Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 21

Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Mjólkursúkkulaði örvar heilann, eykur skerpu, næmi og athygl- isgáfu. Ýmis örvandi efni í súkkulaði, þeó- brómín og kaffín auka snerpu og skerpa athygli, segir sérfræðingur við Wheeling Jesuit- háskólann í Vestur-Virg- iníu. Í sumu súkkulaði auka þessi efni vitsmunaafl manna. Þetta þykja góðar fréttir. Landlæknir hefur sent frá sér dreifibréf um viðtöl og mynd- birtingar fjölmiðla í umfjöllun um mál einstakra sjúklinga á heilbrigðisstofnunum, oftast á sjúkrahúsum. Oft þarf að gæta hagsmuna fleiri einstaklinga en viðkomandi sjúklings og mælir landlæknir með ákveðnum vinnureglum í samskiptum fjölmiðla við sjúklinga á sjúkra- stofnunum. Sjá nánar á www. landlaeknir.is. Geðhjálp boðar til fundar í aðstandendahópi Geðhjálpar miðvikudaginn 31. maí klukkan 20.00 í sal Hallveigarstaða, Túngötu 14, kjallara. Fundarefni er húsnæðismál. ALLT HITT [HEILSA] Að finna hvernig æfingaáætlun hentar hverjum og einum getur verið margslungið verkefni. Sumir kjósa að æfa í einrúmi en aðrir finna sig best lokuðum hóptímum. Gestur Rúnarsson er einn þeirra sem kýs seinni kostinn. Gestur hafði alltaf verið mikið íþróttum og yfirleitt í toppformi. „Ég byrjaði hins vegar að safna bumbu fyrir um fjórum árum þegar konan mín varð ólétt, þetta kallast víst með- virkni í ólettunni,“ útskýrir Gestur og hlær. „Ég hætti líka að reykja þannig að maður safnaði ansi mörgum kílóum án þess að átta sig almennilega á því.“ Þegar World Class opnaði aftur fyrir þremur árum ákvað Gestur að fara gera eitthvað málunum. „Ég steig á vigtina á annan dag jóla og var þá 96 kíló. Þá sagði ég við sjálfan mig að það kæmi ekki til greina að verða 100 kíló.“ Gestur skráði sig í námskeið ásamt vini sínum en vinurinn entist aðeins þetta eina námskeið en Gestur er enn á fullu. Gestur hefur mest stundað hóptíma og er núna í sérstökum púltímum fyrir karla. „Lokaðir hóptímar eru skemmtilegastir. Þeir halda manni við efnið og þar er einnig góður félagsskapur. Ef maður er einn í saln- um eru miklu meiri líkur á því að maður hætti að nenna þessu. Mér finnst leiðinlegt að vera inni í sal að pumpa en ég geri það samt um tvisvar í viku,“ segir hinn atorku- sami Gestur. Í karlapúlstímunum sem Gestur stundar er mest um stöðvaæfingar og styrktaræf- ingar, sem Rósa Guðmunds stjórnar með þýskum heraga. „Það eru líka teknar marg- ar armbeygjur. Þegar ég byrjaði gat ég ein- ungis tekið um tíu en núna er ég farinn að geta tekið hátt í áttatíu.“ Gestur er því í frekar góðu formi sem stendur en lokamark- miðið er að koma fituprósentunni niður í 10% og ætlar Gestur að halda sér í því fari. En er hann ekkert hræddur við að konan hans verði aftur ólétt? „Nei, nei, ég held að maður sökkvi sér ekki í þetta aftur,“ segir Gestur brosandi. steinthor@frettabladid.is Ánægðastur í hóptímunum Gestur Rúnarsson hefur verið að koma sér í gott form á undanförnum árum og er alls ekki hættur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA NORSKIR VÍSINDAMENN SEGJA KAFFI Í HÓFLEGU MAGNI HAFA GÓÐ ÁHRIF Á LÍKAMSSTARFSEMINA. Kaffið hefur nú fengið uppreisn æru. Nýlega birtust niðurstöður norskrar rannsóknar í Jótlandspóstinum sem benda til þess að kaffið sé ekki eingöngu hressandi heldur hafi einnig góð áhrif á líkamsstarfsemina. Sé kaffið drukkið í hóflegu magni getur það hjálpað til við að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóma, gigt, og ýmsar bólgur. Þessu komust næringarfræðingar við Óslóarháskóla að eftir að hafa unnið úr gögnum bandarískrar könnunar þar sem fylgst var með kaffineyslu 27 þúsund kvenna í 15 ár. Þær konur sem drukku einn til þrjá bolla á dag voru 20 til 25 prósent ólíklegri til að fá kransæðasjúkdóma og gigt. Er það rakið til þess að 60 prósent andoxunarefnanna í kaffinu skila sér til þess sem drekkur það. En böggull fylgir skammrifi því til þess að áhrif af kaffidrykkju haldist jákvæð þarf að takmarka kaffidrykkjuna við minna en fimm bolla á dag. Góður er kaffisopinn STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI Að mörgu er að hyggja þegar velja á gönguskó. HEILSA 2 EINELTI ER DAUÐ- ANS ALVARA Páll Einarsson MSc á vefnum persona.is skrifar HEILSA 3 Kaffisopinn er ekki bara hressandi heldur getur hann haft góð áhrif á líkamsstarfsemina. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 30. maí, 150. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.28 13.25 23.25 Akureyri 2.41 13.10 23.42

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.