Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 29
LAUGARDAGUR 22. júlí 2006 3
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Nú styttist óðum í þá helgi sum-
arsins sem snýr þjóðfélaginu
hvað mest á hvolf og sendir stór-
an hluta Íslendinga í útilegu.
Það er reyndar fyndið til þess að
hugsa að reynsla margra af
þessari hollu og skemmtilegu
iðju takmarkist af þessari einu
helgi og þeirri vafasömu blöndu
af hegðunar- og veðurlægðum
sem blasa þá við þeim.
Að sama skapi eru margir
óvanir því að keyra um landið,
líkt og svo margir gera þessa
helgi. Til að minnka álagið getur
verið rétt að velja ferðatíma á
skjön við fjöldann. Leggja af
stað snemma dags eða jafnvel
seint um kvöld. Það getur verið
yndislegt að ferðast seint á
kvöldin í góðu sumarveðri. Bara
muna að hvílast vel áður og hafa
með nóg af vatni eða öðrum
óáfengum drykkjum – það held-
ur manni ferskum, vakandi og
glöðum í bragði.
Áður en lagt er af stað er rétt
að yfirfara bílinn. Það þarf ekki
taka langan tíma og allir ráða
við það. Athuga smurolíuna eins
og við lærðum á bílprófinu, að
það sé nóg af henni og hún ekki
of dökk eða grá. Eru allar perur
heilar? Minni á að stórir versl-
unargluggar geta auðveldað þér
að sjá hvort bremsuljósin virki.
Er nógu djúpt munstur á
dekkjunum? Dekk með 3-5 mm
djúpu munstri ættu að ráða
sæmilega við blautt vegyfirborð
en þau mega alls ekki vera slitn-
ari en það. Svo er líka nauðsyn-
legt að kíkja á bensínstöð og
tryggja að loftþrýstingur í
dekkjum sé nægur og jafn. Líka
í varadekkinu. Í leiðinni er svo
hægt að finna tjakkinn og felgu-
lykilinn og ekki úr vegi að prófa
hvorutveggja.
Ofantalin atriði eru öll nauð-
synlegur undirbúningur. Sé bíll-
inn farinn að eldast borgar sig
að athuga líka bremsuvökva,
kælivatn, olíu á gírkassa eða
sjálfskiptingu og hlusta vel eftir
því hvort núningshljóð komi frá
einhverju hjólinu.
Til að hafa vaðið fyrir neðan
sig má líka fara aðeins lengra í
undirbúningi. Startkaplar og
dráttartóg eru góðir ferðafélag-
ar svo ef þú átt auðvelt með að
útvega slíkt er það þjóðráð.
Auka viftureim getur bjargað
fríinu frá vandræðalegri stytt-
ingu í annan endann, sem og
dekkjaviðgerðasett sem fæst á
betri bensínstöðvum.
Þegar þetta er allt komið á
hreint á að vera hægt að keyra
hvert á land sem er án teljandi
vandræða. Munið bara að fara
frekar hægar en hraðar, svo þið
komist lifandi heim aftur. Það
hefur líka enginn gaman af því
að stressast upp og stunda stöð-
ugan framúrakstur, bara til þess
að komast á náttstað hálfum eða
heilum klukkutíma fyrr. Miklu
nær að taka því rólega, fylgja
umferðarhraða með gott bil á
milli bíla og hlusta á skemmti-
lega útilegutónlist. Lykillinn að
góðri helgi er nefnilega að njóta
ekki bara áfangastaðanna, held-
ur ferðalagsins líka.
Bíllinn gerður klár
Ástralskar reglugerðir reynd-
ust ekki óyfirstíganlegur þrösk-
uldur fyrir amerískar bílvélar.
Eftir töluverða erfiðleika við að
uppfylla reglugerðir hefur ástr-
alski bílaframleiðandinn Elfin
loks hafið framleiðslu á MS8
Streamliner sportbíl sínum.
Einn stærsti þröskuldurinn í
hönnunarferlinu var að ná 325
hestafla 5,7 lítra V8 mótornum frá
GM undir leyfð hávaðamörk án
þess að fórna afli. Þegar þeim
áfanga var náð var gefið grænt
ljós á framleiðslu þessa 1.050 kg
bíls sem mun kosta um sjö millj-
ónir úti í hinum stóra heimi.
Drifrás, fjöðrun, bremsubún-
aður og annað er eins og best ger-
ist í kappakstursbílum líðandi
stundar. MS8 er þó langt frá því að
vera strípaður brautabíll því í
honum er búnaður á borð við
skriðstilli, skrikvörn og ABS-
bremsur, auk þess sem innrétting-
in þykir vel boðleg hinum almenna
ökumanni.
Elfin hefur fram-
leiðslu á MS8
Allur nauðsynlegur nútímabúnaður,
smekkleg innrétting, V-8 mótor - allt undir
1.100 kg.
MS8 er nokkuð sérstæður í útliti en það var mótorinn sem reyndist erfiðastur í hönnunar-
ferlinu.
Power Pill FE-3 er nýjung á
Íslandi, sem hentar að sögn
söluaðila öllum bifreiðum.
„Pillan hefur ótal kosti,“ segir
Oddný Þórunn Bragadóttir söluað-
ili Power Pill FE-3 á Íslandi. „Hún
er gerð úr bensíni og því hálfgert
bætiefni fyrir bílinn þar sem bens-
ín er almennt orðið tiltölulega blý-
laust.“
Oddný segir pilluna viðhalda
vélinni og hreinsa út óhreinindi.
„Þegar bensín fer í gegnum
brennsluhólf, brennur ekki hluti
þess og kemur út sem mengun.
Eldsneyti fullnýtist með pillunni
og hættulegur útblástur minnkar.
Pillan er því álitin vera umhverf-
isvæn.“
Að sögn Oddnýjar hentar pillan
öllum bifreiðategundum og er góð
fyrir mikið keyrða bíla. Díselbílar
eru þar ekki undanskildir.
„Ekki nóg með að góð eldsneyt-
isnýting lækki bensínreikninginn
heldur er notkun Power Pill FE-3
tiltölulega auðveld,“ segir Oddný.
Í fyrsta skipti eru tvær pillur sett-
ar í 60 lítra tank áður en hann er
fylltur af eldsneyti. Ein pilla dugar
eftir það.“
Oddný segir margar rannsókn-
ir styðja virkni pillunnar. „Prófan-
ir hafa verið framkvæmdar víðs-
vegar um heim og hefur notkunin
mælst vel fyrir. Sem dæmi nota
breskir leigubílstjórar hana í
síauknum mæli vegna góðs árang-
urs.“
Power Pill FE-3 er framleidd af
nýsjálenska fyrirtækinu Bio
Active Technology, sem hefur að
sögn Oddnýjar engin tengsl við
olíufyrirtæki. „Hún var upphaf-
lega hönnuð af NASA fyrir geim-
ferðir, en hefur verið framleidd í
bíla í nokkurn tíma erlendis, þótt
hún hafi ekki verið til á Íslandi
fyrr en nú.“ roald@frettabladid.is
Bætiefni fyrir bílinn
Til að nálgast Power Pill FE-3 er best að
hafa samband við dreifingaraðilann Kristy
í Borgarnesi annað hvort í síma 437-1234
eða með því að senda póst á kristy@sim-
net.is FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Í fyrsta skipti sem Power Pill FE-3 er notað, er tveimur pillum stungið í tankinn áður en
dælt er á hann. Ein pilla er sett í hvert skipti eftir það. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN