Tíminn - 31.12.1977, Page 21

Tíminn - 31.12.1977, Page 21
Laugardagur 31. desember 1977 ii" ii< 21 Rekstrarvandi atvinnuvega Við óbreyttar aðstæður er fyrirsjáanlegur rekstrar- vandi hjá atvinnuvegum á næsta ári. Á það i rauninni jafnt við um sjávarútveg, landbúnað, iðnað og verzlun, þó að auðvitað sé um einstakar undantekningar að ræða. í minum huga er hér um alvarlegasta vanda- málið að ræða, og þá ekki hvað sizt að þvi er varðar framleiðsluatvinnuvegina, bæði þá, er standa undir gjaldeyrisöflun og hina, sem eru gjaldeyrissparandi. Það hlýtur að vera fyrsta boðorðið að koma i veg fyrir, að hjól atvinnulifsins hætti að snúast. Það verður þvi að leita allra ráða til að koma i veg fyrir stöðvun fram- leiðslunnar. Með einum eða öðrum hætti verður að gera viðhlitandi ráðstafanir i þvi efni. Það er eðlilegt, að rikisstjórnin hafi þar frumkvæði. Verða þau málefni efalaust efst á dagskrá hjá henni eftir áramótin. Hitt er annað mál, að framleiðendur mega ekki varpa öllum áhyggjum sinum yfir á rikisvaldið. Þeir mega ekki að- eins gera kröfur til rikisstjórnarinnar. Atvinnurekend- ur þurfa að gæta þess að gera þær ráðstafanir til hag- ræðingar, sparnaðar og annarra úrbóta, sem i þeirra valdi standa. Sjálfsagt geta langflestir þeirra sagt, að þeir geri það. Skal það á engan hátt dregið i efa. En einhverjir gætu ef til vill gert eitthvað betur. Menn geta gengið of langt i þvi að setja allt sitt traust á rikis- valdið, að ætlast til þess, að það hlaupi alltaf undir baggann og greiði tapið, ef þvi er að skipta. Slikt getur stefnt i sósialisma af versta tagi. Hér skal ekki farið lengra út i þá sálma. En aöalatriðið er, að atvinnu- vegirnir verða að ganga viðstöðulaust. Það má aldrei gleymast, að góð afkoma atvinnuvega er undirstaða efnahagslegra framfara og atvinnuöryggis. Þó að ég hafi hér fyrst og fremst haft i huga fram- leiðsluatvinnuvegina, vil ég ekki láta hjá liða að undir- strika mikilvægi verzlunar. Það er ekki nóg að fram- leiða, það þarf lika að selja. Góðir sölumenn útflutn- ingsafurða inna af hendi sérlega mikilvægt starf. Þjóðarhagur byggist að ekki svo litlu leyti á þeirra starfsemi. Það er að minum dómi einstaklega mikils- vert, að frumkvæði einstaklingsins og dugnaður fái að njóta sin á þvi sviði. Vitaskuld verður að sjá um, að undirboðspilli þar engu. Sama má i rauninni segja um innflutningsverzlunina. Góð innkaup varða ekki litlu fyrir afkomu þjóðarinnar. Ég minnist á þetta hér, af þvi að mér finnst verzlunin oft vanmetin. Til hennar andar oft köldu. Það eru ef til vill einhverjar leifar frá timum danskrar einokunar- og selstöðuverzlunar. Ég held jafnvel, að kaupsýslu- menn sjálfir séu ekki með öllu lausir við þessa van- metakénnd. Mérsýnist, aðþeir vilji miklu heldur heita framkvæmdastjórar og forstjórar en kaupmenn og stórkaupmenn. Samvinnuverzlun og kaupmannaverzlun eiga að veita hvor annarri aðhald. Þær geta þrifizt hlið við hlið. Samvinnuverzlunin hefur þá sérstöðu, að henni er skylt að tryggja félagsmönnum sannvirði, hvort heldur er i afurðasölu eða innkaupum. Þess vegna þarf hún að hafa það svigrúm, að hún geti sinnt þörfum félags- manna, en vitaskuld á fólkið sjálft að geta ráðið þvi, hvar það vill verzla. I sambandi við rekstrarvandamál, má þvi verzlunin ekki gleymast, enda hvila sumir kostnaðarliðir, svo sem t.d. vextir, e.t.v. þyngra á henni en öðrum at- vinnuvegum. Þegar þau mál eru skoðuð, má ekki held- ur gleyma þvi, að samvinnufélögin hafa með höndum margvislega starfsemi aðra en verzlun, þ.á m. ýmiss konar aðra þjónustustarfsemi. Landbúnaður og bændastéttin Málefni landbúnaðarins hafa verið óvenjulega mikið i sviðsljósinu að undanförnu. Það hefur komið fram mikil óánægja hjá bændum með verðlagningu land- búnaðarafurða og þær tekjur, sem þeir hafa borið úr býtum. Sýna tölur, að langt er frá þvi að þeir nái tekj- um svokallaðra viðmiðunarstétta. Kemur þar margt til, svo sem sölutregða eða jafnvel samdráttur i sölu innanlands, útflutningur, sem útflutningsbætur hrökkva ekki til að verðbæta, vanmetnir kostnaðarliðir við verðlagningu o.s.frv. Auðvitað veldur dýrtiðin þvi, að neytendum þykir verðlag á búvörum hátt. Neyzlu- venjur hafa og sjálfsagt breytzt og á það sinn þátt i minnkandi sölu á sumum vörum. Ég skil vel, að bændum þyki hart að búa við svo skarðan hlut, sem raun ber vitni, eftir kauphækkunar- stökk annarra stétta. Á þvi vandamáli verður að finn- ast lausn. Það þarf að leggja áherzlu á skilning og góð- an hug á milli bænda og neytenda. Hinir siðarnefndu verða t.d. að skilja, að siðasta búvöruhækkunin stafar að verulegu leyti af þvi, að þá voru bændur að fá kaup- hækkun, sem launþegar höfðu þegar fengið siðastliðið sumar og haust. Það er misskilningur, að tilmælum bænda hafi af hálfu rikisstjórnar verið visað á bug eða þeim tekið af litlum skilningi. Þau eru einmitt þar til skoðunar eins og vandamál annarra atvinnugfeina. Menn geta ekki búizt við svörum, án þess að málin séu athuguð. Það þarf að mörgu að hyggja. Það er ekki alltaf hægt að byggja á reikningsstokka meðaltölum, sem allt eru að gera vitlaust i þessu þjóðfélagi. Ég vona fastlega, að sanngjarnar kröfur bænda fái hljómgrunn á réttum stöðum. Aðalatriðið er, að málflutningur bænda bygg- ist á rökum og réttum lögum. Það, sem mestu skiptir, er að markmiðinu sé náð, en ekki hvaða leiðir eru farn- ar. I minum augum er mergur málsins sá, að þeir, sem hafa aðalatvinnu af landbúnaði, beri úr býtum sam- bærilegar tekjur og viðmiðunarstéttirnar. Annað er misrétti, sem ekki er unnt að þola. Það hefur að undanförnu verið gerð mikil hríð að bændum og landbúnaði. Hefur bændum sárnað sumt i þeim málflutningi. Vitaskuld er þó ekkert að athuga við m’ále'fnalega gagnrýni. Henni má svara með gagn- rökum. Að sjálfsögðu má rökræða um stefnuna i land- búnaðarmálum. Hún hlýtur að taka breytingum i tim- anna rás, eins og hvaðannað, og menn þurfa að vera opnir fyrir öllum nýjurtgum, jafnt i framleiðslu sem markaðsmálum. En i þessum umræðum um landbún- aðarmál hafa heyrzt svo öfgafullar fullyrðingar, að engu tali tekur og er von, að þær hafi vakið réttláta reiði. I raun og veru eru þessar fullyrðingar varla um- ræðuverðar og eru kannski varla fram settar i alvöru. Hér skal þvi aðeins fátt eitt um þær sagt. Uppistaðan imálflutningi öfgamanna er sú, að fram- leiðsla á innlendum landbúnaðarafurðum sé of mikil. Það þurfi þvi að draga verulega úr henni og jafnvel hefja innflutning i stórum stil á afurðum, sem fram- leiddar hafa verið hér innanlands fram til þessa. Það er að minum dómi regin firra að snúa með þessum< hætti baki við elztu atvinnugrein okkar tslendinga. í fyrsta lagi er i þvi fólginn mikill gjaldeyrissparnaður að þurfa ekki að flytja inn landbúnaðarafurðir. Við Is- lendingar erum mjög háðir öðrum þjóðum um aðdrætti og þvi væri varhugavert að verða með þeim hætti enn háðari erlendum viðskiptum. Það er heldur ekki eins auðvelt og margir vilja vera láta að setja hér á stofn atvinnufyrirtæki, tildæmis á sviði iðnaðar, er skili um- talsverðum gjaldeyri i þjóðarbúið. Slik uppbygging tekur langan tima. t öðru lagi er það skoðun min, að við tslendingar eigum að nýta land okkar sem bezt, án þess þó að ofnýta það. Með þvi móti sýnum við bezt i verki, hvers við metum landið, og jafnframt leggjum við fram okkar skerf til matvælaframleiðslu i heimin- um. Ég teldi það nánast ögrun við umheiminn, ef við tslendingar færum að draga saman matvælafram- leiðslu okkar nú, meðan Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir leggja allt kapp á það að auka fram- leiðslu á matvælum til þess að seðja einhvern hluta þeirra milljóna, sem þjást af hungri i löndum þriðja heimsins svonefnda. t þriöja lagi álit ég, að íslenzkar landbúnaðarafurðir standist hvað gæði varðar fylli- lega samkeppni við hliðstæðar vörutegundir erlendis. Ræktunarframkvæmdir og framfarir i landbúnaði eru likastar ævintýri. Hvaða starfsemi skyldi vera þroska- vænlegri en sú, að framleiða hollar fæðutegundir? Bændur hafa að minum dómi tekið vel vinsamlegum ábendingum um fjölbreyttari framleiðslu og gera það eflausti framtiðinni. Ráðleggingar sérfræðinga á sviði matvælafræði eru lika góðra gjalda verðar og er sjálf- sagt að færa þær sér i nyt, séu þær byggðar á visinda- legum grunni. Að sjálfsögðu geturþurftað hafa stjórn og skipulag á framleiðslunni og sniða framleiðslu i ein- stökum greinum stakk eftir vexti, þ.e. þörfum. Allir skilja, að útflutningsbótum verður að setja skynsam- leg takmörk. En markmiðið verður alltaf að vera það, að við Islendingar séum sjálfum okkur nógir með land- búnaðarvörur. Ég hef alltaf litið svo á, að landbúnaður væri liftrygging islenzku þjóðarinnar. Landhelgismálið Landhelgismálið er langstærsta mál undanfarinná ára. Nú er það mál komið i höfn. Þar er margra áfanga að minnast. Þeir eru vonandi þjóðinni i fersku minni og skulu ekki rifjaðir upp hér. En þeir mega ekki falla i gleymsku. En grundvöllurinn að lokasigrinum var lagður með Oslóarsamkomulaginu i júni 1976. Nú stunda aðeins þrjár þjóðir veiðar á tslandsmiðum. Er umsaminn botnfiskafli þeirra litilræði i samanburði við það, er erlendar þjóðir veiddu hér af botnfiski fyrir svo sem tveimur árum. Það er á valdi tslendinga að binda endi á þessa samninga. Islendingar hafa þannig fengið full forráð á 200 sjómilna fiskveiðilandhelgi og geta nýtt hana á þann hátt, sem skynsamlegastur er talinn. Skiptirmiklu, að fiskstofnar verði ekki ofnýttir. Skal það mál ekki rætt hér. Er viðurkennt, að ts- lendingar hafi haft forystu um þróun hafréttarmála. Stækkun landhelginnar mun skipta sköpum um framtið þessarar þjóðar um ókomin ár. Komandi kyn- slóðir munu njóta ávaxtanna af baráttu undangeng- inna ára. Það er ánægjulegt áð minnast þess, að i þessu lifshagsmunamáli hefur þjóðin oftast verið einhuga. Það væri æskilegt, að slik samstaða næðist i öðrum hagsmunamálum þjóðarinnar. Deilur um það nú, hverjum sé mest að þakka það, sem áunnizt hefur, eru fremur hégómlegar. Þegar timar liða, og þeir, sem i eldinum stóðu eru löngu komnir undir græna torfu, verður saga landhelgis- málsins væntanlega skráð á hlutlægan hátt af sann- kölluðum sagnfræðingum en ekki af ómerkilegum áróðursþjónum. Menningarfurinn Samfélög siðmenntaðra þjóða geta ekki staðizt án þess að eiga sér kjölfestu, sinar lifsreglur, boð sin og bönn og manngildismat sniðið eftir gerð þjóðfélagsins. Það verður að eiga sér rætur i sögu, menningu og erfðavenjum. Og aldrei reynir meira á það, að rætur þjóðmenningarinnar séu sterkar og standi nógu djúpt heldur en á timum mikils umróts I likingu við það, sem nú gengur yfir heiminn. Þegár stormur fer um skóg- inn, reynir á það, hve ræturnar eru haldgóðar og stofn- inn styrkur. tslendingar eiga gamalgróna menningu, sem jafnvel grannþjóðir okkar hafa notið góðs af og sú menning kulnaði aldrei á liðnum öldum, þrátt fyrir ánauð, hungur og mannfelli. Og hún náði aftur blóma sinum á liðinni öld jafnskjótt og birti i lofti, og varð hún sú almenningseign, sem af hefur sprottið flest það, sem okkur þykir mest um vert, hvort sem litið er tií lista og annarra mennta, verklegra framkvæmda eða mannúöarmála. Að sjálfsögðu er þetta ekki allt af inn- lendri rót, heldur tileinkaði þjóðin sér ekki siður strauma og stefnur umheimsins, en felldi þær að is- lenzkum staðháttum. Við lifum e.t.v. nú á varhugaverðari timum en þeir, sem voru i blóma lifsins snemma á þessari öld. Uggur og ótti býr i hugum margra, stórveldi heimsins togast á með sprengjur á baksviði, sem geta jafnvel boðað sjálfan dómsdag. t þessu andrúmslofti hafa magnazt óhæfuverk, f jöldi fólks hefur flúið á náðir eiturlyfja eða tileinkað sér furður og firrur, sem minna á miðaldir i fáránleika sinum. Við Islendingar, sem til skamms tima gerðum næsta glöggan mun á þvi, sem til far- sældar horfði og hinu, sem varhugavert var eða hættu- legt, höfum staðið berskjaldaðri i þessari gerningahrið en nokkur hefði trúað fyrir fáum áratugum. Það er spurning, sem vert er að ihuga, hvort sú menningargerð, sem verið hefur i mótun siðustu ára- tugi, séað öllu leyti heillavænleg. Um langt skeið hefur allt stefnt að þvi i siauknum mæli, að einstaklingnum væri öllu miðlað af öðrum. Skólabarnið er svo yfirhlað- ið af námsefni, að það á fáar stundir frjálsar, ef það sinnir náminu og það virðist efst á baugi, að aðrir eigi að hafa ofan fyrir unglingunum, þegar kvöldar. út- varpið glymur allan daginn og sjónvarpið fyllir sex kvöld vikunnar. Auðvitað er þar margt ágætt efni flutt, bæði til fróðleiks og afþreyingar. Og fyrfr margt fólk er þetta ómetanleg dægradvöl. En stundum flýtur lika með efni, sem naumast hefur holl áhrif, a.m.k. á börn og unglinga. Maðurinn, ungur og gamall, er mataður seint og snemma, fyllt i allar eyður, en minna um hitt hirt, þátttöku hans sjálfs. Eins konar mötun hefur kannski komið of mikið i staðinn fyrir raunverulegt félagslif og tómstundastarf. Ég minnist þess, að Helgi Hjörvar flutti eitt sinn á unglingsárum útvarpsins er- indi, er hann nefndi: „Hvenær á fólkið að hugsa?” Hvað skyldi sá stórbrotni listamaður og málsnillingur hafa sagt nú? Margir undrast nú, hvernig þeir, sem ólust upp fyrir tið hinnar miklu skólagöngu og mörgu fjölmiðla, urðu þess umkomnir að axla hin vandasömustu ábyrgðar- störf og komast frá þeim með sóma. Kannski er leyndardómurinn sá, að þeir höfðu sjálfir stælt sig á þvi ungir að glima við margvisleg úrlausnarefni, án þess að vera mataðir af öðrum nema að litlu leyti. Vitaskuld er þjóðfélagið nú miklu margbrotnara en það var áður og enginn ber brigður á nauðsyn góðrar menntunar eða þörf þjóðarinnar á sérfræðingum á fjölmörgum sviðum. En hitt er vafasamara, hvort skyldunámið er ekki komið út i öfgar að magni náms- efnis og lengd skólatima og geri svo miklar og einhliða kröfur til nemenda án tillits til upplags þeirra, að þeim sé ofboðið. Þeir, sem hentar námið sizt, kikna undir þvi, fyllast vanmati á sjálfum sér og andúð á umhverfi sinu og þeim siðalögmálum, er það vill i heiðri halda. Spurningar um þessi mál leita á hugann. Kannski spretta þær af vanþekkingu manns. En ég held nú samt, að þessi málefni séu ihugunarverð. Hættir okkur ekki við að apa of mikið eftir útlendum, bæði á bessum sviðum og öðrum? Gleypum við ekki of mikið hrátt af þvi, sem aðflutt er? Þetta eru ef til vill óþarfar áhyggjur. En vis maður spyr: Hefur ekki einhvers staðar einhver hlekkur brostið i uppeldis- og mennta- kerfi okkar? Hvað sem um það er, vil ég leggja áherzlu á, að við leggjum rækt við okkar þjóðmenningararf. Köstum ekki fyrir róða þvi manngildismati, sem vel hefur dug- að okkur. Vörpum ekki kjölfestunni fyrir borð. Og um leið er ekki úr vegi að minna á, að það eru meiri sann- indi fólgin i málshættinum, að það þurfi sterk bein til að þola góða daga, en menn almennt hugleiða, þótt þeir taki sér þau orð i munn. Fyrirhafnarlitið lif getur leitt til úrkynjunar og eins geta ofurnægtir orðið kveikja hruns, bæði einstaklinga og þjóða. Hófsemi er dyggð Ég er svo ófrumlegur, að mig langar til þess að ljúka þessu áramótaspjalli á svipuðum orðum og siðustu áramótagrein. Mérfinnst, að þau eigi ekki siður við nú en þá, og þvi miður hafa ekki rætzt allar vonir og óskir, sem ég þar nefndi. Ég endurtek þær þvi hér. Ég sagði þá: ,,Ég vona, að það verði ár, þ.e. nýja árið, hófsemi á sem flestum sviðum. Ég vona, að það verði ár jafn- vægis, bæði út á við og inn á við. Sú er von min og bæn, að gerningahriö glæpa og alvarlegra afbrota sloti á ár- inu. Ég vona og bið þess, að reynt verði að afstýra hvers konar slysum eftir þvi sem i mannlegu valdi stendur. Megi friður rikja um heimsbyggðina og sam- ábyrgðartilfinning mannkyns vaxa.” Hófsemi i öllum myndum, jafnt i athöfnum sem orð- um, er i minum augum mikil dyggð. Ég held, að hún sé ein þeirra dyggða, sem liklegust er til að leiða til far- sældar fyrir hvern einstakling og þjóðina alla. öfgar i hvaða mynd, sem þær birtast, eru alltaf og alls staðar til bölvunar. óhóf og óreglusemi er uppspretta margra ógæfuverka, m.a. allt of margra slysa. En á árinu, sem i hönd fer, megum við einmitt einskis láta ófreistað til að reyna að draga úr hinum hörmulegu slysförum. Hið nýja ár ætti framar öllu öðru að verða ár slysavarna I viðtækasta skilningi. Þegar maður sezt niður við að skrifa áramótahug- leiðingar, finnur maður, að ,,það er svo margt, ef að er gáð, sem um er þörf að ræða.” Sumt af þvi kemst á blað, en annað ekki. Það getur þvi hæglega hent, að eitthvað verði út undan, sem allt eins mikil þörf heföi veriðað minnast á. En einhvers staðar verður að setja punktinn. Ég lýk svo þessu áramótaspjalli með þvi að þakka öllum Framsóknarmönnum samstarfið á árinu, sem er að kveðja. Traust þeirra og vinsemd hefur verið mér mikils virði. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar á komandi ári.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.