkurs hluta verkamanna i öllum greinum um land allt frá 1. október. Um 46 prósent verkamanna i landinu munu njóta góðs af launahækkun- inni. Þar að auki munu riflega 10 prósent verkamanna fá hliðstæða hækkun. Fyrsti janúar hlaup- dagur KEJ —■ A nýársdag þann 1. janúar verður aiþjóðiegu atómklukkunni i Greenwich seinkað um eina sekúndu i samræmi við ósamkvæmni klukkunnar við rétt jarðar. Að sögn Þorsteins Sæmundssonar hjá Raunvisindastofnun há- skólans er svokallaður atóm- timi miðaður við jarðsnúning við siöustu aldamót og þar sem um örlitla breytingu er oftast að ræða frá ári til árs, Frh. á bls. 39 Myndin er tekin I janúar og er dæmigerð fyrir falleg vetrarveöur, sem voru hér á Suö vesturlandi á fyrri hluta ársins. — Timamynd: Gunnar. Einstakt þurrkaár — vindhraðamet slegið GV —Okkur islendingum er öðr- um tamara að tala sýknt og heil- agt um veðrið og okkar stór- brotna veðurfar, og er þvi ekki úr vegi á áramótum að hyggja að veðurfari ársins sem er að liða. Við snerum okkur til öddu Báru Sigfúsdóttur veðu rfræðings, og gaf hún okkur stutt yfirlit yfir helztu einkenni veðurfarsins á ár- inu. Að sögn öddu Báru var árið yfirleitt þurrt og úrkoma 4/5 af þvi sem cr i meðalári, og er þá miðað við árin 1931-1960. Sérstak- lega var þurrt hér suðvestanlands fyrstu þrjá mánuði ársins, og ef veturinn i fyrra er skoðaður I heild frá desember til marz 1977 þá er þetta þurrasti vetur i Reykjavik frá upphafi samfelidra úrkomumælinga sem var árið 1920. Einnig vantar ekki mikið á að timabilið jan.-marz á árinu sé það sólrikasta frá 1923. en tvö ár hafa þó verið sólrikari. Eitt met var slegið á árinu og var það i vindmælingum. Mesti vindhraði, sem nokkurn tima hefur mælzt hér, mældist 14. NESKAUPSTAÐUK: Tíðarfar gott og at- vinna næg á árinu B.G. Neskaupst./SSt. — Þegar á heildina er litið hel'ur þetta verið ágætis ár fyrir okkur hér á Nes- kaupstaö, sagði Benedikt Gutt- ormsson, fréttaritari Timans, I stuttu spjalli I gær. Hér hefur ver- ið næg atvinna og tiðarfar gott. I desember hefur atvinna verið með inesta móti og þá fyrst og fremst i fiski og er það að þakka mjög góðu tíðarfari og góðum gæftum, sagði Benedikt. — Hér hefur verið nóg um að vera yfir hátíðarnar. A annan :Frh. á bls. 39 jóladag héldu sjómenn árshátið sina. Þá hafa verið haldnar jóla- trésskemmtanir fyrir börn, og á miðvikudaginn héidu Lionsmenn hér skemmtun fyrir eldri bæjar- búa. Það verður að venju margt til Frh. á bls. 39 -■Fárviðri á Reyðarfirði: Þakplötur fleygiferð a M.S. Reyðarf./SSt — Það er mesta furða að ekki urðu slys á fólki i þvi fárviðri sem hér gekk yfir i gær, sagði Marinó Sigur- björnssón á Reyðarfirði i sam- tali við Timann i gær. Versta veður hafði þá gengið yfir Austurland, en enginn staður varð þó eins illa úti í veðrinu og Reyðarfjörður. Að sögn Marinós byrjaði að hvessa siðdegis i gær og verst varð ve ðrið milli kl. 5 og 7 i gær. Þá var tæplega nokkur maður á götum úti, sem betur fer, þvi annars hefði vafalaust illa farið. — Þakplötur fuku þá i' stórum stil af byggingum. Um 100 þak- plötur fuku af frystihúsbygging- unni og dreifðust um allt þorp, og margar þeirra lentu á rúðum Kaupfélagshússins og ollu þar töluverðum skemmdum, rúður brotnuðu, hillur féllu af veggj- um og annað i þeim dúr. Þá fauk þak af nýbyggðu ibúðarhúsi i heilu lagi, og plötur og timbur af þvi ollu m.a. skemmdum á tiu bilum sem voru i næsta nágrenni, sagði Marinó. út af milli Stór flutningabfll fauk veginum á Sandskeiði, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Bilstjóranum var ekki farið að litast á veðurhæðina og stöðvaði bilinn. Skipti þá engum togum að hann hreinlega fauk út af veginum. Hann fór nokkra metra niður fyrir vegarbrún og stöðvaðist þar. Bilstjórinn slapp ómeiddur, en bfllinn er talinn gjörónýtur, sagði Marinó að lokum. Þetta mun vera versta veður á Reyðarfirði i aldar- fjórðung. Annars staðar á Austfjörðum var ekki vitað til að veðrið hefði haft i för með sér neinar stór- vægilegar skemmdir á bygging- um eða slys hafi orðið á fólki. Rafmagnslaust varð um tíma á Stöðvarfirði af völdum veðurs, þar sem raflinustaurar milli Breiðdalsvikur og Stöðvarfjarð- ar brotnuðu og var rafmagns- skömmtun á Stöðvarfirði i gær af þeim sökum. A Seyðisfirði gerði einnig versta veður, en um stórfelldar skemmdir eða slys af völdum veðurs var ekki að ræða.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.