Fréttablaðið - 22.07.2006, Page 24

Fréttablaðið - 22.07.2006, Page 24
 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR24 BOB DOLE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1923. „Það er eitthvað að Ameríku. Stund- um velti ég því fyrir mér hvað fólk sé að hugsa um, ef það er á annað borð að hugsa eitthvað.“ Bob Dole var öldungadeildarþingmaður Repúblik- anaflokksins og frambjóðandi hans í forsetakosn- ingunum árið 1996. MERKISATBURÐIR 1908 Albert Fisher kemur á fót Fisher Body Company en félagið framleiddi yfirbygg- ingar fyrir bíla. 1929 Landakotskirkja í Reykja- vík er vígð en þá voru 55 manns í söfnuðinum og sjötíu árum síðar voru þeir um þrjú þúsund. 1933 Wiley Post varð fyrstur til þess að fljúga einn í kring- um heiminn, en hann flaug tæpar sextán þúsund mílur á sjö dögum. 1943 Bandamenn ná ítölsku borginni Palermo á sitt vald í seinni heimsstyrjöldinni. 1942 Kerfisbundin brottvísun Gyðinga frá gettóinu í Varsjá hefst. 2005 Lögreglan í London skýtur mann til bana vegna gruns um þátttöku hans í hryðju- verkaárásunum sama ár. Deng Xiaoping var settur aftur í starf sitt á þessum degi en hann féll í ónáð í menningarbyltingunni í Kína á árun- um 1966 til 1976. Deng Xiaoping fæddist árið 1904 og lærði meðal annars í Frakk- landi og Sovétríkjunum á sínum yngri árum. Þegar hann kom heim til Kína varð hann virkur innan kommúnistaflokksins og völd hans fóru stigvaxandi. Árið 1952 varð hann varaforsætisráð- herra og síðar aðalritari flokksins. Deng Xiaoping barðist fyrir efnahagslegum úrbót- um í landinu og vildi efla hagvöxt en hug- myndir hans stönguðust á við hugmyndir Maós Zedong, formanns flokksins. Þó að kommúnistaflokkurinn væri kominn til valda (1949) þá taldi Maó að byltingunni væri ekki lokið og hratt af stað menningarbyltingunni árið 1966. Menningarbyltingin einkenndist af róttækni og óróleika en Maó fékk ungt fólk innan stúdentahreyf- ingarinnar til þess að taka þátt og voru stúdentarnir kall- aðir rauðu varðliðarnir. Deng Xiaoping ásamt fleirum var gagnrýndur harðlega fyrir störf sín og einhvern tíma á árunum 1967-1969 missti hann allar stöð- ur sínar innan flokksins og hvarf sjónum almennings. Maó missti að nokkru leyti stjórn á menningarbyltingunni en ofbeldi og stjórn- leysi fylgdi rauðu varðliðunum og voru liðs- sveitirnar að mestu leystar upp, og lauk svo menningarbyltinginni í raun árið 1969. Árið 1973 fékk Deng Xiaoping aftur stöðu sína innan flokksins, missti hana þremur árum síðar og fékk hana aftur árið 1977 en Maó lést árið 1976. Eftir að Deng komst aftur til valda kom hann á ýmsum efnahagsleg- um umbótum, hann dró úr miðstýringu, gaf fyrirtækjum aukið frelsi, bætti viðskiptasam- bönd við Vesturlönd og opnaði fyrir erlenda fjárfestingu til kínverskra fyrirtækja. Undir stjórn hans jókst hagvöxtur og stöðugleiki í Kína og lífskjör bötnuðu. ÞETTA GERÐIST > 22. JÚLÍ 1977 Deng Xiaoping kemst aftur til valda AFMÆLI EIVÖR PÁLSDÓTTIR SÖNGKONA ER 23 ÁRA. STEINDÓR HJÖR- LEIFSSON LEIKARI ER ÁTTRÆÐUR. ELÍAS MAR RITHÖFUNDUR ER 82 ÁRA. ÚTFARIR 11.00 Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða í Dýrafirði, verður jarðsunginn frá Mýrakirkju. 13.30 Guðríður Gísladóttir, frá Seldal í Norðurfirði, Hvammsdal 9, Vogum, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju. 14.00 Guðrún Jónsdóttir, frá Nesi á Rangárvöllum, verður jarðsungin frá Oddakirkju. AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON RITHÖF- UNDUR ER 51 ÁRS. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Nú eru liðin 950 ár frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins, sem markaði þau tímamót að Ísland varð biskupsdæmi í miðalda- kirkjunni og kom landinu í vissum skilningi á heimskortið. Af þessu til- efni er Skálholtshátíð með veglegasta móti, en hún hófst formlega í gær. Mikið hefur verið um dýrðir í Skál- holti það sem af er árinu en að sögn sr. Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups er hápunktur hátíðarhaldanna nú um helgina. Skálholtshátíð hefur verið haldin nær óslitið frá árinu 1948. „Rétt fyrir 1200 var ákveðið að taka upp bein Þorláks helga og var það gert 20. júlí og dagurinn nefndur Þorláks- messa að sumri. Það varð síðan mikil hátíð fram að siðaskiptum,“ útskýrir Sigurður. Sigurður hefur verið vígslubiskup staðarins í tólf ár og segir að ekki fari hjá því að hann beri sterkar taugar til þessa merka staðar sem svo samofinn er sögu þjóðarinnar. „Nú var Stólasag- an að koma út sem er merkilegt rit þar sem saga biskupsstólanna í Skálholti og á Hólum er rakin en þær upplýsing- ar hefur ekki verið að finna áður á einum stað. Hér var líka að koma út svolítið kver um Ísleif biskup eftir ungan sagnfræðing, Skúla Sæland, en það er í fyrsta sinn sem heimildum um hann er safnað markvisst saman.“ Skálholt hefur verið menningar- og fræðslusetur frá fyrstu tíð. „Við gælum við þá hugmynd að Gissur hvíti, faðir Ísleifs, hafi komið hingað frá Þingvöllum árið 1000 þar sem hann átti stóran þátt í kristnitökunni og lét byggja hér kirkju. Þetta hefur þá verið mikilvægur kirkjustaður í þúsund ár. Hér var stærsti skóli landsins í mörg hundruð ár og mikið stjórnsýslusetur því kirkjan var skipulögð héðan og í gegnum skólann og staðinn komu erlendir menningarstraumar inn í landið.“ Sr. Sigurður segist vilja sjá Skál- holt dafna sem fjölsóttan viðkomustað gesta og ferðafólks þar sem þekkingu um sögu þjóðarinnar og kirkjunnar verði miðlað. „Ég vil líka að þetta verði áfram kyrrlátur staður eins og hann hefur alltaf verið,“ segir hann og bend- ir á að staðurinn væri kjörið fræðaset- ur fyrir margra hluta sakir. „Við eigum þegar stórt og verðmætt bókasafn sem er geymt í kirkjuturninum,“ útskýrir hann og bendir á að í tilefni af hátíð- inni barst staðnum einnig vegleg gjöf frá góðvini sínum, hljómlistarmannin- um Jaap Schröder, sem gefur staðnum merkilegt safn nótna og tónlistarbók- mennta, sem varðveitt verður þar og gert aðgengilegt tónlistarfólki í haust. „Við þurfum að byggja upp bók- hlöðu, sýningar- og ráðstefnuaðstöðu til þess að koma til móts við kröfur nútímans. Þótt kirkjan standi alltaf fyrir sínu þá þarf að sýna fólki fleira til að koma skilaboðum sögunnar áleiðis,“ segir Sigurður og áréttar að enn sé margt í sögu staðarins órannsakað og fræðimenn framtíðarinnar geti því sótt í þann brunn sem er falinn í Skálholti. „Það er margt á huldu en við þurfum að halda því á lofti að hvar sem menn ber niður í sögu Íslands þá rekast menn á Skálholt.“ kristrun@frettabladid.is SR. SIGURÐUR SIGURÐARSON VÍGSLUBISKUP „Hvar sem menn ber niður í sögu Íslands þá rekast menn á Skálholt.“ SR. SIGURÐUR SIGURÐARSON: FRÆÐASETUR FRAMTÍÐARINNAR Vegleg Skálholtshátíð Þökkum innilega samúð og stuðning við andlát og útför móður okkar, Valgerðar Þórarinsdóttur Þá þökkum við góða aðhlynningu á Landspítalanum í Fossvogi og alla þá miklu aðstoð sem starfsfólk heimaþjónustu og heilsugæslu Kópavogs veittu henni síðustu árin. Dætur og fjölskyldur þeirra Móðir okkar, Ásdís Lárusdóttir frá Austur-Meðalholtum í Flóa, fyrrum símavörður á Kleppi, lést laugardaginn 8. júlí og verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 24. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Ólafur Ó. Lárusson Hannes Lárusson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Ragna Guðrún Hermannsdóttir (Bíbí) Ásgarði 19, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. júlí kl. 15.00. Guðsteinn Magnússon og fjölskylda Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hermanns Helgasonar Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Grundar fyrir einstaka umhyggju. Jóna G. Hermannsdóttir Haraldur Árnason Sigurður Hermannsson Vilborg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Kristínar Magnúsdóttur Rjúpufelli 42, Reykjavík, áður Vestmannabraut 10, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunar- fólki á deild 13G á Landspítalanum við Hringbraut og líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Einar Ottó Högnason Magnús Hörður Högnason Hrafnhildur Sigurðardóttir Guðmundur Ingi Einarsson Kristín Högna Magnúsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.