Tíminn - 31.12.1977, Síða 25
Laugardagur 31. desember 1977
25
lliíiíIU
lesendur segja
Við skulum biðja
fyrir honum, greyinu
„Ekki varst þú seinn til svifa,
ef særa þurfti góðan dreng”,
segir Davið Stefánsson i kvæöi
sinu „Ritdómarinnn”. Þessi
gullvægu sannindi áttu þá fullan
rétt á sér i moldviðri blaða-
mennskunnar, og nú á dögum
eiga þau ekki siður við. Ritstjóri
Dagblaðsins, Jónas Kristjáns-
son, hefur gert sér það til dund-
urssiðustuárinaðhnoða saman
óhróðri um bændur og störf
þeirra yfirleitt. Þessi ágengir
labbakútur, sem lifað hefur alla
sina torskildu ævi á annarra
manna fé — og aldrei difið hendi
sinni i kalt vatn, hvað þá meir.
„Siglir einn úr Satans vör
Sveinn hinn gæfurýri, fyrir lek-
an kjaftaknör krækir lyga-
stýri”, sagði Bólu-Hjálmar eitt
sinn, er hann sá mann nokkurn
ýta fleytu sinniog róa til fiskjar.
Það er máske tilviljun en þessi
róttæka visa lemur ætið i hug
minn er ég hlusta á lestur for-
ustugreina Dagblaðsins á
morgnana. Það þýðir nú vist lit-
ið að ræöa verðlag ájandbúnað-
arvörum Jónas Kristjánsson
svo ófyrirleitinn semhann er. 1
þvi sambandi kemur mér i hug
selshausinn er kom upp úr
skálagólfinu á Fróðá endur fyrir
löngu — og menn lömdu á með
bareflum i þvi skyni aö færa
hann I kaf — en það hafði bara
öfug áhrif, f jandi sá hækkaði viö
hvert högg, öllum til hinna
mestu hrellinga. Þr^ttfyrir það
vil ég gera hér örlitinn saman-
burð, þótt eigi beri þaö mikinn
árangur, þvi suma menn bita
: engin járn fremur en þursana
forðum daga.
Fyrir um það bil 40 árum sið-
an var röskur maður 20 klukku-
stundir aö vinna fyrir einu
dilksverði — lOkrónum sléttum,
og talaði þá enginn um að land-
búnaðarvörur landbúnaðarvör-
umarværu dýrar, en nú á þess-
um siðustu og verstu timum
getur hvaða liðléttingur sem er
unnið fyrirsama dilksverðinu á
12 klukkustundum 7000 kr. —
eða með öörum oröum þá er
lambakjötiö nær helmingi ódýr-
ara nú á þvi herrans ári 1977 en
það var fyrir 40 árum sfðan,
miðað við kaupgjald og veðlag á
neuðsynjavörum yfirleitt. Ég
sleppi vitaskuld öllum millilið-
um — þeirkoma okkur bændun-
um ekkert við en ættu hins veg-
arað kallast höfuðverkur þeirra
sem kappkosta það öllum stund-
um að eyðileggja krónuna okkar
— og ausa með þvi vatni á millu
braskaranna.
A þaö var drepiö drepið hér i
blaðinu fyrir stuttu að þörf
myndi verða á að baöa ritstjóra
Dagblaðsins upp úr legi, þeim,
sem notaöur var á ullina i
gamla daga með góðum ár-
angri. Þetta er að visu góö hug-
mynd — og skyldi ég glaður
hjálpa til, ef út i þaö yrði fariö,
en ég held að annaö ráð sé
betra, þvi lifið er margslungin
ráðgáta, ef vel er að gáð, og skal
hér gerð stuttleg grein fyrir
þeirri ályktun: Þegar ég var
barn að aldri sjö ára að ég held,
þá kem á heimili hvolpur einn
fremur ósjálegur við fyrstu sýn,
enbreyttist þótilhins skárra, er
fram liðu stundir, þvf eigi var
fæði hans skorið við nögl, en i
reynd þá gerðist aftur á móti hið
gagnstæða. Þetta litla kvikindi
rændi öllu og ruplaöi, dró i bæli
sitt allt, sem tönn á festi — eða
gróf það einhvers staðar úti við
áóliklegustu slóðum. Sömuleið-
is nagaði þessi berserkur
þvengina af leðurskónum okkar
og nartaði i hæla fólks, er það
var á gangi og átti sér einskis
ills von. En „þetta er eins og
ekki neitt hjá öðru stærra og
meira”. Um haustið tók sá
stutti >upp á því að spangóla upp
á móti tunglinu, er nýlýsi var og
loft heiðskirt að kalla. Þetta at-
ferli hundsins vakti hlátur okk-
ar krakkanna til að byrja með,
enfullkomin vandræðiþegar frá
leiö, þvi um nætur gat fólk ekki
sofið fyrirþessum skrattagangi.
Innilokun hafði ekkert aö segja
og þvi siöur hýðing: þá var og
reynt að baða hvutta, en viö það
úthverföist hann með öllu, svo
engu var likara en myrkrahöfð-
inginn sjálfur hefði á valdi sinu.
Um þetta leyti kom gömul
kona á heimilið og gisti. Barst
þá i orð, hvaö skyldi við hvolp-
inn. „Viö skulum biðja fyrir
honum, greyinu,” mælti hún, og
það var gert — meö góð-
um árangri, svo góðum aö þeg-
ar fram liðu stundir, varð þessi
afglapi er við kölluðum svo,
hinn ágætasti fjárhundur og
mátti hvergi vamm sitt vita.
Nákvæmlega það sama held ég
að eigi bezt við Jónas Kristjáns-
son, ritstjóra Dagblaðsins. „Viö
skulumbiðja fyrir honum, grey-
inu.”
Sandi, 26. nóv.
Valtýr Guðmundsson
Hundar og
Snjóflóð og hundar
Arið 1948 var ég undirritaður
á leið til Suður-Frakklands með
ensku ferðafólki og gisti hópur-
inn eina nótt I París. Ég var rétt
nýkominn upp á herbergi mitt á
hótelinu þegar þjónn kom með
beiðni um að hafa tal af leið-
sögumanni annars hóps, og hitti
ég hann þegar i stað. Hann hafði
séð hvaðan mig bar að frá Is-
landi. Erindið var það hvort ég
vissi eitthvað um hörmulegan
atburö, sem kom fyrir inn
af Eskifirði á striösárunum,
þegar hópur enska hermanna
urðu úti i snjóhrið og þar á
meðal bróðir þessa manns.
Mörgum varbjargað af fádæma
dugnaði af búandi fólki innst i
Eskifirði. Hann kom strax að
þvi að enginn leitarhundur hafi
verið með I björgunarstarfinu.
Hann benti mér á að við Islend-
ingar i sliku landi sem tslandi,
þyrftum að eiga hund i slikum
tilfellum i sambandi við snjó-
snjóflóð
þunga vetur, og nefndi St. Bern-
hardshundinn sérstaklega.
Við Islendingar höfum þörf
fyrir slikan hund eins og
reynslan hefur sýnt nú á fáum
árum. St. Bernhards-hundar
eru bæði sterkir og stórir, um
eða yfir 70 sm á hæð og vel
hærðir. Þeir eru skynsamir,
skylduræknir og tryggir, og af
ber hið furðulega þefskyn
þeirra, sem nálega má kalla
yfirnáttúrlegt. Þeir tapa t.d.
ekki slóð þótt i gegnum reyk
fari. Talið er að þetta hundakyn
hafi haldizt hreint og engar
breytingár orðið á allt frá 1750.
Þetta hundakyn var i upphafi
þjálfað af munkum, sem setu
höfðu I fjallakofum og sæluhús-
um á viðsjárverðum slóðum, þá
fyrstir manna og er frægð
þeirra einkum tengd St. Gott-
hardsskarði I ölpunum á landa-
mærum Sviss og ítaliu.
Guðmundur Björgúlfsson
FAGNA SKAL í HLJÓÐI
Mörgum mun hafa orðið það
allmikið umhugsunar- og
undrunarefni, þegar sú furðu-
lega og nær ósvifna ákvörðun
var tekin af forvigismönnum is-
lenzka rikisútvarpsins, að fella
með öllu niður hinn stutta en
ágæta, sjálfstæða útvarpsþátt,
sem bar nafnið „Spjallað við
bændur”. Þættir þessir höfðu
undantekningarlaust ótrúlega
mikinn og skemmtilegan fróð-
leik að geyma, sem jafnan var
fluttur með vel völdu og saman-
þjöppuðu efni, á mjög svo hnit-
miðaðri timalengd af hinum
ágætustu og færustu mönnum,
eftir þvi sem aðstaða og efni
stóðu til á hverjum tima. Og
jafnvel þótt fyrir kæmi að þarna
yrði stundum að „hlaupa i
skaröið”, eins og sagt er, virðist
það ekki koma að sök. Þættirnir
nutu verðskuldaðrar virðingar
mikils fjölda fólks, bæði til sjáv-
ar og sveita. Það var oft eftir
þeim beðið, vel á þá hlustað og
siðan til þeirra vitnað. Með öðr-
um orðum : Þetta var vinsælt og
gott útvarpsefni, þótt stutt væri
hverju sinni. Vart mun hjá þvi
fara, að sá grunur hafi læðzt að
mörgum, hvort ekki sé um eitt
af vorra tima táknum að ræða
sem gerzt hefir.
Allar hófsamlegar og vel yfir-
vegaðar umræður, sem snert
hafa Islenzk landbúnaðarmál,
eru ekki og hafa ekki undanfar-
in ár og mánuði verið litin hýr-
um augum af þeim, sem náð
hafa að klóra sig til sérstakra
þrepa i mannlifsstiganum. Það-
an hefir verið þyrlað yfir okkur
ljóst og leynt sliku hriðarkófi i
krafti þjóðfélagslegra blekk-
inga- og áróðursafla, að öll
venjuleg mannleg skynsemi
hefur næstum átt i vök að verj-
ast. Þeir hafa séð sér umtals-
verðan ávinning i þvi að keyra
allar sinar vitisvélar til hins
Itrasta. Þareru gamlirsem nýir
„skriðdrekar” liðtækir og vel
þegnir fram á sjónarsviðiö. Þeir
virðast þó alltaf geta þyrlað upp
' rykinu þó ekki sé nú annað.
Og hvað svo um þes.sa bless-
aða útvarpsþætti? Voru þeir
máski sakfelldir fyrir það, að
hreinsa eitthvað til i andrúms-
loftinu? Báru þeir oflitinn keim
af svonefndri mengun hugar-
farsins, eða hvað? Það munu
hinirtilnefndu fulltrúar Islenzka
rikisútvarpsins sjálfsagt vita
um. Sú virðulega stofnun verður
að gæta sóma sins i hvivetna, já,
svo að hvergi falli á blettur tóa
hrukka. Það getur ekki staðið
með annan fótinn i öskunni, en
hinn i eldinum, svo vel fari, —
eða á það kannski einhvern
vonarneista i öskunni lika?
Hverveit? „Vatniðholar bergið
blátt”, segir i gamalli þjóðvisu.
— , ,Högg þú nú Kolbeinn”,
stendur þar. Svo hefur stundum
sagt verið, að þegar ein báran
ris, sé önnur vis. Nokkuð um
það. Fara nú ekki aðrir umtals-
verðir útvarpsþættir aö komast
ifallhættu hjá hlutleysisvöröun-
um? Það er vafalaust betra að
halda vel og vandlega i piisfald-
inn, sjölin og slæðurnar, sem
hlutleysinu tilheyra. Þvi verður
nefnilega allsekki likt við neina
vesahngs stelpukind, sem gæfi
hverjum sem væri „undir fót-
inn”, það væri óhæfa! Hvað til
dæmisum þáttinn Islenzkt mál?
Þar er nii stundum nokkuð fast
og rökvislega að orði kveðið. Og
þar að auki nærist tilvera
þáttarins á þeirri staðreynd, að
fjöregg islenzkrar tungu hefur
ávallt verið og er, sem betur fer,
enn að finna i sveitum landsins.
Hollvættirgefi,að svo megi sem
lengst verða.
Giljum,26. nóvember 1977
Gunnar Þorsteinsson
Myrkramessa
Þakklátur og stoltur Kópavogs-
búi skrifar:
Skammdegishátiö Mennta-
skólans i Kópavogi fór fram
laugardaginn 26. nóvember sl.
og bar heitið „Myrkramessa”.
Þarna voru þó ekki framin nein
myrkraverk, heldur mátti með
sanni segja að þetta væri sann-
kölluð „Hátið ljóssins” þvi bæði
var dagskrá hátiðarinnar og
skólablaö nemenda prýtt hinum
forna og fagra lýsislampa. Þar
fyrir utan notuðu nemendur lif-
andi ljós viö flutning leikritsins
um vatnskarlinn Hans Vögg,
sem vakti menn verulega til
umhugsunar um sinnuleysi
þeirra sem meira mega sin i
þjóðfélaginu, gagnvart litil-
magnanum.
Hátiðin var fjölbreytt og fór
öll fram með slikum glæsibrag
að ég get hvorki, né vil, látið ó-
gert að þakka þessu unga fólki
fyrir það kapp og þá miklu
vinnu sem auðsjáanlega lá að
baki þessu. Hátiðin var þvi ekki
einungis nemendum sjálfum til
sóma, heldur og skólanum og
bæjarbúum öllum.
Nemendur M.K. haldið áfram
á þessari braut og notið lýsis-
lampann góöa, sem ykkar tákn.
Hafið þökk fyrir.
Ingibjörg Arnadóttir