Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 52

Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 52
 29. maí 2006 MÁNUDAGUR32 Fæstir gera sér grein fyrir sögunni sem falin er í bygging- unum við Hlemm. Gamlar bifreiðasmiðjur og gasstöðvar eru meðal þess sem leynist á svæðinu. Í augum flestra er Hlemmur skipti- stöð fyrir strætó og staðurinn þar sem lögreglustöðin er. Þangað eiga menn sjaldnast ánægjuleg erindi og hvort sem því er um að kenna eða öðru, þá hefur lagst á Hlemm illt orð. Við Hlemm standa þó nokkrar sögufrægar byggingar sem hýsa skemmtilega starfsemi. Hlemmur 5 er falleg bygging sem upphaflega var ætlað að vera bifreiðasmiðja fyrir Svein Egilsson. Byggingin var byggð í áföngum en sá fyrsti var teiknaður af Einari Erlendssyni. Guðmundur H. Þor- láksson húsameistari á hins vegar heiðurinn af núverandi mynd þess. Byggingin hýsir í dag meðal annars Náttúrugripasafn Íslands og Mögu- leikhúsið. Við Hlemm stendur einnig gömul gasstöð sem byggð var við dögun 20. aldar en nær ógjörningur er að átta sig á hvar hún stendur ef sögu- bókin er ekki við hendi. Byggingin hýsir nú kaffistofur vagnstjóra Strætó. Þegar Baltasar Kormákur leitaði að stað í Reykjavík sem hann gæti með litlum tilfærslum breytt í amerískan smábæ varð Hlemmur fyrir valinu. Skiptistöð Strætó var breytt í erlendan matvörumarkað, bókabúðir breyttust í bari og smá- vöruverslanir breyttust í fatabúðir. Amerískum bílum var raðað upp meðfram götunni og á einum degi gjörbreyttist ásýnd Hlemms. Ung- menni röðuðu sér í kringum upp- settan slysavettvang á meðan erlendar stórstjörnur sötruðu koníak inni í bíl og lofuðu hver annarri að næsta mynd yrði tekin upp í Flórída. - tg HLEMMUR Skiptistöðin við Hlemm er fræg að endemum. Styttan Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson var flutt á Hlemm ekki alls fyrir löngu. Margs konar atvinnustarfsemi þrífst við Hlemm. Til vinstri, aftan við skiptistöðina, má sjá Hlemm 5. Þar sem gamla gasstöðin stóð. Lögreglustöðin í Reykjavík. Litrík hús við Laugaveg ofan við Hlemm. Við Þverholt er vinalegt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.