Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 65

Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 65
Kirkjuklukkurnar klingja nú í Hollywood en mörg stjörnupör eru á leiðinni upp að altarinu í sumar. Nú hafa grínistinn Eddie Murphy og fyrrverandi kryddstúlkan og tengdadóttir Íslands Melanie Brown ákveðið að ganga í hjónaband. Skötuhjúin hafa verið saman í mánuð og eru ástfangin upp fyrir haus. Brúð- kaupið verður haldið í september og verður það lítið og látlaust að sögn Mel B. Þau ætla samt að halda risastórt partí eftir athöfnina og þangað er mikl- um stjörnufans boðið. Eddie og Mel gifta sig EDDIE MURPHY Hann skildi við eiginkonu sína fyrr á þessu ári en ætlar að ganga í það heilaga með kryddstúlkunni Mel B í september. Rokkarinn Dave Navarro hefur neitað öllum sögusögnum þess efnis að hann sé kominn með nýja kærustu og sé á leiðinni í sambúð með henni í New York. Hjónarúmið hjá þeim Navarro og Carmen Electra var varla farið að kólna þegar þessar frétt- ir bárust en skötuhjúin tilkynntu nýverið að þau ætluðu sér að skilja. Navarro svaraði þessum slúðursögum á heimasíðu sinni. „Það eru nokkrir hlutir sem ég ætla að hafa á hreinu og álít að það sé best að gera það hér,“ skrifaði hann. „Ég er ekki kom- inn með nýja kærustu og er þaðan af síður að flytja til New York. Ég er á fullu við að taka upp Rock Star-þættina og ef ég er ekki að því þá er ég bara heima hjá mér, á tónleikaferða- lagi eða að taka upp plötu,“ sagði Navaro og bætti því við að hann og Carmen væru enn í góðu sam- bandi. „Við elskum hvort annað og erum bestu vinir. Þess vegna ætla ég að styðja við bakið á henni á þessum erfiðu tímum,“ sagði ljúflingurinn Navarro. Navarro ekki kominn með nýja NAVARRO OG ELECTRA Dave Navarro hefur vísað á bug fullyrð- ingum slúðurblaða að hann sé kominn með nýja kærustu. FJÖLNIR ÞORGEIRSSONY Var kærasti Mel B til skamms tíma og samgleðst henni vænt- anlega á þessum tímamótum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.