Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 30

Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 30
Starfsmenn Geimstofunnar auglýs- ingastofu, að Brekkugötu 7a, hafa getið sér góðan orðstír frá því hún var opnuð árið 2003. Samkvæmt Jóni Inga Sigurðssyni, einum eig- enda stofunnar, er þar ekki verið að tvínóna við hlutina heldur ráð- ist í verkefni af fullum krafti hvort sem það er á sviði prent- eða ljós- vakamiðla. Starfsmenn Geimstofunnar hafa haft í nógu að snúast og tekið að sér nokkur stærri verkefni, á borð við herferð sem farin var í fyrir Sandgerðisbæ. „Í því tilviki sáum við um gerð markpósts, blaða- og sjónvarpsauglýsinga,“ segir Jón Ingi. „Herferðin vakti töluverða lukku og við fengum tilnefningu til Ímark-verðlauna fyrir mark- póstinn. Af öðrum verkefnum má nefna auglýsingar fyrir Kjarnafæði og Húsavíkurjógúrt frá Norður- mjólk.“ Ekki er nóg með að starfsmenn Geimstofunnar hanni auglýsingar fyrir viðskiptavini sína, heldur sjá þeir einnig um framleiðslu sjón- varps- og útvarpsauglýsinga. „Við erum með leikstjóra innanborðs, að nafni Baldvin Zophoníasarson, sem er í námi í Danmörku. Það kom sér ágætlega þar sem við tókum upp auglýsinguna fyrir Kjarnafæði þar í landi. Svo var tónlistin gerð í Svíþjóð, þannig að segja má að um samnorrænt verkefni hafi verið að ræða,“ bætir hann við. Samkvæmt þessu er ekki annað að heyra en leiðin liggi upp á við fyrir starfsmenn Geimstofunnar og spennandi verður að fylgjast með hvað þeir taka sér næst fyrir hend- ur. Nánari upplýsingar á www. geimstofan.is 2 Herferð fyrir Sandgerðisbæ var unnin af Geimstofunni með góðri útkomu. Stofan hlaut tilnefningu til Ímark-verðlauna fyrir markpóst í því tilfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Geimfarar fyrir norðan Uppsveifla er í auglýsingabransanum á Akureyri, að sögn Jóns Inga Sigurðssonar hjá Geimstofunni. Blaðaauglýsing fyrir Kjarnafæði. Geimstof- an hannar einnig auglýsingar fyrir sjónvarp og útvarp og hefur leikstjóra innanborðs. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Eigendur Geimstofunnar, frá vinstri: Björgvin Guðjónsson, Arnar Sigurðsson og Jón Ingi Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Árið 2000 urðu þau tíðindi í íslensku viðskiptalífi að starfsemi Vífilfells og Sól-Víkings var sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Unnsteinn Jónsson, framleiðslustjóri Vífilfells fyrir norðan, rekur sögu fyrirtækis- ins og útskýrir af hverju það sér nú alfarið um áfyllingu á Coke í gler- flöskum. „Í gegnum tíðina hefur fyrritæk- ið gengið í gegnum ýmsar breyting- ar,“ segir Unnsteinn. „Áður en það sameinaðist Vífilfelli árið 2000 var það þekkt sem Sól-Víking, þar áður Víking, svo Sanitas og upphaf- lega sem ölgerðarfyrirtækið Sana. Fyrirtækið er því gamalt, þótt saga þess undir „nýja“ nafninu sé stutt.“ Að sögn Unnsteins fluttist fyrirtækið í núverandi húsnæði að Furuvöllum 18 upp úr 1960, en það er um 4.500 fermetrar. „Vélum hefur fjölgað í tímans rás og erum við nú að framleiða um tíu milljónir lítra af bjór og gosi á ársgrundvelli,“ segir hann. „Dagleg framleiðsla er auðvitað mismikil og meðal ann- ars bundin árstíma, en áætla má að stærsti mánuðurinn sé yfirleitt tvö- faldur minnsti mánuðurinn. Starfs- mönnum okkar hefur að vonum fjölgað í takt við þetta.“ Margir vita af fyrirtækið fram- leiðir Viking og Thule, en færri vita að síðan 2003 hefur það verið eitt um áfyllingu Coke á 250 ml gler- flöskur hérlendis. „Það var ákveðið að vera með eina áfyllislínu sem réði við gler og við höfðum hana,“ segir Unnsteinn. „Línan sem var á Stuðlahálsi var lögð niður og framleiðslu á 190 ml kókflöskunni lauk. Þetta er að vísu ekki stór hluti framleiðslunnar, sérstaklega ekki í lítrum talið þar sem flöskurnar eru litlar. Engu að síður nýtur kók í gleri sífellt meiri vinsælda, enda tel ég marga hafa áttað sig á því hversu heppileg drykkjarstærð þetta er,“ segir hann loks. Heppileg drykkjarstærð Kók í gleri er einungis framleitt fyrir norðan. Unnsteinn Jónsson, framleiðslustjóri Vífilfells fyrir norðan, er ánægður með viðtökurnar sem litlu kókflöskurnar hafa fengið. Segir hann Coca Cola Light nú njóta mikilla vinsælda. ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.