Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Mjólkursúkkulaði örvar heilann, eykur skerpu, næmi og athygl- isgáfu. Ýmis örvandi efni í súkkulaði, þeó- brómín og kaffín auka snerpu og skerpa athygli, segir sérfræðingur við Wheeling Jesuit- háskólann í Vestur-Virg- iníu. Í sumu súkkulaði auka þessi efni vitsmunaafl manna. Þetta þykja góðar fréttir. Landlæknir hefur sent frá sér dreifibréf um viðtöl og mynd- birtingar fjölmiðla í umfjöllun um mál einstakra sjúklinga á heilbrigðisstofnunum, oftast á sjúkrahúsum. Oft þarf að gæta hagsmuna fleiri einstaklinga en viðkomandi sjúklings og mælir landlæknir með ákveðnum vinnureglum í samskiptum fjölmiðla við sjúklinga á sjúkra- stofnunum. Sjá nánar á www. landlaeknir.is. Geðhjálp boðar til fundar í aðstandendahópi Geðhjálpar miðvikudaginn 31. maí klukkan 20.00 í sal Hallveigarstaða, Túngötu 14, kjallara. Fundarefni er húsnæðismál. ALLT HITT [HEILSA] Að finna hvernig æfingaáætlun hentar hverjum og einum getur verið margslungið verkefni. Sumir kjósa að æfa í einrúmi en aðrir finna sig best lokuðum hóptímum. Gestur Rúnarsson er einn þeirra sem kýs seinni kostinn. Gestur hafði alltaf verið mikið íþróttum og yfirleitt í toppformi. „Ég byrjaði hins vegar að safna bumbu fyrir um fjórum árum þegar konan mín varð ólétt, þetta kallast víst með- virkni í ólettunni,“ útskýrir Gestur og hlær. „Ég hætti líka að reykja þannig að maður safnaði ansi mörgum kílóum án þess að átta sig almennilega á því.“ Þegar World Class opnaði aftur fyrir þremur árum ákvað Gestur að fara gera eitthvað málunum. „Ég steig á vigtina á annan dag jóla og var þá 96 kíló. Þá sagði ég við sjálfan mig að það kæmi ekki til greina að verða 100 kíló.“ Gestur skráði sig í námskeið ásamt vini sínum en vinurinn entist aðeins þetta eina námskeið en Gestur er enn á fullu. Gestur hefur mest stundað hóptíma og er núna í sérstökum púltímum fyrir karla. „Lokaðir hóptímar eru skemmtilegastir. Þeir halda manni við efnið og þar er einnig góður félagsskapur. Ef maður er einn í saln- um eru miklu meiri líkur á því að maður hætti að nenna þessu. Mér finnst leiðinlegt að vera inni í sal að pumpa en ég geri það samt um tvisvar í viku,“ segir hinn atorku- sami Gestur. Í karlapúlstímunum sem Gestur stundar er mest um stöðvaæfingar og styrktaræf- ingar, sem Rósa Guðmunds stjórnar með þýskum heraga. „Það eru líka teknar marg- ar armbeygjur. Þegar ég byrjaði gat ég ein- ungis tekið um tíu en núna er ég farinn að geta tekið hátt í áttatíu.“ Gestur er því í frekar góðu formi sem stendur en lokamark- miðið er að koma fituprósentunni niður í 10% og ætlar Gestur að halda sér í því fari. En er hann ekkert hræddur við að konan hans verði aftur ólétt? „Nei, nei, ég held að maður sökkvi sér ekki í þetta aftur,“ segir Gestur brosandi. steinthor@frettabladid.is Ánægðastur í hóptímunum Gestur Rúnarsson hefur verið að koma sér í gott form á undanförnum árum og er alls ekki hættur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA NORSKIR VÍSINDAMENN SEGJA KAFFI Í HÓFLEGU MAGNI HAFA GÓÐ ÁHRIF Á LÍKAMSSTARFSEMINA. Kaffið hefur nú fengið uppreisn æru. Nýlega birtust niðurstöður norskrar rannsóknar í Jótlandspóstinum sem benda til þess að kaffið sé ekki eingöngu hressandi heldur hafi einnig góð áhrif á líkamsstarfsemina. Sé kaffið drukkið í hóflegu magni getur það hjálpað til við að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóma, gigt, og ýmsar bólgur. Þessu komust næringarfræðingar við Óslóarháskóla að eftir að hafa unnið úr gögnum bandarískrar könnunar þar sem fylgst var með kaffineyslu 27 þúsund kvenna í 15 ár. Þær konur sem drukku einn til þrjá bolla á dag voru 20 til 25 prósent ólíklegri til að fá kransæðasjúkdóma og gigt. Er það rakið til þess að 60 prósent andoxunarefnanna í kaffinu skila sér til þess sem drekkur það. En böggull fylgir skammrifi því til þess að áhrif af kaffidrykkju haldist jákvæð þarf að takmarka kaffidrykkjuna við minna en fimm bolla á dag. Góður er kaffisopinn STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI Að mörgu er að hyggja þegar velja á gönguskó. HEILSA 2 EINELTI ER DAUÐ- ANS ALVARA Páll Einarsson MSc á vefnum persona.is skrifar HEILSA 3 Kaffisopinn er ekki bara hressandi heldur getur hann haft góð áhrif á líkamsstarfsemina. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 30. maí, 150. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.28 13.25 23.25 Akureyri 2.41 13.10 23.42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.