Fréttablaðið - 22.07.2006, Page 16
22. júlí 2006 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Þegar ég sé yngstu börnin mín
vaxa úr grasi og verða allt í einu
að unglingum, þá sé ég í hnotskurn
hvernig við mannfólkið breytumst
úr börnum í fullorðna. Ég sé
hvernig heimsmyndin breytist í
huga þeirra, umhverfi þeirra verð-
ur öðru vísi og einn daginn er ég
ekki lengur sami verndarengill-
inn. Þetta er lífið, þetta er þrosk-
inn, litlu fræin springa út, verða
stór og fyrirferðarmikil blóm í
aldingarði fjölskyldunnar.
Ekki það að ég ætli að skrifa
heilan pistil um blessaða táning-
ana mína, heldur hitt að skoða
pínulítið þessi tímamót í lífi hverr-
ar manneskju, þegar aldurinn
tekur á sig mynd og tilfinningalíf-
ið tekur völdin. Ég hef skrifað um
það áður, hversu dásamlegt það er
í rauninni, þegar maður vaknar til
meðvitundar um hitt kynið og
barnslegu spurnaraugun breytast
í ögrandi augnaráð og ástarblik.
Hvílíkur fiðringur fór um mann,
hráan unglinginn, þegar fallega
stelpan í rósótta kjólnum endur-
galt feimnislegt brosið og ástin
kviknaði í hjarta manns, svo rauð-
ur loginn brann. Við höfum von-
andi flest upplifað þetta bál. Tíma
tilfinninganna. Hinnar heitu
ástríðu.
Í daglegu tali er þetta kallað
ást. Að maður sé ástfanginn. En í
rauninni er þetta ekki annað en
losti, vakning kynkenndarinnar.
Spenningur og jafnvel sigur. Hún
er skotin í mér, hann er kærastinn
minn. Þetta heitir að vera gjaf-
vaxta.
Og þá er ekki að bráðlætinu að
spyrja, unga fólkið telur að það
hafi höndlað hamingjuna, eignast
ástina að rekkjunauti og gengur í
hnapphelduna. Hnapphelda er
réttnefni, vegna þess að skyndi-
lega er þetta unga fólk hneppt inn
í sambandi, hjónabandi, sem á sér
oftast uppruna í kynhvötinni, óða-
gotinu, ungæðinu. Hjónabönd
nútímans eru ekki reist á nánum
langvarandi kynnum, þau eiga sér
lítinn fyrirvara í félagsskap, sam-
lyndi eða skapgerð. Þau eiga
sjaldnast nokkuð skylt við ástina,
eins og ég sé hana. Enda eru skip-
brotin mörg, hjónaskilnaðir eru
taldir þrír af hverjum fimm hjóna-
böndum og fer fjölgandi. Ungu
elskendurnir reka sig fljótt á þá
staðreynd að hjónabandið er víð-
tækara en atlotin í rúminu eða
fegurðin sem fyrir augun ber.
Mér er jafnvel spurn á stund-
um hvort hjónabandið sem slíkt sé
ekki að verða úrelt fyrirbæri sem
og klisjan: „að vera saman í blíðu
og stríðu þar til dauðinn aðskilur.“
Stundum líða ekki nema nokkrir
mánuðir þangað til allt er komið í
bál og brand. Svo koma deilurnar
um búskiptin, forræði barnanna,
hin andlegu áföll, sektarkenndin
og samviskubitið þegar framtíðin
hrynur til grunna og allt byrjar
upp á nýtt.
Þessi atburðarás er enginn leik-
ur og hún snýst ekki um ást. Af því
að það var eiginlega engin ást í
millum makanna. Blekkingin og
misskilningurinn liggja í rang-
túlkun þessa orðs. Sem því miður,
maður áttar sig oftast ekki á, fyrr
en um seinan.
En hvað er þá ást? Auðvitað er
hún væntumþykja og gleði yfir að
rugla reytum sínum með þeim
sem manni þykir vænt um. Við
þekkjum móðurástina sem er
raunveruleg, systkinakærleik, ást
foreldra á börnum sínum og þeim
nánustu. Allt eru þetta heilsteypt-
ar, hreinræktaðar tilfinningar. Við
þekkjum einnig fallegt einlægt
ástarsamband hjóna milli. En ást
maka er meira, miklu meira, en
tilfinningin ein og sér. Ástin verð-
ur ekki til að einu augabragði,
heldur þarf hún að þroskast í sam-
neyti, tillitsemi, sameiginlegum
áhugamálum, virðingu og félags-
skap. Og sjálfsagt mörgu öðru,
sem ég kann ekki skil á. Enda eng-
inn sérfræðingur í þeim fræðum
og hef sjálfur lent í hremmingum
af þessu tagi, mér og öðrum til
raunar og angurs. Og fleiri eiga
eftir að ganga í þessa sömu gildru,
þessa barnslegu trú, að ævarandi
heitstrenging frammi fyrir presti
og nákomnum, sé upphaf og endir
þeirrar hamingju, sem felst í ást-
inni. Ég er ekki, frekar en aðrir,
þess megnugur að reyna að hafa
vit fyrir unga fólkinu. Reynsla
kynslóðanna og aðvaranir mega
sín lítils frammi fyrir ákafa æsk-
unnar að „eignast hvort annað“.
Við eignumst aldrei neinn, við
sláum aldrei hnappheldu yfir aðra
manneskju. Við getum hinsvegar
með tíð og tíma eignast vini,
félaga, sambúðaraðila, sem deila
með sér tíma, áhyggjum, úrlausn-
arefnum, tómstundum og jafnvel
þögninni. Kannske er það örugg-
asta vísbendingin um ástina að
geta þagað saman. Gera ekki neitt,
segja ekki neitt og líða vel.
Hver treystir sér til að hafa
þetta fyrir börnunum, þegar þau
loksins birtast okkur sem breim-
andi kettir, þessar elskur? „Pabbi,
ert“ ekki í lagi? ■
Hin óbærilegu völd tilfinninganna
Í DAG
HVATALÍF
ÁSTARINNAR
ELLERT B. SCHRAM
Við eignumst aldrei neinn, við
sláum aldrei hnappheldu yfir
aðra manneskju. Við getum
hinsvegar með tíð og tíma
eignast vini, félaga, sambúðar-
aðila, sem deila með sér tíma,
áhyggjum, úrlausnarefnum,
tómstundum og jafnvel þögn-
inni.
Mikill styr hefur staðið um Strætó bs. síðan nýtt leiðakerfi var tekið upp fyrir um ári. Sitt sýnist hverjum um breyt-ingarnar og í það minnsta hefur meira heyrst í þeim sem
óánægðir eru með breytingarnar en hinum sem telja þær til bóta.
Ljóst er að löngu var orðið tímabært að endurskoða leiðakerfi
strætisvagnanna, sem byggði í upphafi á innan við tíu leiðum í
miklu minni og allt öðruvísi borg en þeirri sem við þekkjum nú.
Við þetta kerfi hafði verið prjónað áratugum saman, auk þess sem
nágrannasveitarfélögin ráku sínar eigin leiðir frá Reykjavík. Hitt
er annað mál að ekki virðist hafa tekist eins vel og skyldi að byggja
upp alveg nýtt kerfi og hugsanlegt er að hreinlega hafi ekki verið
gengið nógu langt í að endurhugsa kerfið algerlega frá grunni.
Þegar breyttu kerfi fylgir þjónustuskerðing, bæði í gisnara neti
og strjálari ferðum, er vitanlega ekki von að vel gangi. Grundvallar-
forsenda þess að almenningssamgöngur séu raunhæfur kostur
fyrir þann stóra hóp fólks sem á val um að ferðast í eigin bíl, og til
þess hóps verður að ná til þess að raunhæft sé að farþegafjöldi
nemi einhverju, er að fljótt og vel gangi að komast á milli staða.
Viðbrögðin við fækkun farþega hafa hins vegar til þessa verið í þá
veru að draga úr þjónustu í stað þess að bæta hana til að gera val-
kostinn fýsilegri.
Svo virðist sem stofnun og rekstur Strætó bs. hafi ekki tekist
sem skyldi. Hvort sem ákveðið verður að leysa það félag upp eða
ekki verða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu að virka
sem ein heild, annað hlýtur að skila enn verri þjónustu en þeirri
sem nú er.
Einkabílar hér á landi eru fleiri en þekkist víðast hvar á byggðu
bóli og fjölgun þeirra undanfarin ár hefur verið gríðarleg. Þetta
kallar á dýra mannvirkjagerð, bæði til að bera þennan bílaflaum
og geyma þá meðan þeir eru ekki í notkun. Auk þess er mengun af
völdum útblásturs meiri í Reykjavík en í mörgum milljónaborg-
um.
Góðar almenningssamgöngur eru því ekki eingöngu umhverfis-
vænni en óhófleg notkun einkabíla, heldur áreiðanlega þjóðhags-
lega hagkvæmari en að neyða fólk til að fara allra sinna ferða á
einkabílum, eigi það þess kost, og skilja hina sem ekki eiga þess
kost eftir með þjónustu sem ekki stendur undir nafni.
Ljóst er að sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins þurfa að taka
pólítíska ákvörðun um það hvort þau hyggist reka almennings-
samgöngur með reisn eða ekki. Ef niðurstaðan er sú að við ætlum
að halda úti slíku kerfi, eins og tíðkast á þeim menningarsvæðum
sem við berum okkur saman við, þá verður það kerfi að standa
undir nafni. Það kostar peninga að reka almenningssamgöngur og
í litlu samfélagi eins og hér er verður að teljast ólíklegt að hægt sé
að reka slíkt kerfi með hagnaði. Ef niðurstaðan er sú að rekstur
almenningssamgangna sé sveitarfélögunum um megn er hugsan-
legt að endurskoða verði að einhverju leyti tekjustofna þeirra til
þess að gera þeim kleift að reka þessar samgöngur. Að minnsta
kosti er ljóst að ef ekkert verður að gert munu almenningssam-
göngur á höfuðborgarsvæðinu smám saman fjara út. ■
SJÓNARMIÐ
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR
Taka verður pólitíska ákvörðun um það að gera
almenningssamgöngur að raunhæfum kosti.
Styrinn um strætó
Ef niðurstaðan er sú að við ætlum að halda úti slíku
kerfi, eins og tíðkast á þeim menningarsvæðum sem
við berum okkur saman við, þá verður það kerfi að
standa undir nafni.
Grímur uppfyllti skilyrðin
Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassa-
leikari og tónleikahaldari, hefur verið
ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu
sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir
viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi
bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði
það að verkum að Grímur var ráðinn
hefur ekki komið fram en vísast hefur
hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru.
Soffía Vagnsdóttir, forseti
bæjarstjórnar Bolung-
arvíkur, upplýsti á
flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar í
júní hvaða kostum
nýr bæjarstjóri
þyrfti að vera búinn.
„Hann þarf að vera
skemmtilegur, sætur,
fyndinn og klár,“ sagði
Soffía og nú er sumsé
ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt
til að bera.
Helga á firðina
Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðs-
stjóra stjórnsýslu- og starfsmanna-
sviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra
í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi
bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í
hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki
að koma á óvart að hún skyldi verða
fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir
langan og fjölbreyttan starfsferil. Sams-
æriskenningar eru uppi um að Helga sé
að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en
á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlist-
ans sótti hún um embætti ráðuneyt-
isstjóra félagsmálaráðuneytisins.
Sjálfstæðismenn í borginni bera
henni líka vel söguna eftir rúmlega
mánaðarlöng náin kynni.
Hver tekur við?
Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf
Helgu hjá borginni enda stendur stjórn-
sýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum.
Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi
efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreyt-
inganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í
og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar
eða hvort rétt sé að skipta um og taka
jafnvel upp gamla kerfið með
embættum borgarritara,
borgarlögmanns og hvað
það nú allt hét. Er helst von
á að einhver verði settur
tímabundið í starfið og
gegni því þar til nýjar
línur liggja fyrir.
bjorn@frettabladid.is