Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 30
Starfsmenn Geimstofunnar auglýs- ingastofu, að Brekkugötu 7a, hafa getið sér góðan orðstír frá því hún var opnuð árið 2003. Samkvæmt Jóni Inga Sigurðssyni, einum eig- enda stofunnar, er þar ekki verið að tvínóna við hlutina heldur ráð- ist í verkefni af fullum krafti hvort sem það er á sviði prent- eða ljós- vakamiðla. Starfsmenn Geimstofunnar hafa haft í nógu að snúast og tekið að sér nokkur stærri verkefni, á borð við herferð sem farin var í fyrir Sandgerðisbæ. „Í því tilviki sáum við um gerð markpósts, blaða- og sjónvarpsauglýsinga,“ segir Jón Ingi. „Herferðin vakti töluverða lukku og við fengum tilnefningu til Ímark-verðlauna fyrir mark- póstinn. Af öðrum verkefnum má nefna auglýsingar fyrir Kjarnafæði og Húsavíkurjógúrt frá Norður- mjólk.“ Ekki er nóg með að starfsmenn Geimstofunnar hanni auglýsingar fyrir viðskiptavini sína, heldur sjá þeir einnig um framleiðslu sjón- varps- og útvarpsauglýsinga. „Við erum með leikstjóra innanborðs, að nafni Baldvin Zophoníasarson, sem er í námi í Danmörku. Það kom sér ágætlega þar sem við tókum upp auglýsinguna fyrir Kjarnafæði þar í landi. Svo var tónlistin gerð í Svíþjóð, þannig að segja má að um samnorrænt verkefni hafi verið að ræða,“ bætir hann við. Samkvæmt þessu er ekki annað að heyra en leiðin liggi upp á við fyrir starfsmenn Geimstofunnar og spennandi verður að fylgjast með hvað þeir taka sér næst fyrir hend- ur. Nánari upplýsingar á www. geimstofan.is 2 Herferð fyrir Sandgerðisbæ var unnin af Geimstofunni með góðri útkomu. Stofan hlaut tilnefningu til Ímark-verðlauna fyrir markpóst í því tilfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Geimfarar fyrir norðan Uppsveifla er í auglýsingabransanum á Akureyri, að sögn Jóns Inga Sigurðssonar hjá Geimstofunni. Blaðaauglýsing fyrir Kjarnafæði. Geimstof- an hannar einnig auglýsingar fyrir sjónvarp og útvarp og hefur leikstjóra innanborðs. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Eigendur Geimstofunnar, frá vinstri: Björgvin Guðjónsson, Arnar Sigurðsson og Jón Ingi Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Árið 2000 urðu þau tíðindi í íslensku viðskiptalífi að starfsemi Vífilfells og Sól-Víkings var sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Unnsteinn Jónsson, framleiðslustjóri Vífilfells fyrir norðan, rekur sögu fyrirtækis- ins og útskýrir af hverju það sér nú alfarið um áfyllingu á Coke í gler- flöskum. „Í gegnum tíðina hefur fyrritæk- ið gengið í gegnum ýmsar breyting- ar,“ segir Unnsteinn. „Áður en það sameinaðist Vífilfelli árið 2000 var það þekkt sem Sól-Víking, þar áður Víking, svo Sanitas og upphaf- lega sem ölgerðarfyrirtækið Sana. Fyrirtækið er því gamalt, þótt saga þess undir „nýja“ nafninu sé stutt.“ Að sögn Unnsteins fluttist fyrirtækið í núverandi húsnæði að Furuvöllum 18 upp úr 1960, en það er um 4.500 fermetrar. „Vélum hefur fjölgað í tímans rás og erum við nú að framleiða um tíu milljónir lítra af bjór og gosi á ársgrundvelli,“ segir hann. „Dagleg framleiðsla er auðvitað mismikil og meðal ann- ars bundin árstíma, en áætla má að stærsti mánuðurinn sé yfirleitt tvö- faldur minnsti mánuðurinn. Starfs- mönnum okkar hefur að vonum fjölgað í takt við þetta.“ Margir vita af fyrirtækið fram- leiðir Viking og Thule, en færri vita að síðan 2003 hefur það verið eitt um áfyllingu Coke á 250 ml gler- flöskur hérlendis. „Það var ákveðið að vera með eina áfyllislínu sem réði við gler og við höfðum hana,“ segir Unnsteinn. „Línan sem var á Stuðlahálsi var lögð niður og framleiðslu á 190 ml kókflöskunni lauk. Þetta er að vísu ekki stór hluti framleiðslunnar, sérstaklega ekki í lítrum talið þar sem flöskurnar eru litlar. Engu að síður nýtur kók í gleri sífellt meiri vinsælda, enda tel ég marga hafa áttað sig á því hversu heppileg drykkjarstærð þetta er,“ segir hann loks. Heppileg drykkjarstærð Kók í gleri er einungis framleitt fyrir norðan. Unnsteinn Jónsson, framleiðslustjóri Vífilfells fyrir norðan, er ánægður með viðtökurnar sem litlu kókflöskurnar hafa fengið. Segir hann Coca Cola Light nú njóta mikilla vinsælda. ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.