Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 2
2 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR
Fjöldi fæðinga í júní Aldrei hafa
fleiri börn fæðst á Landspítalanum í ein-
um mánuði en í júní síðastliðnum. 315
nýir Íslendingar litu þá dagsins ljós, sem
jafngildir rúmlega tíu fæðingum á dag.
Meðaltalið í venjulegu árferði er um átta
fæðingar á dag.
HEILBRIGÐISMÁL
STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra, er
enn að velta fyrir sér framboði til
embætta innan forystu Framsókn-
arflokksins.
„Það liggur ekkert á, það er enn
mánuður til flokksþings,“ sagði
Siv í gær. Hún sagði fjóra kosti í
stöðunni, að gefa kost á sér til emb-
ættis formanns eða varaformanns,
sækjast eftir endurkjöri í starf rit-
ara eða draga sig út úr flokksfor-
ystunni. Flokksþing Framsóknar
fer fram 18. og 19. ágúst. - bþs
Siv Friðleifsdóttir:
Enn að hugsa
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Heilbrigðisráðherra
útilokar ekki formannsframboð.
Forsætisráðherra í sumarfrí Geir
H. Haarde forsætisráðherra verður
í sumarleyfi í útlöndum frá mánu-
deginum 24. júlí til mánudagsins 7.
ágúst. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra gegnir störfum
hans á meðan.
STJÓRNMÁL
Nýtt íbúðahverfi Fyrsta skóflustung-
an var tekin í Leirvogstungu í Mosfells-
bæ í dag en þar á að rísa nýtt íbúða-
hverfi. Leirvogstunguhverfið verðandi
er sérstakt að því leyti að það verður
einungis byggt sérbýlum.
MOSFELLSBÆR
Ferðamenn veltu bíl Bíll valt á
Hólssandsvegi, austan Jökulsár á fjöll-
um, um tíuleytið í gær. Svo virðist sem
ökumaður hafi misst stjórn á bílnum í
lausamöl við beygju. Tveir útlendingar
voru í bílnum, sem var bílaleigubíll af
gerðinni Toyota Yaris. Ökumaðurinn
hlaut minniháttar meiðsli.
Bíl stolið í Stykkishólmi Bifreið var
stolið í umdæmi lögreglunnar í Stykkis-
hólmi um tíuleytið í gærmorgun. Liðlega
klukkustund síðar stöðvaði lögregla
bílinn við Stykkishólm. Bílþjófurinn er
þekktur afbrotamaður á þessum slóðum
að sögn lögreglu. Hann er auk þjófnað-
arins grunaður um að aka undir áhrifum
fíkniefna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BAUGSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær úrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur frá 30. júní, en þá var fyrsta
og veigamesta ákærulið Baugs-
málsins vísað frá dómi.
Í liðnum voru Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni, forstjóra Baugs
Group hf., aðallega gefin að sök
fjársvik, en til vara umboðssvik.
Var hann sakaður um að hafa beitt
stjórn Baugs blekkingum í auðg-
unarskyni með því að leyna því að
hann væri raunverulegur seljandi
hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar
Baugur keypti sjötíu prósent
hlutafjár í félaginu árið 1999.
Vöruveltan var eigandi 10-11
verslananna.
Jóni Ásgeiri var auk þess gefið
að sök að hafa „vakið hjá stjórn
Baugs þá hugmynd að seljandi
hlutafjárins væri Helga Gísladótt-
ir,“ eins og segir orðrétt í ákæru.
Helga Gísladóttir hafði áður verið
eigandi Vöruveltunnar ásamt
manni sínum. Í ákæruliðnum var
tjón Baugs vegna þessara kaupa
sagt nema meira en þrjú hundruð
milljónum.
Sigurður Tómas Magnússon,
settur saksóknari í málinu, sagði
þessa niðurstöðu að nokkru leyti
vonbrigði en lagði jafnframt á það
áherslu að málinu væri hvergi
nærri lokið, þar sem enn biðu
átján liðir. „Á vissan hátt er verið
að taka á efnislegum hliðum máls-
ins, með þessari niðurstöðu, áður
en dómstólar meta þau gögn sem
að baki ákærunni liggja. En þetta
er niðurstaða Hæstaréttar og ég
sætti mig við hana. Það eru enn
átján ákæruliðir eftir í málinu, og
nú bíða þeir liðir efnismeðferðar
fyrir dómi.“
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns
Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta
Baugsmálsins lokið með þessum
dómi Hæstaréttar. „Með þessari
niðurstöðu er endanlega búið að
vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá
dómi. Það sem eftir stendur er að
leggja fram varnir í þeim liðum
málsins sem eftir eru, sem allir
tengjast bókhaldsreglum og
lánum. Ég hef sagt, og segi enn og
aftur, að ég tel löngu vera komið
nóg í þessu máli og það hefði verið
farsælast fyrir ákæruvaldið að
láta við sitja, þegar málinu var
vísað frá í fyrra skiptið.“
Liðirnir átján sem eftir standa
snerta meðal annars viðskipti með
skemmtibátinn Thee Viking, sem
var við höfn á Flórída á þeim tíma
sem meint brot eiga að hafa átt sér
stað.
Auk þess snýr efni ákærulið-
anna að lánveitingum, sem sam-
kvæmt ákæru brjóta gegn lögum
um hlutafélög. Þá er Jón Gerald
Sullenberger í ákæru sagður hafa
aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson
og Tryggva Jónsson við að rang-
færa bókhald Baugs hf.
magnush@frettabladid.is
Fyrsta lið ákæru
endanlega vísað frá
Hæstiréttur staðfesti frávísun á fyrsta ákærulið Baugsmálsins í gær. Veigamesti
ákæruliðurinn í málinu verður því ekki tekinn til efnismeðferðar. Mikið eftir
af málinu enn, segir settur saksóknari. Kjarninn farinn, segir Gestur Jónsson.
SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON Segir
viðamikil atriði enn eftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GESTUR JÓNSSON Segir ákæruliðina sem
eftir eru í málinu ekki veigamikla.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAKSÓNARI OG VERJANDI AÐ STÖRFUM Sigurður Tómas Magnússon sést hér afhenda Gesti
Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, gögn við efnismeðferð í dómssal. Jón
Ásgeir sést við hlið lögmanns síns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group hf., segir þungu fargi af
sér létt með niðurstöðu Hæstaréttar,
þar sem frávísun fyrsta ákæruliðs
Baugsmálsins er staðfest.
Í honum er Jóni Ásgeiri gefið að sök
að hafa beitt stjórn Baugs blekk-
ingum þegar fyrirtækið festi kaup
á Vöruveltunni, sem þá átti og rak
10-11 verslanirnar. „Ég var hafður fyrir
rangri sök og Hæstiréttur staðfest-
ir það, öðru sinni. Það er ekkert
saknæmt við þessi atriði sem nefnd
eru í ákæru, og það er gott til þess
að vita að það hafi nú endanlega
verið staðfest með dómi. Það er
ánægjulegt fyrir fyrirtækið sem ég
starfa fyrir, og starfsmenn þess, að
sjá hvernig málið er að þróast.“
Jón Ásgeir segist ekki efast um að
málið eigi sér pólitískar rætur. „Ég
reikna ekki með því að endurákært
verði vegna þessa hluta málsins,
þar sem Sigurður Tómas gaf það
í skyn fyrir dómi að til þess kæmi
ekki. Annars er ekki hægt að útiloka
neitt, þegar ákæruvaldið í þessu máli
er annars vegar. Það liggja fyrir því
haldbærar sannanir að ritstjóri Morg-
unblaðsins, ásamt fleirum, markaði
upphaf þessa máls. Á því leikur ekki
neinn vafi og það er ástæðulaust að
fjalla um málið með þeim hætti, að
svo geti verið.“ - mh
Forstjóri Baugs, sem var ákærður í fyrsta lið ákærunnar, fagnar niðurstöðunni:
Fagnaðarefni fyrir fyrirtækið
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON
DÓMSMÁL Tveir Litháar voru í gær
í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd-
ir í tveggja og hálfs árs fangelsi
fyrir innflutning á amfetamín-
vökva sem dugað hefði til fram-
leiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns
til götusölu.
Annar Litháanna, Saulius Prus-
inskas, var handtekinn í Leifsstöð
4. febrúar með tvær vínflöskur í
fórum sínum. Í ljós kom að efnið í
flöskunum var ekki áfengi heldur
amfetamínvökvi. Saulius sagðist
halda sig vera að flytja áfengi á
milli landa og að hann væri að gera
það fyrir óþekktan mann í Litháen.
Þetta viðurkenndi hann þó ekki
fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur.
Saulias viðurkenndi við yfir-
heyrslur að hafa farið aðra sams
konar ferð til Íslands með vínflösk-
ur, og hefði sú ferð gengið
áfallalaust fyrir sig.
Arvydas Maciulskis, sem hefur
búið á Íslandi frá því árið 2000 og
rekið fyrirtæki, var fyrst yfir-
heyrður 13. febrúar grunaður um
að hafa átt að veita efninu viðtöku.
Hann þvertók fyrir það og það var
ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu
sem hann kannaðist við að eiga hlut
að máli, en sagði þá að júgóslav-
neskur maður á Íslandi að nafni
Radkó hefði fengið sig til verksins.
Hann gat ekki gert frekari grein
fyrir þeim manni.
Í niðurstöðu dómsins segir að
framburður mannanna beggja þess
efnis að þeir hafi verið fengnir til
verksins af öðrum aðilum sé afar
ótrúverðugur og voru þeir því
báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs
fangelsi, að frádregnu gæsluvarð-
haldi frá handtökudögum. Ákveðið
hefur verið að báðum dómum skuli
áfrýjað. - sh
Tveir Litháar sem fluttu inn jafngildi um þrettán kílóa af amfetamíni voru dæmdir í Héraðsdómi í gær:
Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi
Í HÉRAÐSDÓMI Saulius Prusinskas og Arvydas Maciulskis sýndu lítil svipbrigði þegar dóm-
urinn var kveðinn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
HEILBRIGÐISMÁL Sólveig Ásgríms-
dóttir, forstöðumaður Stuðla, segir
um biðtíma eftir innlögn eins og
staðan er núna: „Yfir sumarið
fækkar plássum hjá okkur vegna
sumarfría og því er hægt að
afgreiða færri umsóknir.“ Sólveig
segir að á bilinu 20-40 umsóknir
hafi borist það sem af er þessu ári
sem er svipað magn og í fyrra.
„Undanfarin ár hefur verið
hægt að koma að börnum hjá
okkur með vikufyrirvara og er
biðin því lengri núna en fólk á að
venjast. Sólveig vill ekki ganga
svo langt að segja að um neyðar-
ástand sé að ræða þó vissulega
geti verið erfitt fyrir fólk að bíða
þennan tíma. - hs
Lengri biðlistar á Stuðla í ár:
Bið eftir inn-
lögn sex vikur
HÚSDÝRAGARÐURINN Sigurörn, haf-
örninn heppni sem Sigurbjörg
Sandra Pétursdóttir frá Grundar-
firði bjargaði frá bráðum bana á
dögunum, hefur nú verið fluttur í
stórt útibúr í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum. Þar gefst nú ein-
stakt tækifæri til að skoða þennan
konung íslenskra fugla.
Haförninn var bæði grútar-
blautur og á hann vantaði stél-
fjaðrirnar þegar Sigurbjörg fann
hann. Grútinn hefur Þorvaldur
Þór Björnsson hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands þvegið af Sigur-
erni en stélfjaðrirnar verða lengi
að myndast á ný. Vist arnarins
verður því löng í garðinum áður
en hann heldur út í náttúruna á
ný. - shá
Húsdýragarðurinn:
Sigurörn flytur
í stórt útibúr
SIGURÖRN Örninn verður lengi í garðinum
sökum þess hve lengi stélfjaðrir hans eru
að myndast á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SJÚKDÓMAR Átta greindust með
HIV-veiruna hér á landi í fyrra.
Svipaður fjöldi hefur greinst síð-
ustu ár, fimm árið 2004 en frá sjö
til tólf á árunum 1997 til 2003.
Hugrún Ríkarðsdóttir, smit-
sjúkdómalæknir á Landspítalan-
um, segir lífslíkur þeirra sem
greinist með HIV nær óskertar.
Lyfin nái að halda sjúkdómnum
niðri. Sjúklingar hafi ekki náð að
mynda ónæmi gegn þeim: „Að
taka lyf alla ævi er hins vegar
strembið og mikil binding. Fólk
vill gjarnan hætta á lyfjunum en
það er ekki hægt.“
Hugrún segir engan hafa
greinst með HIV-veiruna í nafn-
lausum prófunum. Fólkið hafi
greinst á sjúkrahúsum landsins
þegar það hafi sótt þangað vegna
veikinda. - gag
Ævilöng lyfjataka er úrræðið:
Átta greindust
með HIV í fyrra
SPURNING DAGSINS
Grímur, á að sjá Kan fyrir
kommbakki?
„Ég veit nú ekki betur en að þeir séu í
fullu fjöri og ég vona bara að þeir spili
sem lengst.“
Tónleikahaldarinn Grímur Atlason hefur
verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík.
Bolvíska hljómsveitin Kan, með Herbert
Guðmundsson í fararbroddi, átti nokkrum
vinsældum að fagna á níunda áratug síðustu
aldar.