Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 22. júlí 2006 7 BJÖRGUNARSVEITIR Á HÁLENDINU Veiðisumarið með Stefáni Jóni Hafstein Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is. FÆRT FLESTUM Á SLYDDUJEPPUM. Björgunarsveitin Stefán úr Mývatns- sveit var í vikunni sem leið á svæðinu norðan Vatnajökuls. „Við erum að skoða leiðir hér og aðstoða fólk ef þarf,“ segir Jón Óskar Ferdinandsson björgunarsveitarmaður. „Núna erum við að koma frá Herðubreiðalindum, Öskju og Dreka og erum á leiðinni í Dyngjufjalladal. Við fréttum af litlum jepplingum á ferð þar og ætlum að athuga hvernig þeim gengur. Vegur- inn hér er mjög leiðinlegur og grófur.“ Svæðið sem sveitin sér um er mjög stórt og reiknar Jón ekki með því að komast yfir hvern hluta nema einu sinni í vikunni. Um helgina verða fjölskyldubúðir Íslandsvina í Snæfelli en Jón segir að leiðin þangað inn eftir sé greiðfær. „Annars ættu flestir sem eru á litlum slyddujeppum að komast um allt svæðið ef þeir fara varlega. Sumstað- ar eru vondir vegir og grófir en eins og þeir segja, maður fer allt ef maður fer varlega. Svo eru nokkur vöð líka og flæðurnar inni við Kistufell. Þar flæðir áin yfir sandinn og færið getur verið þungt. Sandurinn verður þungur og erfitt nema fyrir fjórhjóladrifsbíla að komast þar yfir. Ég veit um einn sem lenti í veseni þar á rútukálfi,“ segir Jón. Nú um helgina lýkur vakt björgun- arsveitarinnar Stefáns á svæðinu og björgunarsveitin Súlur mun taka við. -elí Norðan Vatnajökuls Frá Öskju í Dyngjufjöllum, einnar náttúruperlunnar á svæðinu norðan Vatnajökuls. Laxveiðisumarið verður aldrei gott úr því sem komið er. Stóri straumurinn sem átti að skila miklum smálaxagöngum um síð- ustu helgi brást að þessu leyti. Þær ár sem standa upp úr eru Norðurá, með yfir 1000 laxa í vikunni, og Blanda, með einn af þeim stærstu, en aðrar eru miklu síðri. Í Eystri- og Ytri-Rangá, þar sem menn byggja á miklum seiðasleppingum, eru menn jafn- vel orðnir áhyggjufullir enda veiðin mun slakari en á sama tíma og í fyrra. Í Elliðaánum hefur veiðin verið góð, veiddir meira en 400 laxar, en þar er ekki allt sem sýnist. Samkvæmt telj- aranum eru göngur upp ána miklu lélegri en á sama tíma í fyrra. Nú í vikunni voru um 700 laxar gengnir upp, en voru nærri 1800 á sama tíma í fyrra. Þetta er mikið áhyggjuefni. Veitt og sleppt Ég veiddi í Elliðaánum í vikunni og skemmti mér vel. Ég setti sjálfum mér þá reglu að veiða bara á flugu í yfirborðinu meðan karlarnir tóku fjögurra laxa kvótann sinn á maðk á innan við klukkutíma. Yfirborðstökurnar eru stórskemmtilegar, einn lax- inn kom tvö fet upp í loft og hékk þar eins og heimsmeistaramark- maður í loftinu þar til hann lét sig detta og greip fluguna á nið- urleið. Á einni morgunvakt reisti ég (það er: fékk laxa til að elta fluguna) í níu til tíu skipti, þar af tóku fjórir og ég landaði tveimur sem ég sleppti auðvitað. Ég bið ekki um meira fjör á einni morg- unvakt. Lærið gárubragðið Ég notaði einkum gárutúpu, Sun Ray Shadow, af minni gerðinni, en einnig flottúpur af stærri gerð og dró þær hratt. Það er gríðarlega gaman að sjá laxana skjótast upp og lemja yfirborðið, eða aðra skella sporðinum í flug- una, eða enn aðra kíkja upp með gogginn alveg við agnið. Þó að þeir taki ekki er maður svo sann- arlega í sambandi! Nú er einmitt rétti tíminn fyrir yfirborðsflug- ur. Þeir sem ekki kunna gáru- bragðið („hitsið“) bendi ég á grein á flugur.is þar sem þetta er kennt, og hvernig best er að beita gárutúpunni. Í veiðibúðum má líka fá góð ráð. Ég má svo til með að benda höfuðborgarbúum á að Elliðavatn er í sannkölluðum blóma þessa heitu sumardaga, hann vakir um allt! Ég tók 14 sil- unga á klukkutíma eitt kvöld í vikunni, reynið brúnan eða svart- an Tailor eða Pheasant tail, stærðir 14-16, og svo er þurr- flugan að koma sterk inn! Ekki er allt sem sýnist Stefán Jón sleppir laxi í Elliðaánum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Dagana 27. júlí til 30. júlí verður haldin gönguhátíð í Vesturbyggð á Vestfjörðum. Þessi hátíð ætti að vera göngumönnum kærkom- in enda eina hátíðin sem haldin er með göngutengdu þema. Vestfirðir hafa löngum verið þekkt- ir fyrir náttúrufegurð sína og fjöl- margar gönguleiðir. Um næstu helgi gefst gönguglöðum tækifæri til að kynnast svæðinu á sérstakri gönguhátíð í Vesturbyggð. Á hátíð- inni er vakin athygli á gönguleiðum í nágrenni Vesturbyggðar og Tálknafjarðar undir leiðsögn reyndra manna auk fjölmargra annarra uppákoma. Hátíðin hefst fimmtudaginn 27. júlí en þá er fyrsti göngudagurinn af fjórum. Alla dagana skiptast á aðalgöngur og léttari göngur ásamt því að boðið er upp á sérstaka dag- skrá fyrir börnin. Meðal þeirra gönguleiða sem farin verður sem aðalganga er ganga úr Krossdal í Tálknafirði yfir í Selárdal og mun leiðsögumaður fræða göngugarpa um svæðið. Á öðrum göngudegi verður siglt inn í Geirþjófsfjörð þar sem fluttur verður einleikur um Gísla Súrsson á Einhamri og þar á eftir gengið upp á Lónfell, þar sem Hrafna- Flóki stóð þegar hann gaf landinu nafn og gengið niður í Vatnsfjörð. Á sunnudeginum verður gengið frá Rauðasandi yfir í Keflavík og þaðan yfir að Bjargtöngum um leið og náttúrufar og fuglalíf er skoðað. Einnig eru styttri leiðir í boði líkt og milli Verdals og Selárdals, geng- ið að Gíslahelli í Vatnsfirði, frá Kollsvík yfir í Selavík og margar fleiri leiðir. Börnunum er boðið upp á sund- ferðir, sögustundir, safnaferðir, íþróttasprell og fleira. Allar gönguferðir eru ókeypis en greitt er fyrir rútuferðir og sigl- ingu. Jafnframt verða seldir nestis- pakkar fyrir ferðirnar og kvöld- verðir á ýmsum veitingastöðum á hóflegu verði. Að hátíðinni standa tímaritið Úti- vera og Arnfirðingafélagið. - joa Gönguhátíð á suð- urhluta Vestfjarða Á gönguhátíð Vesturbyggðar gefst börnum og fullorðnum tækifæri til að kynnast einstakri náttúrufegurð Vestfjarða og þeim fjölmörgu gönguleiðum sem þar leynast. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ertu á leið í fríið? Nýir bílar - Árgerð 2006 Úrval nýrra húsbíla tilbúnir til skráningar á lager á Egilsstöðum. Erum einnig með úrval notaðra bíla. Upplýsingar veitir Bóas í síma 0049 175 2711 783 eða Eðvald í 896-6456 Við bjóðum flug til Egilsstaða fyrir tvo við kaup á hverjum bíl! Erum með umboð fyrir Rockwood Íbúð á hjólum. Árgerð ‘93 V8 Sjálfskiptur. Einn með öllu, ekinn 100.000 km, lengd 8,5 metrar. Kr. 3.300.000,- Blucamp Sky 20, Ford 125 hestöfl TDCI, lengd 6,3m, svefnpláss fyrir 4, loftkæling, rafm. rúður, tveir airbag, geislaspilari m/fjarstýringu. Verð 4,6 skráður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.