Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 61
ÞRIÐJUDAGUR 30. maí 2006 ÁSKRIFT: 515 6100 | WWW.STOD2.IS | SKÍFAN | OG VODAFONE G O T T F Ó LK M cC A N N Níutíu ára en samt ný Við opnum 2. júní Úrslit í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefðu verið þau sömu fyrir níu efstu löndin þó þeim þrettán þjóðum sem heltust úr lestinni, auk Serba og Svartfell- ina, hefði verið meinað að kjósa. Háværar gagnrýnisraddir hafa heyrst um samstöðu austur-Evr- ópuþjóðanna, en eru samkvæmt þessu úr lausu lofti gripnar. Hefðu aðeins þau lönd sem komust áfram fengið að kjósa um sigurlagið hefðu Tyrkir hins vegar lent í tíunda sæti og víxlað sæti við Íra, samkvæmt ESCtoday.com en Tyrkir þurfa að keppa í undan- keppninni að ári. Það virðist þó ekki slæmur kostur því ekkert landanna tíu sem komst áfram úr undankeppninni lenti neðar en í þrettánda sæti í ár. Úrslitin hefðu hins vegar orðið allt önnur ef innbyrðis kosning lagahöfunda úr keppninni hefði gilt en ekki símakosning almenn- ings. Zeljko Joksimovic sem samdi lagið Layla fyrir Bosníu og Hers- egóvínu vann keppni þeirra í ár. Christer Bjorkman, yfirmaður sænsku sendinefndarinnar kom kosningunni á vegna óánægju með að öll athyglin hefði færst af laga- höfundunum á flytjendurna. „Keppnin er svo stór og ber því fleiri en einn sigurvegara,“ sagði hann við Fréttablaðið í sam- norrænni veislu í Aþenu á dögun- um. Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son tók ekki þátt í valinu þar sem hann kaus að sitja í salnum á aðal- kvöldinu en ekki baksviðs. CHRISTER BJORKMAN Telur að úrslitin hefði orðið önnur ef símakosning almennings væri ekki í gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Önnur úrslit

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.