Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 22. júlí 2006 13 Eignarleigu- og fjármögnunar- fyrirtækið Lýsing hf., dótturfé- lag Exista hf., skilaði 455 millj- óna króna hagnaði eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Útlán juk- ust um 45,8 prósent og námu þau tæpum 54 milljörðum króna í lok tímabilsins. Viðskiptamönnum Lýsingar, bæði fyrirtækjum og einstaklingum, fjölgaði verulega á tímabilinu. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands um uppgjör fyrirtækis- ins kemur fram að enn séu sókn- arfæri til staðar. Ekkert bendi til annars en að það sem eftir lifi árs geti orðið félaginu farsælt. - jab Skilaði hagnaði: Sóknarfæri fyrir LýsinguVelta Juventus gæti lækkað um tíu milljarða króna. Sérfræðingar áætla að tekjur ítalska stórliðsins Juventus, eða „Gömlu konunnar“, hrynji um helming við það að félagið falli niður úr efstu deild í þá næstefstu en forráðamenn Juve og nokkurra annarra liða hafa verið fundnir sekir um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Juve velti tæpum 21 milljarði króna á síðasta keppnistímabili en búist er við að veltan fari niður í rúma tíu milljarða á næstu leik- tíð. Mestu munar um snöggtum minni tekjur af sjónvarpssamn- ingum frá ítölsku deildinni og meistaradeildinni en þær nema helmingi af veltunni. Um fjórð- ungur tekna kemur frá styrktar- aðilanum Tamoil sem ber nafn sitt á treyjum Juve. Forvígismenn Tamoil telja forsendur samnings- ins vera í uppnámi og hafa óskað eftir endurskoðun hans. Á móti er víst að óreglulegar tekjur af leikmannasölu munu stóraukast, enda brunaútsala í gangi. Nú þegar hafa Fabio Canna- varo, Emerson, Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta gengið til liðs við Barcelona og Real Madrid. Gengi Juventus, sem er skráð í Kauphöllina í Mílanó, hefur fallið um helming eftir að skandallinn spurðist út. Hæst náði gengi bréfa Juve 2,46 evrum á hlut hinn 9. maí, degi áður en þau hrundu um 55 prósent á tveimur vikum. Heldur hefur virði þeirra verið að hækka að undanförnu og stend- ur nú í 1,5 evrum á hlut sem er svipað og það var um miðjan mars. - eþa Kjör „Gömlu konunnar“ versna LEIKMENN JUVE FAGNA Tekjur Juventus munu dragast saman um helming eftir að félagið var sent niður um deild. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES EMIRATES STADIUM Arsenal hefur fengið tekjur af miðasölu þrettán ár fram í tímann. Arsenal hefur fengið 35 milljarða í aðra hönd eftir að félagið seldi skuldabréf með veði í tekjum af miðasölu næstu þrettán árin. Félagið tekur í notkun á næstu leiktíð nýjan leikvang, Emirates Stadium, sem rúmar sextíu þús- und áhorfendur. Vaxtakjörin, sem Arsenal fékk, þykja mjög góð eða 52 punkta álag á vexti breskra ríkisskuldabréfa. Er þetta til marks um að fjárfest- ar líti á fótboltafélög sem alvöru fyrirtæki. Fjárhæðin er nýtt til endurfjár- mögnunar á eldri lánum sem leiðir til lækkunar á vaxtakostnaði Arsenal. - eþa Arsenal hleður fallbyssuna Hagvöxtur í Bretlandi mældist 2,6 prósent á öðrum ársfjórðungi en var 1,8 prósent á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í gær. Hagvöxturinn var meiri en spáð hafði verið en hann má að mestu leyti rekja til aukningar í þjónustu á fjórðungnum. Í Morgunkorni Greiningar- deildar Glitnis banka segir að auk- inn hagvöxtur í Bretlandi komi sér ágætlega fyrir íslenska hag- kerfið vegna mikilla viðskipta á milli Bretlands og Íslands. Það muni hins vegar ekki koma sér vel fyrir íslenskan þjóðarbúskap ef stýrivextir verði hækkaðir í Bret- landi, vegna erlendra skulda Íslands. Auknar líkur eru á því að Breski seðlabankinn hækki stýri- vexti nú vegna vaxtar þjóðarbús- ins og aukinnar verðbólgu. - hhs Hagvöxtur í Bretlandi eykst Aflaverðmæti íslenskra skipa í apríl nam rúmlega sex milljörðum króna. Það er 7,2 prósenta aukning frá fyrra ári, þrátt fyrir að afli hafi dregist saman. Aflaverðmæti frá áramótum nemur rúmlega 25 milljörðum króna. í Morgunkornum Glitnis segir að hátt heimsmarkaðsverð auk hagstæðs gengis krónu hafi aukið aflaverðmæti. Því megi þess vænta að hagur útgerðarfyrir- tækja hafi vænkast á fyrsta árs- fjórðungi. - jsk Aukið aflaverð- mæti Á SJÓ Aflaverðmæti í apríl jókst um rúm sjö prósent milli ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.