Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 26
22. júlí 2006 LAUGARDAGUR26
Hádegisörtröðin er rétt liðin hjá í Fljótt og gott þegar blaðamann ber að garði.
Herdís hefur komið sér fyrir við
borð við gluggann og býður upp á
kaffi á meðan við bíðum eftir að
Bjarni klári að ganga frá og tylli
sér hjá okkur.
„Hingað kemur fólk úr öllum
stéttum. Ferðamenn, verkamenn,
námsmenn og kaupsýslumenn,“
segir Bjarni Geir um leið og hann
sest niður. „Björgólfur Guðmunds-
son kemur hingað einu sinni í viku
með drengina sína úr bankanum.
Og þegar það þarf að endurmeta
og gera eitthvað í Baugsmálinu þá
sitja þeir frá embætti ríkissak-
sóknara þarna undir fuglahúsinu,“
segir hann og hlær. „Hingað koma
líka þingmenn og jafnvel forset-
inn. Og svo lítur Björk stundum
við í lúgunni eftir djammið.“
Hliðið að
Reykjavík
Hjónin hafa
verið saman í
veitingarekstri í
hjartnær tut-
tugu ár, þar af
helminginn á
Umferðarmið-
stöðinni – „hlið-
inu að Reykja-
vík“ eins og
Bjarni kallar
hana. „Hingað
koma allir eftir að flugrútan fór að
koma hingað og fara héðan. Hér
fara í gegn um 800 þúsund manns
á ári. Það gera sér ekki allir grein
fyrir þessu og halda að Umferðar-
miðstöðin sé að hverfa þegar hún
er þvert á móti að byggjast upp.“
Fljótt og gott komst meira að
segja í heimspressuna um árið
þegar hamborgaraætan Morgan
Spurlock, sem gerði myndina
Supersize Me, leit þar við gagn-
gert til að fá sér sviðakjamma. Og
þá kviknar spurning: Hvers vegna
er boðið upp á sviðakjamma á
umferðarmiðstöð? „Það hefur allt-
af verið gert,“ svarar Herdís.
„Þegar við Bjarni vorum að byrja
saman var BSÍ hluti af rúntinum,
rétt eins og í dag, og þá var hægt
að fá hér svið. Þegar við tókum við
staðnum ákváðum við að færa
reksturinn meira til nútímans en
um leið halda í það gamla og þar á
meðal sviðin.“ Hins vegar þurfti
að tengja sviðin meira við nútím-
ann, bætir Bjarni við og það gerðu
þau með því að bjóða upp á
kjamma og kók. „Og þetta svín-
virkar,“ heldur hann áfram. „Fólk
kemur hér í löngum bunum, ungir
sem aldnir, og biðja um svið. Sér-
staklega koma menn með vini og
ættingja að utan og vilja leyfa
þeim að smakka. Svið eru með því
vinsælasta sem við bjóðum upp
á.“
Sprengja í
Umferðarmið-
stöðinni
Mikið vatn hefur
runnið til sjávar
síðan hjónin
tóku við veit-
ingasölunni í
Umferðarmið-
stöðinni, sem
fyrir áratug var
við það að geispa
golunni. „Þetta
var hálfgerð setustofa þegar við
tókum við,“ segir Herdís. „Sömu
mennirnir sátu hér og tefldu og
spiluðu liðlangan daginn og ein-
hverjir bísar héngu í símunum
frammi í vafasömum tilgangi. Það
hvarf alveg eftir að við tókum
staðinn í gegn.“
Þau fundu hins vegar strax að
þörfin á veitingasölu var sannar-
lega til staðar í húsinu. „Fyrstu
þrjú árin voru sérstaklega erfið
og við unnum myrkranna á milli.
Það varð hreinlega sprengja og
við höfðum ekki undan við að
stækka og breyta til að anna eftir-
spurninni.“
Þau þvertaka þó fyrir að sitja á
gullnámu. „Það verða fáir ríkir á
veitingabransanum. Sérstaklega
ef reksturinn er eins og hjá okkur.
Ef þetta væri rassvasarekstur og
við stæðum vaktina bara tvö og
leggðum aðeins meira á vöruna
væri sjálfsagt hægt að fá meira úr
þessu. En við hugsum bara ekki
þannig. Viljum frekar borga
almennileg laun, hafa gott fólk í
kringum okkur
og bjóða upp á
góðan mat á við-
ráðanlegu
verði.“
Hömpum Hnall-
þóru of mikið
Bjarni segir að
markmiðið hafi
verið að færa
staðinn í heild
sinni til nútíma-
horfs en bjóða
eftir sem áður upp á gamla góða
heimilismatinn sem var og er
uppistaðan í eldhúsinu á Umferð-
armiðstöðinni. „Íslendingar halda
Hnallþóru-kenningunni ennþá hátt
á lofti. Við snobbum svo mikið
fyrir útlöndum og þykir heimilis-
maturinn okkar ekki nógu fínn. En
í þetta sækja ferðamennirnir,
þetta er hluti af reynslunni. Ég
man eftir ítölskum hópi sem kom
úr vikulangri ferð um landið og
kvartaði sáran undan því að hvar
sem þeir komu fengu þeir alltaf
pasta í hádegismat. Þeir voru því
yfir sig glaðir að komast í kjötsúp-
una og kóteletturnar hérna.“
Ekki spillir fyrir að á Fljótt og
gott er endalaus ábót, sem Bjarni
og Herdís segja að margir nýti
sér. „Svona viljum við hafa þetta.
Pétur og Páll eiga að geta komið
hingað og liðið eins og heima hjá
sér og enginn á að þurfa að fara
heim svangur. Við vitum líka sem
er að fólk hefur bara visst maga-
mál. Pólsku verkamennirnir sem
koma hérna mikið í hádeginu eru
reyndar botnlausir, við högnumst
ekki mikið á þeim,“ segir Bjarni
og hlær en bætir við að þeir auki
við mannflóruna
í húsinu og geri
hana skemmti-
legri.
Næra líkama og
anda
Fljótt og gott er
sannkallað fjöl-
skyldufyrirtæki;
auk Herdísar og
Bjarna hafa börn-
in þeirra fimm
öll unnið á veit-
ingasölunni, yngsta dóttirin sem er
fjórtán ára byrjaði einmitt í sumar.
Þá sér bróðir Herdísar um bókhald-
ið.
Sjálf sá hún um starfsmanna-
hald og fleira á skrifstofunni þar til
hún ákvað að færa út kvíarnar fyrir
einu og hálfu ári og stofnaði versl-
unina Gjafir jarðar í Ingólfsstræti,
sem sérhæfir sig í andlegri velllíð-
an. „Ég hef alltaf verið andlega
þenkjandi og spáð mikið í kristöll-
um og heilun og fannst vera kominn
tími til að gera eitthvað við þetta
áhugamál. Búðin gengur vel og er
hægt og bítandi að spyrjast út. Þá
má segja að meðan Bjarni nærir lík-
amann þá næri ég andann.“
Þau segja að þeim hafi alltaf
látið vel að vinna saman. „Hún
stjórnar og ég hlýði. Eftir því sem
ég hlýði betur kemst ég upp með
meira,“ segir Bjarni og hlær.
Útlendingar vilja heimilismat
Til stendur að leggja hús Umferð-
armiðstöðvarinnar niður og reisa
aðra samgöngumiðstöð í grennd-
inni. Bjarni Geir og Herdís segj-
ast ekki vita hvað taki þá við en
vona að þau fái að byggja upp aðra
veitingasölu í sama anda og þá
núverandi. „Við vonum að nýja
húsið fyllist ekki af alþjóðlegum
skyndibitakeðjum. Útlendingarn-
ir hafa séð það allt og langar í eitt-
hvað annað, eitthvað þjóðlegt.
Þetta er eina umferðarmiðstöð
landsins, eins undarlegt og það nú
er, og þetta er eini veitingastaður-
inn fyrir ferðamenn sem leggur
áherslu á heimilismat,“ segir
Bjarni og bætir við stuttri sögu
máli sínu til stuðnings. „Fyrir
nokkrum árum þegar Food and
Fun var að byrja kom Baldvin
Jónsson, skipuleggjandi hátíðar-
innar, með nokkra útlenda meist-
arakokka í mat til mín. Hann sagði
mér síðar að þeir hefðu sagt
bandarískum gourmet-kokki frá
þessum stað og þegar Baldvin
spurði hvað hann vildi gera í frí-
tímanum svaraði sá ameríski að
bragði: „To the bus terminal and
get some typical Icelandic food.“
„Hún stjórnar og ég hlýði“
BJARNI GEIR OG HERDÍS Veitingasalan í Umferðarstöðinni var við það að geispa golunni þegar þau tóku við rekstrinum og blésu nýju lífi í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJAMMI OG KÓK Til að vekja áhuga ungu
kynslóðarinnar á sviðum ákvað Bjarni að
bjóða upp á kjamma og kók og segir það
„svínvirka“. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Um 800 þúsund manns eiga leið um Umferðarmiðstöð Íslands á ári hverju.
Flestir gestirnir eru vitanlega friðsamir og prúðir en óneitanlega slæðast þar
stöku sinnum inn óróaseggir.
„Það hefur margt breyst á þeim tíu árum sem við höfum rekið veitinga-
söluna hér,“ segir Bjarni. „Mesta breytingin varð í kjölfar þess að opnunartími
skemmtistaðanna var lengdur. Eftir það hefur það færst í aukana að fólk komi
hingað þegar fer að halla undir morgun á aðfaranótt laugar- og sunnudags.
Áður fyrr þekkti maður þá sem höfðu greinilega fengið sér of mikið að
drekka og sagði þeim að hér fengju þeir ekki afgreiðslu. Nú hafa menn
kannski verið á einhverjum vökulyfjum og eru hressir þegar þeir koma. Svo
slaknar á þeim og þá sofna margir hverjir og bregðast hinir verstu við sé reynt
að vekja þá. Í tvígang hefur það gerst að menn sem var reynt að vekja hafa
tryllst. Nú reynum við ekki einu sinni að vekja þá sem sofna, heldur hringjum
beint á lögregluna. Það hugsa ég að sé helsti munurinn á þessu, menn eru
orðnir miklu agressívari en áður. En sem betur fer eru þetta undantekningarn-
ar frá reglunni og sárafáir sem láta svona.“
Skuggahliðar
Björgólfur Guðmundsson
kemur hingað einu sinni í viku
með drengina sína úr bank-
anum. Og þegar það þarf að
endurmeta og gera eitthvað
í Baugsmálinu þá sitja þeir
frá embætti ríkissaksóknara
þarna undir fuglahúsinu.
Ég man eftir ítölskum hópi
sem kom úr vikulangri ferð
um landið og kvartaði sáran
undan því að hvar sem þeir
komu fengu þeir alltaf pasta í
hádegismat. Þeir voru því yfir
sig glaðir að komast í kjötsúp-
una og kóteletturnar hérna.
Hjónin Bjarni Geir Alfreðsson og Herdís
Björnsdóttir hafa rifið upp veitingasöluna Fljótt
og gott í Umferðarmiðstöðinni á rétt rúmum
áratug. Þangað kemur nú fólk úr öllum stéttum
til að fá sér í svanginn – kaupsýslumenn í hádeg-
inu og poppstjörnur á kvöldin – en heimilismat-
urinn og stemningin sem fylgir er aðall staðarins.
Bergsteinn Sigurðsson fór niður á BSÍ og fékk sér
kjamma og kók.